Tíminn - 13.05.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 13.05.1975, Blaðsíða 13
Þriöjudagur 13. mai 1975. TÍMINN 13 JlSn.ySiiRIM!^ iðiBlJfln.ttiL.. Mörgum finnst að vonum blóðugt að meira en tuttugu togarar, hinir stærstu sem við eigum, skuli viku eftir viku bundnir við bryggjur, gjald- eyristekjur skertar, fjölda fólks haldið atvinnulausu og höggvið i útsvarsstofna þá, sem bæjarfélögin eiga að leggja á næsta ár. Nýtt skipulag Að þessu víkur H.Kr.i stuttu bréfi. Honum farast orð á þessa leið: „Verkfallið á stóru togurun- um hefur nú staðið i mánuð, og ekki sér fyrir enda þess. Annað eins er ekki liklegt til að bæta gjaldeyrisbúskap þjóðarinnar eða afkomu al- mennings. Hvernig væri nú að manna sig upp og semja við sjó- mannafélagið og Dagsbrún um, að BÚR tæki við þeim tog- urum, sem hér eru i einka- eign, gegn þvi að þessi stéttar- félög hefðu þar meirihluta i stjórn, og þar með aðstöðu til að ráðstafa gróðanum, enda væru þau fjárhagslega ábyrg fyrir útgerðinni? Hliðstæðar ráðstafanir væru gerðar með togara einkafyrirtækja i öðr- úm sveitarfélögum. Fyrir togaraeigendur væri þetta tvimælalaust léttir, enda skyldu þeir eiga forgangsrétt að vinnu hjá bæjarútgerð, eftir þvi sem um semdist og unnt væri, þar með talið skiprúm jafnt og landvinna. Ef betur þætti fara mætti skira skipin upp, svo að þau hétu Geir Hallgrimsson, Birg- ir Isleifur, Eðvarð Sigurðsson — og Jón Sigurðsson I stað ögri, Vigri, Júpiter o.s.frv. Ætli það fyndist ekki ein- hverjum að rikisstjórnin og þingið ræki af sér slenið, ef við fengjum löggjöf um þetta næstu daga? Stjómin er hvort eð er búin að lofa að leggja fé I þessa út- gerð, — hvernig sem það sam- rýmist nú niðurskurði á fjárlögum.” Brúðhjóna saknað? Erlingur Guðmundsson skrifar um óskylt efni. Hans bréf er svolátandi: „Landfariminn! Kannski er það að bera I bakkafullan læk- inn að biðja þig fyrir fáeinar línur. En orð min geta beðið, ef þröngt er, ef bréfkornið lendir þá ekki I ruslakörfunni. Það, sem ég vildi segja er þetta: Ég sakna þess, að Tim-' inn hefur ekki að undanförnu birt . myndir af brúðhjónum ig viðtal við þau. Þetta með brúðhjón mánaðarins var góð hugmynd. 25 þúsund króna brúðargjöf var þeim happ, sem fengu, og ég hygg að fleiri en mér hafi þótt gaman að sjá myndirnar af þessu lukkulega fólki, þegar það var að velja sér nauðsynlega búshluti fyrir þessa fjárhæð, þótt hún væri ekki ýkjahá. Svo var það viðtalið og spurningar blaðamannanna. Stundum var kannski spurt i lokin: Nokkuð fleira, sem þið vilduð segja, til dæmis um stærð fjölskyldunnar. Ekki man ég öll svör við slikri spurningu — minnir, að þau hafi flest verið nokkuð á sömu lund og ekki óskynsamleg. En eitt svarið festist mér i minni. Ég hef ekki getað gleymt þvi. Það var á þessa leið orðrétt: „Nei, ekkert ákveðið með það. Við látum guð algerlega ráða þvi.” Þetta svar ungu hjónanna . sem voru að ganga út i lifið, fannst mér svo athyglisvert — ekki sizt þegar haft er i huga það mál, er nú ber svo hátt og mest rætt um og ritað i öllum hugsanlegum fjölmiðlum, og að sjálfsögðu einnig á alþingi, sem hefur úrslitavaldið. Ég