Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 24

Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 11. mai 1975. Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 18 hér. Ekki á f jandans lögreglustöðinni. Hann vildi aðeins taka af þeim rakhníf inn. En Galt var náföl- ur í andliti og starði á rakhnífinn. Hann fálmaði eftir byssunni. — Galt — nei, engin skotvopn, hrópaði Teasle. En Galt fálmaði enn eftir byssu sinni og greip um hana óf imlega. Hann hlaut að vera nýliði. Svo virt- ist sem hann tryði því ekki, að hann miðaði byss- unni. Hönd hans skalf og hann þrýsti á gikkinn. Rambo mundaði rakhnífinn og risti þvert yfir magann á honum. Galt góndi heimskulega á djúpan og snyrtilegan skurðinn, sem teygði sig þvert yfir magann á honum. Skyrtan var gegndrepa af blóði, sem streymdi niður buxur hans. Innyf lin bunguðu út eins og uppblásin slanga á götóttu bíldekki. Hann reyndi að troða þeim inn aftur, en þau bunguðu út eftir sem áður. Buxurnar voru gegndrepa af blóði og rann niður um skálmarnar. Frá hálsi hans kom skrýtið hrygluhljóð og hann féll um stólinn og dró hann með sér í fallinu. Rambo var þegar á leið upp stigann. Hann æddi áfram. Hann hafði litið á Teasle og Singleton. Annar þeirra var hjá klefunum, og hinn við vegginn. Rambo vissi, að of langt var á milli þeirra, til að hann gæti náð til þeirra beggja með hnífnum, áður en annar næði að grípa til byssunnar og skjóta. Hann var hálfnaður upp stigann, þegar fyrsta skotið glumdi að baki hans. Það gróf st í steinsteyptan vegginn við stiga- pallinn. Efri hluti stigans sneri öfugt við þann neðri. Hann var því úr sjónmáli. Rambo æddi upp stigann yf ir höf ðum þeirra og stef ndi að dyrunum, sem lágu að aðal- salnum. Að baki sér heyrði hann hróp og köll. Þeir voru neðst í stiganum. Dyrnar. Hann hafði gleymt dyrunum. Teasle hafði ítrekað við Galt, að gleyma ekki að læsa þeim. Hann þaut upp stigann og bað Guð þess í hljóði, að þeir Galt og Singleton hefðu gleymt dyrunum í látunum. — Stanz, heyrði hann sagt að baki sér, um leið og bógur var dreginn uppá byssu. Hann rykkti í hurðarhúninn og þeytti opnum dyrunum. Já, þær opnuðust. Guði sé lof. Hann var tæpast horf inn f yrir hornið, er tvær byssukúlur gróf ust á kaf í skínandi hvítan vegginn andspænis hon- um. Rambo velti vinnupalli málaranna um koll. Hann skall niður framan við dyrnar. Plankar, málningarfötur og stálbitar lentu í einni kös og lókuðu leiðinni. — Hvað gengur á? spurði einhver í salnum að baki hans. Rambo sneri sér við og sá lögreglumann, sem stóð steini lostinn og starði á hann kviknakinn. Þar næst greip hann til byssunnar. Rambo þaut að honum í f jórum snöggum skrefum og sló með handarjarkanum á nefbein mannsins. Hann greip byssuna úr höndum mannsins, er hann hné niður. Hann heyrði að verið var að róta til hrundum vinnupallinum. Rambo skaut tvisvar og heyrði Teasle hrópa upp yf ir sig. Hann vonaði að skotin myndu tef ja Teasle svo lengi, að hann kæmist að útidyrunum. Hann komst þangað og skaut enn einu sinni að vinnupallinum áður en hann hentist út í heita kvöld- sólina, kviknakinn. Á gangbrautinni var gömul kona, hún æpti upp yfir sig. Maður nokkur hægði á bíl sínum og starði. Rambo hljóp niður útidyraþrepin og út á gagn- stéttina, fram hjá gömlu konunni, sem enn öskraði af skelf ingu og í átt að vinnuklæddum manni á mótor hjóli. Manninum urðu á þau mistök að hægja ferðina, til að skoða þetta jiánar. Þegar hann ákvað að auka á ný ferðina,varþaðof seint. Rambo var kominn að honum og lamdi hann af hjólinu. Maðurinn féll á götuna Hann skall með höfuðið fyrst og gulur öryggishjálmurinn skoppaði yf ir gangbrautina. Rambo snaraði sér á mótorhjólið og nakin húð hans snerti svart og heitt sætið. Hjólið þaut af stað. Hann skautþremursíðustu kúlunum að Teasle, sem kom hlaupandi út um stöðvardyrnar rétt í þessu. Hann kastaði sér inn aftur, er hann sá Rambo miða. Mótor- hjólið