Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 21
Sunnudagur 11. mai 1975'.
TÍMINN
21
íslenzkir rithöfundar
NN
MINN
Guðmundur Frlmann skáld.
ráönum hug, eða sækja þau að
þér óboðin?
— Venjulegast óboðin, — sezt
aldrei við ritvélina og segi við
sjálfan mig: NU ætla ég að yrkja
kvæði. Jesúspétur, það geri ég
aldrei! Stundum dettur mér i hug
ljóðlína, sem mér geðjast að. Sé
ég i góðu skapi og hafi nógan
tima, þá hnipra ég mig upp í horn
á legubekknum minum, og þar
byrjar og endar ballið! Kvæðið
getur tekið stutta stund, liklega
óralanga, heilt kvöld, heila nótt.
Þó kvæðið sé ekki nema tvö-þrjú
erindi, þá sé ég I gömlum riss-
kompum minum, að tilraunir
minar hafa kannski þanið sig um
margar siður. En aldrei hætti ég
fyrr en kvæðið er búið og vélritað
— breyti naumast orði eftir það.
Þú varst einu sinni að inna eftir
hvort mér léti vel að yrkja, ef ég
væri I döprum hug. Reyni það
aldrei, — segi eins og Axel Juel,
(að visu í sambandi við drykkju):
„jeg dri kker kun naar jeg er fest-
lig stemt". .
Skáldskapur
og sagnfræði
—- Hvað viltu segja um tildrög
kvæðanna.: „Drukkinn bóndi úr
Skyttudal", „Jón -Öttarsson",
„Jón Ormsson", „óttar Brands-
son" og „Þjófa-Lási"? Eru þau
þjóðsöguleg?
— Sagnfræðileg vil ég heldur
u aldar jafnaði hann við jörðu. Hér stóð
na skólamanns.
segja. Bóndinn i Skyttudal hét
Arni og var kallaður „gersemi".
Kom oft heima, þegar ég var
strákur, oftast drukkinn: mikill
kvæðamaður, hafði óvenjulega
fallega rödd. Við hann er kennd
ein „kvæðastemma", vel þekkt
hér norðanlands. Jón óttarsson
hrapaði með hesti I BlöndugljUfur
1664: Jón Ormsson var hengdur
undir Svarthamri við Blöndu:
Óttar Brandsson varð úti i Norð-
urárdal 1689 og Þjófa-Lási (öðru
nafni Skáld-Lási) varð úti frosta-
veturinn illræmda 1880-81, i
gjörningahrið, skammt frá æsku-
heimili móður minnar, sem þá
var unglingur.
— Ja, ljótt er það! En hvernig
er tilfinningum þinum háttað
meðan þú ert að yrkja?
— Já ef ég gæti nú sagt þér það.
Helzt er að svara þér likt og
Matthlasi Jóhannessen I viðtali
við Mbl.: Þetta er einsog að fara
á kendiri — maður man ekkert á
eftir. Þó þú spyrðir mig um hvað
nýort kvæði fjaílaði, yrði ég
svarafár, vissi ekkert.
— Þá er^að hin hliðin — og enn
er ég nærgöngull við þig. Ertu
ekki i aðra röndina heims- og
gleðimaður, þvi mörg kvæði þin
bókstaflega anga af konum og
vini, vori og ást?
— Hvað konum viðvikur (vona
aðkonan lesi þetta ekki), þá er ég
sammála Þorsteini Erlingssyni
að „þykja stúlkur drottins bezta
smiði". Vinmaður erégekki — nú
orðið. Helgi vinur minn Valtýsson
sagðisthafa hættað drekka þegar
hann var 8 ára! Ætli það hafi ekki
verið á þvi aldursskeiði sem ég
byrjaði, (saup, ef eftir var I glös-
um gesta í Hvammi), hef svo ver-
ið að drekka mig niður siðan. Hef
nýlokið sögu (ópr.) um „aðskilj-
anlegar náttUrur brennivins".
