Tíminn - 13.05.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.05.1975, Blaðsíða 6
TÍMINN Þriðjudagur 13. mai 1975. Færeyingahús í Reykjavík Kjarvalsstaðir fá hjólastóla að gjöf Elli- og hjúkrunarheimilið Grund hefur gefio Kjarvalsstööum tvo hjólastóla, sem eiga að vera til af- nota fyrir þá gesti staöarins, sem á þurfa að halda. Hinn 9. mal sl. afhenti GIsli Sigurbjörnsson forstjóri gjöfina aðKjarvalsstöðum fyrir hönd Elli-og hjúkrunarheimilisins Grundar IReykjavfk. Borgarstjórinn I Reykjavík, Birgir tsl. Gunnarsson, þakkaði gjöfina og sag&ist vona, að gjöfin gæti orðið hvatning til þess a& stofnanir I eigu borgarinnar og annarra a&ila I borginni, sem til almennings- nota eru ætla&ar, ver&i betur úr gar&i ger&ar fyrir fatlaða en verið hefur. Viðstaddir afhendinguna voru hússtjórn og forstöðumaður Kjarvalsstaða, á myndinni frá vinstri EHsabet Gunnarsdóttir, Alfreð Guðmundsson, Davlð Oddsson, Ólafur B. Thors, Gisli Sigurbjörnsson og Birgir tsl. Gunnarsson. Almennur fundur í AAosfellssveit: íþróttahús og úr- bætur í símamálum Oft er talað um, að norrænt samstarf sé meira i orði en á borði, meira hugsjón en veruleiki, án þess að glata sinum ljóma. En hugsjónir eru til þess að verða veruleiki, Norrænu þjóðirnar standa flestum þjóðum framar að mennt og andlegum þroska, þar sem réttlæti, friður og gleði eru sett i öndvegi af heilum hug og nokkr- um fórnum. Samstarf og sam- hugur er ávöxtur sliks hugarfars. Og þar er ekki farið eftir höfða- tölu einni, heldur manngildi og dáðum. Engar norrænu þjóðanna eru skyldari en tslendingar og Fær- eyingar, — ekki einungis að upp- runa, heldur að sögu, umhverfi, mótun. „Synir hafsins" yrði sagt með fyllsta rétti um tvo einstakl- inga þessara eylanda i Norður- Atlantshafi. Engir ættu þvi að skilja hvor annan betur, unna hvor öðrum meira, hjálpa hvor öðrum fúslegar, láta fremur eitt yfir báða ganga en þessir tvibur- ar, vaxnir upp úr djúpinu. Og þeir eiga sameiginlegt markmið, raunar á margvislegan hátt, en eitt sem er bæði heilagt og hvers- dagslegt i senn: Það hefur verið nefnt Sjómannaheimili Færey- inga i Reykjavik. Og það hefur verið sýnilegt sem svolitið fallegt hús við strandgötu borgarinnar. En nú á það að verða stórt og fall- egt „heimili" þeim sem að heim- an eru á hafinu hér norður frá. Það er ekki vanzalaust, að Reykjavik, með allan sinn stór- borgarblæ, á ekkert sjómanna- heimili i venjulegri merkingu þess orðs, þótt nokkrir fórnfúsir einstaklingar sjái þörfina og reyni úr að bæta. Hér er þvi sam- eiginlegt verkefni Færeyinga og Reykvikinga, að ekki sé sagt allra Islendinga. Nauðsynleg menningarstofnun. Og þetta hús Fyrir skömmu efndi hrepps- nefnd Mosfellshrepps til fundar um hreppsreikningana. Mikil ánægja rlkti meðal þeirra hreppsbúa, sem til fundarins komu. Þykir þetta lýðræðislegra, og um leið opnari stjórnsýsla en verið hefur, þar sem hreppsbiium er gefinn kostur á að gera slnar athugasemdir við rekstur hrépps- ins. t upphafi fundarins las sveitar- stjóri og skýrði ársreikninga fyrir árið 1974. Jafnframt var lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 1975. Sveitarstjóri gat þess, aö nauðsynlegt væri að endurskoða fjárhagsáætlunina, þar sem hún var unniii fyrir áramót 1974-'75, og þar af leiðandi ekki teknar með þær breytingar, sem hljóta að verða vegna efnahagsörðug- leika þjóðarinnar. Þó að hagur hreppsfélagsins hafi verið góður um áramót, þá er ljóst, að hreppsfélagið mun standa liöllum fæti fjárhagslega Lítill bifreiða- innflutningur Frá áramótum til aprilloka á þessu ári komu nokkru fleiri út- lendingar til landsins en á sama tima I fyrra. Nú komu alls 12293 Utlendingar en i fyrra komu 11640. Einnig komu fleiri Islendingar. Þeir voru nú 8959, en i fyrra 8609. Til sölu Heyvagnagrind, tvö- föld hjól á f jöðrum. Má vera aftan í-vagn. Dekk 825x20. Skrifleg tilboð til Jóns Guðlaugssonar, Brúar- hvammi, Biskupstung- um, Árnessýslu. vegna