Tíminn - 13.05.1975, Síða 8

Tíminn - 13.05.1975, Síða 8
8 TÍMINN Þriðjudagur 13. mai 1975. Síðbúin svör deildar- stjórans, sem Magnús Kjartansson skipaði Tii snarpra orðaskipta kom milli Matthiasar Bjarnasonar heil- brigðismálaráðherra og Magnúsar Kjartanssonar fyrrverandi heil- brigðismálaráðherra á fundi neðri deildar s.l. laugardag. Tilefniö var það, að Magnús Kjartansson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár og kvartaði undan þvi, aö ráöherra heföi ekki svarað fyrirspurn sinni um það, hvað iiöi áætlunargerð þeirri, sem kveðið er á um i nýju lögunum um heilbrigöisþjónustu. Sagðist þingmaðurinn hafa borið þessa fyrirspurn fram fyrir meira en 2 mánuðum, án þess að ráð- herra svaraöi. Matthias Bjarnason ráðherra kvaðst hafa svaraö fyrirspurnum, sem beint hefði veriðtil sin, eins fljótt og kostur væri. t þessu tilfeili hefði deildarstjóra, sem Magnús Kjartansson skipaði rétt áður en hann fór úr ráðherra stóli (Þórunni Klemenzdóttur, innsk. Timans), verið falið þetta verkefni, en treglega hefði gengiö að fá svör. Sagö- ist ráðherra hafa I 4-5 skipti Itrekaö það við ráðuneytisstjóra að fá úrvinnslu. Það heföi verið fyrst á föstudaginn, sem tillaga að svari barst, en hann hefði ekki treyst sér til að bera það svar fram, og hefði þess vegna falið ráðuneytisstjóranum að yfirfara tillögu að svari yfir helgina. Magnús Kjartansson brást reiöur við þessu svari heilbrigðisráö- herra og kvað það vera einsdæmi, að ráðherra kæmi upp I ræðustól á Alþingi og bæri sakir á embættismenn I ráöuneyti slnu fyrir að þeir gegndu ekki skyldustörfum sinum. i svarræðu sagði Matthlas Bjarnason m.a., að ef háttvirtur þing- maður reiddist yfir þvl, að sagöur væri umbúðalaus sannleikurinn, yrði að hafa það. Gjaldeyrisyfirvöld mis- munuðu ekki einstakling- um eða fyrirtækjum r — við gjaldeyrisyfirfærslur, sagði Olafur Jóhannesson viðskiptaróðherra vegna fyrirspurnar utan dagskrór SIGHVATUR Björgvinsson (A) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár I neðri deild I gær og beindi fyrir-. spurn til viðskiptaráðherra vegna gjaldeyrisafgreiðslu dagana 24. tii 29. janúar s.l. Þingmaður- inn spurði i fyrsta lagi, hvort Lands- bankinn og Útvegsbank- inn hefðu fylgt sömu reglum við gjaldeyr- isafgreiðslu umrædda daga. 1 öðru lagi, hafi svo ekki verið, hver hafi tekið ákvörðun um slikt. Og I þriðja lagi spurði þingmaðurinn, hvort Útvegs- bankinn hefði synjað viðskipta- mönnum sinum um gjaldeyri fyr- ir frilistavörum, eins og bifreið- um, samtimis þvi, sem Lands- bankinn afgreiddi umsóknir sinna viðskiptamanna. Ólafur Jóhannesson viðskipta- ráðherrasagði, að hinn 29. janúar s.l. hefði verið ákveðið af gjald- eyrisyfirvöldum, þ.e. viðskipta- ráðuneytinu og Seðlabankanum, að allar umsóknir um gjaldeyri fyrir frilistavörum skyldu fara fyrir gjaldeyrisdeild bankanna til athugunar, en venjulega væru slikar umsóknir afgreiddar af gjaldeyrisbönkunum sjálfum. Þessi breyting hefði haft i för með sér verulega töf á afgreiðslu fri- „Ekki einasta kvennaór held- ur einnig húsfriðunarór" — sagði Vilhjólmur Hjólmarsson menntamólardðherra, er hann fylgdi úr hlaði frumvarpi um húsfriðunarsjóð NÝLEGA fylgdi Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra úr hlaði frumvarpi um breytingar á lögum um Þjóð- minjasafn tslands á þá lund, að stofnaður verði sérstakur hús- friðunarsjóður, en húsfriðunar- nefnd starfar i tengslum við Þjóð- minjasafn islands. í ræðu sinni sagði menntamála- ráðherra m.a.: „Þetta er stjórnarfrumvarp og fjallar um breytingu á lög- um um Þjóð- minjasafn Is- lands. t IV kafla lag- anna um Þjóð- minjasafnið er fjallað um hús- friðunarmálin, en eins og kunnugt er starfar nú þegar sérstök húsfriðunarnefnd i tengslum við Þjóðminjasafnið. Sá er hins vegar galli á gjöf Njarðar, að þessi nefnd hefir nánast engin Sættir sjónarmiðin