Tíminn - 13.05.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 13.05.1975, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 13. mai 1975. TÍMINN 15 EINAR GUNNARSSON, fyrirliði Keflavfkurliðsins, og JOE HOOLEY, þjálfari liðsins, hafa nd tekið við tveimur bikurum f safn Keflvfkinga. Jón Ólafur verkaði eins og vítamín- sprauta... — d Keflavíkurliðið, sem tryggði sér sigur í Litlu-bikarkeppninni JÓHANNES EÐVALDSSON sést hér sækja aö Niels Wodskou, mark- verði Vejie, I úrslitaleik bikarkeppninnar á Indrætsparken. „VIÐVORUM OF SIGUR- VISSIR" — sagði Bosse Hakonsson, þjdlfari Holbæk, sem tapaði úrslitaleiknum í dönsku bikarkeppninni Gamla kempan Jón ólafur Jóns- son verkaöi eins og vita- mlnsprauta á Keflavlkur-liðið á laugardaginn, þegar Kefl- víkingar tryggðu sér sigur I Litlu- bikarkeppninni með þvi að sigra íslandsmeistarana frá Akranesi 2:0 f Keflavik. Staðan var jöfn (0:0), þegar Jón Ólafur birtist á leikvelli I siðari hálfleik — hann hleypti nýju blóði I Keflavfkur- liðið, og það var greinilegt, að hann þyrsti f mörk. Sá draumur rættist — Jón Ólafur skoraði gullfallegt mark rétt eftir að hann kom inn á. Þrumuskot frá honum skall I hliðarneti Skaga- marksins, án þess að Ðavíð Kristjánsson ætti möguleika á að verja. Stuttu siðar bætti Steinar Jóhannsson við öðru marki fyrir Keflvfkinga, og sigur þeirra (2:0) var I höfn. Keflvikingar unnu bikar þann, sem keppt var um f Litlu-bikar- keppninni, til eignar — en þeir hafa unnið hann sl. þrjú ár. Kefla- víkur-liðiö hefur verið sigursælt f Litlu-bikarkeppninni undanfarin ár — þeir hafa borið sigur úr být- um f keppninni 7 sinnum sl. 8 ár. — „Nú eru tveir bikarar komnir i safnið. (Meistarakeppni KSI og Litla-bikarkeppnin) og þá eiga aðeins tveir eftir að bætast við (íslandsmótið og Bikarkeppni KSD”, sagði kampakátur Kefl- vikingur, þegar Einar Gunnars- son tók við verðlaunabikarnum, sem Keflvikingar unnu til eignar i Litlu-bikarkeppninni. Steinar Jóhannsson frá Kefla- vik og Kópavogsbúinn Þór Hreiðarsson hafa skorað flest mörk á keppnistlmabilinu — eða 5 mörk hvor. 10 markhæstu leik- menn I opinberum leikjum eru nú þessir: Steinar Jóhannsson, Keflavlk ... 5 Leikurinn á laugardaginn, sem fór fram i hávaðaroki i Keflavik, var frekar bragðdaufur. Skaga- menn voru betri aðilinn í fyrri hálfleik, en þá léku þeir á móti vindi. Gangur leiksins breyttist f slðari hálfleik, þegar Joe Hooley skipti um mann á réttu augna- bliki. Jón Ólafur hleypti nýju blóði í sókn Keflavikurliðsins, og á stuttum tima voru Keflvikingar búnir að skora tvö mörk, sem réðu úrslitum. Eftir mörkin varð leikurinn jafn daufur og áður, nema hvað Keflvikingar tóku við hlutverki Skagamanna frá fyrri hálfleiknum og sýndu betri knatt- spyrnu. Beztu menn Keflavíkur- liðsins og leiksins voru þeir Einar Gunnarsson og Þorsteinn Ólafs- son markvörður, sem sýndi oft mikið öryggi i markinu, eins og hans var von og visa. STAÐAN Lokastaðan f Litlu-bikar- keppninni varð þessi: Keflavík........6 3 2 1 6:4 8 Hafnarfjörður 6 2 3 1 11:7 7 Akranes ........614 1 6:6 6 Kópavogur.......6 0 3 3 6:12 3 Markhæstu menn: Loftur Eyjólfsson, Haukum......3 Þór Hreiðarsson, Breiðab.......3 Arni Sveinsson, Akranes........2 Iiinrik Þórhallss., Breið......2 Matthias Hallgrlmss., Akranes .2 Steingrfmur Hálfdánas., Hauk. .2 Steinar Jóhannss., Keflavlk....2 Viðar Halldórsson, FH..........2 Þór Hreiðarsson, Breiðablik .... 