Tíminn - 13.05.1975, Side 2

Tíminn - 13.05.1975, Side 2
2 TÍMINN Þriöjudagur 13. mai 1975. Bréfaskákþing hefst um mánaðamót —Þátttakendur rúmlega fimmtíu talsins Gsal-Reykjavik — Bréfaskákþing tslands, þaö fyrsta sem haldiö er, mun sennilega hefjast um næstu mánaöamót. Alls bárust um 50 þátttökutilkynningar, og hefur þátttakendum veriö skipt niöur I flokka og riöla eftir styrkleika hvers og eins. Aö sögn Þórhalls B. Ólafssonar, iæknis I Hverageröi, sem er formaður bréfaskák- nefndar, bárust mjög margar þátttökutilky nningar utan af landi, eins og eölilegt er, þvi að Ibúar dreifbýlisins hafa ekki mörg tækifæri til aö tefla á skákmótum. Teflt verður i fjórum flokkum, A-, B-, C- og D-flokki, og er einn riöill i hverjum flokki, nema D- flokknum, þar eru tveir riðlar. í A-flokknum verður keppt um brefákákmeistara Islands, og eru þar sterkustu skákmennirnir. 1 neðsta flokknum, D-flokki, eru skákmenn, sem ekki er vitað, hvers eru megnugir. Að sögn Þórhalls er þessa dag- ana verið að útbúa ýmiss konar plögg, sem senda þarf hverjum og einum þátttakanda, m.a. um töfluröð og hvenær þeir eigi að stýra hvitum eða svörtum mönn- um. Keppendur i riðlunum keppa innbyrðis sin á milli, þannig að hver keppandi mun tefla 10—12 skákir á árinu — og allar samtim- is. Talið er, að úrslit muni verða fengin i riðlunum á svipuðum tima að ári, þótt nær öruggt megi teljast, að einhverjum skákum verði þá enn ólokið. Verða þær tefldar áfram eitthvað fram á haustið, og hafi þá ekki fengizt úrslit — verða þær settar i dóm og skorið úr um, hvernig skákinni hefur lyktað. Um svipað leyti að ári mun sið- an hefjast annað bréfaskákþing. Táragas og skambyssur vopn lögreglu gegn ofstopamanni Gsal—Reykjavik — Þaö gerist sem betur fer ekki oft, aö lög- reglumenn þurfi aö vígbúast hér á landi til aö hafa hemii á of- stopamönnum, en sifkt átti sér þó staö aöfaranótt s.l. laugar- dags, er lögreglumenn i Kópa- vogi fóru aö húsi einu þar i bæn- um meö táragas og skamm- byssur aö vopni. I umræddu húsi, sem er tvibýlishús, hafði piltur nokkur hótaöibúum hússins, svo og lög- reglu, öllu illu. Hafði hann haglabyssu, riffil og hnifa á lofti tii áréttingar hótunum sinum, og virtist vera til alls liklegur. Lögreglumenn vildu vera við öllu búnir, og réðust þvi til at- lögu við kauða með skamm- byssur og táragas, ef á þeim tækjum þyrfti að halda. Áður en ráðizt var til inngöngu i húsið, hafði öllum ibúum þess verið bjargað út um glugga á húsinu. Til vopna sinna þurfti lögregl- an þó ekki að gri'pa, þar eö byss- ur piltsins voru óhlaðnar, og tókst lögreglumönnum þvi að yfirbuga hann á skömmum tima. Pilturinn var mjög drukkinn umrætt kvöld, og hófust lætin á þvi, að honum sinnaðist eitthvað við föður sinn og sparkaði m.a. illþyrmilega í andlit hans. Pilturinn hefur verið úr- skurðaður i allt að fimmtán daga gæzluvarðhald. Önnur útgáfa á Eddu Þórbergs VS—Reykjavik— Edda Þórbergs Þóröarsonar er komin út öðru sinni. Þessi fræga bók sá fyrst dagsins ljós árið 1941, og nú hefur Mál og menning gefið hana út aft- ur. Gamla útgáfan var 254 bls., en þessi nýja er 268 bls., og jafn- framt er brotið dálitið stærra. Hér eru lika þrir viðaukar. Hinn fyrsti heitir Raulað við sjálfan sig, annar er Marsinn til Kreml, og þriðji viðauki hefur meðal annars að færa Mislukkað atóm- ljóö, ort til Kristins E. Andrésson- ar, Vaddúddi, og Inspirasjón. Aftast i bókinni eru nokkrar at- hugasemdir um Eddu Þórbergs og Inngangsorð að Hvitum hröfn-. um, skrifuð siðasta vetrardag 1922. Að öðru leyti er sama efni i báð- um útgáfunum. Hinn kostulegi Prologus fylgir þeim báðum, aö ógleymdum Legsteininum, þar sem meistari Þórbergur gerir ráðstafanir varðandi útför sina og burtför af þessum heimi. — Prentun, band og annar frágang- ur á þessari nýju útgáfu af Eddu, eru vel af hendi leyst, og framan á hllfðarkápu er teikning af Þór- bergi. Védls Thoroddsen, Jens Valdemarsson, Pétur Bjarnason og Ottó Valdemarsson I hlutverkum sinum. íslenzkur söng- leikur d Bíldudal BH—Reykjavik — Paradisarbær, nýr söngleikur eftir Hafliða Magnússon og Astvald Jónsson, var sýndur á Bildudal slðustu helgina I april, og þá fyrir al- menning, en