Tíminn - 13.05.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 13.05.1975, Blaðsíða 17
Þriöjudagur 13. mal 1975. TÍMINN 17 kvæmdastjóri (Norwich) og hann kom með sina eigin starfsmenn. Þetta varð til þess að Knapp fór með hugmyndir sinar og reynslu alla leið til Islands. En þar vakti hann strax stormandi lukku. A sama tima og Norwich datt niður i aðra deild, þá var maður- inn sem félagið hafði engin not fyrir, að leiða islenzka áhuga- mannalandsliðið i Evrópukeppni landsliða. En þar gerðu þeir jafn- tefli 1:1 i Magdenburg gegn frá- bæru liði A-Þjóðverja. Aður en Knapp kom til tslands, höfðu þeir tapað illilega fyrir Danmörk (14:2) og Hollandi (8:1). Koma Knapps sýnir strax framfarir og á sl. keppnistimabili töpuðu þeir aðeins einum af 5 landsleikjum. Og það var ósigur upp á eitt mark gegn hinum sterku Belgíumönn- um. Arangurinn hjá Knapp sýnir bezt getu hans, að fá það mesta út úr litlum efnivið, og sigrast á mörgum erfiðleikum. Knapp segir sjálfur: — „Það eru mörg vandræöi, aö starta á Islandi. Of fáir leikmenn til að velja úr, veðrið og það, að félags- skipti leikmanna tiðkast ekki. Veðrið er aðalvandamálið. Það verður að leika alla leiki á malar- velli, þvi að grasvellir eru ekki tilbúnir fyrr en um mitt keppnis- timabil. Islenzkir leikmenn ganga i félögin ungir og þeir skipta sjaldan um félög. Þegar þjálfarar þjálfa liðin verða þeir að vinna úr þeim efniviði sem er tiltækur. Þannig fá þeir dýrmæta reynslu". Aðrir brezkir þjálfarar hafa þurft að horfast i augu við þessi vandamál uppi á Islandi, eins og Knapp, og þeir hafa staðið sig frábærlega. George Kirby, Pat Quinn, Joe Hodley og Tony Sand- ers hafa allir hjálpast að við að reisa merki islenzkrar knatt- spyrnu. Bikarmeistarar Fram og Valur, sem varð I öðru sæti i deildinni, voru bæði þjálfuð af enskum mönnum, sem juku álit Islands i Evrópukeppninni. Fram stóð sig frábærlega gegn Real Madrid, sem átti i miklum vand- ræðum með Fram. En Valur var slegið út i Portadown, eftir 1:1 jafntefli á tslandi. Knapp segir að hann hafi lært mikið i listinni að stjórna liðum sl. ár. — „Þetta hefur verið mikil reynsla, ég þurfti að velja og þjálfa landsliðið, sem lék gegn mótherjum sem voru á heims- mælikvarða. Mér fannst það, að taka ákvöfðun fyrir landsliðið erfiðast, ég hafði engann sem ég gat snúið mér til og-leitað ráða. Þetta i sjálfu sér kenndi mér mikið", sagði Knapp. — Hvað með framtiðina? — Eftir að hafa verið atvinnu- maður i 20 ár, leikandi og spilandi og nú sem þjálfari, myndi ég vilja taka að mér stjórn ensks liðs, sagði Knapp. Knapp fór aftur til tslands og stjórnar tslendingum i siðari lotu Evrópukeppni landsliða. En ef rétta boðið kemur, þá mun hann koma til Englands næsta keppnis- timabil, i ágúst. Það hlitur að vera pláss i ensku knattspyrnunni fyrir mann með þessa getu og hæfileika". Svona var þessi dæmalausa grein I „Football Monthly". FH-ingar sigruðu Hauka FH-ingar sigruðu Hauka (2:1) I fyrri leik liðanna I Hafnarf jarðar- meistaramótinu. Það