Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 20
20 1MINN Sunnudagur 11. mai 1975. íslenzkir rithöfundar EINKENNILEGT ER, hvernig sagnir af gömlum atburðum tengjast stöðuhum, þar sem þeir gerðust. I öllum sveitum og sýsl- um tslands hafa gerzt bæði sorg- ar- og gleðisögur, alls staðar hafa gleði og sorgir, sigrar og hrakfar- ir skipzt á i lifi fólks. En það er eins og tilviljun ein ráði þvi, hvað minnisstæðast verður. Þannig mun til dæmis flestum Islending- um fyrst detta I hug málaferli og saknæmt athæfi, þegar Húna- vatnssýslur ber á góma, þótt allir viti, að á öllum timum hafa menn verið misjafnir þar, eins og alls staðar annars staðar á landinu. Hins er ekki að dyljast, að um skeið mátti þetta fagra hérað þola meiri bUsifjar af völdum óróa- manna en margar aðrar sveitir. Þótt ságan sé lifseig og þjóðin minnug, dettur auðvitað engum heilvita manni i hug að kalla þær kynslóðir, sem nú byggja Húna- vatnssýslur, til ábyrgðar fyrir at- burði fortíðarinnar, — ekki frem- ur en hægt væri að kenna nútima- bónda á Svinafelli i öræfum um það, þótt þar byggi einu sinni maður, sem hét Flosi, og að hann brenndi inni annan bónda, sem hét Njáll. Allir vita, að nútima Húnvetn- ingar standa sizt öðrum lands- mönnum að baki um dyggð og dáð. Þaðan hafa komið agætir menn, sem hafa auðgað og dýpk- að menningu þjóðarinnar, og nægir þar að nefna þá Sigurð Guðmundsson, skólameistara á Akureyri, og Guðmund Frimann, skáld á Akureyri, þann er hér verður kynntur lesendum Tim- ans. Og þá er að snúa sér að efninu, Guðmundur. — Eru skáld I ætt þinni? — önnur spurning, áður en ég svara þinni. Má ég vera dalitið lausaguddiilegur og með það, sem Danir kalla „galgenhumor", eða á ég i svörum minum að vera mæðulegur og ábúðarmikill, eins og ég beri ábyrgð á allri heims- kommúnunní eins og ungu skáld- in nu til dags? — Hafðu slna ögnina af hvoru. — Skáld I ættinni? Siðan Jón biskup Arason leið, veit ég ekki um aðra en Jóhann bróður minn og Jakob Frimannsson frá Skúfi. Hann var vel skáldmæltur á hefð- bundinn og mannlegan hátt. En við bræður erum i fjórtánda lið frá Grýtu-Jóni. — Þú ert Langdælingur? — Já, og er stoltur af. Ég er fæddur i Hvammi. Þar bjó, nokkru á undan föður minum. Hans Natansson Ketilssonar, sem frægur er úr sögum. Natan var Langdælingur. Fleiri nafnkunnir menn höfðust við i Langadal á siðastliðinni öld, sem gerðu dal- inn frægastan flestra dala, lika að endemum. Kunnastir þeirra eru t.d. Holtastaða-Jóhann, Isleifur seki á Breiðavaði, Strjúgs-feðgar, og fleiri voru þeir. Dalurinn hafði Hka á sinum snærum galdra- mann, Einar Andrésson á Þor- brandsstöðum. — Ég hef stundum sagt með votti af stolti, að á þess- um löngu liðnu árum hafi aðeins skipt I tvö horn um eigindir manna i Langadal: Annað tveggja voru þar öðlingsmenni eða brotamenn og tugthúslimir. Sfðan hafa orðið þar mörg kyn- slóðaskipti. I Langadal búa nú að- eins öðlingar. — Ortu menn mikið i Langadal á uppvaxtarárum þinum? _ — Já og nei. Einn maður tók að sér allar yrkingar dalbúanna, hinir ortu lifið sjálft og oru vel, að ég hygg. Sá hét Gisli ólafsson frá Eiriksstöðum, þá bóndi i Hólabæ. Meðan aðrir ortu lifið orti hann stökuna, fátækur og heldur dár- legur bóndi á langdælska visu, bú- skapurinn mesta