Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 29
Sunnudagur 11. mai 1975.
TÍMINN
29
Blómleg
starfsemi
Félags
veggfóðraro
meistara
Abalfundur Félags vegg-
fóðrarameistara var haldinn ný-
lega.
A fundinum kom fram að starf-
semi félagsins hefur aukist veru-
lega á árinu.
1 stjórn voru kosnir eftirtaldir
menn:
Ólafur Olafson, formaður.
Hans Þór Jensson, varafor-
maður.
Guðjón Jónsson, ritari,
Gunnar Jónsson, gjaldkeri
Kristján Steinar Kristjánsson,
meðstjórnandi.
Bræðrafélag
Árbæjar-
safnaðar
heldur
hlutaveltu
í dag heldur Bræðrafélag Ar-
bæjarsafnaðar hlutaveltu að
Hallveigarstig 1, og verður húsið
opnað kl. 2 e.h.
Mörg þúsund numer verða á
hlutaveltunni, og enginn núll svo
að enginn fer tómhentur heim.
Bræðrafélag Árbæjarsafnaðar er
ungt félag, stofnað með það
meginmarkmið i huga að efla
kirkjulegt starf i Arbæjarsókn og
styðja einkum að byggingu
safnaðarheimilis og kirkju í Ár-
bæarhverfi. Jarðhæð þess húss
sem nii senn er að verða fokheld,
en þar er ungu fólki safnaðarins
ætluð aðstaða fyrir félagsstarf
sitt.
1 samræmi við markmið
Bræðrafelagsins rennur allur
ágdði af hlutaveltunni til
safnaðarheimilisbyggingarinnar.
LÖGREGLU
HEIAAILT AÐ
FJARLÆGJA
BÍLA, SEM LAGT
ER ÓLÖGLEGA
— ef umferðarnefnd
fær vilja sínum
framgengt
Gsal-Reykjavik. Sem kunnugt er
af fréttum, er verið að endur-
skoða umferðarlögin.
í sambandi við
ýmsar fyrirhugaðar breytingar á
umferðarlögunum hefur um-
ferðarnefnd sent borgarstjórn
ályktun þess efnis, að borgaryfir-
völd beiti sér fyrir þvl, að i löggjöf
verði sett skyr ákvæði, er heimili
lögreglu að ' f jarlægja ökutæki
sem standa ólöglega, hliðstætt þvi
er mun gilda annars staðar á
Norðurlöndum.
Að sögn Bjarka Eliassonar,
yfirlögregluþjtíns, var þessi
ályktun gerð að gefnu tilefni, þar
sem lögregluþjónum hefur þótt
skorta nægilega skýr lagafyrir-
mæli i þessu sambandi.
Hólmarar sýna
á Seltjarnarnesi
' Leikfélagið Grimnir I Stykkis-
hólmi sýnir sjónleikinn Sjö
stelpur i félagsheimilinu á
Seltjarnarnesi i dag klukkan
fjögur, en þeir Grimnismenn eru
um þessar mundir i leikför og
hefur hvarvetna verið vel tekið.
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
LANDSPÍTALINN:
HJÚKRUNARKONUR Og
SJÚKRALIÐAR óskast til sumar-
afleysinga á hinar ýmsu deildir
spitalans.
Upplýsingar veitir forstöðukonan
simi 24160.
STARFSSTCLKUR óskast til ræst-
inga bæði til sumarafleysinga og i
fast starf.
Upplýsingar veitir ræstingastjóri
simi 24160.
BAKARI óskast til starfa í brauð-
gerðarhúsi eldhúss Landspitalans.
Upplýsingar veitir yfirmatráðs-
konan, simi 24160.
Reykjavik 9. mai 1975.
SKRIFSTOFA
RÍKISSFÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5,SÍMI11765
Laus staða
Staða lögreglumanns við Sigölduvirkjun,
næstu fjóra til fimm mánuði (júní — okt.)
er laus til umsóknar.
Laun samkv. launakerfi opinberra starfs-
manna.
Umsóknarfrestur er til 25. mai n.k.
Sýslumaður Rangárvallasýslu
6. mai 1975.
Ungmennabúðir og
vinnuskóli
urviSK
íþróttir — leikir —
félagsmálafræðsla
Ungmennasamband Kjalarnesþings
(UMSK) og Umf. Afturelding starfrækja i
sumar Ungmennabúðir að Varmá i Mos-
fellssveit.
Kenndar verða iþróttir, s.s. sund, knatt-
spyrna, handbolti og frjálsar iþróttir.
Farið verður i leiki, kynningarferðir og
gönguferðir til náttúruskoðunar. A kvöld-
in verða kennd undirstöðuatriði i félags-
störfum og haldnar kvöldvökur.
Þessi námskeið hafa verið ákveðin:
1. 8—11 ára 2. júni til 8. júni.
2. 8—11 ára 9. júní til 15. júni.
3. 11—14 ára 23. júni til 29. júni.
4. 11—14 ára 30. júni til 6. júli.
5. 8—14 ára 14. júli til 20. júli.
6. 11—14 ára 21. júli til 27. júli.
Kostnaður verður:
Fyrir 8—11 ára 6.000.- kr.
Fyrir 11—14 ára 6.500.- kr.
Nánari upplýsingar gefnar i sima 16016 og
á skrifstofu að Klapparstig 16, Rvik.
U.M.S.K. og Umf. Afturelding.
BÆNDUR
Eigum UMA baggakastarana fyrirliggjandi
Verð kr. 113.200 með ventli.
Baggafæribönd, 15 m, 2ja liða, einnig
fyrirliggjandi.
Verð kr. 168.000 án mótors.
Kaupfélögín
UM ALLTIAND
^
imband islenzkra
VELADEILD
Ármuld 3 Reykiavik simi 38900
J&
SP TILBOÐ
Óskast i eftirtaldar bifreiðar, er verða tií
sýnis þriðjudaginn 13. mai 1975, kl. 1-4 i
porti bak við skrifstofu vora Borgartúni 7:
Chevrolet Nova fólksbifreið árg. 1973
Peugeot 404 diesel f ólksbifreið " 1974
Plymouth Valiant fólksbifreiO " 1971
Volkswagen 1200 f ólksbifreið " 1973
Volkswagen 120» fólksbifreif) " 1973
FordBronco " 1968
Chevrolet sendiferöabifreiö " 1967
Ford Transit scndiferðabifrcib " 1971
Ford Transit scndiferðabifreið " 1970
Ford Transit sendiferöabifreið " 1970
Ford Transit sendiferðabifreið " 1970
I.and Hover ben/.in " 1968
Gaz 69M torfærubifreið " 1970
UAZ 452 torfærubifreiö " 1968
Mercedes Benz sendiferðabifreið " 1960
Til sýnis á athafnasvæði Pósts og sima að
Jörfa:
Bedford 2ja drifa spilbifreið árg. 1966
2 stk. Johnson snjdsleðar
¦ 2ja tonna færanleg . billyfta Strong Lift
Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 5:00 að
viðstöddum bjóðendum. Réttur áskilinn til
að hafna tilboðum, sem ekki teljast viðun-
andi.
INNKAUPASTÓFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844
PÓSTÚR OG SÍMI
r$mh- PÖSTSTOFAN í REYKJAVIK
b^^s óskar að ráða
póstafgreiðslumenn
og póstbifreiðastjóra
Nánari upplýsingar verða veitt-
ar hjá póstmeistaranum i
Reykjavik og starfsmannadeild
Pósts og sima.