nefni ekki nafnið — flestum mun ljóst, hvað hér er átt við. Þessi hjón hafa verið búin að gera sér grein fyrir orðum, sem standa á ekki ómerkileg- um stað — svohljóðandi: „Ég sætti mig við allt, það, sem skeður, þvi að ég veit að þaf sem guð kýs, er svo miklu betra heldur en það, sem ég kýs”. Fleiri orð hef ég ekki um þetta”. Fyrirliggjandi Viðarþiljur og loftaklæðning: Palisander, gullálmur, hvitt maghogni, birki og fura. Panelkrossviður: Gullálmur, eik, hnota og palisander Heinola vegg- og loftplötur: Undir málningu, fasaðar og nótaðar. Páll Þorgeirsson & Co. Ármúla 27 Simar 86-100 og 34-000 Hey til sölu Þrjú tonn af vélbundnu heyi til sölu. Gestur Kristjánsson Forsæti II Villingaholtshreppi. Simi um Villingaholt. Vaka eða víma ,,Svo grætum ei I dag er til moldar borinn... Genginn samferðamaður er kvaddur hinztu kveðju. Sá er gangur lífsins, eðlilegur, óhjá- kvæmilegur. Þó fer þvi fjarri, að skilnaðurinn verði alltaf með skaplegum hætti. Og nú eru mér einkum I huga þau ósköp, sem áfengisnautnin veldur. Hefur drykkjuskapurinn aldrei nærri þér höggvið? Það er margs að minnast. Við þekktum þá, sem fóru sér að voða I sljórri vimu og ósjálf- ræöi. Við þekktum þá, sem hurfu úr fullu starfi vegna einna og ann- arra slysa. Við þekktum lika þá, sem drukku sig frá atvinnu og heimili og týndust eftir langan plslarferil útigöngunnar. Og við þekktum þá, sem urðu slysavaldar og unnu óhæfuverk, vegna þess að þeir voru drukkn- ir, svo að skuggi lagðist yfir lif þeirra. Já. Við þekktum lika þá, sem hurfu úr hópnum vegna drykkjuskapar annarra, þó að ekki drykkju þeir sjálfir. Og við gleymum heldur ekki þeim, sem buguðust af áhyggj- um eða tærðust upp vegna kviða og ótta, þar sem ástvinir þeirra voru á valdi ástriðunnar. Við höfum margs að minnast. komandi tíma" Það er margt að gráta á þessu sviði. „Vér grátum hið liðna”, eins og Steingrimur kvað. En hann bætti við: „En grátum sem stytst svo grætum ei komandi tlma. Ei sturlun oss gefur þá stund, semermisst.” Þetta er vert að muna. Sturl- un og örvænting gefur ekki það sem er misst. Spurningin er sú, hvort við viljum og ætlum að græta kom- andi tlma. Viljir þú græta komandi tlma með áfengisböli, skaltu fljóta undan straumi, sofandi eða vak- andi, og fylgja forskrift drykkjutlzkunnar. Þá getur þetta þln vegna haldið áfram eins og það er. Viljir þú hinsvegar ekki græta komandi tima, áttu þess kost að taka þér stöðu með bindindis- hreyfingunni og fjölga þeim mönnum ogheimilum, sem risa gegn ofurvaldi áfengistizkunn- ar. Hvort er nú gæfulegra eða meiri manndómur að lulla þá slóö, sem lögð er i dag eða finna sér annan feril? Um það skyldu hin ungu Smurkoppar fjölbreytt úrval Slöngur og stútar fyrir smursprautur PÓSTSENDUM UM ALLT LAND LH 7T T5T k ÁRMÚLA 7 - SÍMI 84450 a Nú þarfekki lengur að taka hjónarúmið með í útileguna! Mjh Þaö þarf aðeins að renna saman tveimur s Gefjunar svefnpokum og gera úr þeim einn tvíbreiðan poka. fisléttur og hlýr, fóðraður með dralon eða ull. Ytra byrði úr vatnsvörðu nyloni, innra byrði úr bómull. GEFJUN AKUREYRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.