Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 19
Sunnudagur 11. mai 1975. TÍMINN 19 tJtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, slmar 18:500 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, simi 26500 — af- greiöslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö I lausa- sölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðap'rent h.f. íbúðarbyggingar — leiguíbúðir Viða um land er hin mesta húsnæðisekla og stendur ekki annað meira fyrir þrifum mörgum byggðarlögum, þar sem atvinna er yfrin og fram- lag hvers einstaklings við gjaldeyrisöflun marg- falt á við það, er annars staðar gerist, þar sem þjónustustörf eru yfirgnæfandi. Þessi byggðarlög eru máttarstoðir þjóðfélagsins, og þjóðin öll á þess vegna ekki litið i húfi, að þau dafni og haldi áfram að mala henni gull. Á undanförnum árum hafa kaupfélögin viða hlaupið á myndarlegan hátt undir bagga með fólki við byggingu ibúðarhúsnæðis, lánað byggingar- efni, unz húsnæðismálastjórnarlán fengust, og brúað þannig bil, er ella hefði orðið mörgum illvið- ráðanlegt. Sum kaupfélög hafa meira að segja haft forgöngu um byggingu ibúðarhúsa, sem afhent hafa verið fólki fokheld. Vegna samdráttar i bankalánum og rekstrar- fjárskorts, sem af þvi hlýzt, er nú aftur á móti svo komið, að kaupfélögin eru þess ekki megnug að lána byggingarefni eins og áður, og fyrir margan^ mannin þýðir það i reynd, að hann getur ekki haf-*" izt handa um að koma sér upp ibúðarhúsi. Þegar vinstristjórnin sat að völdum voru lög samþykkt um byggingu þúsund leiguibúða á veg- um sveitarfélaga viðs vegar um landið, og átti þetta að vera fyrirgreiðsla hliðstæð svonefndri Breiðholtsáætlun. Þessi hús áttu að risa á árunum 1974-1978. Þúsund ibúðir myndu að sjálfsögðu bæta verulega úr húsnæðisnauðinni, og einkum hafa mikið gildi fyrir ungt fólk, sem ekki hefur unnizt timi til þess að búa svo i haginn fyrir sig, að það geti sjálft umsvifalaust ráðizt i byggingu ibúðar- húss handa sér. Nú ber þann skugga á, að óliklegt verður að telj- ast, að þessar ibúðir komizt upp á þeim tima, sem ákveðinn var. Búið er að visu að ákveða i megin- dráttum, hvar þær skuli reistar, og fyrirheit voru gefin i fyrra um framlög til 280 slikra ibúða. Á árunum 1974 og 1975 hefur húsnæðismálastjórn þó ekki samþykkt lánveitingu til nema rösklega helmings þessara ibúða, og fyrir siðustu áramót höfðu aðeins tæpar fimmtiu og tvær milljónir króna verið greiddar út á 65 ibúðir i sjö sveitar- félögum — i Bolungavik, Siglufirði, Húsavik, Höfn i Hornafirði, á Sauðárkróki, Dalvik og Egilsstöð- um. Nokkuð hefur þó verið aukið við þetta siðan. En margir eru þeir staðir lika, þar sem menn vita ekki enn, hvaða fyrirgreiðsla er að vænta ná hvén ær. Samhliða almennri lánatregðu getur þess vegna orðið viðsjárverð stöðnun i húsbyggingum, jafnvel á þeim stöðum á landinu, þar sem unnt væri að draga enn meira i þjóðarbúið með þeim atvinnu- tækjum, sem tiltæk eru, ef ekki vantaði húsnæði handa fleira fólki. Nú er komið vor. Lokadagurinn er i dag. Viða á hinum mestu uppgripastöðum á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi er sá timi skammur, er unnið verður að framkvæmdum úti við. Þar má ekki glata neinum sumarvikum. Þess vegna verð- ur jafnan að komast sem fyrst á hreint, i hvað kleift verður gert að ráðast. —JH Joseph C. Harsch: The Chrístian Science Monitor: Ford forseti hefur einmitt gert það, sem honum var ætlao Nú er leitað samróðs við þing og stofnanir við stefnumótun og ákvarðanir MARGIR Bandaríkjamenn hafa látið I ljós óánægju með ýmislegt af þvi, sem valdhaf- arnir I Hvita húsinu hafa gert eða látið gera siðan Ford tók við forsetaembætti. Flest af þessu hefur þó verið óhjá- kvæmilegt og eðlilegt, og hlýt- ur að koma I hlut sérhvers for- seta. Engum forseta hefur nokkurn tima tekizt að gera öllum þegnum rikisins til hæf- is alla tið, enda hefur enginn þeirra reynt það. Eitt tíánægjuefnið er þó al- veg sérstaks eðlis, og er ástæða til að athuga það nán- ar. I gagnrýninni út af þessu atriði kemur einmitt óbeint fram, hve mikið Bandarikja- mönnum hefur auðnazt að hljóta af þvi, sem þeir voru að sækjast eftir, þegar þeir los- uðu sig við Richard Nixon. ÞETTA nýja óánægjuefni er, að