Tíminn - 13.05.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.05.1975, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 13. mai 1975. TÍMINN 3 Togaraverkfallid mikio áfall fyrir Akureyri gébé Rvlk — Á fundi bæjarstjórn- ar Akureyrar nýlega var gerð eftirfarandi bókun og hún sam- þykkt af bæjarstjórnarfuiltrúum: „Bæjarstjórn Akureyrar lýsir þungum áhyggjum sinum yfir þvi ófremdarástandi, sem nú rikir, að mikilvirkustu fiskiskip þjóðar- innar skuli liggja bundin við bryggjur á sama tlma og efna- hagsmál þjóðarinnar eru I þeim hnút, sem raun ber vitni, og mik- ill halii á viðskiptum við útiönd. Áframhaldandi verkföli á togur- unum munu óhjákvæmilega leiða til mjög alvarlegs atvinnuástands ilandi innan skamms tima með ó- fyrirsjáanlegum afleiðingum. Bæjarstjórn skorar á rikisvald- ið og deiiuaðila að gera sitt itra- sta til að deilan megi leysast sem fyrst, þannig að komið verði i veg fyrir frekara tjón en orðið er”. Timinn hafði samband við Val Amþórsson, kaupfélagsstjóra og bæjarstjórnarfulltrúa á Akureyri, og sagði Valur, að tilgangurinn með samþykktinni væri sá, að þrýsta á alla aðila til lausnar þessu máli. — Þetta er mikið áfall fyrir bæjarfélag eins og Akureyri, sagði Valur. Tekjur þess skerðast mjög vegna minnkandi útsvara. Heildartjónið verður mikið, og þeim mun tilfinnanlegra sem verkfallið stendur lengur. Hundruð manna og kvenna verða fyrir beinum áhrifum vegna verkfallsins, áhafnir tog- aranna sex, sem héðan eru gerðir út, og starfsfólksins I frystihús- inu,sem nú hefurflestu verið sagt upp störfum. Keðjuáhrifin, sem af þessu verða, eru einnig mjög mikil, þvl að nú falla niður þau viöskipti, sem útgerðarfélagið hefur haft við ýms þjónustufyrir- tæki, og þvl skorar bæjarstjórn Akureyrar á ríkisvaldið og deilu- aðila að gera sitt bezta til þess að deilan leysist sem fyrst, sagði Valur Arnþórsson að lokum. NÆR ALLUR SALT- FISKURINN SELDUR Oó-Reykjavlk. Tekizt hefur að selja 25 þús. tonn af saltfiski, sem veiddur var og verkaður á vertlð- inni, sem nú er að ljúka, og er þá sáralítið til af óseldum, óverkuö- um fiski I landinu. Þeir Tómas Þorvaldsson og Helgi Þórðarson hjá SIF eru nýkomnir heim úr söluferð, og sögðu þeir á blaða- mannafundi I gær, að þeir teldu sig vera búna að selja nær alla framleiðslu vertiðarinnar og að sæmilegt verð hafði fengizt fyrir fiskinn miðað við aðstæður, en slðan sölurnar voru gerðar, hefur saltfiskverð lækkað. SÍF gefur ekki upp verð á einstökum sölum, en þeir félagar sögðu, að eftir þvl sem þeir kæmust næst, væri verð- ið um 8,5% lægra á stórfiski en á slðasta ári og um 20% lægra á smáfiskinum. Talið er, að framleiðslan fram til 15. mal veröi um 30 þús. tonn af saltfiski. I mailok er reiknað með, að búið verði að afskipa 15.200 tonnum. Enn eru óafhent 3200 tonn af fyrri sölum á blautfiski, en fyrir þann fisk náðust hag- stæðari sölur en nú. Fiskurinn fer til Spánar og Portúgals. Viö nokkur vandamál hefur verið að strfða I sambandi við saltfisksölu. T.d. hefur aðeins verið um eitt markaösland að ræða til þessa fyrir ufsaflök, þ.e. Þýzkaland. Undanfarin ár hefur framleiðslan á ufsaflökum numið um og undir 1500 tonnum, en I ár Framhald á 7. slðu. ARANGURSLAUSIR VIDRÆDUFUNDIR BH-Reykjavik.— Verkfall hófst á miðnætti aðfaranótt mánudags- ins hjá starfsmönnum Áburðar- verksmiðjunnar, Sementsverk- smiðjunnar og Kisiliðjunnar, sömuleiöis hjá verkfræðingum og tæknifræðingum, sem starfa hjá ráðgjafafyrirtækjum. Samninga- fundir með þessum aðilum og vinnuveitendum höfðu reynzt á- rangurslausir, og var blaðinu ekki kunnugt um það I gærkvöldi, hvenær næstu sáttafundir yrðu haldnir. I gær var haldinn samninga- fundur 9 manna nefndar ASl, VSl og Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna. Þetta var fyrsti fundur þessara aðila slðan bráða- birgðasamkomulagið var gert, en það gildir til 1. júnl. í dag veröur haldinn fundur með samninganefnd BSRB og