Tíminn - 13.05.1975, Page 14

Tíminn - 13.05.1975, Page 14
14 TÍMINN Þriðjudagur 13. mai 1975. Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 19 Komið ykkur inn. Hugið að Galt. Hringdu í lækni, Preston. Teasle hljóp þvert yf ir herbergið — í átt að tal- stöðinni. Hann var furðu sleginn, að Singleton hafði reynt að skjóta. AAaðurinn var mjög duglegur á skrif- stofunni og öll hans verk þaulhugsuð. En hann var ókunnur slíkum vandamálum, þess vegna asnaðist hann til að hlýða því fyrsta sem honum kom í hug. Vænghurðin skall aftur, er Singleton hljóp inn i salinn. Teasle þrýsti á rofa á talstöðinni og talaði í hljóðnemann. Hendur hans skulf u, og hann var altekinn f lökurleika. — Ward.... Hvar í f jandanum ertu, Ward? hrópaði hann í hljóðnemann. En Ward svaraði ekki. Loksins náði hann sambandi, sagði honum hvað gerzt hafði og skipulagði viðbrögð sin. — Hann veit að Aðalvegurinn liggur út úr bæn.um. Hann stefnir þangað — i vestur. Stöðvið hann. Singleton kom hlaupandi yfir salinn til Teasle. — Galt. Hann er dauður. Guð minn góður, iðrin á honum liggja úti. Þessu bunaði hann út úr sér er hann kom. Hann kyngdi og reyndi að ná andanum. — Preston er á lífi. Ég veitekki hvað hann endist. BLÖÐIÐ FOSSAR OT UAA AUGUN Á HONUAA. — Hafðu stjórn á þér. Hringdu á sjúkrabíl. Hringdu á lækni. Teasle þrýsti á annan rofa á talstöðinni. Hann réð ekki við skjálftann í höndum sínum. Ógleðin magnaðist. — Ríkislögreglan, sagði hann í hljóðnemann. — AAadison kallar ríkislögregluna. Neyðartilfelli. Þeir svöruðu ekki. Hannhrópaði. Úr tækinu heyrðist snarkandi mannsrödd: — AAadison — ég er ekki heymarlaus. Hvað er um að vera? — Strokufangi. Einn lögreglumaður dauður. Teasle sagði honum í skyndi, hvað gerzt hafði. Honum var illa við að endurtaka það. Hann bað um vegatálma. Athygli mannsins var þegar vakin. Singleton lagði frá sér símann; Teasle hafði ekki einusinni heyrt hann hringja. — Sjúkrabtllinn er að koma. — Hringdu f yrir mig í Orval Kellerman. Teasle þrýsti á annan rofa og sendi annan lögreglubíl á eftir „piltin- um." Singleton var búinn að hringja. Hann var sem betur fór búinn að jafna sig. — Ég náði sambandi við konuna hans. Sjálf ur er hann úti. Hún vill ekki leyfa mér að tala við hann. Teasle tók við símanum. — Frú Kellerman — þetta er Wilfred. Ég verðaðtala viðOrval ástundinni. — Wilf red? Rödd hennar var skær og hvell. — Þetta var óvænt. Við höfum ekki heyrt frá þér langa lengi. Hvers vegna gat hún ekki talað hraðar? Við ætluðum að heimsækja þig. Okkur þótti leitt að Anna skyldi fara f rá þér. Hann varð að grípa fram í fyrir henni. — Frú Keller- men, ég verð að tal við Orval. Það er áreíðandi. — Því miður, Wilfred. Hann er úti með hundana. Þú veizt að ég get ekki truflað hann, þegar hann er með hundana. — Þú verður að fá hann í símann. Gerðu það fyrir mig. Ég f ullvissa þig um, að þetta er mjög mikilvægt. Hann heyrði andardrátt hennar. — Gottog vel. Ég skal spyrja hann. En ég get ekki lofað þér því, að hann komi. Þú veizt hvernig hann er þegar hann er að þjálfa hundana. Teasle heyrði, er hún lagði frá sér símtólið. Hann kveikti sér i sígarettu í skyndi. Hann var búinn að vera lögreglumaður í fimmtán ár. Aldrei hafði sloppið hjá honum fangi og aldrei hafði neinn samstarfsmanna hans látið líf ið við skyldustörf. Hann langaði mest til að berja andliti Rambos við steinsteyptan vegg. — Hvers vegna gerði hann þetta? sagði hann við Single- ton. — Það er ekkert vit í þessu. Hann kemur hingað og leitar uppi vandræðin. Á einu síðdegi breytist hann úr f lakkara í morðingja. Er allt í lagi með þig? Seztu niður og settu höfuðið milli hnjánna. — Ég hef aldrei séð mann kviðristan