allra þeirra framkvæmda, sem fyrirsjáanlegar eru á þessu ári. Enn fremur gat sveitarstjóri þess, að skiptar skoðanir væru um niðurröðun framkvæmda á árinu. Oddviti hreppsnefndar, Jón Guðmundsson, bóndi á Reykjum, flutti skýrslu um störf hrepps- nefndar. Gat hann þess, að störf hreppsins hefðu sjaldan verið umfangsmeiri en nú, og ýmis aðkallandi verkefni, svo sem bygging iþróttahúss, holræsa- gerö, kaldavatnsmál og fleira. Allf jörugar umræður urðu um einstaka liði fjárhagsáætlunar og sýndist sitt hverjum um reikning- ana sem voru þó samþykktir með samhljóða atkvæðum fundar- manna. 1 lok fundarins voru sam- þykktar ályktanir um simamál og byggingu iþróttahússins, ásamt tillögu frá Einari Kristjánssyni. Tillögurnar eru birtar hér, al- menningi til fróðleiks. 1. Almennur hreppsfundur, haldinn a& Hlégarði laugardaginn 26. apríl 1975, skorar eindregið á ráðherra og þingmenn kjördæm- isins að beita sér fyrir þvi að heimild verði veitt til þess að hefja nii þegar framkvæmdir við Iþróttahúsbyggingu að Varmá. 2. Almennur hreppsfundur, haldinn að Hlégarði laugardaginn 26. apríl 1975, skorar á yfirstjórn simamála að ráða tafarlaust bót á þvi ófremdarástandi sem rikir i simamálum sveitarinnar. Jafn- framt verði gjaldskrá Brúar- landssvæðisins samræmd öðrum gjaldskrám með svæöisnúmerið 91, þ.e. að sama gjaldskrá gildi þar og I Reykjavik, Kópavogi og Hafnarfirði. Enn fremur tillaga frá Einari Kristjánssyni: Almennur fundur ibúa Mos- fellshrepps haldinn I Hlégarði 26. april 1975, skorar á Odd ölafsson alþingismann að hafa forgang til myndunar samstöðu þingmanna Reykjaneskjördæmis til lausnar á erfiðleikum i sambandi við byggingu fþróttahúss I Mosfells- sveit. ÞBK YFIRLYSING Kýr til sölu Þrettán kýr til sölu. — Upplýsingar á Vatnsenda i Villingaholtshreppi. Simi um Villingaholt. Heimi' Steinsson rektor Lýðháskólans i Skálholti: Vegna slendurtekinna blaöaskrifa um mig og skoðanir mlnar vil ég taka það fram, sem hér fer á eftir: I. Grein sú, sem valdið hefur , ofangreindu upploki, birtist nýlega i Kirkjuritinu. Það telst háttvisi að svara grein- um I þvi blaði eða timariti, sem birtir þær. II. Umgetin ritsmið var saman tekin sem tlmarits- grein. Hún er alllöng og Itar- leg. Vilji einhver svara þess konar grein með málefnaleg- um hætti, hlýtur höfundur svarsins að gefa sér nokkurt tóm til að semja rækilegar at- hugasemdir. Bezt fer og á þvi, að svarið sé miðað við timarit. Dagblöð eru alls ekki réttur vettvangur skoðanaskipta af þvi tagi, sem hér um ræðir. Aðrir fjölmiðlar áþekkir, svo sem hljóðvarp og sjónvarp, eru enn miður til þess fallnir. Umræður I dagblöðum, hljóð- varpi og sjónvarpi einkennast um of af hita stundarinnar. Með þessu er ekkert misjafnt um þessa fjölmiðla sagt. Hér er einungis dreginn fram sá eðlismunur, sem er á þeim og tlmariti. III. Grein min i Kirkjuriti er sett saman úr eftirtöldum þáttum: 1. „Sálarrannsóknir" gagn- rýndar, — liðlega þrjár og hálf slða. — 2. Umræða um ýmis viðhorf til dauðans, — tæpar tvær sfður. — 3. Kristin upprisutrú, — tæpar tvær síður. 4. Predikun fagnaðarerindis- ins, — tvær siður. — t þess- um hluta er að finna liðlega hálfan dálk, sem fjallar um afstöðu kristins predikara til „sálarrannsókna". Þetta brot hefur valdið hvað mestu uppnámi. — 5. Dæmisaga og niðurlag, — liðlega tvær siður. IV. Af þvi efni, sem hér var talið, hafa dagblöð fjallað lauslega um tætlur úr fyrsta þætti, svo og um dálkinn hálfa úr fjórða þætti. Aðrir hlutar ritsmlðar þessarar hafa ekki verið ræddir i blöðum, mér vitanlega. V. Þráttnefnda grein birti ég gagngert I Kirkjuriti, af því að hiín er beinlinis ætluð lesend- um, er vita jafnlangt nefi sinu I niitimaguðfræði (þ.