Tíminn - 13.05.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.05.1975, Blaðsíða 1
TARPAULIN RISSKEMMUR Stjórnlokar Olíudælur Olíudrif HF HÖRDUR GUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 -SÍMI (91)19460 106. tbl. — Þriðjudagur 13. mai 1975 — 59. árgangur Landvélarhf Samningaviðræður við Alusuisse um súrálsverksmiðju á Reykjanesinu Oó—Reykjavlk.— Samningavið- ræður um byggingu súrálsverk- smiðju á Reykjanesi hafa staðið yfir milli Islenzkra stjórnvalda og Alusuisse og Islenzka álfélagsins. Ef af byggingu verksmiðjunnar verður, er reiknað með að gufu- orkan á Reykjanesi verði nýtt við BYggingariðnaður stöðvast í kvöld — atvinnuleysi yfirvofandi hjá þrjú þúsund manns framleiðsluna og að afkastagetan verði um 50 þúsund tonn á ári. í ræðu, sem stjórnarformaður Swiss Aluminium, Emanuel R. Meyer, flutti á aðalfundi félags- ins, sagði hann, að viðræður stæðu yfir við islenzk stjórnvöld um nýtingu hinnar miklu orku, sem nýtanleg væri i landinu. Hins vegar væri þess ekki að vænta að hafizt yröi handa um fram- kvæmdir i náinni framtið, en rannsóknir, sem gerðar hefðu veriðá jarðvarmaorku i nágrenni verksmiðjunnar i Straumsvik, gætu góðar vonir um að hægt yrði að framleiða þar siirál. Ragnar Halldórsson, forstjóri Alversins i Straumsvik, sagði að rætt hefði verið um að nýta gufu- orkuna einhvers staðar i nánd við Trölladyngju á Reykjanesskaga. Undirbúningur allur er enn á frumstigi, en ætíunin er að athuga þetta mál betur. Ef til kemur, verður sett upp verksmiðja til framleiðslu á súr- áli úr bauxiti. Til að framleiða súrálið þarf mikla hitaorku, og er ætlunin að nýta jarðhita i stað oliu I þeim tilgangi. Talað er um að byggja verksmiðju, sem framleiðir 500 þúsund tonn á ári. Arsnotkun álversins i Straumsvlk er um 150 þUs. tonn. Ragnar sagði, að bygging slikr- ar verksmiðju væri geysimikið fyrirtæki, og kæmist hún tæpast I gagnið fyrr en á næsta áratug. Viðræður eru enn I gangi um verksmiöjuna, og er þess ekki að vænta, að ákvarðanir verði tekn- ar um byggingu hennar I náinni framtið. I dag, þriðjudag, verður hald- inn aðalfundur íslenzka álfélags- ins. BH—Reykjavík — Það er enginn vafi á þvl, að þetta verkfall I Se- mentsverksmiðjunni lamar byggingariðnaðinn á nokkrum dögum. öll starfsemi stöðvast annað kvöld, þriðjudagskvöld, Kennara- skóla deilan aftur inn í KHÍ Gsal-Reykjavik — Ðeilumál- ið I Kennaraháskólanum er enn óútkljáð, og fresta varð prófum I gærmorgun vegna ónógrar mætingar. Að sögn Vilhjálms Hjálmarssonar menntamálaráðherra stað- festi menntamálaráðuneytið með bréfi aðgerðir skóla- stjórnar, þ.e. að lög þau og reglugerðir, sem framfylgja átti, séu I fullu gildi, Sagði ráðherra, að þessar reglur hefðu imargsinnis verið kynntar nemendumog vakin sérstök athygli á þeim. Málilð er nii aftur komið I hendur skólastjórnar, sem mun halda fund slðdegis I dag. Að sögn Kristinar Magnús- dóttur, verður næsta skrefið I málinu að leitast við að ná samkomulagi við skólayfir- völdin. ekki aðeins lijá okkur, heldur hjá öllum öðrum steypustöðvum, þvi að sá háttur hefur alltaf verið hafður á, að sementinu hefur verið ekið dagiega til okkar, svo að engar birgðir eru fyrir hendi hjá steypustöðvunum. Þannig komst Viglundur Þor- steinsson, framkvæmdastjóri BM Vallá steypuverksmiðjunnar, að orði i gær, þegar blaðið hafði samband við hann. Við inntum Viglúnd eftir þvi, til hvaða ráð- stafana yrði gripið, ef verkfallið drægist á langinn. — Það liggur i augum uppi, að enginn okkar hefur ráð á þvi að halda fjölda starfsmanna á laun- um aðgerðalausum i lengri tima, og þvi er ekki um annað að ræða en gripa til þeirra einu aðgerða, sem nauðvörnin skapar okkur. Hvað skyldi stöðvun i bygging- ariðnaðinum vegna þessa verk- falls ná til margra? Þeirri spurningu er mjög erfitt að svara, en til þess að gefa lesendum blaðsins einhverja hugmynd leituðum við okkur upplýsinga um, hversu margir iðnaðarmenn og verkamenn störfuðu við bygg- ingariðnaðinn, og komumst að þeirri niðurstöðu, að hér myndi vera um þrjú þúsund manns að ræða, sem yrðu atvinnulausir, ef til langvarandi verkfalls kæmi. MEÐ SKAMMBYSSUR OG TÁRAGAS GEGN OFSTOPAMANNI ÞEIR BÆNDUR SEM FYRST ÞURFA AÐ NOTA ÁBURÐ SITJA UPPI AAEÐ AAINNST BH-Reykjavik. — Aðeins tæpur helmungur þess áburðarmagns, sem afgreitt er frá Aburðarverk- smiðjunni I Gufunesi til bænda i Borgarf jarðarsýslu sunnan- veröri, Kjósar- og Gullbringu- sýslum, Arnessýslu, Rangár- vallasýslu og Skaftafellssýslum, var afgreiddur frá verksmiðj- imiii, áður en verkfallið skall þar á um helgina, eða um 13.000 tonn. Voru annir miklar I verksmiðj- unni og afgreitt dag og nótt, en eftir er samt að afgreiða um 14.000 tonn til bænda I áðurnefnd- um sýslum. Það, sem flutt er sjó- leiðis til bænda annars staðar á landinu, um 30.000 tonn, hafði verið afgreitt fyrir verkfall. Samkvæmt upplýsingum Hall- ddrs Pálssonar búnaðarmála- stjóra gæti hér orðið um mjög al- Aburður Suðurlandsbænda lokaður inni vegna verkfalls- ins. (Timamynd: Gunnar). varlegt mál að ræða fyrir bændur á Suðurlandi, ef verkfalliö dræg- ist á langinn. Vorið hefur verið kalt og úrkomusamt, og engar Hkur eru til þess að unnt verði að bera á fyrir norðan og austan, þar sem enn er snjór á jörðu. Nokkur timi gæti þvl liðið þar til jörð verður það þurr og klaki horfinn, að unnt verði að huga að þvi að bera á. Þetta vor er ekki að neinu Hkt síðasta vori, þegar áburðar- dreifingu var viða lokið um þetta leyti. Núna hvað Halldör likindi til, að unnt væri að bera á i austur- sveitum, sérstaklega undir Eyja- fjöllum og i Landeyjunum, og sjálfsagt áður en langt um liði víöast hvar um Suðurlandsundir^ lendið. Þess vegna gæti skapazt alvarlegt ástand þar, ef verkfallið drægist á langinn, og þeir bænd- ur, sem fyrst hefðu þörf fyrir á- burðinn, gætu ekki fengið hann i hendur, nema að einhverju tak- mörkuðu leyti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.