Tíminn - 11.05.1975, Síða 30

Tíminn - 11.05.1975, Síða 30
30 TÍMINN Sunnudagur 11. mai 1975. Hljómarnir I bernsku, t.f.v. Engilbert, Gunnar og Rúnar. Gunnar Þóröarson, gitarleik- ari, lagasmiður, útsetjari, upp- tökustjórnandi meb mciru, hef- ur ákveðið að flytjast búferlum og setjast að, — jafnvel til frambúðar, — i Bretlandi. Gunnar er eins og allir vita einn af frumherjum Islenzkrar popp- tónl. og óefað sá einstakling- ur sem mest áhrif hefur haft á þróun hennar. Hann skiiur þvi eftir sig stórt skarð hér heima, er hann hverfur á braut. Þær eru ófáar plöturnar, sem hann hefur leikið inn á eða aðstoðað við.og Gunnar er einn Istenzkra popptónlistarmanna, sem feng- iðhefur viðurkenningu meö út- hlutun listamannalauna. Gunnar heldur utan um miðj- an þennan mánuð, en I vikunni hafði Nú-timinn tal af honum vegna þessarar ákvörðunar. — Nú-timinn: Hvers vegna velur þú Engiand sem búsetu- stað? Ein útgáfa Trúbrots i Dan- merkurferö, t.f.v. Shady, Gunnar, Karl og Rúnár. Gunnar: Ég hef oft komið til Englands, og þekki þar tals- veröan fjölda af fólki. Ég hef út- vegaö mér Ibúð i London..... Nú-tlminn: Það var einhvern tima haft eftir þér, aö þú kysir Bandarikin fram yfir Bretland og vildir hljóðrita þina LP-plötu þar vestra. Hefur þetta breytzt? Gunnar: Nei, I sjálfu sér ekki. Hins vegar er það óheyrilega dýrt að fara til Bandarikjanna. Ég hafði hugsað mér að taka upp plötuna I Los Angeles, — en I raun og veru hef ég engin sam- bönd þar, — en kannski fer ég þangað bara seinna. Nú-timinn: Hefurðu i hyggju að setjat að I Bretiandi jafnvel til frambúðar? Gunnar: Já, það gæti allt eins komiö til greina. Hins vegar er það alls ekki ákveðið, þvi auð- vitað fer slikt eftir þvi, hvort ég fæ eitthvaö að gera úti. Ég hef að visu nóg að gera fyrstu 2-3 mánuðina við mina sóló-plötu, en ég hef ákveðið að taka hana upp þar, — auk þess sem ég hef ýmislegt I bakhöndinni. Nú-timinn: Hefurðu meiri áhuga á að verða sessionmaöur heldur en aö fara i hljómsveit? Gunnar: Já, það hef ég — hins vegar veit ég alls ekki, hvort ég kemst inn I sessionista-starfið. Þó vonast ég fastlega til þess. Nú-timinn: Gæti fariö svo, að þú færir I brezka hljómsveit? Gunnar: Já, ef sú aðstaða kæmi upp að ég þyrfti að halda mér uppi i' 4-5 mánuði áöur en ég fengi eitthvað að gera I stúdió- um, —þá myndi ég gera það. En ég stefni alls ekki að þvl að þvælast um allt Bretland með brezkri hljómsveit. Ég held að það sé ekkert skemmtilegt. Nú-timinn: Ertu orðinn ieiður á hljómsveitarbransanum hér heima? Gunnar: Já, ég er alla vega búinn að fá mig fullsaddan af þvl að leika hérna heima. Mig langar til aö reyna eitthvaö TOPP-TEXTAR KOMA ÚT AFTUR Hér i eina tið voru gefin út timarit meö nýjustu danslaga- textunum og var blómatimabil þessa rita á árunum 1963-’67. Einhverra hluta vegna sneru flest textaritin upp tánum upp úr 1967 og siðan hafa fá slik rit veriö gefin út. Nú hefur ungur maður ólafur Jóhannesson endurvakið þessi rit, og innan skamms kemur fyrsta textaritiö á markaðinn, en auk vinsælustu textanna I dag fylgja ritinu myndir og myndagetraun. Ólafur nefnir ritiö sitt einfaldlega „Topp-textar” og er I ritinu að finna sem áður segir flesta þá texta, sem eru við vinsælustu lögin I dag, — og með ritið I höndunum ættu flestir að geta raulað textana með lögunum betur en ella. ORN OG BERGUR A LP-PLOTU örn Bjarnason, visnasöngvarinn góðkunni og Bergur Þórðarson eru komnir inn I Hljóðritun hf. I Hafnarfirði og ætla aö gefa sameiginlega út eitt stykki af LP-pIötu. Hver er Bergur Þórðarson? Já, svona spurðum við Nú-tima- menn