Tíminn - 13.05.1975, Page 11

Tíminn - 13.05.1975, Page 11
Þriöjudagur 13. mai 1975. TÍMINN 11 Um 100.000 manns lifa I bátahöfn- inni. Aberdeen. Þetta er fljótandi borg, full af unaði og gleði. A flot- anum ósigrandi, (þvl ekki hefur tekizt að uppræta hina fljótandi borg) una menn glaðir við sitt og dimmur lögurinn vaggar bátun- um og börnunum I svefn hverja nótt. flugvöllinn. Meira að segja koma hér „íslenzkar” flugvélar einu sinni á dag, eða Cargolux vélar, en Flugleiðir eiga það félag að einum þriðja og áhafnir eru is- lenzkar öllu jöfnu. Þær koma hingað með iðnaðarvörur frá Evrópu og fljúga síðan með tlzku- vörur, Ur og annað slikt til baka. Alls eru fimm stórar skrúfuþotur og tvær langleiða þotur notaðar i þessa flutninga. Svo að Islenzk „umsvif” eru hér umtalsverð. Götulif er kinverskt, ameriskt og enskt. Kinversk neonskilti og ilmur af kryddi, american steak- houses eru viða og litlar stúlkur og litlir drengir eru i skóla- búningum eins og tiðkast I ensk- um smábæjum. Mengunin er ægileg og þú vaknar seint ef þú • Hafnarskrifstofan I HONG KONG, er mikið hús á kletti. Svo mikil gróska er f jurtum hér, að birkitré vaxa út úr steinsteyptum múrnum. Fræ hefur fallið i sprungu, eða rauf og út vex tré. Það kom okkur undariega fyrir sjónir að sjá „birkitré” I Hong Kong, en þau voru þar all viða. ert á 2. hæð. Við búum á 9. hæð og þar er það skaplegra. Meðalhiti i marz er 18 gráður og loftið er rakt og dapurlegt. Fyrir neðan sér maður út á höfnina þar sem 100.000 manns búa á litlum prömmum, sem mogga á myrk- um legi hafnarinnar. Þangað ætl- um við á morgun. Til fiskiveiða fóru Það hélt áfram að rigna, og við reyndum að skýla okkur fyrir regninu með þvi að ganga undir sóltjöldum vörubúðanna. I öllum húsum eru búðir, aðallega skart- gripaverzlanir, sem selja „gull”- muni, armbandsúr og klukkur. Við finustu skarpgripaverzl- animar eru vopnaðir verðir og þaö „þyngir” gullið, þvi að ekki eru þessar búðir allar traustvekj- andi, að ekki sé nú meira sagt. Is- lenzk kona, sem við þekktum, keypti hér fagurt „gullarm- band”, en þegar heim kom, reyndist það vera úr hreinu járni, og þvi meira I ætt við handjárn, en skartgripi. Skósmiðir sátu við verk sin á gangstéttunum, eða innan við i búðum og klæðskerar við sauma. Maður undraðist hversu góða gripi þetta fólk gat unnið, með frumstæðum tólum. Þetta höfðum við nú séð áður, nema húsgangaverkstæði á torgi, það var nokkuð nýtt, en mublusmiðar eru algengar á götunum hér i Hong Kong. Eitt vakti forvitni mina, en það var, að allir Indverjar eru klæð- skerar I Hong Kong. Auðvitað er til nokkuð, sem heitir þjóðleg hefð, það vissum við, en Indverj- ar ganga ekki i „evrópskum” föt- um, heldur i hvitum léreftsfötum, eins og sjúkraliðar, og konurnar eru sveipaðar Shari. En þegar til Hong Kong kom, þá keyptu þeir saumavél og helltu sér út i slag- inn og fóru að sauma herraföt. Allt er saumað hér, saumað heima. Við keyptum okkur skyrt- ur og þá urðu þær að vera „klæð- skerasaumaðar”. Ég fékk mér tvær og Gunnlaugur Sigvaldason lika, og þegar við gengum út á vot strætin, þá var okkur svo undar- lega innanbrjósts I nýju skyrtun- um okkar. I klæðskerasaumuðum