duð. En GIsli orti sig I sátt við allt og alla, auk þess sem hann sagði sögur öllum mönnum betur. Að visu voru sög- ur hans margar það sem ég mundi kalla skröksögur, i likingu við þær smásögur, sem ég hef sett saman á slðari árum. Skáldaeðlið kemur fram I mörgum myndum, Hkt og Þorgeirsboli. Við Gisli vorum perluvinir. Stundum sagöi hann við mig: Ég er nú búinn að segja þessa sögu svo oft að ég átta mig ekki á þvi hvort hún er sönn eða ekki. Kærðu þig kollóttan GIsli minn: Sannleikurinn er stundum svo lygilegur, að maður verður að ljúga til að gera hann sennilegan. — Einn þjóðkunnur skáldmæringur átti oft leið um Langadal. Það var sjálfur Simon Dalaskáld. Hann orti einkum um heimasæturnar og ungabörnin, ef hann sá að þau lofuðu góðu. Þess vegna kvað hann um mig þessa athyglisverðu stöku: Hann Guðmundur Frímann frár fljótt um pallinn gengur. Kominn er á annað ár, elskulegur drengur. Þannig vakti ég snemma at- hygli! Kannski gefst mér siðar tækifæri til að minnast Simonar og visunnar. Á Blönduósi (höfuð- borg dalsins) voru tveir forkunn- arsnjallir vfsnasmiðir. Annar var Olli frá Hjaltabakka (Þorvaldur Þórarinsson), — sá beit frá sér, hinn var ljúfmennið ljóðræna, LUðvig Blöndal. Báðir voru dálit- iö blautir, sem kallað er. Lúlli flutti siðar til Akraness, og þar dó hann fyrir mörgum árum. af brennivinsslagi, að mér hefur verið fortalið. Einu sinni vorum við LUlli á kvöldgöngu á túninu á Geitaskarði. Þá las hann mér af munni fram „Ævintýr Hirðingj- ans" eftir Einar Ben. Ég held, að mér hafi aldrei fundizt turiglskin svo töfrabjart og eftir þann lest- ur. Þetta voru fyrstu kynni min af Einari Ben. Þau voru furðuleg. Annars hef ég aldrei verið blindur aðdáandi Einars, — þar er sjálf- sagt einhver vöntun I mig. Blanda kom, hægt og bitandi — Þú hefur auðvitað lært allt sem þú heyrðir skáldskaparkyns. — Fjarri því, ég var á móti yrkingum fram á kynþroskaald- ur, — en mér er tjáð að yrkingar fylgi þvf aldursskeiði. Jóhann bróðir minn, sem var yngri, var byrjaður að yrkja á undan mér. Þetta er enginn vandi, sagði hann, byrjaðu barasta! Nei I stað þess að yrkja fór ég að stelast til að taka i nefið — og það geri ég enn. Þó lét óg um siðir undan ögr- unum hans, og fór að hafa litla kompu i sportskyrtuvasa mlnum, I hverja ég færði snjallyrði ljóða- kyns, sem i hugann komu. Fyrir rlmi þurfti ég mikið að hafa, og svo er enn. Þess vegna hefði verið rakið fyrir mig að tileinka mér atómgerð ljóða, en órimuð ljóð voru óþekkt I þann tið i Langadal, nema hvað Jóhannarnir frá Laxamýri og Ólafsvlk höfðu ort sln þekktu kvæði Sorg og Söknuð. Þau voru á sveimi i huga mlnum og eru enn — ein órimaðra ljóða innlendra. Svo kom dálitið fyrir mig 1916 — þá var ég 13 ára : í Ið- unni komst ég i kynni við galdra- skáldið Gustaf Fröding. Þar var kvæði hans „Atlantis" I þýðingu dr. Sigurðar Nordal. Kannski réð það Urslitum. Allt er i eyði yfir þeim rUstum svífur hin þögula sorg. Hafi gamli Fröding vitað hvaða þróun sænsk ljóðagerð hef- ur tekið eftir hans dag — einkum hin siðari ár — hefur hann tekið marga kUtveltuna I gröf sinni. Það hafa raunar fleiri gert I Sviariki, svo sem Karlfeldt, Bergman, Dan Andersson og margir fleiri. En timinn hefur ekki viðnám fremur en vindurinn! — En