Ford forseti sýni ekki nægi- lega ákveðni i tæka tið. Venju- lega kemur þetta fram i nöldri eins og eftirfarandi setning- um: „Hvers vegna aðhefst hann ekki eitthvað?" „Hvað er hann aðhika og tvi- stíga?" „Hvað á allt þetta orðagjálf- ur að þýða, þegar skjótar at- hafnir skipta einmitt mestu máli?" Svo mörg voru þau orð. Sii var tiðin, þegar þeir sátu á forsetastóli Kennedy, John- son og Nixon, að i hlut Banda- rlkjamanna komu margar djarflegar, skjótar og afger- andi athafnir. Þetta var raun- ar höfuðeinkenni þessa valda- tlmabils, sem hefur stundum verið kennt við „alræði forset- anna". Eftir að Kennedy tók við völdum, varð sú breyting smátt og smátt á, að forsetinn varð í æ minna mæli verk- stjóri við stjórnarathafnir I Washington. Hann varð meira og meira einn um ákvörðun þjdöarstefnunnar og fram- kvæmd hennar. 1 RAUN og veru er ekki verið að ýkja svo sérlega mikið þeg- ar sagter,að JohnF. Kennedy hafi gerzt konungur, en þeir báðir, Lyndon Johnson og Richard Nixon, hafi tekið að sér hlutverk keisara. Stjórn Bandaríkjanna nálgaðist æ meira það fyrirkomulag, þeg- ar æösti maðurinn eykur stöð- ugt vald sitt, og að lokum var svo komið, að gamla, banda- rlska valdkerfið samkvæmt stjórnarskránni var aðeins viðurkennt i orði en ekki á borði. Sérkenni hinna keisaralegu tjórnarhátta koma skýrast fram I þvi, að öll meiriháttar stefnumótun fer fram i höfuð- stöðvum æðsta valdsins. Á valdaárum þeirra Kennedys, Johnsons og Nixons var öll stefnumótun með þeim hætti, að áhrifahlutur rikisstjórnar- innar, þingsins, dómsmála- kerfisins, háskdlanna, blað- ánna og embættismanna rlkis og borga rýrnaði jafnt og þétt. ÞING og stjórn komu Gerald Ford einmitt fyrir i Hvita hús- inu til þess að leysa upp hið keisaralega kerfi og endur- reisa hið gamla, bandariska stjórnkerfi i þeirri mynd, sem viðgengizt hafði allt til þess að Eisenhower lét af völdum. Og þetta hefur hann óneitanlega gert. Árangurinn kemur svo ó- hjákvæmilega fram I þvi, að kvartað er undan of mikilli ó- ákveðni og of litilli athafna- semi i Washington. Vitanlega dregur verulega úr öllum athafnahraða, þegar þingi, fylkisstjórn, borgar- stjórum, háskólum, blöðum o.s.frv. er á ný veitt aðild að stefnumótuninni. Sá ómót- mælanlegi kostur fylgir hinu keisaralega kerfi, að það get- ur verið skjótt til allra at- hafna.Þettakostar að visu, að athafnirnar bera einræðisblæ, en kerfið er óneitanlega fljót- virkt. ÞEGAR Nixon fór með völd, þótti Bandarikjamönnum þessi skjótvirkni of dýru verði keypt. Það er höfuðástæða þess, að nú situr á forsetastóli maðurj sem tekur ekki skjót- ar, djarflegar ákvarðanir upp á sitt eindæmi, heldur leitar fyrst álits allra þeirra manna, stofnana og samtaka, sem eiga hagsmuni sina eða á- hugamál undir ákvörðuninni. Gerald Ford leitar álits ann- arra i öllum málum, sem mik- ilvæg eru og margslungin að eðli. Þingiðhefur ekki áður átt jafn mikinn og stöðugan þátt i ¦stefnumótuninni siðan stjórn Eisenhowers lét af völdum. Þegar hin opinbera ráð- stefna um efnahagsmálin var haldin, komu til Washington flestir færustu hagfræðingar landsins. Háskólamennn og hugsuðir „vitbankans" eru á ný farnir að eiga leið öðru hvoru milli sinna venjulegu vinnu — og dvalarstaða og valdastólsins i Washington. VERT er, og raunar mikil- vægt, að gera sér þess grein, að hið forna og nýja kerfi ráð- gjafarstjórnar hefur bæði kosti og galla. Fullkomið og gallalaust stjórnkerfi er ekki til. Þeir, sem kvarta undan of miklu málæði og of litlum at- höfnum i Washington, eru ein- ungis andhverfa hinna, sem áður kvörtuðu undan of ein- ræðislegri stjórn. Valdkólfurinn hefur sveifl- azt langa leið siðan þeir Kennedy, Johnson og Nixon sátuað völdum. Ef til vill hef- ur hann sveiflazt helzt til langt. Ég er til dæmis þeirrar skoðunar, að þingið gangi of langt I afskiptum sinum af ut- anríkismálum. Hitt er svo annað mál, að valdkólfurinn hafði áður sveiflazt allt of langt i átt til einræðisstjórnar. Það stjórnarkerfi, sem við höfum nú, er óneitanlega sein- virkara, og ef til vill ekki eins árangursrikt. En hinu verður ekki neitað, að það er ólikt ör- uggara. ierald Ford forseti I skrif-tofu sinni. ¦WRBHBWIWMm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.