brunaði fram hjá dómshúsinu. Rambo tók sikksakk króka og ruggaði hjólinu til að Teasle næði ekki að miða á hann. Framundan var götuhorn. Þarna stóð hópur fólks og fylgdist með. Rambo vonaði, að óttinn við að slasa f ólkið kæmi í veg f yrir að Teasle skyti. Að baki sér heyrði hann hróð, og fólkið á götuhorninu f ramundan hrópaði einnig. Maður nokkur hljóp f rá horninu og ætlaði að stöðva hann. Rambo sparkaði honum frá og snögg- beygði svotil vinstri. Hann var óhultur í bili, og nú setti hann mótorhjólið S fulla ferð. Tólfti kafli Teasle taldi þrettán skot. Byssa unga mannsins var tóm. Teasle þaut út og leit í kringum sig. Hann sá Rambo bregða f yrir sem snöggvast, er hann hvarf f yrir horn. Singleton miðaði byssu sinni, Teasle beindi henni niður. — Jesús, rninn sérðu ekki fólkið þarna? — Ég hefði getað skotið hann. — Þú hefðir getað skotið fleiri en hann. Teasle hljóp aftur inn á lögreglustöðina. Hann þeytti upp útidyrun- um. Þrjár kúlur höfðu grafizt inn í álklæðninauna. iiiiiiiiiiiiiiiiiniii' 'w!! II) Sunnudagur ll.mai 8.00 Morgunandakt. Séra Sigurður Pálsson vigslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. Ctdráttur ur for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar (10.10 Veðurfregnir). tilbrigði eftir Rameau. Rosalyn Tureck leikur á sembal. b. Konsert i A-dúr fyrir óbó d'amore og hljóm- sveit eftir Bach / Tovey. Leon Goossens og hljóm- sveitin Philharmonia i Lundúnum leikur, Walter Susskind stjórnar. c. Cass- ation i G-dúr (K63) eftir Mozart. Mozarteum hijóm- sveitin i Salzburg leikur, Bernhard paumgartner stjdrnar. d. Pianókonsert nr. 4 I G-dúr op. 58 eftir Beethoven. Wilhelm Kempff og Filharmóniu- hljómsveitin I Berlin leika. Ferdinand Leitner stjórnar. 11.00 Messa i Kópavogskirkju. Prestur: Séra Þorbergur Kristjánsson. Organleikari: Guðmundur Gilsson. 12.15. Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Um Landnámabók. Dr. Sveinbjörn Rafnsson flytur siðara hádegiserindi sitt. 14.00 „Að trúa á. þann gula". Veiðiferð með togaranum Snorra Sturlusyni RE 219. Þriðji og siðasti þáttur Páls Heiðars Jónssonar. 15. Miðdegistónleikar. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Bein Hna. Sigurður E. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Húsnæðis- málastofnunar rikisins, svarar spurningum hlust- enda. Umsjónarmenn: Árni Gunnarsson og Vilhelm G. Kristinsson. 17.25 Hljómsveit Franks Chacksfields leikur létt lög 17.40 t'tvarpssaga barnanna: ,,Borgin við sundið" eftir .ló n Sveinsson (Nonna). Hjalti Rögnvaldsson les þýðingu Freysteins Gunn- arssonar (15). 18.00 Stundarkorn með banda- riska pianóleikaranum Doris Pines, sem leikur verk eftir Leopold Godow- sky. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Hvað er jóga? Sigvaldi Hjálmarsson flytur erindi. 19.50 Unglingakór Gautaborg- ar syngur i útvarpssal. Stjórnandi: Gunno Palm- quist. 20.20 Bréf frá frænda. Jón Pálsson frá Heiði flytur. 20.40 ,,(Jr myndabók Jónasar Hallgrimssonar" eftir Pál ísólfsson. Sinfóniuhljóm- sveit Islands leikur, Bohdan Wodiczko stjórnar. 21.00 ,,Það vorar á ný" Sigriður Eyþórsdóttir og Jón Hjartarson lesa ljóð. 21.25 Strengjakvartett nr. 3 i es-moll eftir Tsjaikovský. Vlach kvartettinn leikur. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Heiðar Astvaldsson dans- kennari velur lögin og kynn- ir. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Mánudagur 12. mai 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.15: Valdimar örnólfsson leikfimikennari og Magnus Pétursson pianóleikari (alla virka daga vikunnar). Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. landsmálabl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55: Séra Bragi Friðriksson flytur (a.v.d.v.). Morgun- stund barnanna kl. 8.45: Jóna Runa Kvaran byrjar að lesa söguna „Disu ljtís- álf" eftir Rothman. 9.05

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.