Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 40

Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 40
FÓÐURVÖRUR þekktar UM LAND ALLT fyrir gæði Guöbjörn Guöjónsson Heildverzlun Sfðumúla 22 Slmar 05690 & 85295 SISIOMJK SUNDAHÖFN fyrirgóúan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANOSINS Kona framkvæmdastjóri í „karlafyrirtæki" SJ-Reykjavfk Það er vel við hæfi að konur halsi sér völl á sem flestum sviðum atvinnulifsins nú á kvennaári. Hún lætur ekki sitt eftir liggja Júliana Helgadóttir, sem nú um mánaðamótin tók við nýju starfi, sem framkvæmda- stjóri Sendibilastöðvarinnar h.f., BorgartUni 21. Starf ið var auglýst laust innan fyrirtækisins og voru umsækjendur fjórir — allt karlar nema Júliana, sem hreppti hnoss- ið. — Ég get lltið sagt um hvernig mér Hkar þetta, ég er svo nýbyrj- uð, sagði Júliana, en mér fannst tilvalið að reyna. Starfið er fólgið I að sjá um daglegan rekstur sendibílastöðvarinnar, en stjórn hlutafélagsins annast yfirstjórn- ina. Júllana hefur unnið I fimm ár hjá Sendibilastöðinni, fyrst við slmavörzlu og skrifstofustörf, og slöan eingöngu á skrifstofunni á- samt fráfarandi framkvæmda- stjóra, Kristni Arasyni. Fyrstu mánuðir ársins eru ró- legasti tlminn á sendibllastööv- unum, en um þetta leyti fer að koma fjörkippur I aksturinn, og þá fær Júllana væntanlega tæki- færi til að spreyta sig og sýna að hiln sé fullfær um að stjórna sin- um körlum. t>eir virðast láta vel að stjórn Júliönu Helgadóttur, nýbakaðs framkvæmda- stjóra sendibílstjórarnir I Borgartúni 21. Timamynd Róbert. 18 ÁRA STÚLKA I KJÖTIÐNAÐARNÁMI BH-Reykjavik. — Ég fór I þetta nám, af þvl að ég er búin að vinna við þetta af og til I tvö ár, og mér likar starfiö vel. Ég vildi bara fá réttindi, sagði 18 ára gömul stúlka, Guðlaug Ragn- arsdóttir, við okkur, þegar við liliiiu inn I kjötvinnslu Sláturfé- lags Suðurlands I gær og báðum hana að rabba stundarkorn við okkur, en Guðlaug er kjötiðnað- arnemi, og llkiega fyrsta stúlk- an, sem leggur stund á þessa iðn. — Ég var lengi vel að hugsa um að fara I kokkinn, sagði Guðlaug og brosti sinu hraust- lega og ákveðna brosi til okkar, — en það var ekkert pláss fyrir mig, svo að ég sneri mér bara að kjötvinnslunni, og kann alveg ágætlega við mig I þessu starfi. Ég er búin að vera 7 mánuði I kjötiðnaöarnáminu, og ég ætla mér svo sannarlega að ljúka þvl. Guðlaug er úr Kópavoginum. Hún lauk gagnfræðaprófi og byrjaði svo á kokknáminu, var fjóra mánuði I Iðnskólanum og vþað kemur henni nú til góða, hún hefur sem sagt lokið 1. bekk iðnskólans. Hvernig finnst henni að ganga að þessu starfi, sem eingöngu hefur verið stundað af karl- mönnum áður? — Mér finnst þetta ósköp eðli- legtog skemmtilegt. Ég á ágæta starfsfélaga hérna, og það hefur sitt að segja. Ég held öll vinna sé skemmtileg, ef vinnustaður- inn er skemmtilegur. Og hvað segja kjötiðnaðar- mennirnir um féiagsskap Guð- laugar á vinnustaðnum? Þeir, sem við hittum að máli, luku upp einum rómi um það: — Hún er einn af okkur og góöur vinnufélagi. Hún hlifir sér ekkert, fer i reykofnana alveg