Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 39

Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 39
Sunnudagur 11. mai 1975. TÍMINN 39 Sýningin skóli ab starfi Myndkista- og handíoaskólinn Rætt við Gísla B. Björnsson, skólastjóra MYNDLISTA og handiðaskól- inn gengst um helgina fyrir sýningu er hann nefnir SKÓLI AÐ STARFI. Stendur sýningin 9.-11. mai að báðum dögum meðtöldum. Opið er frá kl. 14-22. Skólinn er um þessar mundir 35 ára og sér þvi ástæðu til þess að minna almenning svolltið á starfsemina. Við hittum Gisla B. Björns- son, skólastjóra að máli I tilefni sýningarinnar og timamótanna, og hafði hann þetta að segja: Megineinkenni sögunnar i skólastarfinu er það, að nem- endum hefur fjölgað og fjöl- breyttari kennsla og kennslu- greinar hafa verið teknar upp. Fyrstu árin voru nemendur fáir, en nú stunda um 120 manns nám við skólann, og um 560 nemendur hafa sótt námskeið, sem hér hafa verið haldin I vet- ur. Aðurgreindir 120 nemendur stunda nám I „dagdeildum" skólans, en þar er námstiminn fjögur ár. Um 40 kennarar starfa við stofnunina. Spyrja hvorki , kóng né prest Myndlistar og handiðaskólinn býr við óhentugt húsnæði og skort á fjármunum til kennslu- tækja, að sögn Gisla B. Bjórns- sonar, en þrátt fyrir það, hefur tekizt að færa kennsluna i við- unandi horf. — Við höfum fullyrt og fullyrðum enn, að litill skilning- ur sé meðal ráðamanna á starfi skólans. Við höfum gert ýmsar breytingar á starfi skólans, og Nemandi að starfi þær höfum við framkvæmt án þess að nokkur hafi verið spurð- ur af þeim, sem raunverulega eiga aö ráða gangi mála. Tekn- ar hafa verið upp aðgreindar námsbrautir o.s.frv. Fjárbeiön- um okkar og ýmsar ráðagerðir okkar hafa ekki notið stuðnings þeirra. Þakka má þó, að við höf- um verið látin í friði og höfum fengið að stjórna okkur sjálf. — Nemendur skólans — gamlir og nýir — kveða sér nú viða hljóðs, og eru meðal þátt- takenda i flestum meiriháttar myndlistarsýningum og i þeim starfsgreinum, er skólinn menntar fólk til starfa. — Myndlista- og handiðaskól- inn býr við vont húsnæði. Við erum á sjö gólfum i þrem hús- um og húsnæðið er ekki teiknað fyrir skólastarfið, og eru van- kantar á mörgu vegna þess. Við væntum þess að þörfum skólans um viðunandi framtiðarhúsnæði verið mætt i tilefni af þessum timamótum, með aðgerðum, sem boða framtíðargrundvöll fyrir skólann. Orð duga ekki — heldur framkvæmdir, sagði Gisli að lokum. Skólastjóri í löngu frii. Gisli B. Björnsson hefur stjórnað skólanum i tvö ár i fjarvistarleyfi Harðar Agústs- sonar, skólastjóra. Gisli lætur nú af störfum, en óráðið er hver við tekur, þar eð Hörður mun enn um eins árs skeið verða frá skólanum. Hér gefst ekki rúm til þess að greina frá merkilegri sýningu nemenda skólans, sem sýna fjölda muna og listaverka, sem unnin hafa verið innan skólans. Sýningin SKOLI AÐ STARFI er merkileg listsýning, og hún er lika nauðsynleg þeim er vilja stunda listnám i framtíðinni, og þyrftu þar af leiðandi að nota þetta tækifæri til þess að kynn- ast skólastarfinu. Eru þeir og foreldrar listhneigðra ung- menna hvattir til þess að sækja áöurnefnda sýningu. JG © Unglingaskóli nú er unnið að, myndi kosta um 85 millj. kr., en heildarkostnaður er nú orðinn 57 millj. kr. Varmahliðarskólinn verður grunnskóli samkvæmt nýju grunnskólalögunum, en misjafnt er eftir hreppum, hve margir ár- gangar sækja þangað nám. Hér er um að ræöa samstarf, sem er án hliðstæðu i héraðinu, og eru Skagfirðingar mjög ánægðir með, hversu vel allur undirbúningur þessa máls hefur tekizt. Póststjórnin að þessu sinni áttu sæti: Ernest A. Kehr, frimerkjaritstjóri „L. I. Newsday" „Chicago News" og margra fleiri blaða, en hann hefir auk þess þætti bæði hjá sjónvarps ogutvarpsstöðvum, s.s. Columbia T.V. og National T.V. Þá er hann einnig t.d. höfundur bókarinnar, „Romance of Stamp Collecting." Ennfremur voru I nefndinni Leo A. Elliot, frímerkjaritstjóri „Quanah Tribune Chief" og frú Virgina McManis frimerkjaritstjóri „The Detroit News". The Philatelic Press Club segir, að viöurkenningin hafi venð veitt Islenzku póststjórninni, þar sem hun sé álitin að hafa gefið út beztu fréttabréfin um nýjar útgáfur á árinu og nákvæmastar frásagnir af gerð og prentun frimerkjanna sem gefin voru út sl. ár. Enn- fremur hafi Frimerkjasalan verið óþreytandi við að gefa spurulum fréttamönnum upplýsingar, svo aö fréttir þeirra og frásagnir mættu verða sem nákvæmastar og koma að mestu gagni fyrir lesendur þeirra. Þá se myndefnið, sem sent er út varð- andi ný frlmerki, mjög gott. Einnig sé gert mjög vel við þá er senda inn fyrirspurnir varðandi frlmerkjafræði og póstsögu, og þjónustan við kaupendur sé eindæma góð. Þá er einnig minnzt á hversu póststjórnin hafi verið hjálpleg við að taka þátt i og hvetja viðhald innlendra og alþjóðlegra frímerkjasýninga. Myndin er af ski'ldi þeim er veittur var sænsku póststjórninni 1973. Ernst A. Kehr mun koma I júnlbyrjun og afhenda verðlaunin hér, á leiö sinni á alþjóðlegu fri- merkjasýninguna ARPHILA-75 I París. liminn er peningar Auglýssíi íHmanum Sumarvaka Paul M. Pedersen er vel kunnugur listafólki á íslandi, og er heiðursfélagi i Félagi ísl. rit- höfunda. Paul M. Pedersen hefur nýlega lokið við að þýða ljóð Jóhannesar úr Kötlum á dönsku, sem er mikið verk. Við þetta tækifæri færði Vilhjálmur Hjálmarsson mennta- málaráðherra Paul M. Pedersen að gjöf þjóðhátiðarútgáfuna af Landnámu, sem ofurlltinn þakk- lætisvott fyrir þau störf, sem skáldiðhefur innt af hendi til þess að kynna Islenzka ljóðagerð i Danmörku. Sumarvökur og kvöldvökur eru fastur liður i starfi félagsins, sagði formaður þess, Jónas Guðmundsson, þær eru yfirleitt fjólsóttar. Allmargir nýir félagar bætast við hjá okkur á þessu ári. -Oó. 13 ára drengur óskar eftir sveitaheimili Hefur verið Upplýsingar í 429. dvöl á í sumar. í sveit. síma 30- Húsbyggjendur ef ykkur vantar trésmið út á land, þá hringið i síma 3-51-67. VOR I VIN Enn eru nokkur sæti laus i ferðina til Vinar- borgar, sem farin verður um hvitasunnuna, enþá skartar þessi fagra og glaðværa borg sinu fegursta skrúði vorsins. Vordagar i Vinarborg gleymast aldrei. Þeir, sem tryggt hafa sér far, eru beðnir að vitja farseðla sinna hið fyrsta. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Framsóknarfélögin i Reykjavik. Kópavogur Framsóknarfélögin I Kópavogi halda fund I félagsheimili Kópa- vogs fimmtudaginn 15. mai kl. 8.30. Ólafur Jóhannesson dóms- og viðskiptamálaráðherra talar um stjórnmálaviðhorfiö. Allt framsóknarfólk velkomið. Stjórnin. Félag Framsóknarkvenna í Reykjavík Fundur verður miðvikudaginn 14. þ.m. kl. 20.30 aö Rauöarárstlg 18. Fjölbreytt dagskrá Stjórnin. Reykjaneskjördæmi Vorhátlð framsóknarmanna I Reykjaneskjördæmi verður haldin i félagsheimilinu Stapa I Ytri-Njarðvik laugardaginn 24. þ.m. Nánar auglýst siðar. Stjórn KFR Fyrir skömmu var hér I blaðinu sagt frá nýstárlegum tjöldum, sem farið er að flytja til landsins. Tjöldunum er komið fyrir á bflþaki og þau eru reist með einu handtaki. Með fréttinni af þessari nýlundu I útilegu- búnaði átti að birtast mynd lesendum til glöggvunar, en hún féll niöur. Hér kemur myndin, og eins og sjá má er þessi búnaður allur hinn hand- hægasti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.