5 Arni Sveinsson, Akranesi.......4 Jóhann Torfason, KR............4 Kristinn Jörundsson, Fram......4 Loftur Eyjólfsson, Haukum......4 Matthlas Hallgrimss. Akranesi .4 Ingi B. Albertsson, Val .......3 Kristinn Björnsson, Val........3 Viðar Halldórsson, FH..........3 HVAÐ SEGJA . DÖNSKU BLÖÐIN? „Við töpuðum, vegna þess að við mættum til leiks of sigurvissir”, sagði Bosse Hakonsson þjálfari Holbæk eftir að lið hans hafði tap- að fyrir Vejle (0:1) á Idrætspark I úrslitaleik dönsku bikarkeppn- innar. — „Við unnum stóran sigur I Vejle I deildarkeppninni og reiknuðu mlnir menn með, að hinir ungu leikmenn Vejle hefðu ekki taugar til að leika á Idræts- park. En þaö varð öfugt, það voru minir menn, sem þoldu ekki pressuna”. Það var hinn ljós- hærði 19 ára Poul Eril öster- gaard, sem lék sinn fyrsta heila leik með Vejle, sem gerði út um leikinn — strax I byrjun. Þrumu- skot frá honum söng upp I blá- horni marks Holbæk. Þetta óska- startkom leikmönnum Hoibæk úr jafnvægi og Vejle var nær að skora annað mark, heldur en Hol- bæk að jafna, eftir það. Jóhannes Eðvaldsson náði sér aldrei á strik i leiknum og er greinilegt, að hann er ekki enn búinn að finna sig i Holbæk-liðinu. Jóhannes er umtalaður leikmað- ur I dönsku blöðunum og skulum viðlita á, hvað þau hafa að segja um hans framlag i leiknum: „Það kostaði Holbæk mögu- leika á aukaleik, að hinn stóri ís- lendingur Jóhannes Eðvaldsson, sem er 90 kg, var of seinn á sér, þegar hann fékk gullið tækifæri til að skora mark i lok leiksins. Jóhannes hafði tómt markið fyrir framan sig, þegar knöttur- inn kom frá hægri. En Jóhannes fékk ekki fæturna til að hlýða og knötturinn skauzt fram hjá tán- um á honum. Hann hefði getað skorað, ef hann hefði kastað sér fram og spyrnt knettinum — i tómt markið. „Ef ég hefði verið hálfum metra framar, þá hefði ég skor- að”, sagði Jóhannes. „Ég var hræddur við að vera rangstæður, þess vegna var ég ekki kominn framar. Þetta var gullið mark- tækifæri, en það kom svo óvænt, að ég áttaði mig ekki á þvf”. Holbæk hafði vonað, að hin mikla skallatækni Jóhannesar myndi duga til sigurs i leiknum. En Jóhannes fékk aldrei tækifæri til að nota þá tækni i leiknum. — „Ég haföi slæm vinnuskilyrði”, sagði Jóhannes. „Jan Knudsen var ávallt við hliðina á mér, og þar af leiðandi fékk ég ekki tæki- færi til að beita mér, og þar að auki gáfu samherjar minir aldrei „óskasendingar minar” fyrir markið. Ég þarf að fá knöttinn frá endamörkum — svo ég get lagt alla mina krafta i að skalla, þegar ég tek á móti knettinum. Ég fékk aldrei hið stóra skalla- tækifæri. En þegar ég fékk send- ingu niður með jörðinni, þá var ég of seinn”. Islendingurinn virtist klossað- ur, en þrátt fyrir það, þá er það ekki óhugsandi, að hann geti Danir fengu skell Benno Larsen, landsliðsmark- vörður Dana frá Holbæk, fékk nóg að gera