Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 21

Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 21
20 ’IMINN Sunnudagur 11. maí 1975. Sunnudagur 11. mai 1975! TÍMINN 21 íslenzkir rithöfundar íslenzkir rithöfundar EINKENNILEGT ER, hvernig sagnir af gömlum atburðum tengjast stöðunum, þar sem þeir gerðust. I öllum sveitum og sýsl- um Islands hafa gerzt bæði sorg- ar- og gleðisögur, alls staðar hafa gleði og sorgir, sigrar og hrakfar- ir skipzt á i lifi fólks. En það er eins og tilviljun ein ráði þvi, hvað minnisstæðast verður. Þannig mun til dæmis flestum tslending- um fyrst detta i hug málaferli og saknæmt athæfi, þegar Húna- vatnssýslur ber á góma, þótt allir viti, að á öllum timum hafa menn verið misjafnir þar, eins og alls staðar annars staðar á landinu. Hins er ekki að dyljast, að um skeið mátti þetta fagra hérað þola meiri búsifjar af völdum óróa- manna en margar aðrar sveitir. Þótt ságan sé lifseig og þjóðin minnug, dettur auðvitað engum heilvita manni i hug að kalla þær kynslóðir, sem nú byggja Húna- vatnssýslur, til ábyrgðar fyrir at- burði fortiðarinnar, — ekki frem- ur en hægt væri að kenna nútima- bónda á Svinafelli i öræfum um það, þótt þar byggi einu sinni maður, sem hét Flosi, og að hann brenndi inni annan bónda, sem hét Njáll. Allir vita, að nútima Húnvetn- ingar standa sizt öðrum lands- mönnum að baki um dyggð og dáð. Þaðan hafa komið agætir menn, sem hafa auðgað og dýpk- að menningu þjóðarinnar, og nægir þar að nefna þá Sigurð Guðmundsson, skólameistara á Akureyri, og Guðmund Frimann, skáld á Akureyri, þann er hér verður kynntur lesendum Tim- ans. Og þá er að snúa sér að efninu, Guðmundur. — Eru skáld i ætt þinni? — önnur sþurning, áður en ég svara þinni. Má ég vera dálitið lausaguddúlegur og með það, sem Danir kalla „galgenhumor”, eða á ég i svörum minum að vera mæðulegur og ábúðarmikill, eins og ég beri ábyrgð á allri heims- kommúnunní eins og ungu skáld- in nú til dags? — Ilafðu sina ögnina af hvoru. — Skáld i ættinni? Sfðan Jón biskup Arason leið, veit ég ekki um aðra en Jóhann bróður minn og Jakob Frimannsson frá Skúfi. Hann var vel skáldmæltur á hefð- bundinn og mannlegan hátt. En við bræður erum i fjórtánda lið frá Grýtu-Jóni. — Þú ert Langdælingur? — Já, og er stoltur af. Ég er fæddur i Hvammi. Þar bjó, nokkru á undan föður minum. Hans Natansson Ketilssonar, sem frægur er úr sögum. Natan var Langdælingur. Fleiri nafnkunnir menn höfðust við i Langadal á slðastliðinni öld, sem gerðu dal- inn frægastan flestra dala, lika að endemum. Kunnastir þeirra eru t.d. Holtastaða-Jóhann, tsleifur seki á Breiðavaði, Strjúgs-feðgar, og fleiri voru þeir. Dalurinn hafði lika á sínum snærum galdra- mann, Einar Andrésson á Þor- brandsstöðum. — Ég hef stundum sagt með votti af stolti, að á þess- um löngu liðnu árum hafi aðeins skipt i tvö horn um eigindir manna i Langadal: Annað tveggja voru þar öðlingsmenni eða brotamenn og tugthúslimir. Sfðan hafa orðið þar mörg kyn- slóðaskipti. t Langadal búa nú að- eins öðlingar. — Ortu menn mikið i Langadal á uppvaxtarárum þinum? —- Já og nei. Einn maður tók að sér allar yrkingar dalbúanna, hinir ortu lifið sjálft og oru vel, að ég hygg. Sá hét Gisli Ólafsson frá Eiriksstöðum, þá bóndi I