HUn er um sálgreiningu á
drykkjumönnum. Ef þU læsir
„Söguna um Svarta-Lása" i
„Svartárdalssólin", þa fengir þU
allnákvæma lýsingu á mesta
drykkjubolta i Húnavatnssýslu á
æskuárum minum. Enn sé ég
Rauða-Finn (kallaður það) fyrir
mér, þar sem hann kom sunnan-
yfir Hvamms-skriðuna, veifandi
öðrum skinnsokknum — fullum af
kandíssykri, sem hann svo þegar
heim kom, dreifði yfir koffortslok
og skipaði krökkunum að éta. Á
þessum árum hélt ég að ég fengi
aldrei nóg af kandlssykri, i þetta
skiptið fór þó svo. Raufti-Finnur
var einn af rithöfundum sýslunn-
ar, gaf út (1911) kver sem heitir
„Sýnishorn isl. réttvisi". Fágætt
kver, nafnið bendir til lífsreisu
höfundar. En uw siðir hirti
Blanda gamla Rauða-Finn — Þá
er það blessað vorið: Vorinu ann
ég heilshugar og ástinni ástarinn-
ar vegna.
Skáld og
gagnrýnendur
— Ertu ekki hræddur um að við
séum á leið niður f öldudal, eftir
þá minku reisn sem var yfir bók-
menntunum, þegar þeir voru upp
á sitt bezta, Laxness, Þórbergur,
Jóhannes iír Kötlum og Guð-
mundur Böðvarsson?
öldudal? Um ölduval verður
ekki að ræða, meðan Laxness er
ofan jarðar, enginn kemur i hans
stað, vertu viss. Og enginn Þór-
bergur. Jóhannes þekki ég Htið.
Ognafni minn Böðvarsson verður
ekki borinn lofi, sem hann ekki
verðskuldar, enda þótt of mörg-
um tslendingum sé tamt að daðra
við dauða menn.
— En hvað segir þú um utlilut-
unarnefnd rithöfundaiauna? Þú
hefur lengi verið I talsverðri náð
hjá henni.
— Og læt það nú vera. Þetta er
dálitið dularfull og varasöm
stofnun, — aldrei að vita til hvaða
ráða hún tekur — lika til að
murka andlega tóru úr einstökum
rithöfundum. Ég hef lengi átt von
á hinu versta, — aldrei vitað
hvenær kæmi að mér að verða
endanlega „Uti i kuldanum" sem
æeg vil kalla svo. Eftir daga okk-
ar Akureyringanna verða liklega
engir höfundar utan Reykjavikur
á skrá hjá þeirri stofnun — nýir
vendir komnir, — þeim fer stöð-
ugt fækkandi hér norðanlands,
sem náðar hennar njóta. Hörmu-
legast, þegar mætir höfundar
eiga I hlut. Mér dettur i hug sem
dæmi, Einar frá Hermundarfelli,
af þvf ég sé slotið hans hérna út
um gluggann. Einar hefur lengst
af verið „úti 1 kuldanum", — það
er ósvifið, þar sem hann er tvi-
mælalaust i hópi snjöilustu smá-
sagnahöfunda okkar. Persónu-
lega á ég Einari grátt að gjalda:
Þegar ég varð sjötugur fékk ég
hann með mér suður á.ltaliu.
Hann átti auðvitað að vera góður
við mig — en það fór á annan veg:
Einu gilti hvort við drukkum
Rica-Donna eða Grappa, — alltaf
skyldihann niðastá mér og kveða
mig i kútinn! Nú það var hreint
eins og hann væri akvæðaskáldið,
ég bara smásagnagutlari! Ég er
ekki bUinn að ná mér enn! En
víkjum aftur litillega að úthlut-
unarnefndinni. Þegar þriggja-
flokka Uthlutunarkerfið var tekið
upp, lenti ég reyndar i efsta
flokknum (Heiðurslaunaflokkn-
um? Nei guð hjálpi þér). Ég hef
lumskan grun um, að ég hafi notið
liðsinnis Hjartar Kristmundsson-
ar og hanshUnvetnsku konu, Ein-
öru. Kannski hafa þau brjóstgóðu
hjón viðhaft galdur við að upp-
hefja mig! — kæmi mér ekki á ó-
vart: Einara er dótturdóttir Ein-
ars galdrameistara á Þorbrands-
stöðum.
— Hvað um sagnagerð þina?