á. m. í dfalektiskri guðfræði, svo og I existensguðfræði Tillichs), heimspekisögu (Parmenides, Platon, Kierkegaard, Nietzsche, Existentialism- inn), almennri trúarbragða- sögu og trúarlifssálarfræði. Enn fremur er hér á næsta leiti fyrirbæri, sem guð- fræðingar þekkja undir heit- inu „via negativa" og á sér aldagamla sögu I kirkjunni. Þá er að geta hugtaksins „Docta ignorantia", sem löngum er kennt við Nikulás Cusanus. Dæmisagan 15. þætti veit ég vel, að teljast hlýtur djarfasti og um leið vandmeð- farnasti hluti greinarínnar. En von min er sii, að þeir kristnu bræður minir, er þekkja undirritaðan sem ósveigjanlegan unnanda litúr- giskra fræða og heilagrar messubæði fyrr og siðar, liti á þennan þátt sem (e.t.v. mis- heppnaða, en þó a.m.k. vel meinta) tilraun til að tjá boð- un kirkjunnar um þann Guð, er opinberar sig „sub con- traria specie". Fleira væri eðlilegt að tina til af þvi efni, er um hug minn fór, þegar ég setti saman um- talaða grein. En á þessum vettvangi væri það óhyggilegt að lengja röðina um of. VI. Með þessu er ekki sagt, að tittnefnd grein geti talizt fræðileg ritgerð. En vilji menn skilja hana til hlitar — og gagnrýna hana — verða þeir að bera skynbragð á framan- greint efni og ýmislegt annað, þvl skylt. Meðal annars verða hörð orð min um áadýrkun og nekrómantíu einungis skilin — og gagnrýnd — I þvi sam- hengi öllu, sem nú var nefnt. ætti einnig að verða táknræn menningarstofnun fyrir samstarf þessara bræðraþjóða — tvibur- anna i Atlantshafi, sem eru i senn svo smáir, — en samt svo stórir aðhafavaxið i sambýli við hafið, en ekki látið bugast af þvi. Norræna húsið i Reykjavik er nú þegar stofnun, sem allar nor- rænu þjóðirnar eru stoltar af. Eignumst nú annað hliðstætt á öðrum vettvangi, ennþá nær starfsgrundvelli og hversdegi þessara tveggja þjóða — hafinu — smærra i sniðum en stórt samt — þar sem bræðralagshugsjón kristins dóms yrði sólskin innan dyra. Enn skal nú á þessu ári átak hafið til eflingar þessari hugsjón Færeyinga og íslendinga: Bygg- ing Færeyingahúss I Reykjavik. Það ætti ekki að vera neinum tslendingi óviðkomandi. Samtaka bræður að settu marki. Reykjavik sumardaginn fyrsta 1975 Arellus Nielsson. Silunganet verð kr. 2000,00 ný uppsett Laxanet Girnisnet Rauomaganet Hagstætt yerð. Upplýsingar á auglýsinga- deild blaðsins simi 19523 Einnig I slma 30636 VII. Fólk það, sem farið hef- ur hamförum i dagblöðum vegna greinar minnar, skipt- ist I tvo hópa. Annars vegar eru þeir, sem ekki höfðu fyrir þvl að lesa greinina, áður en þeir tvihentu pennann. Hins vegar eru skrifarar, sem að vísu virðast hafa stautað sig I gegnum greinina, en alls eng- ar forsendur höfðu til að botna í þvi, sem þar var að finna. VIII. Upphaflega var það von min, að grein þessi yrði á slnum tlma kapprædd i Kirkjuriti af mönnum, sem hafa til að bera þekkingu á þeim efnum, sem ég að ofan nefndi, og öðrum' áþekkum. Ég held enn I þá von og hygg gott til þess háttar orðaskipta. Hins vegar get ég ekkert annað gert en yppta öxlum, þegar gjörsamlega óupplýst fólk nti hleypur til og eys mig fáryrðum i dagblöðum. Mér hefur að visu oft þótt gaman að hressilegu orðaskaki. En þegar i hlut eiga menn, sem sakir þekkingarleysis eru alls- endis ófærir um að taka þátt i rökræðum um framangreind efni, brestur mig skaphita til að standa I stimabraki við þá. Ég hirði ekki einu sinni um að kveðja tilnærtæk vitni að setu minni á svonefndum skyggni- lýsingarfundum, en um það efni fjargviðraðist einn arminginn I eínhverju blaðinu nýverið. IX. Af framangreindum sökum lýsi ég þvi yfir i eitt skipti fyrir öll, að ég mun ekki oftar taka undir skrif dag- blaða um þetta mál. Þeir, sem vilja svara grein minni, geri það I Kirkjuriti. Að öðrum kosti mun ég ekki virða þá svars. I annan stað mun ég þvi aðeins taka gagnrýni alvar- lega, að það ekki fari milli mála, að höfundur gagnrýn- innar sé kunnugur þvi bak- sviði greinar minnar, er ég áð- ur drap á. Ég hef ekkert tóm til að leika skylmingar við þursa, sem berja með klubbu. Með þökk fyrir birtinguna, Skálholti,9.mail975 Heimir Steinsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.