fjármálaráðuneytisins, en náist ekki samkomulag milli þessara aðila fyrir fimmtudaginn 15. mal, fer málið fyrir kjaradóm. Flugfreyjuverkfallið leystist á sunnudaginn eftir 31 klst. sam- felldan sáttafund deiluaðila. Eru helztu atriði samkomulagsins, sem flugfreyjur og Flugeliðir gerðu sln á milli, þau, að flug- freyjur fá 10% aukaþóknun vegna aukins vinnuálags, en flugfreyj- um hefur verið fækkað I milli- landavélum, auk þess sem þær fá 5% kauphækkun frá 1. des 1974 og launajöfnunarbætur frá 1. marz 1975, á sama hátt og aðrir laun- þegar I sömu launaflokkum. Aðalfundir samvinnufélaga í Austur-Húnvatnssýslu: Bændur uggandi vegna skorts á rekstrarlánum MÓ-Sveinsstöðum. — Aðalfundir samvinnufélaganna i Austur- Allar heiðar ófærar á Vestfjörðum SJ—Reykjavlk — Hér snjóaði mikið á miðvikudag I siðustu viku, og þótt snjóinn sé að taka upp, eru ailar heiðar ófærar aft- ur, sagði Kristinn Snæland, fréttaritari blaðsins á Flateyri I gær. Búið var að opna vegi suður á Barðaströnd, og á leiðinni frá Barðaströnd suður var aðeins einn háls orðinn eftir lokaður fyrir þetta hret. Hjá vegagerðinni á ísafirði fengum við þær fregnir I gær, að Breiðadalsheiði, Botnsheiði, Rafnseyrarheiði, Dynjandisheiði og Þorskafjarðarheiði væru ófær- ar. Fært var frá ísafirði til Bolung- arvlkur og Súðavlkur. Enn fremur var fært frá Flateyri til Þingeyrar, og fært um Arnar- fjörö. Kalt var enn vestra I gær. Að sögn Kristins voru menn fegnir að snjórinn kom með kuldanum og skýldi þeim gróðri, sem farinn var að koma til. Húnavatnssýsiu voru haldnir á Blönduósi 6. og 7. mal. Á fundun- um kom fram, að bændur eru mjög uggandi vegna hins mikla skorts á rekstrarlánum, og þá sérstaklega sauðfjárbændur. Kemur þetta sér mjög illa i Austur-Húnavatnssýslu, þar sem 65% af framleiðslu bænda eru sauðfjárafurðir. Hve alvarlegt á- standið er, sést bezt á þvi, að þrátt fyrir að rekstrarlánin hafi hækkað um 65% frá I fyrra, verða iánin i ár aðeins sem svarar tæp- um 20% af væntanlegu heildar- söluverðmæti sauðfjárafurða I héraðinu. Framkvæmdastjóri félaganna, Árni S. Jóhannsson, lýsti þvl yfir, að þessi hækkun dygði aðeins rúmlega fyrir þeim hluta áburð- arhækkunarinnar, sem bændur þyrftu að greiða I sumar. A aðalfundi kaupfélagsins, sem haldinn var 6. mai, voru óvenju- margar konur mættar sem full- trúar. Tvær deildir höfðu auk þess kosið konu sem deildar- stjóra, en það mun vera I fyrsta sinn I sögu samvinnuhreyf- ingarinnar I Austur-Húnavatns- sýslu. A Skagaströnd er Björk Axelsdóttir deildarstjóri, en I Svlnavatnshreppi Guörún Guð- mundsdóttir á Guðlaugsstöðum. 1 skýrslu stjörnar og fram- kvæmdastjóra kom fram, að heildarvelta félagsins var rúmar 441 milljónir króna á siðasta ári, og jókst veltan um 53,2%. Afkoma félagsins var heldur betri en árið áður, og stafar það af góðri út- komu á vörureikningi og auknum öðrum tekjum. Litlar framkvæmdir voru á ár- inu, en rekstrarfjárstaða félags- ins var erfið mestan hluta ársins. Úr stjórn félagsins átti að ganga ólafur Magnússon á Sveinsstöðum, en hann var endurkjörinn. Aðalfundur sölufé- lagsins var haldinn 7. mal. í skýrslu framkvæmdastjórnar kom fram, að bændúm voru greiddar 395 milljónir króna fyrir afuröir á siðasta ári. Alls voru lögð inn hjá félaginu 826 tonn af dilkakjöti, sem er litlu meira magn en árið áður. Hins vegar varð veruleg aukning á naut- gripakjötsframleiðslu I héraðinu, og voru lögð inn 73 tonn hjá félag- inu. 4284 þúsund kiló af mjólk voru lögð inn I mjólkurstöðina, og er það 6% aukning frá árinu 1973. Á landinu öllu var mjólkurfram- leiðsluaukning hins vegar 3%. Úr stjórn sölufélagsins áttu að ganga Guðmundur B. Þorsteins- son I Holti og Sigurður Magnús- son á Hnjúki. Þeir voru báðir endurkjörnir. Margar tillögur voru sam- þykktar á fundinum, m.a. harð- orðar tillögur til stjórnvalda um að bæta rekstrarfjárfyrirgreiðslu til bænda. Öldungadeild við M.A.: 20 nemendur hafa nú