Tíminn - 13.05.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.05.1975, Blaðsíða 4
TÍMINN Þriðjudagur 13. mai 1975. QOQJl Brátt sía þeir gull úr baðvatninu Nú fær Jenny að hafa mömmu sina i frioi Bibi Andersson hefur haft mikið að gera undanfarin ár, og hún hefur mikið þurft að vera á ferð og flugi. 1 augnablikinu leikur hún heima i Sviþjóð undir stjórn Ingmars Bergman i leikriti, sem sýnt er hjá Dramaten. Þetta er öllum til mikillar ánægju. bæði sænskum leikhús- gestum og einnig fjölskyldu leikkonunnar, ekki sizt er dóttir hennar, Jenny, sem er fjögurra ára gömul, glöð yfir að hafa nú mömmu sina meira hjá sér en ella. Þegar Bibi er á ferða- lögum, og getur ekki haft Jenny hjá sér býr hún hjá föður sinum, Kjell Grede, og nýju fjölskyld- unhi hans. Hér eru þær mæðg- urnar saman á myndinni. Nýtt hressing- arhæli fyrir bændur Rlkisstjórn sovétlýðveldisins Hvita-Rússlands hefur sam- þykkt áætlun um hressingar- hæli, sem mörg samyrkjubu munu byggja i sameiningu. Hressingarhælið mun geta tekið á móti um það bil 100.000 gest- um á ári. Það gefst ætið tilefni til þess að skrifa um Samrriy Davis Jr. i blöðum, og i þetta skipti mætti geta þess, að hann er rikasti maður i Hollywood. Arstekjur hans árið 1974 munu hafa verið i kring um 3600 milljónir, já hátt i fjórar milljarðar, hvort sem þið trúið þvi eða ekki! Allt, sém hann kemur við breytist i gull, og nú er meira að segja svo langt gengið, að fólk slæst um baðvatnið hans, i von um að finna i þvi gull. Detti einhverju ykkar i hug að heimsækja hann er rétt að þið farið þangað ekki akandi, þvi það ku ekki vera hægt að leggja bil i nágrenni húss hans, svo marga bila á hann sjálfur standandi fyrir utan húsið. Sammi hefur heima hjá sér 25 sjónvörp, eða eitt I hverju herbergi. Sem betur fer þarf hann ekki að greiða afnota- gjöld af hverju og einu eins og hann þyrfti, ef hann byggi hér á Islandi, — ekki svo, að hann munaði um slikt, með allar þessar tekjur. Þá má geta þess, að hann á svo mikið af fötum, að hann þarf mörg herbergi til þess að geyma öll fötin. Heima hjá sér hefur hann kvikmyndasal, og þar á hann 1000 kvikmyndir, sem hann getur sýnt hvenær sem hann vill. Það kostar á fjórðu milljón á viku að reka heimili Sammys, en það er ekk- ert i augum Sammys, sem bara syngur og syngur og syngur inn til sin peningana um leið. Það er heldtir ekki dón alegt, að vera boðinn i miðdag til Sammys, þvi að hverjum gesti gefur hann gullsigarettukveikjara, sem er um 60 þúsund krónur að verö- . mæti. Endur fyrir löngu var Sammy fátækur, og fann til þess. Hann finnur ekki til fá tæktarinnar lengur, en það er annað, sem honum er ekki alveg sama um, og það er fyrrverandi eiginkona hans, hin sænska May Britt. Hann var óendanlega hamingjusamur, á meðan þau voru gift, þrátt fyrir það, að hjónabandið færiút um þúfur að lokum. Hann er nú reyndar hamingjusamur i hjónabandi sinu með Altovise, nýju konunni sinni. Sammy hefur yfirleitt gengið hvað eína vel, sem hann hefur lagt fyrir sig, nema ef vera skyldi á stjórnmálasvið- inu. Þar hefur hann verið heldur óhe.ppinn, rétt eins og leikarinn Frank Sinatra. Sammy studdi Nixon forseta, og það fór nú eins og það fór. Nixon hafði lofað Sammy að gera ýmsar breytingar á banda- rlsku þjóðfélagi, og þess vegna lagði Sámmy peninga i kosningasjóð Nixons, Það eru Hklega einu misheppn- uðu viðskiptin, sem Sammy hef- ur tekið þátt i, og þau einu, sem ekki hafa margborgað sig fyrir hann eftir á. Nixon er horfinn af stjórnmálasviðinu, en Sammy heldur áfram að lifa lifinu, rétt eins og hann hefur alltaf gert, og heldur stöðugt áfram að græða peninga. Hér er mynd af hon- um, og svo önnur af þeim hjón- unum, Altovise og Sammy. ^ DENNI DÆAAALAUSI Hefurðu nokkurn tima tekið eftir þvi, hvað röddin i henni Ginu er þægileg, rétt eins og segulbands- tónlist.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.