ALLSHERJARNEFND samein- aðs þings hefur lagt fram nefnd- arálit um þingsályktunartillögu um afnotarétt þéttbýlisbúa af sumarbústaðalöndum og mælir nefndin með samþykkt hennar. í tillögunni er gert ráð fyrir þvi, að jarðir i eigu rikisins séu skipu- lagðar að einhverju leyti í þessu skyni. I nefndarálitinu segir: ,,t vaxandi mæli hefur komið til átaka milli þeirra sem búa i þétt- býli, annars vegar og þeirra, sem til sveita eru, hins vegar, vegna eigna- og þó einkum afnotaréttar af lítt nytjuðum landssvæðum. Afstaða beggja er skiljanleg. Þéttbýlisbúar viija nóta útivistar og sumardvalar i sambýli við náttúruna, en hinir, bændur og dreifbýlisfólk, vilja vernda gróð- urlönd og afréttir fyrir ágangi. Þessi tillaga er flutt til að sætta sjónarmiðin. Hún á að gera fólki kleift að fá til einkaafnota nokk- urt land, sem þó yrði háð skilyrð- um um gróðurvernd, ræktun og hóflega umgengni. Rikissjóður á nú um 900 jarðir, sem sumar hverjar eru litt eða ekki nytjaðar, og styður nefndin þá hugmynd, að þær jarðir, sem ekki eru I ábúð, og hentugar eru til skipulagning- ar sumarbústaðalanda, séu til þess nýttar.” fjárráð og á þvi óhægt um vik að sinna sinu verkefni. Arið 1975 er ekki einasta „kvennaár”, heldur einnig „hús- friðunarár”. Það er þvi eðlilegt, að Islendingar sýni nokkra við- leitni til að glæða skilning og auka möguleika á friðun gamalla húsa hér á landi. A hitt ber þó fremur að lita, að minni hyggju, að hér á landi er i reynd ærin þörf á auknum að- gerðum og þar með auknu fjár- magni til friðunar byggingar- sögulegra verðnæta. Ég læt alveg hjá liða að rekja einstök efnisatriði þessa frum- varps. Það er mergur málsins, að lagt er til að stofna húsfriðunar- sjóð. Starfsemi hans skal vera i nánum tengslum við Þjóðminja- safnið. Hann skal lúta stjórn hús- friðunarnefndar, en i henni á þjóðminjavörður sæti. Sjóðinn skal ávaxta i einhverjum rikis- bankanna. 1 frumvarpinu er lagt til, að rikissjóður greiði 20 kr. af hverjum ibúa og sveitarfélögin jafnháa upphæð. Þetta mundi gera rúmar 8 millj. kr. á ári. Þetta er kannski ekki mikil fjár- hæð, en hún mundi þó bæta úr brýnustu þörf og aðstaðan til þess að sinna þessu mjög svo aðkall- andi verkefni myndi gjörbreytast ef frumvarp þetta yrði að lögum. Það er trú margra, að íslend- ingar hafi litt eða ekki átt sér um- talsverða húsagerðarlist á liðnum öldum og jafnvel allt fram undir okkar daga. Þetta er mikill mis- skilningur. Unnið hefur verið mikið starf við undirbúning og ritun sögu um húsagerðarlist á Islandi. Mun sú saga hnekkja rækilega þessum hugmyndum, sem ég áður nefndi. Væri betur að útkoma þess rits drægist ekki úr hömlu, og það mætti sjá dagsins ljós á húsafriðunarárinu. Er eng- inn vafi á þvi, að útkoma þess mun mjög glæða skilning tslend- inga á nauðsyn þess að varðveita merkilegar minjar um húsagerð- arlist Islendinga á liðnum tima. Herra forseti. Ég skal ekki fjöl- yrða frekar um þetta frumvarp. Þvi fylgja Itarlegar skýringar, en auk þess er málið næsta einfalt og skýrir sig I rauninni sjálft. Ég legg svo til, að frv. verði að lokinni umræðu visað til hæst- virtrar menntamálanefndar”. Jóns Guðnasonar minnzt í sameinuðu Alþingi I UPPHAFI fundar i sameinuðu Alþingi i gær minntist Ásgeir Bjarnason forseti sameinaðs þings Jóns Guönasonar fyrrverandi sókn- arprests og skjalavarðar, sem lézt I Reykjavik í fyrradag, en Jón Guðnason sat á þingi 1926- 27. Forseti sameinaðs þings sagði: „Jón Guðnason, fyrrverandi sóknarprestur og skjalavörð- ur, varð bráðkvaddur á heimili slnu hér I Reykjavik I gær, 11. maí, hálfniræður að aldri. Hann var alþingismaður tæpt ár fyrir nær hálfri öld, kjörinn við aukakosningu I Dalasýslu haustið 1926 til loka kjörtímabilsins sumarið 1927. Jón Guðnason fæddist á Óspaksstöðum i Hrútafirði 12. júli 1889. Foreldrar hans voru Guðni bóndi þar