fyrr, Jesús...... Við borðuðum saman hádegisverð. — Það skiptir ekki máli hversu oft þú sér það. Þegar ég var í Kóreu sá ég minnst fimmtán menn holrista með byssustingjum. AAér varð alltaf óglatt. Ág þekkti einu sinni mann í Louisville. Hann hafði verið tuttugu ár í lög- reglunni. Eitt kvöldið fór hann á öldurhús, þar sem ein- hver hafði verið stunginn með hníf. Bjórinn á gólfinu var svo blóði blandaður, að hann fékk hjartaslag. Hann reyndi að komast út í lögreglubílinn, en hann dó á leiðinni." Teasle heyrði að einhver tók upp símtólið á hinum enda línunnar. Vonandi var það Orval. — Hvað er um að vera Will? Þér er bezt að þetta sé eins mikilvægt og þú lætur vera. Það VAR hann. Orval hafði verið bezti vinur föður hans. Teasle hafði farið með þeim á veiðar sérhvern laugardag meðan veiðitíminn stóð yfir. Eftir að Teasle missti föður sinn varð Orval honum sem annar faðir. Orval var seztur í helgan stein. En hann var þó betur á sig kominn en menn, sem voru hálf u yngri en hann. Blóð- hundar hans voru bezt þjálf uðu hundarnir þar um slóðir. — Orval, það strauk f rá okkur fangi. Það er enginn timi í j •« c 2 f j 8 ■v & 5 o Lm Vissuð þið að Gengis Khan drap tiu milljón manns meðan hann lifði? 13. mai 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Jóna Rúna Kvaran les „Disu ljósálf eftir Rothman (2). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Fiskispjall kl. 10.05: Ásgeir Jakobsson flytur þáttinn. Morgunpopp kl. 10.25. Hljómplötusafnið kl. 11.00: Endurt. þáttur Gunnars Guðmundssonar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Bak við steininn’' eftir Cesar MarValdimar Lárusson les (5). 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar 16.40 Litli barnatiminn Anna Brynjúlfsdóttir stjórnar. 17.00 Lagið mitt Berglind Bjarnadóttir stjórnar óska- lagaþætti fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar-.. 19.35 Sálin.i frumstæðum trnarbrögðum Haraldur Ólafsson lektor flytur siðara erindi sitt. 20.00 Lög unga fólksins Ragnheiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 20.50 Kennaramenntun Jónas Pálsson skólastjóri flytur þriðja erindi sitt um skóla- mál. 21.20 Myndiistarþáttur i um- sjá Magnúsar Tómassonar. 21.50 Tónleikakynning Gunnar Guðmundsson segir frá tón- leikum Sinfóniuhljómsveit- ar íslands i vikunni. 22.00 Fréttir 22.15 Veðuríregnir Kvöldsag- an: „Tyrkjaránið” eftir Jón HelgasonHöfundur les (13). 22.35 Harmonikulög Þýzkir harmonikuleikarar leika. 23.00 Á hljóðbcrgi Bob Hope i Da Nang, Bien Hoa og Tan Son Nhut. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 13. mai 1975 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Helen — nútimakona Bresk framhaldsmynd. 12. þáttur. Þýðandi Jón O. Ed- wald. Efni 11. þáttar: Helen endurnýjar kunningskapinn við Stephen. Frank kemst aö þvi og getur ekki dulið af- brýðisemi sina. Caroline kemur aftur til sögunnar. Hún hefur sagt skilið við elskhuga sinn, og nú býður hún Helenu og börnum hennar að búa hjá sér. Carole, sambýliskona Franks, býðst atvinna i öðr- um landshluta. Hún tekur boðinu og vill fá Frank til að flytjasí á brott með sér, en hann neitar, og sambandi þeirra virðist lokið. 21.30 Goethe Þýsk heimilda- mynd um Johann Wolfgang von Goethe og ævi hans. 1 myndinni er lesið úr verk- um skáldsins og fluttir þætt- ir Ur leikritum hans. Einnig er fjallað um heimspeki- stefnur, sem hann aðhylltist lengur eða skemur og greint frá visindaiðkunum hans og uppgötvunum. Þýðandi Auður Gestsdóttir. Þulir Ingi Karl Jóhannesson og Ellert Sigurbjörnsson. 22.10 Heimshorn Fréttaskýringaþáttur. Umsjónarmaður Jón Hákon Magnússon. 22.40 dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.