Hólabæ. Meðan aðrir ortu lifið orti hann stökuna, fátækur og heldur dár- legur bóndi á langdælska visu,bú- skapurinn mesta duð. En Gisli orti sig I sátt við allt og alla, auk þess sem hann sagði sögur öllum mönnum betur. Að visu voru sög- ur hans margar það sem ég mundi kalla skröksögur, i likingu við þær smásögur, sem ég hef sett saman á siðari árum. Skáldaeðlið kemur fram I mörgum myndum, likt og Þorgeirsboli. Við Gisli vorum perluvinir. Stundum sagði hann við mig: Ég er nú búinn að segja þessa sögu svo oft að ég átta mig ekki á þvi hvort hún er sönn eða ekki. Kærðu þig kollóttan Gisli minn: Sannleikurinn er stundum svo lygilegur, að maður verður að ljúga til að gera hann sennilegan. — Einn þjóðkunnur skáldmæringur átti oft leið um Langadal. Það var sjálfur Simon Dalaskáld. Hann orti einkum um heimasæturnar og ungabörnin, ef hann sá að þau lofuðu góðu. Þess vegna kvað hann um mig þessa athyglisverðu stöku: Hann Guðmundur Frfmann frár fljótt um pallinn gengur. Kominn er á annað ár, elskulegur drengur. Þannig vakti ég snemma at- hygli! Kannski gefst mér siðar tækifæri til að minnast Simonar og visunnar. Á Blönduósi (höfuð- borg dalsins) voru tveir forkunn- arsnjallir vísnasmiðir. Annar var Olli frá Hjaltabakka (Þorvaldur Þórarinsson), — sá beit frá sér, hinn var ljúfmennið ljóðræna, Lúðvig Blöndal. Báðir voru dálit- ið blautir, sem kallað er. Lúlli flutti siðar til Akraness, og þar dó hann fyrir mörgum árum af brennivinsslagi, að mér hefur verið fortalið. Einu sinni vorum við Lúlli á kvöldgöngu á túninu á Geitaskarði. Þá las hann mér af munni fram „Ævintýr Hirðingj- ans” eftir Einar Ben. Ég held, að mér hafi aldrei fundizt tunglskin svo töfrabjart og eftir þann lest- ur. Þetta voru fyrstu kynni min af Einari Ben. Þau voru furðuleg. Annars hef ég aldrei verið blindur aðdáandi Einars, — þar er sjálf- sagt einhver vöntun i mig. Blanda kom, hægt og bitandi — Þú hefur auðvitað lært allt sem þú heyrðir skáldskaparkyns. — Fjarri þvi, ég var á móti yrkingum fram á kynþroskaald- ur, — en mér er tjáð að yrkingar fylgi þvi aldursskeiði. Jóhann bróðir minn, sem var yngri, var byrjaður að yrkja á undan mér. Þetta er enginn vandi, sagði hann, byrjaðu barasta! Nei I stað þess að yrkja fór ég að stelast til að taka i neíið — og það geri ég enn. Þó lét ég um siðir undan ögr- unum hans, og fór að hafa litla kompu i sportskyrtuvasa minum, i hverja ég færði snjallyrði ljóða- kyns, sem i hugann komu. Fyrir rimi þurfti ég mikið að hafa, og svo er enn. Þess vegna hefði verið rakið fyrir mig að tileinka mér atómgerð ljóða, en órimuð ljóð voru óþekkt I þann tið i Langadal, nema hvað Jóhannarnir frá Laxamýri og Ólafsvik höfðu ort sin þekktu kvæði Sorg og Söknuð. Þau voru á sveimi i huga mlnum og eru enn — ein órimaðra ljóða innlendra. Svo kom dálitið fyrir mig 1916 — þá var ég 13 ára : t Ið- unni komst ég i kynni við galdra- skáldið Gustaf Fröding. Þar var kvæði hans „Atlantis” i þýðingu dr. Sigurðar Nordal. Kannski réð það úrslitum. Allt er i eyði yfir þeim rústum svlfur hin þögula sorg. Hafi gamli Fröding vitað hvaða þróun sænsk ljóðagerð hef- ur tekið eftir hans dag — einkum hin siðari ár — hefur hann tekið marga kútveltuna i gröf sinni. Það hafa raunar fleiri gert i