var Viðar Halldórsson, sem kom FH-ingum á sporið, þegar hann skoraði stór- glæsilegt mark af 16 m færi — sannkallaður þrumufleygur frá Viðari hafnaði I marki Hauka. Ólafur Danlvalsson bætti slðan ööru marki FH við, áður en Loft- ur Eyjólfsson minnkaði muninn (2:1) með marki lír vitaspyrnu. Hörð barátta — í v-þýzku „Bundslingunni" BORUSSIA Mönchengladbach heldur forustuunni I v-þýzku „Bundersligunni". „Gladbach" vann góðan sigur gegn 1. FC Köln á útivelli um helgina 2:1. Þá vann Hertha Berlin sigur yfir Tebnis Borussia Berlln 2:1. Staða efstu liðanna I V-Þýzka- landi er nú þessi: „Gladbach" 30 71:36 42 Hertha Berlin 30 53:36 40 Offenbach 30 67:51 38 Frankfurt 30 81:42 37 l.FCKöln 30 63:44 36 Bayern Munchen vann sigur yfir Duisburg 2:1 og skoruðu þeir Gerd Muller og Conny Thor- steinsson mörk Bayern. EINDHOVEN MEISTARI PSV Eindhoven tryggði sér Hol- iandsmeistaratitilinn á sunnu- daginn, þegar liðið vann sigur (3:1) yfir FC Haag I siöustu um- ferð deildarkeppninnar. ÞORSTEINN ÓLAFSSON...sýndi stórgóðan leik I marki pressuliðs- ins. Hér sést hann góma knöttinn örugglega. A myndinni sjást einnig pressuliðsmennirnir Krist- inn Björnsson (t.v.), Haukur Ottesen, fyrirliði og Pálmi Sigur- björnsson. „Eq er nokkuð ánæqð — sagði Jens Sumarlioason ,,ÉG er nokkúð ánægður með leikinn"/ sagði Jens Sumarliðason, formaður landsliðsnefndar eftir //pressuleikinn". — //Landsliðið náði góðum köflum, og sömuleiðis pressuliðið. Leikurinn sýndi greinilega hvað breiddin er mikil hjá okk- ur, það er ánægjulegt". — Við biðum nú eftir þvi, að geta séð leikmennina aftur i bar- áttunni um næstu helgi, en þá verður leikin heil umferð I 1- deildarkeppnina. Eftir það munum við velja 16 manna landsliðshóp, sem mun siðan æfa fullum krafti fyrir landsleikinn gegn Frökkum. — Hvaðmeðstrákana, sem eru erlendis? — Við höfum haft samband við Asgeir, Ólaf og Jóhannes. Þeir koma heim um næstu helgi og þá höfum við haft samband við Elm- ar, sem er jákvæður. George Kirby stjórnaði pressuliðinu til sigurs Ákveonir leikmenn pressuliosins lögou landsliðio ao velli (2:1) i Keflavík PRESSULIÐIÐ, úrvalslið iþróttafréttamanna vann sætan sigur (2:1) yfir úrvalsliði Iands- iiðsnefndar — Iandsliðinu I Kefla- vlk á sunnudaginn. Um 1000 áhorfendur sáu leikinn, sem var fjörugur og vel leikinn á köfluni og sýndu bæði liðin góð tilþrif. Pressuliðið undir stjórn George Kirby, þjálfara Akurnesinga, mætti ákveðið til leiks og leik- menn liðsins voru ekki á þeim buxunum að gefast upp. Þeir skoruðu fyrsta markið á 14. min. — Jóhann Torfason rak þá enda- hnútinn á sóknarlotu, sem þeir Karl Þórðarson og Kristinn Björnsson byggðu upp. Aðeins tveimur mln. siðar jafnaði Jón Gunnlaugsson fyrir landsliðið, eftir að hann hafði fengið send- ingu frá Guðgeiri Leifssyni, sem tók aukaspyrnu fyrir utan vita- teig pressuliðsins. Kristinn Björnssbn skoraði siðan sigurmark pressuliðsins I siðari hálfleik — þegar 15 min. voru til leiksloka. Markið kom eftir sendingu frá Arna