Tíminn - 13.05.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.05.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 13. mai 1975. CARGOLUX skrúfuþot- an lenti i Hong Kong klukkan 7 að staðartima 12. marz og við ókum inn i bæ. Við komum frá Ku- ala Lumpur og Borneo, og hinn kinverski svipur köm okkur ekki að óvör- um. Það sem kannski kom okkur mest á óvart var flugvöllurinn, sem á engan sinn lika. Hér er landleysi mikið og hefur flugvöllurinn verið byggður i sjó fram, en norðurendi brautarinn- ar stendur inni i borg- inni. Ein af annarri koma þoturnar niður fjallshlibina (bókstaflega) renna sér yfir húsþökin taka krappa beygju innan um háhýsin, og skonúrast aö siöustu yfir um- Gatan okkar. Gunnlaugur Sig- valdason mundar myndavélina. fer&argötu, og gamlar konur beygja sig svo þotan komist yfir þærinn ábrautina......Svoer lent og byrjað aö bremsa strax, þvi brautin er aðeins 8000 fet, sem er allt of litið miðað við hitastigið, þvi að stórar vélar eru taldar þurfa um 12-14.000 fet við þessar aöstæður. Hong Kong Hong Kong er brezk nýlenda, en samt er hún kinversk borg. Hér búa um 4.000.000 manna að þvi er bezt verður vitað. 99% borgarbúa eru kinverskir, en i borginni eru um 50.000 Bretar, 5000 Banda- rikjamenn, álíka er hér af Japön- um og Portúgölum og siðan eitt- hvert slangur af öörum þjóðern- um. Það fyrsta, sem við rákum aug- un i voru hin óskaplegu þrengsli. Húsin eru yfirleitt um 10 hæðir, en göturnar eru samt ekki breiðari en Klapparstlgurinn og þeir byggja ný og ný hús við þessar þröngu götur. Bilaumferðin er gifurleg og bifreiðarnar mjakast áfram gegnum mannfjöldann með þrálátu flauti. Loftið er þungt og mengað, og vatnið I bað- karínu er eins og það sé tekið beint Ur henni Jökulsá á fjöllum og öskugrátt leirlag situr eftir þegar rennt hefur verið úr þvl. Hér fara aðeins hraustustu menn ibað. Ópiumborgin verður til. Hong Kong er eins og áður sagði brezk nýlenda og varð upp- haflega til i ópiumstriðinu. Kin- versku keisararnir litu niður á Breta og voru óbilgjarnir i viðskiptum sinum við þá. Þetta endaði, með þvi að Bretar „tóku" Hong Kong, eða Haung Kong, eins og hún hét þá, en áður höfðu við- skiptin einkum verið i gegnum Kanton, sem er hér skammt frá. Hong Kong er aðeins 400 fermllur, en notast illa, þvi klettaborgir og fjöll taka yfir mikinn hluta borg- arsvæðisins. Það var á ; miðri 18. öld, sem þessi brezka borg fór að verða umtalsverð hafnarborg fyrir brezka kaupmenn, sem verzluðu við Kina og amerfskir kaupmenn fóru einnig fljótlega að notfæra sér höfnina hér I sama tilgangi. Klnverjar reyktu óplum um aldir, og þeir fengu þetta „reyk- tóbak" sitt upphaflega frá Vestur-KÍna. Þegar kaupmenn fóru að flytja óplum til Kina frá Indlandi likaði það mjög vel, betur en það kinverska. Þetta hafði slæm áhrif á viðskipta- jöfnuðinn við útlönd og silfur streymdi úr landinu. Ariö 1839 setti keisarinn I Pek- ing sérstakan keisaralegan kommissar til þess að stööva inn- flutning á ópium til Kina, inn- AÐ BORÐA YNDI SITT ÍVERTS- HÚSUM Svefndrukknir vatnakarfar líðu ropandi um fiskabúrið flutningurinn var nú bannaður og það varð kveikjan að þvi, sem nefnt hefur verið ópiumstriðið. En þrátt fyrir góðan ásetning tókst ekki að stöðva ópiumsöluna og Hong Kong varð miðstöð ópiumverzlunarinnar við Kína og óplumverzlun i stórum stil var stunduð hér allt fram yfir siðustu aldamót, þegar almenningsálitið I Bretlandi greip I taumana. Siðari heimsstyrjöldin og Hong Kong Gegnum margar aldir hefur Hong Kong staðizt allar styrjaldir og pólitlskar sviptingar. Daginn eftir árásina á Pearl Harbour (8. des. 1941) hernámu Japanir Hong Kong. í striðslok fengu Bretar nýlenduna aftur,og þá bjuggu hér 1.5milljón manns. Þá fóru i hönd upplausartimar og flóttamenn frá Kina og innflytjendur frá ýmsum Aslulöndum streymdu I nýlend- una — oft um 100.000 manns á mán. og þegar Ibúafjöldinn var kominn yfir fjórar milljónir varð nauðsynlegt að grfpa I taumana. Nokkuð er þó ávallt um að menn komi ólöglega inn I landið. Ekki þarf vegabréfsáritun til Hong Kong, en sem dæmi um öfluga landamæravörzlu má nefna það, að þegar við Gunnlaugur Sigvaldason fórum gegnum út- lendingaeftirlitið þa fékk Gunn- laugur landvistarleyfi I 30 daga, en ég aðeins I sjö daga, af þvi að passarnir okkar voru ekki „eins" — hans var handskrifaður, en minn „aðeins" vélritaður. — Þið eruð frá sama landi og þá eiga vegabréfin að vera eins, sagði landamæravörðurinn og þár með búið. Iðnaður og ferðamanna- iðnaður Nú eru dagar ópiumverzlunar taldir. Hinar fjórar rhilljónir manna sem hér búa lifa á iðnaði, verzlun og ferðamönnum. Verðlag er lágt hér. Meðalláun verkafólks er 12.000. - 21.000 á mánuði, matur er ódýr og skattar eru lágir. Um opinbera þjónustu veit ég ekki, en þegar ég varð að kalla á lækni vegna matareitrun- ar, kostaði 3.600 krónur að fá hann til að koma, lyf kostuöu 1200 krónur. Hong Kong er alþjóðleg borg, og hingað koma skip frá þúsund þjóðum og mikil umferð er um Útsýnio frá Grand Hotel var ekki sem kræsilegast til allra átta. Hér sést yfir nágrennið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.