Sviariki, svo sem Karlfeldt, Bergman, Dan Andersson og margir fleiri. En timinn hefur ekki viðnám fremur en vindurinn! — En semsagt: 14- 15 ára hef ég liklega byrjað að fikta við þetta. Nema 16 ára fór ég á Unglingaskólann á Hvamms- tanga með allvæna kvæðakompu. Þessi Hvammstangadvöl min var öll mln skólaganga. Ef tvenndar- eða grunnskólarnir hefðu verið komnir i gagnið þá, hefði þekking min orðið betur „hönnuð” en raun varö á og ég getað „tjáð mig” betur við landslýðinn! Nei, það var mörgu öðru að sinna en liggja yfir bók- um, þarna á Tanganum: Þarna voru laglegustu stelpuhnják ur: mergð æðarfugls, sem lá vel við skoti, og svo báturinn hans Jóns Bergmanns, sem virtist oft liggja i reiðuleysi niður i dimmri fjörunni. Um áhrif alls þessa get- ur þú lesið milli linanna, I stað þess að skrifa ensku stilana mina tók ég að mér að skrautrita haus- ana á stilum hinna krakkanna með rauðum matarlit. Snemma vakti listhneigð min athygli! — Varstu ekki mikið náttúr- unnar barn, svo mjög sem hún er nálæg í Ijóðum þinum? — Það tel ég. Borgarskáld er ég ekki, guð sé lof. Jú ég unni og ann landi minu, minum gamla dal, og þó einkum „enginu græna”, sem Olli vinur minn og stórbóndi i Hvammi, hefur nú gert að einum töðuvelli. Kannski hef ég þó unnað Blöndu mest, þessum tvöhundruðmannabana, — enda þótt hún kæmi ekki inn i vitundarheim minn fyrstu barns- árin. En hún kom, hægt og bit- andi, og hún helgaði sér sál mina á einhvern dularfullan hátt. Hún söng mér furðulegan galdrasöng, sem enn hljömar i vitund minni, (sbr. „Haust við Blöndu”, „Vor- visur til Blöndu” og fleiri kvæði i bókum mlnum: Blanda er alltaf nálæg). Já það var gott að alast upp I þessum dal, i stórum syst- kinahópi, hjá góðum foreldrum. Ég vona að ég hafi i tveim kvæð- um lýst foreldrum minum nokkuð rétt og vottað þeim ást mina og þökk: þau voru þess makleg: Faðir minn var dulur drengskap- armaður, móðir min opinská, glaðlynd og söngvin. En lif þeirra var ekki eilifur dans á rósum: Tæringin herjaði á þessum árum i bæjum og byggðum þessa lands — kvistaði niður það sem sizt skyldi — æskuna, þ.á.m. fjögur systkini min.(Sbr. saga min „Mýrarþoka”, sem er sönn i öll- um aðalatriðum). — Langaði þig ekki til að verða bæði bóndi og skáld, — sem löng- um hefur farið saman á islandi? — Ég veitekki, — held ég hefði orðið skritinn bóndi. Þó hefur mig langa ævi langað til að eiga kind- ur og — hund: hundar eru minir virktavinir. Mér hafa verið gefnir tveir hvolpar, — það blessaðist ekki: sá si'ðari (mórauður angi sem komst i vasa gefandans) grét svo sárt fyrstu nóttina að ég treysti mér ekki né fjölskyldunni til að vaka slika sorgarnótt að nýju. Fargaði honum. — En smiðurinn, kom hann snemma fram i þér? — Ég var alltaf eitthvað að de- dúa við smfðar, meðan fólkið svaf miðdagsblundinn, — einn i skemmu. Tæki af skornum skammti og efni til smiða lá ekki á glámbekk: erfð nýtni á heimil- inu: nöglum og snærisspottum aldrei fleygt. Jón Hreggviðsson hefði ekki þurft að kvarta um vöntun á hengingartækjum! Á þessum blessuðu árum var ég uppfindingamaður, þó ekki jafn- oki Edisons: Ég bjó til „Sjálfselj- ara” er ég kallaði svo. Fint tæki. Tvieyringur settur i rifu, — i skúffu, sem opnaðist neðar i þessu furðu tæki, kom brjóstsyk- urmoli. Mér reiknaðist til að hann kostaði mig 3 aura. En liktog Guðni nokkur spekúlant, sem keypti þorskausinn i Hrisey á 5 aura og seldi hann á Akureyri á 4 aura, hafði ég mismuninn uppúr umsetningunni! Þetta var gróða- brallstæki af fyrstu gráðu! Magnús Ásgeirsson var ógleymanlegur — Þú hlýtur að liafa átt I mikilli bar.