eins og við og kveikir upp. Þaö er lið I henni. Og þar með hafa konurnar haslað sér völl innan einnar iðn- greinarinnar enn, sem karl- menn hafa haft út af fyrir sig, — og það er vel við eigandi á kvennaári! Unglingaskóli að Varmahlío í haust BH-Reykjavik. — Að Varmahlið I Skagafirði er að rlsa myndarleg- asti unglingaskóli, sem starf- ræktur verður af 10 hreppum I Skagafirði, sem sameinazt hafa um lausn skólamála siima. Er ráðgert, að I skólanum verði 180—200 nemendur úr þessum hreppum, og verður börnum að likindum ekið til og frá skóla.Er ráðgert, að fyrsti áfangi skólans, sem nú er unnið að, verði full- gerður fyrir árslok, þótt áformað ÍSLENZKA PÓSTSTJORNIN HLÝTUR SILFURSKJÖLD PHILATELIC PRESS CLUB Ctlitsmynd af VarmahHöar- skóla, séð til suðurs. Aliiiui- merktar A og B eru I smfð- um, álnia merkt C verður skólastjóra- og kennarabú- staður ásamt stjórnunar- deild, en álma merkt D Iþróttahús. Skólahúsin teikn- aði Hrafnkell Thorlacius. sé að taka megi hann I notkun á hausti komanda. í þessum áfanga eru tvö hús, A- hús og B-hús. 1 A-húsi er heima- vist fyrir 30 nemendur, mötu- neyti, Ibúðir starfsfólks, kennara og gæzlumanns, geymslur og fleira. í B-húsi eru allar kennslu- stofur, lesstofur, bókasafn og geymslur. Fyrsti áfanginn er 1430 ferm. að stærð, annar áfangi 1220 ferm. og þessir tveir áfangar, sem nú eru i smíöum, þvl samtals 2650 fermetrar. Siðan er ráðgert að reisa stjórnunardeild og kenn- arabústað ásamt skólastjórabú- stað, samtals 913 ferm. og loks iþróttahús, um 860 ferm. að stærð og 500 ferm. hús til viðbótar undir heimavist. Samanlagt yrði skóla- húsnæðið þvi 4920 ferm. að stærð. Aætlað var, að áfanginn, sem ! 1 Framhald á bls. 39. SHÞ-Hafnarfirði. Islenzku póst- stjói-iiiiiiii hefir verið veittur skjöldur hins amerfska Philatelic Press Club fyrir áriö 1974. Verð- launin voru veitt af nefnd skipaðri af Kenneth Wood, forseta kliibbsins og ritstjóra „Western Stamp Collector". 1 nefnd þeirri er veitti skjöldinn Framhald á bls. 39. IBUAR NORSKU EYJUNNAR BAAALO SAFNA FÉ TIL EYJAFERJUNNAR Gsal-Reykjavik — íbúar eyjar- innar Bamlö i Noregi hafa ákveðið að gangast fyrir fjiir- söfnun til styrktar Vestmanna- eyingum við kaup á ferju þeirra, sem smfða á i Noregi. Er söfnun þessi nú i lulluin gangi og hafa ibúarnir heitið þvi að safna álitlegri fjárhæð, sem verja skal til smiði skipsins, — en á Bamlö eru m.a. Wichman- vélarnar framleiddar og verður ein slfkra sett i ferjuna. Bamlö hefur oft verið nefnd ,',Vestmannaeyjar-Noregs" en íbúar þar eru milli 6-8 þúsund og hafa mikil samskipti verið milli Vestmannaeyinga og Bamlö- búa. Þegar ibúar eyjunnar fréttu af ferjusmiöinni fannst þeim kjörið tækifæri til að sýna Vestmannaeyingum þakklætis- vott fyrir þau góðu samskipti, sem þeir hafa haft við þá, með þvi að hrinda af stað fjársöfnun til styrktar smiði ferjunnar. Allir gefendur munu rita nöfn sin I mikla bók, sem afhent verður um leið og skipið verður tilbúið, — og á bókin með nöfn- um gefenda síðan ávallt að vera geymd i ferjunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.