annars var söngleik- urinn frumsýndur á árshátið Leikfélagsins Baldurs 1. desember sl. Herma fregnir frá Bildudai, að leiknum hafi verið forkunnar vel tekið og leikendum óspart klappað iof I iófa. Leikstjóri sýningarinnar er Hafliöi Magnússon, en Ástvaldur Jónsson lék undir söngvana. Leikendur I sýningunni eru: Jens Valdimarsson, Ottó Valdimars- son, Halla Hjartardóttir, Védis Thoroddsen, Pétur Bjarnason, Jörundur Garðarsson, Jón Kr. Ólafsson og Margrét Friðriks- dóttir. Söngleikurinn er gerður eftir sögu Kolbeins Eiríkssonar, er nefnist Paradfsarstræti. Hafliði Magnússon hefur áður fengizt við gerð söngleijcja, en eftir hann var söngleikurinn Gisli Súrsson, sem nemendur Menntaskólans og Myndlistarskólans á ísafirði sýndu i vetur. Aðalfundur Verkamannafélagsins Hlífar: Yfirvinnan var nauðsyn arráð Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar að taka þegar upp i alvöru viöræður við sjómenn og hafa for- ystu um lausn togaradeilunnar. Einnig skoraði aðalfundur Hlif- ar á Alþingi að breyta orlofslög- unum og taka upp á ný orlofs- merki. SJ—Reykjavlk — Aðalfundur Verkamannafélagsins Hlífar I Hafnarfirði, sem haldinn var 8. mal, átaldi harðlega ákvörðun meirihluta bæ jarstjórnar Hafnarfjarðar að afnema hluta af yfirvinnu þeirri, sem verkamenn hjá Rafveitu og Hafnarfjarðarbæ hafa haft, þar sem ljóst er, að hin lágu laun verkamanna nægja ekki fyrir brýnustu nauðþurftum. Þá skoraði fundurinn á útgerð- Fleiri samþykktir voru gerðar. Formaður Hlifar er Hermann Guðmundsson. Fátt um dýrðir byggðaminjaári KJÖTS KROKKAR t . nauta . 455/*, % svin 588/kg ^2 foiöld 27% lömb 297/ku ÚTB., FOKKUN, MERKING inríifaliö í verði. TILBÚÐ í FRYSTIRINN J LAUOALÆK 2. aiml 38080 SJ-Reykjavfk.— Árið 1975 er ekki heigað evrópskri byggingararf- aðeins kvennaár, heldur er það og leifð fyrir tilstilli ráðherranefnd- Bragi Guðmundsson formaður B.í. fj. Reykjavik Bragi Guðmunds- son, ljósmyndari á Visi, var kjör- inn formaður blaðamannafélags Islands á aöalfundi félagsins á laugardag. Á aðalfundinum var lögum félagsins breytt og geta nú einnig þeir, sem hafa blaða- mennsku við timarit að aðalstarfi orðiö félagar i B.I. í stjórn félagsins, auk Braga, voru kjörnir: Friða Björnsdóttir, Timanum, Björn Vignir Sigur- pálsson, Morgunblaðinu, Ólafur Ragnarsson, sjónvarpinu og Einar Karl Haraldsson, Þjóðvilj- anum. 1 varastjórn: Sigrún Stefánsdóttir, Islendingi, Kári Jónasson, útvarpinu, og Helgi E. Helgason, Alþýðublaðinu. I launamálanefnd félagsins voru kjömir: Haukur Helgason, Visi, Fríða Björnsdóttir, Timanum, Sigtryggur Sigtryggsson, Morgunblaðinu, Hjalti Krist- geirsson, Þjóðviljanum og Bragi Sigurðsson, Alþýðublaðinu. A sfðastliðnu ári hafa aðrir starfsmenn ritstjórna en blaða- menn og ljósmyndarar verið teknir inn I félagið, handritales- arar, prófarkalesarar og útlits- teiknarar. Bragi Guðmundsson, liinn ný- kjörni formaður Blaðamannafé- lags tslands. ar Evrópuráðsins. Markmiðið með byggðaminjaárinu er að vekja áhuga Evrópubúa á sam- eiginlegri byggingararfleifö þeirra, sýna fram á þær hættur, er steðja að þessum menningar- arfi, og tryggja að aðgerðir veröi hafnar til verndar þeim. Ýmsar hugmyndir komu fram um aðgerðir hér á landi I tilefni byggðaminjaársins, en úr fæstum þeirra verður vegna þess að fjár- veiting fékkst ekki. Sú hugmynd kom fram i við- ræðum Arkitektafélags tslands og Menntamálaráðuneytis að velja einhverja gamla byggingu eða húsaþyrpingu, er hefði bygg- ingarlistargildi og þarfnaðist við- gerðar, t.d. á Austurlandi eða Vestfjörðum, og efna til sam- keppni um verndun, viðgerð og viðhald þeirra mannvirkja. Auk þess yrði efnt til ýmiss konar fræðslustarfsemi. óljóst er hvort úr þessu verður. í tengslum við byggðaminjaár Evrópu fór fram á Akureyri könnun á félags- og menningarlifi bæjarbúa i þvi skyni að athuga á- hugamál ibúanna, til þess að komast að raun um, hvort hin hefðbundna menningarstefna samsvari raunverulegum þörfum ibúanna. Athugun sem þessi er talin mjög athyglisverð i sam- bandi við að endurlifga söguleg borgarhverfi, en árangur sllkra framkvæmda mun háður þvi, að Framhald á 7. siðu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.