áttu við sjáifan þig um það, hvaða lcið þú ættir að velja, eins og titt er um fjölhæfa menn. — Ekki minnist ég þess. En ég var snemma haldinn ákafri út- þrá. Og þannig æxlaðist til að ég réðst einn vetur til náms hjá öðl- ingnum Einari frá Galtafelli. En þegar til kom þá leiddist mér leir- hnoðið (I þessari mynd) — fannst skemmtilegra að hræra gifsið HVER SINN SKAMMT OG EG MINN Guðmundur Frimann skáld. með Hirti heitnum frá Skála- brekku og ausa þvi yfir nýskap- aðar myndir meistarans. Og ég hætti. Samt var ég viðloða i Reykjavik þennan vetur og annan til. Þar lifði maður úraveðsetn- ingarlifi en I hópi margra góðra drengja. Meðal þeirra, sem ég man bezt, voru Sigurður Langeldaskáld Grimsson, Jón yngri Thoroddsen, er siðar fórst I Kaupmannahöfn, báðir öndvegis- piltar og skapandi skáld. Og ekki má ég gleyma Magnúsi Asgeirs- syni, vini mínum og velgjörða- manni. Ef frá eru talin nokkur er- lend skáld, þá held ég að Magnús hafi kennt mér öðrum fremur að meta ljóð — já og yrkja ljóð. Magnús var ógleymanlegur. Hann var einn augnfegursti mað- ur, sem ég hef kynnzt. Hann var manna háleitastur. Þó þér fyndist hann horfast i augu við þig, þá horfði hann eins og út I eilifan fjarska, fram hjá þér, gegnum þig. Magnús gerði annað og meira en snúa kvæðum á is- lenzku, hann orti þau, lagði sál sina að veði, svo vel mætti takast. Berðu saman þýðingu Magnúsar á Vögguvisu Lorca við orðrétta- þýðingu enska. Þvilikur munur, drottinn minn! — Víkjum aftur að þinum eigin skáldskap. Hvernig stóð á þvi að þú notaðir gervinafn, þegar önnur bók þin kom út, þar sem þú hafðir áður gefið út bók með fullu nafni óg meira að segja með mynd af höfundi? — Alfur frá Klettstiu áttu við? Það var bara fordildarhugdetta. 1 þá daga var fint að vera „frá” einhverjum stað, sbr. Stefán frá Hvitadalo.fi. En þarna snertir þú viðkvæman . blett, Valgeir, — leiddir ósjálfrátt Náttsólirnar minar inn i úmræðurnar, þótt naumast séu þær umræðuhæfar. 1 Reykjavik asnaðist ég út i þessa útgáfu, m.a. fyrir áeggjan ýmsra góðra manna (eða vondra). Og þar sem sjálfur Simon Dalaskáld hafði titlað mig „elskulegan dreng” i visu sinni, þá fannst mér rakið að hafa mynd framan við bókina af þessum „elskulega dreng”, — rölti niður i Alþýðuhús til Sigriðar Zoega og bað hana að taka mynd af mér sem slikum, — hvað hún gerði. Ég held að mynd- in hafi framar öðru selt bókina, — höfundur var svo „elskulegur” á mynd! Á langri ævi hef ég rekizt á æðimörg eintök af Náttsólunum — myndlaus. Kannski hangir hún sem skilri á veggjum fólks, likt og myndir fyrrv. forsetahjóna, sem fólk reif úr „Heima er bezt” og notaði sem heimilisprýði! Þess vil ég geta, að Náttsólirnar kost- uðu 8 kr. i búðum, en 9 kr. til á- skrifenda. Allt var með sömu endemunum með þetta blessaða kver! — Velur þú yrkisefni þin af ráðnum hug, eða sækja þau að þér óboðin? — Venjulegast óboðin, — sezt aldrei við ritvélina og segi