skyrt- um gengu aðeins gangsterar i Chicagó —og svo við, og I þessum gangsteramúnderingum gengum við flesta daga þar eftir. Eitt af viðfangsefnunum var að fá sér i svanginn. Auðvitað höfðum við heyrt hrollvekjandi sögur um mataræðið, öll smádýr- in, sem ekki eru á matseðlum Evrópu, nema þegar menn sitja á rústum borga sinna eftir seinasta striðið, sem dunið hefir yfir ráðþrota borgarana. Við reynum þvl að borða aðeins á „betri” stöðum. Þetta voru þó kinverskir staðir, og við reyndum aö ráða i mat- seðlana, og þá einkum að vera klárir á „dýrafræði” hinna einstöku rétta. Það fór vel — held ég...vona ég? Einn daginn komum við á fremur vel búinn, stóran matstað. Við skulum sitja hérna, sagði Gunnlaugur og við tókum okkur sæti fyrir framan okkuð stórt fiskabúr, þar sem svefndrukknir vatnakarfar liðu ropandi um lög- inn. Þarna voru einnig „silungs- legir”, drifhvitir fiskar i torfum og svo dálitil hrognkelsi. ' — Það er skemmtilegt að „dekorera” svona sagði Gunn- laugur og horfði hugfanginn á fiskana. Þetta ættu þeir að gera heima. Við pöntuðum kjúklingakássu, sem bragðaðist vel og „dýra- fræðilega” rétt. Þá allt i einu tókum við eftir þvi, að hendi með háf kom ofan i fiskabúið mikla og trollaði einn karfann fimlega upp úr vatninu. Þetta var þá ekki til skrauts, heldur var þetta lifandi matarbúr og Kinverjarnir komu og bentu á þennan eða hinn fiskinn, sem þeir vildu láta matreiða fyrir sig. Við misstum lystina á kjúklinga- stöppunni. Ekki það að við værum óvanir fiski, siður en svo, en einhver óhugnaður var samt yfir þessu, óskýrður, en samt raun- verulegur, jafnvel fyrir okkur, sem vorum af loðnu og þorski. Milljón tonna — menn i fisk- veiöum heimsins. Þýzku hjónin i Japan Og við fórum að tala um „kinverskan” mat. Þetta minnti okkur á þýzku hjónin, sem við höfðum lesið um i blöðunum. Þau þurftu til Japans, en gátu ekki hugsaö sér að skilja hundinn t eldskini hnigandi sólar náigaðist CARGOLUX vélin Hong Kong. sinn eftir. Svo þau keyptu „sæti” fyrir hann og tóku hann með. Dag nokkurn komu þau á finan restaurant i Tokyo — auðvitað með hundinn og þegar þau höfðu látið hundinn i geymslu, þá fóru þau að borða. Þau fengu finan mat, kjötrétt og borguðu reikninginn og báðu um hundinn aftur, en nú voru góð ráð dýr. Þau voru nefnilega að enda við að borða hann — sinn eigin hund, og þeir komu með skinnfeldinn af honum með blóðuga holdrosuna út. Þau höfðu sem sé borðað yndi sitt á vertshúsinu, eða drepið yndi sitt, eins ðg Laxness orðaði það i leikritinu. Hér verða ekki höfð mörg orð um þennan harmleik, en hann entist þýzku fjölmiðlunum langan tima. Enginn vissi hvað raun- verulega hafði skeð, nema við vissum, að fólkið hafði ekki gætt sin „dýrafræðilega” eins og við Gunnlaugur Sigvaldason gerðum. KAI TAK AIRPORT, flugvöllurinn I Hong Kong. Efninu I völlinn hefur verið dælt upp af hafsbotni, eins og tillögur hafa komið fram um við gerð nýja Reykjavikurflugvallarins. Sálarskipið kinverska heitir Junka. Hún er veiðiskip, flutn- ingaskip, en fyrst og fremst er hún heimili milljóna manna, sem eyða þar ævi sinni, kynslóð af kynslóð.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.