Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 33

Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 33
Sunnudagur 11. mai 1975. TÍMINN 33 litli, sagði apakötturinn glaðlega. Veizlan er ekki byrjuð ennþá, svo að þú hefur tima til að heilsa upp á nokkur dýr, áður en hún byrj- ar. Hvaða dýr viltu fyrst heimsækja? — Eigum við ekki að fara fyrst til ljónsins? sagði Pétur. Þegar þeir komu i ljónabúrið, sat ljónið og speglaði sig. Og það var alveg ógurlega illi- legt á svipinn. — Hvað er eiginlega að þér? spurði Pétur steinhissa. Hlakkarðu ekki til að fara i veizl- una? — Hvað er að! öskraði ljónið. Þarftu að spyrja? Sérðu ekki hvernig ég lit út? Ég þvoði mér um hárið i gærkvöldi, og nú stend- ur það i allar áttir. Þetta er alveg voða- legt. Ég fer ekki fet! — Láttu nú ekki svona, sagði Péíur. Ég skal laga á þér hárið, svo að þú verðir finni en öll hin dýrin til sam- ans. Láttu mig bara hafa vatn og greiðu, og svo skaltu sjá til. Pétur greiddi siðan makka ljónsins vel og vandlega upp úr vatni, og að þvi loknu tók hann beltið af nátt- jakkanum sinum og batt það i glæsilega slaufu utan um óstýri- látt hárið á ljóninu, sem ljómaði af ánægju og þakkaði Pétri að minnsta kosti hundrað sinnum fyrir hjálpina. Siðan sagði það: — Nú skulum við flýta okkur til giraff- ans, ég var nefnilega búinn að lofa að verða samferða i veizluna. Það var sannarlega dapur giraffi, sem tók á móti Pétri, ljóninu og apakettinum. Hann sagðist vera búinn að týna hnappnum úr efsta flibbanum sinum, en eins og þið vitið kannski, getur enginn almennilegur giraffi verið þekktur fyrir að láta sjá sig með færri en fimm flibba. — Hvað I rósköpun- um á ég að gera! sagði vesalings giraffinn. — Vertu ekki svona dapur, sagði Pétur. Við skulum hjálpa þér að leita að flibbahnappan- um. Nú fóru allir að leita, og ekki leið á löngu unz Pétur fann hnappinn. Og hvar haldið þið að hann hafi verið? Giraffinn hafði staðið á honum allan timann sem hann var sjálfur að leita! Pétur fékk nú lánað- an langan stiga og festi efsta flibbann utan um hálsinn á giraffanum, sem var svo þakklátur að hann kom ekki upp nokkru orði. — Flýtið ykkur nú, sagði ljónið óþolinmótt. Klukkan er orðin svo margt. Við skulum fara og athuga, hvort fillinn og sebrahesturinn eru tilbúnir. Og svo lögðu þau öll af stað. Fillinn stóð og beið eftir þeim. Hann var svo finn, að hann þorði varla að hreyfa sig. Hann var með blómvönd i rananum, og til þess að skreyta sig ennþá meira, hafði hann fengið stóran og litfagran páfugl til þess að sitja á höfðinu á sér. — Ég er aiveg tilbú- inn, sagði fillinn, en það er verra með sebrahestinn. Hann er svo pjattaður, að hann þvoði röndótta búning- inn sinn fyrir veizluna, og nú er hann orðinn alltof litill. Hann hljóp nefnilega i þvottinum. Aumingja sebrahest- urinn togaði og togaði, en ekkert dugði. Og hann vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Pétur bauðst strax til að hjálpa honum, en hann stundi bara mæðulega og sagði, að enginn gæti hjálpað sér. Þetta væri alveg óleysanlegt vandamál. — Blessaður vertu ekki svona svartsýnn, sagði Pétur. Svo fór hann úr náttjakkanum sinum og klæddi sebra- hestinn i hann. — Mér finnst ég ótta- lega bjánalegur svona, sagði sebrahesturinn en reyndi þó að harka af sér. Og þegar öll hin dýrin höfðu lýst þvi yfir, að hann væri glæsilegri en nokkru sinni fyrr, tók hann gleði sina á ný. — Jæja, sagði apa- kötturinn. Nú eru allir orðnir glerfínir, og ég sé ekkert þvi til fyrir- stöðu að veizlan geti hafizt. Dýrin gengu nú öll i halarófu út á grasflöt- ina, þar sem þeirra beið langborð, hlaðið kræsingum. Hvilik veizla! Þarna voru bananar og is, epli og hnetur súkkulaði og brjóstsykur og margt margt fleira. Allir átu eins og þeir gátu i sig látið og skemmtu sér alveg konunglega. Ekki spillti það heldur ánægjunni, að froskur- inn, engisprettan og skógarprösturinn tóku að sér að skemmta með söng og hljóðfæra- slætti. En þegar veizlan stóð sem hæst, yfirgnæfði sársaukaöskur skyndi- lega veizluglauminn. Flóðhestinum hafði orðið það á að setjast ofan á broddgöltinn, og það var sko ekki sárs- aukalaust. Hann grét hástöfum og ætlaði alla að æra. Hann hætti þó fljótlega að gráta, og Pétur setti stóran plástur á sárið. En broddgölturinn var bálillur. — Þú hefur brotið fimm beztu broddana á bakinu á mér, klaufinn þinn, sagði hann og ygldi sig framan i flóð- hestinn. Þegar flóðhesturinn hætti loksins að gráta, bað hann broddgöltinn innilega afsökunar og lofaði að gera þetta aldrei aftur. Og þegar Pétur sagðist hafa heyrt, að svona brodd- ar yxu aftur og yrðu jafnvel ennþá myndar- legri en áður, brosti broddgölturinn á ný og varð ofsakátur. Aldrei á ævi sinni hafði Pétur skemmt sér svona vel. Hann borðaði af góðri lyst, söng og hló, og þegar hann fór heim, fékk hann gjafir frá dýrun- um. Hann fékk strúts- egg, páfuglsfjöður og litla, hvita kaninu, og þegar hann sagði, aðnú yrði hann að flýta sér heim, bauðst kengúran til þess að bera hann i pokanum sinum alla leið heim að dyr- um. Þegar Pétur vaknaði næsta morgun, mundi hann vel eftir veizlunni i dýragarðin- um og hugsaði með sér, að þetta hefði verið ljómandi skemmtileg- ur draumur. Hann hélt nefnilega, að hann hefði bara dreymt þetta allt saman. En þar skjátlaðist honum hrapallega, þvi að þeg- ar hann settist upp i rúminu og nuddaði stirurnar úr augunum kom hann auga á þrjá undarlega hluti ofan á sænginni sinni. Hvað haldið þið að það hafi verið? Mikið rétt, það var strútseggið, páfugls- fjöðrin og litla, hvita kaninan, sem dýrin i dýragarðinum höfðu gefið honum um nótt- ina. Og þá vissi Pétur að hann hafði alls ekki verið að dreyma. Seinna um daginn fór Pétur i dýragarðinn til þess að þakka vinum sinum fyrir þessa af- bragðs veizlu, og þá sá hann að fjöldi fólks stóð og staðri á tvö dýr, sem vöktu greinilega alveg gifurlega mikla at- hygli. Þið hafið kannski getið ykkur til um það, hvaða dýr þetta voru. Ef ekki, þá getum við sagt ykkur að þetta voru ljón með slaufu i makkanum og sebra- hestur i rauðum nátt- jakka. Og enginn — ekki einu sinni dýra- temjarinn — vissi hvernig á þessu stóð. En það vitum við!!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.