I Bukarest i Rúmeníu á sunnudaginn, þegar Danir fengu stóran skell í Evrópukeppni landsliða. Sex sinnum neyddist Larsen til að hirða knöttinn úr netinu h já sér, og Rúmenar unnu stórsigur (6:1) Danir eru nú i neðsta sæti i 4. riöli Evrópukeppninnar, en staðan er nú þessi i riðlinum: Spánn............4 2 2 0 6:4 6 Rúmenía..........3 1 2 0 7:2 4 Skotland.........2 0 I 1 2:3 1 Danmörk..........3 0 1 2 2:8 1 unnið marga leiki fyrir Holbæk. Hann er rétti maðurinn til að leika „dreka-framvörð”,sem eru alltaf hættulegir, þegar þeir eru notaðir rétt. „POLITIKEN” „Jóhannes Eðvaldsson virkaði þungur og óákveðinn, og hann fékk ekki tækifæri til að taka þátt I leik Holbæk-liðsins, með sinum beztu leikaðferðum, og hann fékk ekki góöar sendingar frá félögum sinum. Marktækifæri Holbæk voru ekki mörg, en stærsta tæki- færið kom þegar Allan Hansen sendi knöttinn fram hjá mark- verði Vejle — Niels Wodskou. Knötturinn fór fram hjá tómu markinu og þar stóð Jóhannes og baðaði út öllum öngum, eins og strætisvagnafarþegi, sem kemur of seint og missir af vagninum”. „Ekstra Bladet” „Hvernig gat íslendingurinn Jóhannes Edvaldsson glutrað niöur gullnu tækifæri til að skora mark i siðari hálfleik — þegar hann stóð fyrir miðju marki i dauðafæri? Eftirleikurinn virtist vera léttur, eins og tækifærið kom fyrir sjónir af áhorfendapöllun- um. Jóhannes tekur hér við og segir: — „Það getur vel verið, að ég hafi átt þarna gullið tækifæri til að skora, þegar knötturinn kom snöggt frá hægri. Ég stóð fyrir opnu marki, og þaö var eng- inn til að passa mig i þessari stööu. En ég stóð i þeirri mein- ingu, að ég væri rangstæður á þessu augnabliki. Þess vegna kastaði ég mér ekki fram og spyrnti I knöttinn”. — Hvernig er það fyrir tslend- ing að taka þátt I úrslitaleik I Danmörku? — Það er mikil upplifun, þrátt fyrir endinn. Ég var ekki ánægð- ur með dómarann, hann fór ekki eftir þvi, sem ég sagði honum. — Hvað meinar þú meö þvl? — 1 hvert skipti sem horn- spyrna var tekin og aðrar uppstillingar, stillti Knud Herbert Sörensen sérfyrir framan mig og sneri andlitinu að mér. Hann hugsaði alls ekki um knöttinn — hann lék ekki eftir reglunum. Það var eingöngu ég sem hann hugs- aði um — það er ólöglegt. — Ég átti ekki góðan leik, og ég var tekinn ólöglega úr umferð af mótheria minum. Ég lét dómar- ann vita, að ég væri tekinn ólög- lega af Sörensen, en dómarinn svaraði mér ekki. Það er óþol- andi. Að lokum má geta þess, að tvö Islenzk dagblöð hafa Iltillega sagt frá leiknum, og sögöu þau, að Jó- hannes hafði átt þrjú skot I stang- ir I leiknum. Ekkert var sagt um þessi marktækifæri Holbæk eða frá stangarskotunum I dönsku blööunum. den ^Evaldsson tabte et iSLANDsrWskndtmen kæmpe \kan fremover blive ITROEDE IDER VAR OFFSIDE Holbæk-matchvinder Aj Poul Aage Nielsen | bejdsbetingelser,« siger 1 — . , . . , ... »Jan Knudsen dæk' . Det kostede formentlig tíPt r ^Holbæk chancen for en om- ' L kamp, at den store islæn- y ^jUng, Johannes Evaldsson. \^óvægt 90 kg, tabtj Johannes Evaldsson om kampens istorste chance gevell ÞEIR SKORA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.