Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 31
Sunnudagur 11. mai 1975.
TÍMINN
31
Hljómplötudómar
Nú-tímans
• * • • •
• ••• +
MICHAIU. l*<®HCjMliRPIlEY
EKKERT LAG geysist jafn-
hratt upp erlenda vinsælda-
lista og lagiö „Lovin' You"
með söngkonunni Minnie
Riperton. Perfeckt Angel er
fyrsta sólóplata hennar og ég
ætla mér ekki það að hæla
plötunni, — látum Stevie
Wonder um þá hlið málsins.
Hann segir: „Þegar Minnie
syngur titrar allt og skelfur
innra með mér. Söngur henn-
ar snertir mig eins og enginn
annar hefur gert né getur
gert. Það er erfitt að triía þvl
hversu hátt og fallega hún get-
ur sungið. En þar sem ég
þekki hana, triíi ég þvi. Stund-
um ligg ég og reyni að Imynda
mér hversu falleg sál hennar
hljóti að vera. Þakka þér fyrir
tónlist þina, Minnie.... Astar-
gjöf, sem allur heimurinn ætti
að sjá.
Ekki ætla ég mér að bæta
hér um. Stevie Wonder veit
sennilega fullvel hvað hann
segir. Hann leikur með Minnie
á plötunni og hún syngur tvö
lög eftir hann.
Ctsetning laga er eftir hann
(Wonderlove) og i heild ber
platan þe'ss merki, að vinnu-
brogð Stevie Wonder hafa ver-
iö i hávegum höfð, auk þess
sem tónlistin sver sig i ætt við
hans eigin. __g.S.
• ••*
'__ yr /sspy,
HLJÓMSVEITIN BLUE
ÖYSTER CULT er Htt þekkt
hér á landi og má rekja ástæð-
urnar fyrir þvi til þess, að
hljómsveitin hefur skipað sér I
þann flokk bandarlskra
,,heavy"-rokk hljdmsveita,
sem aldrei hafa komizt upp úr
meðalmennskunni, og þar af
leiðandi aldrei vakið verulega
athygli.
Plata þessi eða réttara sagt
plötur (tvöfalt albúm) eru
teknar upp á allmörgum
hljómleikum Blue öysters
Cult og hefur hljóðritunin að
minu viti tekizt með ágætum.
Lögin á plötunum eru I
svokölluðum hard-rokk stfl, og
þar sem hér er um „live"-
plötur að ræða fléttast inn I
lögin tilheyrandi löng og mis-
góð gítarsdló, sem einhver
þriggja gltarleikara hljóm-
sveitarinnar framkvæmir i
það og það skiptið.
Allur annar hljóöfæraleikur
er eins góður og hægt er að bii-
ast við af „live"-plötu. Hard-
rokkið þeirra félaga má flokka
undir frekar tormelta tónlist,
en fyrir þá, sem gaman hafa
af hávaðasömu rokki og löng-
um gitarsólóum, er platan hin
ákjósanlegasta. Ég tel þó, að
lítkoman hefði orðið betri, ef
þvi bezta á plötunum tveimur
hefði verið safnað saman á
eina sklfu. —
SþS
MICHAEL MUSPHEY er enn
eitt dæmi um tónlistarmann,
sem við tslendingar höfum al-
gjörlega látið fara framhjá
okkur. Nýjasta plata hans er
sú fjórða I röðinni og nefnist
Blue Sky Night Thunder.
Platan er að mlnu mati
bezta plata hans sökum þess
hve heilsteypt hún er. Sem
fyrr liggja rætur tónlistarinn-
ar I country-tónlistinni, þó svo
ekki sé hægt að kalla tónlist
Murphey's country-tónlist
Nær sanni væri að segja, að
hún væri sambland af
(Eagles) léttu country-rokki
og þjöðlagatónlist (DanMc
Lean).
Murphy til aðstoðar eru
ýmsir góðir kappar eins og
þeir félagar Jeff Hanna og
John McEuen úr The Nitty
Gritty Dirt Band, — og Jack
nokkur Murphey, sem leikur
frábærlega vel og með mikl-
um tilþrifum á piauó, — og
¦ minnir leikur hans oft á Chuck
Leawell úr Allman Brothers.
Blue Sky Night Thunder er
bráðskemmtileg og vönduð
plata, sem allir, Eagles,
Pokos Byrds og jafnvel Jack-
son Browns aðdáendur ættu að
kunna að meta, — aö
ógleymdum öllum hinum
country-rokk aðdáendunum.
— GG
• ••
ÞAU eru ekki mörg aiin lioiti
slðan þrír blökkumenn vestur
I Bandarlkjunum stofnuðu trló
sitt, sem þeir nefndu O'Jays,
— en þótt skammur tlmi sé liö-
inn þá hafa þeir með plötum
sinum skapað sér eitt stærsta
nafn I soul-tónlistinni og virð-
ast áhrif þeirra og vinsældir
slzt fara þverrandi.
Tónlist O'Jays er þessi
rythmiska og þungtaktaða
soul-tónlist, sem aðeins er á
færi blökkumanna að leika, og
á tónlistin allan sinn grunn i
negratónlistinni, og sækir
akkúrat ekkert á önnur inið.
Strengjahljóðfæri eru mikið
notuð, og cins er eitt einkenni
þeirra mikil og góð radd-
færsla.
Margir hafa viljaö halda þvl
fram, að O'Jays séu arftakar
hljómsveitarinnar Four Tops,
sem varð glfurlega vinsæl á
slnum tima. Að minni hyggju
er margt til I þeim orðum, þvi
að þeim svipar óneitanlega tíl
Four Tops. Þó er þvl ekki aö
neita, að Four Tops fluttu
meira léttmeti (án þess að
gagnrýni felist i orðinu) en
O'Jays.
Hér er plata, sem erfitt er að
segja til um hvort er betri eða
verri en fyrri plötur O'Jays.
Alltént ætti hún að falla I góð-
an jarðveg þeirra, sem þekkja
til þeirra og meta dsvikna
soultónlist. — G.S.
[3G]ilS]!gE]E]gaB]EJE]EjgEJE]EJEJEjggE]GJE2gEJEJGJEJEJg
STURTUVAGNAR og vorvinnutaeki
Eigum sturtuvagna
4 1/2tonna
á 1000x16-8 laga flot-
börðum kr. 288 þúsund.
Henta vel fyrir alhliða
flutninga- og votheys —
sem baggahirðingar.
Ávinnsluherfi
— ávinnsluherfin
eru fyrirliggjandi
10x7 1/2 fet
kr. 35 þúsund.
B0GBALLE
— áburðardreifararnir
325 D
fyrirliggjandi
— Vero kr. 45 þúsund.
HAUGSUGUR — COLMAN/B&SA
aftur fyrirliggjandi með mjög öflugum búnaði
Verð kr. 543 þúsund með barka
Kaupfélögin
UMAIXTIAND
Samband islenzkra samvmnufélaga
VÉLADEILD
Ármula 3 Reykjavik simi 38900
SEJSgS^Eiggggggr^ggr^g^ggg^g^gjgjg