Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 32

Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 32
32 TÍMINN Sunnudagur 11. mai 1975. Veizlan í dýragarðinum Pétri litla fannst fjarkalega gaman að fara i dýragarðinn, og þess vegna fór hann þangað eins oft og hann mögulega gat. Dag nokkurn, þegar Pétur, var að gefa stóra birninum gulrót, gerð- ist dálitið merkilegt. Björninn fór skyndi- lega að tala: — Heyrðu, Pétur, sagði hann. Það verður heljarmikil veizla hérna i dýragarðinum i kvöld. Öll dýrin koma í veizluna, og okkur langar svo mikið til að bjóða þér lika, af þvi að þú ert alltaf svo góður við okkur. Komdu klukkan niu i kvöld, þú sérð áreiðanlega ekki eftir þvi! — Klukkan niu! sagði Pétur undrandi. Þetta er einhver mis- skilningur. Dýragarð- urinn er alls ekki opinn á þeim tima. Hvernig i dauðanum á ég að fara að þvi að komast inn? — Blessaður hafðu ekki áhyggjur af þvi, sagði bangsi. Apakött- urinn hefur lykil, sem gengur að hliðinu, og hann opnar fyrir þér, þegarþú kemur. Flýttu þér nú heim og farðu snemma að hátta. Svo læðist þú út, þegar pabbi þinn og mamma eru sofnuð í kvöld. Þetta verður enginn vandi. Komdu bara ekki of seint i veizluna. — Ég er nú hræddur um að pabbi og mamma verði ekki sofnuð klukkan niu, sagði Pétur. En ég kem, ef ég mögulega get. Pétur flýtti sér nú heim, og móður hans til mikiliar undrunar lýsti hann þvi yfir, að hann væri svo afskaplega þreyttur, að hann yrði bara að fara undireins i háttinn. Hún varð mjög áhyggjufull, þvi að venjulega gekk henni ekki alltof vel að koma syni sinum i rúmið á kvöldin. Hún spurði þvi Pétur hvort hann fyndi einhvers staðar til, og hvort hún ætti ekki að ná i lækni. En Pétur fullvissaði hana um, að það gengi ekkert annað að honum en þreyta og svefnleysi. — Þú manst nú hvað ég var óþekkur i gær og fór seint að sofa, sagði hann og brosti sinu fall- egasta brosi. — Já, hvort ég man, sagði móðir hans og stundi þungan. Svo töluðu þau ekki meira um þetta, en þegar klukkuna vant- aði nokkrar minútur i niu, læddist Pétur fram úr rúminu og út. Og það var ekki fyrr en hann var kominn langleiðina i dýragarðinn, að hann uppgötvaði, að hann var ennþá i náttfötun- um. En hann gaf sér engan tima til að fara heim og skipta um föt, þvi að þá hefði hann komið of seint i veizl- una hjá dýrunum, og það vildi hann alls ekki. Þegar Pétur kom að hliði dýragarðsins, var apakötturinn þar fyrir og hleypti honum inn. — Gott kvöld, Pétur DAN BARRY Wm 4X00^-^^-, þetta óskaráð!l|B|]U|kr<fi \ ]þítt? JL-mi 1 n M l Tn 1 ’ í* JD / Æ ^ Þeir opná' , aðeins svo . herdeild borgarhliðin borgina Það sem þér ^VÞað verður min hefur ekki tekist herdeild sem sér i tiu ár! Mér likar þettaV^’Ætli hann sé Ysg hef lika ekki, herforingi ^ikill guð ef þér J hugsað um minn trúir öllu t®kist að handsama þetta herra. sem þessi A Geiri segir. Aumingja AkillesXÞá skaltu hraustur, en stigurý reyna hann ekki i vitið. V Akilles.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.