Tíminn - 11.05.1975, Side 36

Tíminn - 11.05.1975, Side 36
36 TÍMINN Sunnudagur 11. mai 1975. O Guðmundur fyrir mér og honum Richard Cory I kvæði Robinson’s. „And Richard Cory, one calm summer night, went home and put a bullet through his head” sem lausl. út- leggst (ópr)... ,,Og Richard Cory bjó sér væran blund, tók byssu sina og skaut sig eins og hund”. — Og að lokum, Guðmundur, ertu ekki, þrátt fyrir allt, nokk- urnveginn sáttur við lifið og sam- ferðamenn þina? — Jú það er ég. Ég á samferða- mönnum minum ýmsum gott að gjalda, þeir hafa oft gefið mér ráð og örvað mig til dáða. Ekki hafa þeir ávallt verið sammála: Hafi ég lagt áherzlu á ljóðagerðina, hafa sumir talið að mér mundi henta betur sagnagerð. Ifafi ég farið að þeirra ráðum, gátu þeir eins vel bent á aðrar iistgreinar. Hvi ekki að mála? Ég væri fædd- ur listmálari. Og ég fór að þeirra ráðum og tók að mála og mála i djöfli. En þá kom upp úr kafinu, að mér mundi henta bezt að gefa mig að hljómlist, þar sem ég fengi alltaf velgju ef ég heyrði þýzk ljóðalög og sæi ekkert nema Pétur gamla Mascagni! Og ég hafði skipti á skiðunum minum og nærri þvi ekta Stradivariusfiðlu og tók að iðka fiðluleik — hvað mæltist svo illa fyrir að ráðgjafar minir töldu að framvegis skyldi ég stunda allar listgreinar — nema fiðluleik! En þá var ég orð- inn svo þreyttur á hinum ,,að- skiljanlegu” ráðleggingum, að ég hélt áfram að leika og leika, þangað til ekki var eftir nema einn strengur á fiðlunni! Ekki varð ég þó annar Paganini, þvi miður, en sagt er að hafi leikið á einstrengjafiðlu og leikið bara vei. Og dóttir min, Hrefna, tók af mér fiðluna og fór með hana aust- ur á land. Svona fór það. — Áður en ég hætti þessum skriftum, vil égsegja þetta : 1 einkalifi minu er ég mesti hamingjuhrólfur, — kvongaður fallegri ágætiskonu, sem hefur umborið mig furðuvel og breytt mér til hins betra. Ég efast um að önnur kona hefði tjónkað betur við mig. Það er á- hættusamt fyrir konu að binda sama baggann og fjöllynt skáld. Ég er heilsuhraustur — held öli- um pörtum likamans nema botn- langanum! En nú er ég „aldinn að árum” segir Orn Arnarson, og Iiti ég til baka, þá vil ég segja eins og hann: ,,Samt er gaman að hafa lifað svo langan dag”. —VS. 7'TulKLLcl rafmagnshandf ræsari ★ Aflmikill 1500 watta mótor ★ 22000 snún./min. ★ Léttur, handhægur ★ Aleinangraður ★ Innifalið í verði: ★ Verkfæri ★ Karbittönn ★ Lönd o.fl. o.fl. ★ Hagstætt verð Leitið upplýsinga um aðrar gerðir Makita rafmagnsverkfæra D! ÞÓR^ SlMI S'15aa-ARMÚLA‘I1 SVALUR eftir Lyman Young Gildra okkar verður að vera fjögur fet á hæð, við

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.