þegar látið skrá sig Gsal-Reykjavlk — 1 ráöi er að stofna I haust öldungadeild við Menntaskólann á Akureyri, ef næg þátttaka fæst og aðstæður leyfa. Kennt verður á tveimur sviðum, málsviði og náttúru- fræðisviði, og fer kennsla fram siðdegis og á kvöldin. Miðar kennslan að þvi, að nemendur geti lokið stúdentsprófi á tveim- ur árum. Að sögn Tryggva Glslasonar skólameistara er gert ráð fyrir að um 30 nemendur verði I öld- ungadeildinni næsta vetur, og eru áætlanir miðaðar við þá tölu. Sagði skólameistari, að I Ijós hefði komið allmikill áhugi á stofnun öldungadeildar, og þegar hefðu nær tuttugu nem- endur látið skrásetja sig I deild- ina. — Það hafa borizt allmargar fyrirspurnir um deildina, og ég hygg, að ekkert verði I veginum fyrir þvl að kennsla geti hafizt að hausti. Kennslan mun að mestu leyti fara fram á kvöldin, og kennarar við skólann munu sjá um kennslu I þessari deild. Sagði Tryggvi, að á meðan ekkert gerðist I málum hvað fullorðinsfræðslu snerti, hefði þótt eðlilegt að kanna hvort, ekki væri ástæða til að koma á fót öldungadeild. Sagði hann, að stofnun deildarinnar hefði raun- ar verið I deiglunni undanfarin tvö ár. Við inntum skólameistara eftir þvl, hver væru inntökuskil- yrði I deildina, og sagði hann, að samkvæmt reglugerð væru hin formlegu inntökuskilyrði hin sömu og I menntaskóla, en að reynt yrði að túlka þá reglugerð eins frjalslega og unnt væri. I reynd væri ekki um nein ákveð- in inntökuskilyrði að ræða, þvl að hver og einn gæti sent inn prófsklrteini sln og fengið nám sitt metið. Þvl væri I rauninni ekki krafizt ákveðinnar undir- búningsmenntunar. Skráning væntanlegra nem- enda hófst s.l. laugardag og lýk- ur 10. júní n.k. Sofico-hótelin enn lokuð: „En við fóum samt inni í tveimur fyrir okkar fólk," segir forstjóri Útsýnar BH—Reykjavík — Enn eru öll hótel Sofico-hringsins spánska lokuð vegna rannsóknar á fjár- málum fyrirtækisins, en ferða- skrifstofan Útsýn, sem á að fá inni I tveimur Sofico-hótelum með Islendinga nú um hvltasunriu- helgina, fullyrðir að svo verði. Hótelum Sofico-hringsins, sem eru um 60 að tölu, flest á Costa del Sol, var lokað um áramótin, eins og Tlminn skýrði frá á slnum tlma, og eru nú öll fjármál fyrir- tækisins I dómsrannsókn. — Samningar útsýnar við So- fico standa, og okkar fólk fer þar inn frá og með sunnudeginum 18. mal, sagöi Ingólfur Guðbrands- son, forstjóri ferðaskrifstofunnar Útsýnar, I viðtali viö Tlmann I gær. —Ég varsjálfur þarna niður frá á laugardaginn og gekk úr skugga um að þær íbúðir, sem við erum með I Sofico-hótelunum tveimur, E1 Remo og Tamarind- os, var verið að ræsta og setja i stand fyrir okkar fólk. Samn. þeir, sem ég hef nú undir höndum, eru undirritaðir af stjórnskipaðri nefnd spánskri og meö leyfi dómarans, sem fjallar um Sofico-málið, þannig, að það fer ekkert á milli mála, að okkar farþegar fá inni, eins og samning- ar segja til um. E1 Remo-hóteliö — eitt glæsilegasta Sofico-hóteliö. Happdrætti Háskóla íslands: 9000 vinningar að upphæð 84,3 millj. I GÆR var dregið I 5. flokki Happdrættis Háskóla isiands. Dregnir voru 9,000 vinningar að fjárhæð 84,375,000 krónur. Hæsti vinningurinn, ein milljón krónur koma á númer 14410, sem selt var I þessum umboðum: Frl- manni Frlmannssyni I Hafnar- húsinu, á Neskaupstað og i Hris- ey- 500,000 krónur komu á númer 39861. Tveir miðar af þessu núm- eri voru seldir I AÐALUMBOÐ- INU I Tjarnargötu 4, og hinir tveir I Bókabúð Safamýrar I Mið- bæ. 200,000 krónur komu á númer 4738. Voru þeir seldir I AÐALUM- BOÐINU, Tjarnargötu 4 og hjá Amdlsi Þorvaldsdóttur, Vestur- götu 10. 50,000 krónur: 1852 — 2510 — 2637 — 6158 — 11074 — 12003 — 13107 — 14409 — 14411 — 14628 — 22328 — 22537 — 24906 — 25335 — 26226 — 29657 — 30060 — 31042 — 33061 — 33669 — 34047 — 37385 — 40548 — 48513 — 51112 — 52652 — 53093 — 53454 — 53681 — 55485 — 56790 — 57407.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.