— Ég hætti að semja ljóð þegar
ég hafði gert það upp við mig, að
ég var enginn maður til að hugsa
afturábak, eins og tiðarandinn
virðist ætlast til. Orðin of gamall I
hettunni. Um sögur minar er
þetta að segja. Ég tei þær ekki
standa ljóðum minum að baki.og
einsog ég drap á hér áður, þá eru
þær allar að meira eða minna
leyti sannar — sannar skröksög-
ur. Dómar um sögur minar hafa
yfirleitt verið ágætir. Þó fékk
Ólafur minn Jónsson fýlukast og
sendi mér kaldar kveðjur, þegar
fyrsta smásögusafn mitt „Svart-
árdalssólin" kom Ut. Hann taldi
sögurnar sömu ættar og sögur i
vikuritum og sbrpblöðum: klám-
sögur, framhjátökusögur. Rétt er
það, að ég f jalla ekki um kynleys-
ingja, — þekki ekki slika, — en
kynvillingarfyrirfinnast þó ekki i
sögum minum, — aðeins fólk með
mannlegt eðli eins og gengur og
gerist. Og sorpblöð og vikurit hef
ég aldrei lesið. Þau hljóta að vera
Olafs lesning, annars gæti hann
ekki gert neinn samjöfnuð.'Og ég
vil nota þetta tækifæri til að óska
honum til hamingju með lestur-
inn. Og ég vil segja. Meðan sorp-
blöðin koma út og Ólafur Jónsson
á þess kost að hafa þau til saman-
burðar i gagnrýni sinni, þá er isl.
bókmenntir ekki aldeilis á flæði-
skeri staddar!
— Ertu þá ekki fullkomiega
sáttur við gagnrýnina nd á dög-
um?
— Sáttur og ekki sáttur. Dómur
um bók er fyrst og fremst dómur
um höfund dómsins. Það sannast
of oft, sem danskurinn segir:
„Hvis man ikke duer som digter,
saa kan man dog blive en kritik-
er" — siem kritiker, mætti bæta
við. Satt að segja, þá er ég ekki
vel sáttur við samtíð mina, sem
lætur loddara og falsspámenn
segja sér að svart sé hvitt og öf-
ugt.
— Ertu ánægður, Guðmundur,
með ævistarf þitt á akri islenzkr-
ar tungu, og hvernig þjóðin hefur
tekið verkum þinum?
— Ég tel, að ef enginn hefði
lagt bókmenntum okkar lakara
framlag en ég, þá mætti þjóðin
vel við una.
„Samt er gaman
að hafa...."
— Þú segist vera fjöilyndur að
eðli. Hvað er til marks um það?
— Kannski var ég meira efni I
braskara en skáld. Ég minnist
þess t.d. að ég eignaðist strákur-
inn, litla og óskaplega fallega
fugíabyssu frá Importören. Lás-
innáhennibilaði.og örlög hennar
urðu þau, að Bensi á Hamri
(bróðir Jóns Eyþórssonar) vélaði
hana Ut Ur mér. Tvær krónur og
fimmtiu á borðið, takk! Viðskipti
sem ég harma á efri árum! Siðar
hafði ég skipti á „legghlifum"
(einsog þeim, sem Stefán frá
Hvltadal skartaði i þegar hann
var i hestabraski i Sýslunni) og
venjulegri tvihleypu. Lásinn á
henni var lika bilaður, svo binda
þurfti hlaupið við skaftið. Ef
snærið bilaði, gat skotið farið
öfuga leið og i skotmanninn. En
þá hefði farið (óviljandi) svipað
Framhald á bls. 36
Fiðlarakvœði
1 fyrndinni hafði fiðlan min bleika
fjóra strengi einsog vera ber,
veika sem vetrarkviðinn,
er vindur haustsins um engjarnar fer —
bræður, er sungu saman,
en sitt lagið hver.
í einum söng gleðin og unaður vorsins, —
ómar frá löngu horfinni tið.
Hann var grannur, en gulli drifinn,
gersemi og völundarsmið.
Ég fann hann i ljósgrænu lyngi,
lengst uppi i hlið.
Annar var helgaður söknuði og sorgum,
hann söng frá mér gleðina, vonir og þrár,
seiddi mig siðkvöld og nætur
inni Svefnleysuskóg, bakvið daga og ár —
umdi þótt enginn stryki hann
örlagaspár.
Sá þriðji var strengur óðsins um ástina,
örlagaglettni og hamingjuspá —
óðsins um óra blóðsins,
æskunnar fögnuð og leyndustu þrár, —
óðsins um konuna einu,
augu heiðrikjublá.
Sá fjórði var strengur stefsins um dauðann,
er strið sitt og glimu við lif ið heyr —
stefsins um haustsins hernað,
helkuldarósir og bfákaðan reyr,
kuldalegt marr i kviktrjám,
kirkjugarðsleir.
En strengirnir hrukku einn af öðrum,
nema ekki sá, er i lynginu ég fann,
strengur yndis og óra —
ekkert gat slitið strenginn þann.
Siðan bæri ég bogann
bara um hann.
Guðmundur Frimann.
Islenzkir rithöfun.dar