við sjálfan mig: Nú ætla ég að yrkja kvæði. Jesúspétur, það geri ég aldrei! Stundum dettur mér i hug ljóðlina, sem mér geðjast að. Sé ég I góðu skapi og hafi nógan tima, þá hnipra ég mig upp i horn á legubekknum minum, og þar byrjar og endar ballið! Kvæðið getur tekið stutta stund, liklega óralanga, heilt kvöld, heila nótt. Þó kvæðið sé ekki nema tvö-þrjú erindi, þá sé ég i gömlum riss- kompum minum, að tilraunir minar hafa kannski þanið sig um margar siður. En aldrei hætti ég fyrr en kvæðið er búið og vélritað — breyti naumast orði eftir það. Þú varst einu sinni að inna eftir hvort mér léti vel að yrkja, ef ég væri I döprum hug. Reyni það aldrei, — segi eins og Axel Juel, (að visu 1 sambandi við drykkju): „jeg dri kker kun naar jeg er fest- lig stemt”. Skáldskapur og sagnfræði — Hvað viltu segja um tildrög kvæðanna.: „Drukkinn bóndi úr Skyttudal”, „Jón Óttarsson”, „Jón Ormsson”, „óttar Brands- son” og „Þjófa-Lási”? Eru þau þjóðsöguleg? — Sagnfræðileg vil ég heldur Hvammur I Langadal I Húnavatnssýslu árið 1927, áöur en véltækni tuttugustu aldar jafnaði hann við jöröu. Hér stóö bernskuheimili Guðmundar Frímanns og Jóhanns bróður hans, hins góðkunna skólamanns. — Teikninguna geröi Guðmundur Frimann. segja. Bóndinn i Skyttudal hét Ami og var kallaður „gersemi”. Kom oft heima, þegar ég var strákur, oftast drukkinn: mikill kvæðamaður, hafði óvenjulega fallega rödd. Við hann er kennd ein „kvæðastemma”, vel þekkt hér norðanlands. Jón Óttarsson hrapaði með hesti i Blöndugljúfur 1664: Jón Ormsson var hengdur undir Svarthamri við Blöndu: Óttar Brandsson varð úti i Norð- urárdal 1689 og Þjófa-Lási (öðru nafni Skáld-Lási) varð úti frosta- veturinn illræmda 1880-81, i gjörningahrið, skammt frá æsku- heimili móður minnar, sem þá var unglingur. — Ja, ljótt er það! En hvernig er tiifinningum þinum háttað meðan þú ert að yrkja? — Já ef ég gæti nú sagt þér það. Helzt er að svara þér likt og Matthiasi Jóhannessen i viðtali við MbL: Þetta er einsog að fara á kendiri — maður man ekkert á eftir. Þó þú spyrðir mig um hvað nýort kvæði fjallaði, yrði ég svarafár, vissi ekkert. — Þá er. það hin hliöin — og enn er ég nærgöngull við þig. Ertu ekki i aðra röndina heims- og gleðimaður. þvi mörg kvæði þin bókstaflega anga af konum og víni, vori og ást? — Hvað konum viðvikur (vona aðkonan lesi þetta ekki), þá er ég sammála Þorsteini Erlingssyni að „þykja stúlkur drottins bezta smiði”. Vinmaður er ég ekki — nú orðið. Helgi vinur minn Valtýsson sagðist hafa hætt að drekka þegar hann var 8 ára ! Ætli það hafi ekki verið á þvi aldursskeiði sem ég byrjaði, (saup, ef eftir var I glös- um gesta i Hvammi), hef svo ver- ið að drekka mig niður siðan. Hef nýlokið sögu (ópr.) um „aðskilj- anlegar náttúrur brennivins”. Hún er um sálgreiningu á drykkjumönnum. Ef þú læsir „Söguna um Svarta-Lása” i „Svartárdalssólin”, þá fengir þú allnákvæma lýsingu á mesta drykkjubolta i Húnavatnssýslu á æskuárum minum. Enn sé ég Rauða-Finn (kallaður það) fyrir mér, þar sem hann kom sunnan- yfir Hvamms-skriðuna, veifandi öðrum skinnsokknum — fullum af kandissykri, sem hann svo þegar heim kom, dreifði yfir koffortslok og skipaði krökkunum að éta. Á þessum árum hélt ég að ég fengi aldrei nóg af kandissykri, i