lika og fengum það eina svar aö hann væri fyrsta flokks lagasmiður og góður söngvari. Hins vegar væri hann hlédrægur og þvi heföi hann ekki komiö fram opin- berlega. En allt um þaö, — það verður óefað gaman og forvitni- legt að heyra I þeim félögum á stórri plötu. örn syngur lög eftir sjálfan sig viö texta eftir sjálfan sig, svo og lög eftir nokkra aðra vlsnasöngvara við texta eftir sjálfan sig. Bergur syngur einvöröungu lög eftir sjálfan sig viö texta eftir nokkra Islenzka höfunda, s.s. Þorstein Valdimars- son, Jakoblnu Siguröardóttur og Kristján frá Djúpalæk. ORG gefur plötuna út. GUNNAR ÞÓRÐARSON SEZT AÐ í BRETLANDI: Hijómar, t.f.v. Gunnar, Gunnar Jökull, Shady, Engilbert, og Rúnar. „Hef fenaið mia fullsaddan qf bví að leika hér heima" Trúbrot 1970, t.f.v. Gunnar, Rúnar, Ari og Magnús. nýtt, enda hef ég veriö I hljóm- sveitarbransanum hérna I 12-13 ár Það er þvi kominn tlmi til að leita á ný miö. Hins vegar veit ég raunar ekkert hvernig þetta muni ganga, og það er auðvitaö ekki hægt að halda sér uppi endalaust, án þess að hafa eitt- hvað að gera. Þó held ég áð það ætti aö takast að fá eitthvert starf. Nú-tlminn: En það verður þó að vera tengt tónlistinni, —ekki satt? Gunnar: Já, — ég myndi ekki fara að skúra! Nú-timinn: Myndu brezkir hjóðfæraleikarar einvörðungu aðstoða þig við plötugerðina? Kæmu engir tslendingar þar nærri? Gunnar: Það veröa brezkir hljóðfæraleikarar, en á þessu stigi get ég ekkert um það sagt, hvort einhverjir Islendingar veröi með mér. Nú-timinn: Ertu búinn að ákveða i hvaða stúdlói platan verður tekin upp? Gunnar: Nei, ég ætla að athuga með hagstæða samninga I þvl sambandi, og bjóða stúdló- eigendum það, að ég ætli aö taka hundrað tlma eöa svo, — og taka slöan hagstæðasta boðið. Nú-timinn: Ætti ekki að vera hægt að fá góða samninga núna, — það hefur heyrzt að sam- dráttur sé hjá stúdióunum? Gunnar: Jú, það ætti að vera hægt, sérstaklega ef maður lof- ar svona mörgum timum. Við þökkum Gunnari spjallið og óskum honum alls góðs ytra. Myndirnar sýna Gunnar I hljómsveitum sinum. Hljómum og Trúbort. — Gsal. Eric Clapton. DVORÁK og Swing Low Sweet Chariot ÞAÐ LAG sem einna hraðast flýgur upp listann á TIu á toppnum er lagiö Swing Low Sweet Chariot meö Eric Clap- ton. En það eru ekki bara is- lenzk ungmenni, sem kunna vel að meta lagið, þvi að tékk- neska tónskáldiö Antonin DVORAK (1841-1904) varð fyrir miklum áhrifum af þvl, ásamt mörgum öðrum negra- sálmum, er hann bjó I Banda- rlkjunum á árunum 1892-1895. Einn nemenda hans, Henry Thacker Burleigh segir svo frá, að hann hefði oft spilað negrasálma og þjólög fyrir kennara sinn, sem hefði hrifizt mjög, — þó sérstaklega af sálmunum. Við eigin tónsmið- ar varö Dvorák þvl fyrir áhrif- um af þessum fallegu negra- sálmuni. í janúar 1893 byrjaði Dvorák á sinni niundu sinfónlu, sem hann lauk viðl mái sama ár og nefndi „Frá Nýja Heimin- um”. Sinfónian var frumflutt I Carnegie Hall af hljómsveit- inni New York Philharmoni- um 16. desember 1893, og ef vel er hlustað á verkið má heyra I fyrsta kaflanum stef úr laginu „Swing Low Sweet Chariot”, — svo hann hefur heldur betur heillazt af laginu. 1 dag er talið að sinfónian hafi aldrei orðið til, nema vegna þeirra áhrifa, sem höfundur- inn varö fyrir af tónlist negr- anna. En hvað um það, viö skulum bara vona aö þeir hjá útvarp- inu banni ekki flutning Clap- ton’s á laginu á þcirri forsendu að það sé misþyrming á klasslsku verki, eða aö þeir banni ckki flutning níundu sinfónlunnar af þvi að hún sé...! — G.G.—

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.