semsagt: 14- 15 ára hef ég liklega byrjað að fikta við þetta. Nema 16 ára fór ég á Unglingaskólann á Hvamms- tanga með allvæna kvæðakompu. Þessi Hvammstangadvöl min var öll min skólaganga. Ef tvenndar- eða grunnskólarnir hefðu verið komnir i gagnið þá, hefði þekking min orðið betur „hönnuð" en raun varð á og ég getað „tjáð mig" betur við landslýðinn! Nei, það var mörgu öðru að sinna en liggja yfir bók- um, þarna á Tanganum: Þarna voru laglegustu stelpuhnják ur: mergð æðarfugls, sem lá vel við skoti, og svo báturinn hans Jóns Bergmanns, sem virtist oft liggja I reiðuleysi niður I dimmri fjörunni. Um áhrif alls þessa get- ur þU lesið milli linanna, 1 stað þess að skrifa ensku stílana mína tök ég að mér að skrautrita haus- ana á stilum hinna krakkanna með rauðum matarlit. Snemma vakti listhneigð min athygli! — Varstu ekki mikið náttúr- unnar barn, svo mjög sem hún er nálæg I ljóðum þlnum? — Það tel ég. Borgarskáld er ég ekki, guð sé lof. JU ég unni og ann landi minu, mlnum gamla dal, og þó einkum „enginu græna", sem Olli vinur minn og stórbóndi i Hvammi, hefur nU gert að einum töðuvelli. Kannski hef ég þó unnað Blöndu mest, þessum tvöhundruðmannabana, — enda þótt hún kæmi ekki inn i vitundarheim minn fyrstu barns- árin. En hUn kom, hægt og blt- andi, og hUn helgaði sér sál mlna á einhvern dularfullan hátt. HUn söng mér furðulegan galdrasöng, sem enn hljdmar I vitund minni, (sbr. „Haust við Blöndu", „Vor- vfsur til Blöndu" og fleiri kvæði I bókum mlnum: Blanda er alltaf nálæg). Já það var gott að alast upp I þessum dal, i stórum syst- kinahópi, hjá góðum foreldrum. Ég vona að ég hafi i tveim kvæð- um lýst foreldrum mínum nokkuð rétt og vottað þeim ást mína og þökk: þau voru þess makleg: Faðir minn var dulur drengskap- armaður, móðir mln opinská, glaðlynd og söngvin. En lif þeirra var ekki eilifur dans á rósum: Tæringin herjaði á þessum árum i bæjum og byggðum þessa lands — kvistaði niður það sem slzt skyldi — æskuna, þ.á.m. fjögur systkini min.(Sbr. saga min „Mýrarþoka", sem er sönn i öll- um aðalatriðum). — Langaði þig ekki til að verða bæði bóndi og skáld, — sem löng- um hefur farið saman _ íslandi? — Ég veit ekki, — held ég hefði orðið skritinn bóndi. Þó hefur mig langa ævi langað til að eiga kind- ur og — hund: hundar eru minir virktavinir. Mér hafa verið gefnir tveir hvolpar, — það blessaðist ekki: sá síðari (mórauður angi semkomst ivasa gefandans) grét svo sárt fyrstu nóttina að ég treysti mér ekki né fjölskyldunni til að vaka slika sorgarndtt að nýju. Fargaði honum. — En smiðurinn, kom hann snemma fram i þér? — Ég var alltaf eitthvað að de- dUa við smíðar, meðan fólkið svaf miðdagsblundinn, — einn i skemmu. Tæki af skornum skammti og efni til smiða lá ekki á glámbekk: erfð nýtni á heimil- inu: nöglum og snærisspottum aldrei fleygt. Jón Hreggviðsson hefði ekki þurft að kvarta um vöntun á hengingartækjum! Á þessum blessuðu árum var ég uppfindingamaður, þó ekki jafn- oki Edisons: Ég bjó til „Sjálfselj- ara" er ég kallaði svo. Fint tæki. Tvieyringur settur i rifu, — i skUffu, sem opnaðist neðar I þessu furðu tæki, kom brjóstsyk- urmoli. Mér reiknaðist til að hann kostaði mig 3 aura. En liktog Guðni nokkur spekUlant, sem keypti þorskausinn i Hrisey á 5 