þetta skiptið fór þó svo. Rauði-Finnur var einn af rithöfundum sýslunn- ar, gaf út (1911) kver sem heitir „Sýnishorn isl. réttvisi”. Fágætt kver, nafnið bendir til lifsreisu höfundar. En um siðir hirti Blanda gamla Rauða-Finn — Þá er það blessað vorið: Vorinu ann ég heilshugar og ástinni ástarinn- ar vegna. Skáld og gagnrýnendur — Ertu ekki hræddur um að við séum á leið niður i öldudal, eftir þá minku reisn sem var yfir bók- menntunum, þegar þeir voru upp á sitt bezta, Laxness, Þórbergur, Jóhannes úr Kötlum og Guð- mundur Böðvarsson? öldudal? Um ölduval verður ekki að ræða, meðan Laxness er ofan jarðar, enginn kemur i hans stað, vertu viss. Og enginn Þór- bergur. Jóhannes þekki ég litið. Ognafni minn Böðvarsson verður ekki borinn lofi, sem hann ekki verðskuldar, enda þótt of mörg- um íslendingum sé tamt að daðra við dauða menn. — En hvað segir þú um Uthlut- unarnefnd rithöfundalauna? Þú hefur lengi verið í talsverðri náð hjá henni. — Og læt það nú vera. Þetta er dálitið dularfull og varasöm stofnun, — aldrei að vita til hvaða ráða hún tekur — lika til að murka andlega tóru úr einstökum rithöfundum. Ég hef lengi átt von á hinu versta, — aldrei vitað hvenær kæmi að mér að verða endanlega „úti i kuldanum” sem æeg vil kalla svo. Eftir daga okk- ar Akureyringanna verða llklega engir höfundar utan Reykjavikur á skrá hjá þeirri stofnun — nýir vendir komnir, — þeim fer stöð- ugt fækkandi hér norðanlands, sem náðar hennar njóta. Hörmu- legast, þegar mætir höfundar eiga I hlut. Mér dettur i hug sem dæmi, Einar frá Hermundarfelli, af þvi ég sé slotið hans hérna út um gluggann. Einar hefur lengst af verið „úti i kuldanum”, — það er ósvifið, þar sem liann er tvi- mælalaust i hópi snjöllustu smá- sagnahöfunda okkar. Persónu- lega á ég Einari grátt að gjalda: Þegar ég varð sjötugur fékk ég hann með mér suður á Italiu. Hann átti auðvitáð að vera góður við mig —en það fór á annan veg: Einu gilti hvort við drukkum Rica-Donna eða Grappa, — alltaf skyldi hann niðast á mér og kveða mig i kútinn! Nú það var hreint eins og hann væri akvæðaskáldið, ég bara smásagnagutlari! Ég er ekki búinn að ná mér enn! En vfkjum aftur litillega að úthlut- unarnefndinni. Þegar þriggja- flokka úthlutunarkerfið var tekið upp, lenti ég reyndar i efsta flokknum (Heiðurslaunaflokkn- um? Nei guð hjálpi þér). Ég hef lúmskan grun um, að ég hafi notið liðsinnis Hjartar Kristmundsson- ar og hans húnvetnsku konu, Ein- öru. Kannski hafa þau brjóstgóðu hjón viðhaft galdur við að upp- hefja mig! — kæmi mér ekki á ó- vart: Einara er dótturdóttir Ein- ars galdrameistara á Þorbrands- stöðum. — Iivað um sagnagerð þina? — Ég hætti að semja ljóð þegar ég hafði gert það upp við mig, að ég var enginn maður til að hugsa afturábak, eins og tiðarandinn virðist ætlast til. Orðin of gamall i hettunni. Um sögur minar er þetta að segja. Ég teí þær ekki standa ljóðum minum að baki.og einsog ég drap á hér áður, þá eru þær allar að meira eða minna leyti sannar — sannar skröksög- ur. Dómar um sögur minar hafa yfirleitt verið ágætir. Þó fékk Ólafur minn Jónsson fýlukast og sendi mér kaldar kveðjur, þegar fyrsta smásögusafn mitt „Svart- árdalssólin” kom út. Hann taldi sögurnar sömu ættar og sögur i vikuritum og sorpblöðum: klám- sögur, framhjátökusögur. Rétt er það, að ég fjalla ekki um kynleys- ingja, — þekki ekki slika, — en kynvillingarfyrirfinnast þó ekki i sögum minum, — aðeins fólk með mannlegt eðli eins og gengur og gerist. Og sorpblöð og vikurit hef ég aldrei lesið. Þau hljóta að vera Ólafs lesning, annars gæti hann ekki gert neinn samjöfnuð. Og ég vil nota þetta tækifæri til að óska honum til hamingju með lestur- inn. Og ég vil segja. Meðan sorp- blöðin koma út og Ólafur Jónsson á þess kost að hafa þau til saman- burðar I gagnrýni sinni, þá er isl. bókmenntir ekki aldeilis á flæði- skeri staddar! — Ertu þá ekki fuiikomiega sáttur við gagnrýnina nú á dög- um? — Sáttur og ekki sáttur. Dómur um bók er fyrst og fremst dómur um höfund dómsins. Það sannast of oft, sem danskurinn segir: „Hvis man ikke duer som digter, saa kan man dog blive en kritik- er” — slem kritiker, mætti bæta við. Satt að segja, þá er ég ekki vel sáttur við samtið mina, sem lætur loddara og falsspámenn segja sér að svart sé hvitt og öf- ugt. — Ertu ánægður, Guðmundur, með ævistarf þitt á akri islenzkr- ar tungu, og hvernig þjóðin hefur tekið verkum þinum? — Ég tel, að ef enginn hefði lagt bókmenntum okkar lakara framlag en ég, þá mætti þjóðin vel við una. „Samt er gaman að hafa....” — Þú segist vera fjöllyndur að eðli. Hvað er til marks um það? — Kannski var ég meira efni i braskara en skáld. Ég minnist þess t.d. að ég eignaðist strákur- inn, litla og óskaplega fallega fuglabyssu frá Importören. Lás- inn á henni bilaði, og örlög hennar urðu þau, að Bensi á Hamri (bróðir Jóns Eyþórssonar) vélaði hana út úr mér. Tvær krónur og fimmtiu á borðið, takk! Viðskipti sem ég harma á efri árum! Siðar hafði ég skipti á „legghlifum” (einsog þeim, sem Stefán frá Hvitadal skartaði i þegar hann var i hestabraski i Sýslunni) og venjulegri tvihleypu. Lásinn á henni var lika bilaður, svo binda þurfti hlaupið við skaftið. Ef snærið bilaði, gat skotið farið öfuga leið og i' skotmanninn. En þá hefði farið (óviljandi) svipað Framhald á bls. 36 Fiðlarakvæði í fyrndinni hafði fiðlan min bleika fjóra strengi einsog vera ber, veika sem vetrarkviðinn, er vindur haustsins um engjarnar fer — bræður, er sungu saman, en sitt lagið hver. í einum söng gleðin og unaður vorsins, — ómar frá löngu horfinni tið. Hann var grannur, en gulli drifinn, gersemi og völundarsmið. Ég fann hann i ljósgrænu lyngi, lengst uppi i hlið. Annar var helgaður söknuði og sorgum, hann söng frá mér gleðina, vonir og þrár, seiddi mig siðkvöld og nætur inni Svefnleysuskóg, bakvið daga og ár — umdi þótt enginn stryki hann örlagaspár. Sá þriðji var strengur óðsins um ástina, örlagaglettni og hamingjuspá — óðsins um óra blóðsins, æskunnar fögnuð og leyndustu þrár, — óðsins um konuna einu, augu heiðrikjublá. Sá fjórði var strengur stefsins um dauðann, er strið sitt og glimu við lifið heyr — stefsins um haustsins hernað, helkuldarósir og brákaðan reyr, kuldalegt marr i kviktrjám, kirkjugarðsleir. En strengirnir hrukku einn af öðrum, nema ekki sá, er i lynginu ég fann, strengur yndis og óra — ekkert gat slitið strenginn þann. Siðan bæri ég bogann bara um hann. Guðmundur Frimann. Islenzkir rithöfun.dar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.