Einarsson bónda á Vaidasteinsstöðum i Hrútafirði Guðnasonar og kona hans, Guðrún Jónsdóttir bónda I Hvítuhllð I óspakseyr- arhreppi Jónssonar. Hann lauk prófi I Flensborgarskóia 1908, gagnfræðaprófi utan- skóla I Menntaskólanum I Reykjavík 1909, stúdentsprófi I þeim skóla 1912, og guðfræði- prófi I Háskóla Islands 1915. Slðari hluta vetrar 1915-1916 var hann kennari við Flens- borgarskólann, en fékk siðla þess vetrar Staðarhólsþing i Dalasýslu, var vlgður til þeirra um vorið og sat á stað- arhóli. Vorið 1918 var hann skipaður sóknarprestur I Suöurdalaþingum og sat við Kvennabrekku Vorið ’28 fékk hann Prestsbakka i Hrúta- firði, og var sóknarprestur þar til 1948. Jafnframt embætti slnu gegndi hann nokkrum sinnum um skeið prestsþjón- ustuí nálægum prestaköllum. Hann hafði nemendur I heima- kennslu fyrstu prestskaparár sln. Skólastjóri Héraðsskólans á Reykjum i Hrútafirði var hann 1930-1932, og kennari við þann skóla 1934-1948, að undanskiidu timabilinu 1940- ’43, er skólahúsið var hersetið og skólinn gaí ekki starfað. Voriö 1948 var hann skipaður skjalavörður við Þjóðskjala- safnið, en lét af þvi starfi Framhald á 17. siðu. listavara, og i framkvæmd hefði hún þýtt það, að um skeið hefðu engar frilistavörur verið af- greiddar. 1 framhaldi af þvi sagði ráð- herrann orð- rétt: „Annar gjaldeyrisvið- skiptabank- anna, Útvegs- bankinn, hafði nokkrum dög- um áður sjálfur tekið upp aukna aðgæzlu við af- greiðslu frílistavara vegna mik- illar eftirspurnar eftir gjaldeyri i bankanum og erfiðleika bankans á þvl að mæta henni. Hafði sú ráðstöfun það i för með sér, að veruleg töf varð á afgreiðslu fri- listavara, þ.á.m. bifreiða.” _Þá sagði ólafur Jóhannesson: „Rétt er að taka fram, að enda þótt um frilistavörur sé að ræða og gjaldeyrisafgreiðsla vegna þeirra gangi við eðlilegar kring- umstæður fljótt fyrir sig, jafnvel á einum degi, getur slík af- greiðsla tekið lengri tima i gjald- eyrisviðskiptabörnkunum, þótt aðstæður eigi' að vera eðlilegar. T.d. er álag á gjaldeyrisafgreiðsl- ur bankanna mjög misjafnt. Jafnvel við eðlilegar aðstæður getur þvi skapazt misræmi milli gjaldeyrisviðskiptabankanna varðandi það, hve fljótt er af- greitt. Við óeðiilegar aðstæður er að sjálfsögðu mun meiri hætta á sliku misræmi og þar getur gjald- eyrisstaða hvors viðskiptabanka um sig haft áhrif. Það var ekki um að ræða neitt misræmi i ákvörðun gjaldeyris- yfirvalda á umræddu tlmabili. Allar ákvarðanir gjaldeyrisyfir- valda um aðgát i gjaldeyrisaf- greiðslum giltu jafnt fyrir báða gjaldeyrisviðskiptabankana.” Viðskiptaráðherra kvaðst vilja minna á það, i tilefni orða þing- mannsins um gjaldeyrisyfir- færslur vegna bifreiða, að gjald- eyrir væri afgreiddur til bif- reiðaumboða en ekki til einstakl- inga. Loks sagði Ólafur Jóhannesson viðskiptaráðherra: „Gjaldeyris- yfirvöld mismunuðu þvi ekki ein- staklingum eða fyrirtækjum við gjaldeyrisyfirfærslur. Það mis- ræmi sem skapaðist, er mun lik- ara þvi, er einn banki verður að draga meira úr útlánum en annar vegna fjármagnsskorts. Ég sé þvi ekki ástæðu til neinna sérstakra ráðstafana af minni hálfu vegna þess, sem fyrirspyrjandi hefur gert að umræöuefni.” Alþingi lýkur störfum fyrir hvítasunnu STEFNT er að þvi, að Alþingi ljúki störfum fyrir hvitasunnu. Eins og venja er, siðustu daga þingtimans, eru haldnir auka- fundir til að hraða afgreiðslu mála. 1 gær voru nokkur frumvörp af- greidd sem lög frá Alþingi. Frá efri deild var afgreitt sem lög frumvarp um eyðingu refa og minka (hækkun verðlauna fyrir unnin dýr). Þá var einnig afgreitt frá efri deild sem lög frumvarp um sjóvinnuskóla og frumvörp um dýralækna. Frá neðri deild var afgreitt sem lög frumvarp um launasjóð rithöfunda. S.l. föstudag. var fóstureyð- ingafrumvarpið afgreitt sem lög frá Alþingi. -

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.