aura og seldi hann á Akureyri á 4 aura, hafði ég mismuninn uppUr umsetningunni! Þetta var gróða- brallstæki af fyrstu gráðu! Magnús Ásgeirsson var ógleymanlegur — Þú hlýtur að hafa átt i mikilli baráttu við sjálfan þig um það, hvaða leið þú ættir að velja, eins og titt er um fjölhæfa menn. — Ekki minnist ég þess. En ég var snemma haldinn ákafri Ut- þrá. Og þannig æxlaðist til að ég réðst einn vetur til náms hjá öðl- ingnum Einari frá Galtafelli. En þegar til kom þá leiddist mér leir- hnoðið (i þessari mynd) — fannst skemmtilegra að hræra gifsið HVER SIl SKAMMT OGÉG með Hirti heitnum frá Skála- brekku og ausa þvl yfir nýskap- aðar myndir meistarans. Og ég hætti. Samt var ég viðloða i Reykjavik þennan vetur og annan til. Þar lifði maður Uraveðsetn- ingarlifi en I hópi margra góðra drengja. Meðal þeirra, sem ég man bezt, voru Sigurður Langeldaskáld Grimsson, Jón yngri Thoroddsen, er siðar fórst i Kaupmannahöfn, báðir öndvegis- piltar og skapandi skáld. Og ekki má ég gleyma MagnUsi Ásgeirs- syni, vini minum og velgjörða- manni. Ef frá eru talin nokkur er- lend skáld, þá held ég að MagnUs hafi kennt mér öðrum fremur að meta ljóð — já og yrkja ljóð. MagnUs var ógleymanlegur. Hann var einn augnfegursti mað- ur, sem ég hef kynnzt. Hann var manna háleitastur. Þó þér fyndist hann horfast i augu við þig, þá horfði hann eins og Ut i eilifan fjarska, fram hjá þér, gegnum þig. MagnUs gerði annað og meira en snUa kvæðum á is- lenzku, hann orti þau, lagði sál slna að veði, svo vel mætti takast. Berðu Saman þýðingu MagnUsar á Vögguvisu Lorca við orðrétta- þýðingu enska. Þvilikur munur, drottinn minn! — Vikjum aftur að þinum eigin skáldskap. Hvernig stóð á þvf að þú notaðir gervinafn, þegar önnur bók þin kom út, þar sem þú hafðir áður gefið út bók með fullu nafni óg meira að segja með mynd af höfundi? — Alfur frá Klettstiu áttu við? Það var bara fordildarhugdetta. 1 þá daga var fint að vera „frá" einhverjum stað, sbr. Stefán frá Hvítadalo.fl. En þarna snertir þU viökvæman .blett, Valgeir, — leiddir ósjálfrátt Náttsólirnar minar inn i umræðurnar, þótt naumast séu þær umræðuhæfar. 1 Reykjavlk asnaðist ég Ut I þessa útgáfu, m.a. fyrir áeggjan ýmsra góðra manna (eða vondra). Og þar sem sjálfur Simon Dalaskáld hafði titlað mig „elskulegan dreng" i visu sinni, þá fannst mér rakið að hafa mynd framan við bókina af þessum „elskulega dreng", — rölti niður I AlþýðuhUs til Sigriðar Zoega og bað hana að taka mynd af mér sem slikum, — hvað hUn gerði. Ég held að mynd- in hafi framar Öðru selt bókina, — höfundur var svo „elskulegur" á mynd! Á langri ævi hef ég rekizt á æðimörg eintök af Náttsólunum — myndlaus. Kannski hangir hUn sem skilri á veggjum fólks, Hkt og myndir fyrrv. forsetahjóna, sem fólk reif Ur „Heima er bezt" og notaði sem heimilisprýði! Þess vil ég geta, að Náttsólirnar kost- uðu 8 kr. I bUðum, en 9 kr. til á- skrifenda. Allt var með sömu endemunum með þetta blessaða kver! — Velur þú yrkisefni þin af 1_______ mnhr* 'jfo ?y# ~f£f /Ý%} Hvammur I Langadal I Húnavatnssýslu árið 1927, áður en véltækni tuttugustu bernskuheimili Guðmundar Frlmanns og Jóhanns bróður hans, hins góðkunna — Teikninguna geröi Guðmundur Frimann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.