Sveiris- syni, en Kristinn tók við sendingu hans og afgreiddi knöttinn i mark landsliðsins, með þrumuskoti. Sigurður handar- Landsliðsmennirnir fengu tvö góð tækifæri til að jafna undir lokin, en þeim brást bogalistin — Ástráður Gunnarsson skaut yfir i góðu færi og Atli Héðinsson skall- aði siðan yfir I dauðafæri. George Kirbý stjórnaði liði iþróttafféttaritara og leysti hann það verk vel af hendi. Hann plan- lagði leik liðsins og gaf hann leik- mönnum liðsins mjög góð ráð fyrir leikinn. Bæði gagnvarl. leik- skipulagi pressuliðsins og svo tók hann leikmenn landsliðsins fyrir og skýrði fyrir leikmönnum sin- um hvernig þeir ættu að haf a gæt- ur á þeim. Hann spilaði eins og fjárhættuspilari, og hann stóð upp frá borðinu sem sigurvegari. Einar Gunnarsson, Eirikur GUNNLAUGUR _TIL AUSTRA_ GUNNLAUGUR PALMASON hefur veriö ráðinn þjálfari hjá 3. deild- ar liðinu Austra á Eskifirði. Austri leikur I riðli með Höttum á Egils- stöðum, Einhverjum á Vopnafirði og Valsmönnum á Reyðarfirði. Hinn Austfjarðar-riðillinn er mjög sterkur, en I honum leika Þrótt- ur á Neskaupstað, Leiknir á Fáskrúðsfirði, Huginn á Seyðisfirði, Sindri á Höfn I Kornafirði og SKH (Ungmennafélögin á Stöðvarfirði og Breiðadal). Þorsteinsson, Karl Þórðarson og Þorsteinn óiafsson voru at- kvæðamestu menn pressuliðsins, en annars stóðu allir leikmenn liðsins fyrir sinu. Keppnisskap Einars er frábært og það voru ekki ófáar sóknarlotur landsliðs- ins, sem stöðvuðust á honum. Eirikur átti stórgóðan leik, góður stoppari og byggði upp sóknarlot- ur. Karl átti einnig góðan leik, þarna er á ferðinni lipur og leik- inn leikmaður. Þá sýndi Þor- steinn öryggi i markinu og þá ró, sem landsliðsmarkverðir verða að lial'a. Landsliðið saknaði Marteíns Geirssonar og Jóns Péturssonar i þessum leik — og munaði um þá, þótt ég efist um, að landsliðið hefði unnið með þá i liðinu. Leikur liðsins var ekki nógu sannfær- andi, sérstaklega varnarleikur- inn og sóknarleikurinn. Miðju- mennirnir sluppu bezt frá leikn- um, sérstaklega Guðgeir Leifs- son, sem átti góðan leik. brotinn Framarar missa tvo menn til viðbótar SIGURÐUR HARALDSSON markvörður úr Val varð fyrir því óhappi á æfingu fyrir helgina, að handarbrotna. Sigurður, sem hefur verið varamarkvörður Vals-Iiðsins, mun þvl verða frá æfingum eitthvað fram eftir keppnistlmabilinu. 5 leikmenn hafa nú farið fró Fram FRAMLIDIÐ hefur nú misst tvo leikmenn til viðbótar við þá þrjá — Asgeir Eliasson, Guðgeir Leifsson og Sigurberg Sigsteins- son — sem hafa farið frá Fram. Nú hefur hinn sprettharði og leikni útherji Atli Jósafatsson yfirgefið herbiiðir Framara og einnig Snorri Hauksson, fyrrum unglingalandsliðsmaður. Alti hefur gerzt þjálfari og leikmað- ur hjá Héraðssambandi V-ts- firðinga og Snorri hefur ákveðið að taka'sér frl frá knattspyrnu I sumar. Framarar hafa þvi misst 5 leikmenn, sem léku með Framliðinu sl. keppnistimabil og má segja að stórt skarð hafi verið höggvið I Framliðið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.