Tíminn - 13.05.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 13.05.1975, Blaðsíða 20
FÓÐURVÖRUR þekktar UM LAND ALLT fyrir gæði Guöbjörn Guðjónsson Heildverzlun Síöumúla 22 Simar 85694 & 85295 ¦T?- GEJÐI fyrirgóéan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖD SAMBANDSINS Pundið á niðurleið Ræða Wilsons forsætisráoherra hefur ekki megnao ao snúa hinni óhagstæðu þróun vio NTB/Reuter-London. t gær hélt gengi pundsins á alþjóðagjald- eyrismörkuöum áfram aö falla. Astæðurnar eru einkum taldar tvær: óvissa um úrslit þjóðarat- kvæðagreiðslunnar um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu, er fram fer þann S. júnl n.k., og fyrirsjáanlegar kaupdeilur, en óliklegt er talið, að brezkir laun- þegar sætti sig við minni kaup- hækkun en 30% i þeim samning- um um kaup og kjör, er nd fara 1 hönd. Brezki seölabankinn hóf i gær að kaupa gjaldeyri, til að reyna að snúa hinni óhagstæðu þróun viö, svo að á þessu stigi er erfitt að sjá fyrir, hvort gengi pundsins hrynur, eða hvort frá sllkri ógæfu veröi forðað. 1 gær ræddust f jár- málasérfræðingar frá Vest- ur-Evrópu, Bandaríkjunum og Japan viö I Zurich I Sviss. Til- gangur viðræðnanna var að finna leiðir til að rétta við efnahag Bretlands, sem nú er I molum. Að undanförnu hafa átt sér stað harðar deilur milli hægri og vinstri arms Verkamannaflokks- ins. Þessar deilur — ásamt hinu dökka útliti i efnahagsmálum — urðu til þess, að Harold Wilson ávarpaði brezku þjóðina i fyrra- kvöld. Wilson vlsaði á bug stað- hæfingum um aukin áhrif vinstri- sinna innan rikisstjórnarinnar. Að auki benti hann á, að á slðustu mánuðum hefði viðskiptastaöa Breta batnað verulega. Aftur á móti þvertók forsætisráðherrann fyrir, að stjórnin hefði I hyggju að koma á verðstöövun. Sagt er, að brezkir ráðherrar vonist til, að ræða Wilson verði til að bæta stöðu pundsins. Þó er fátt sem bendir til þess — og hafa sumir fréttaskýrenda látið I veðri vaka að Wilson verði of óákveð- inn, t.d. gagnvart kaupkröfum launþega. Varaforsætisráoherra Kína heimsækir Frakkland: Fyrstur kínverskra kommúnistaleio- toga til V-Evrópu Teng: óttast nánari tengsl Frakka og Sovétmanna. Kissinger til V-Þýzkalands Reuter—Bonn — Henry Kiss- inger, utanrikisráðherra Bandarikjanna heimsækir Vestur-Þýzkaland og Vest- ur-Berlfn dagana 20. og 21. mai n.k. Talsmaður vestur-þýzka utanrikisrábuneytisins skýrði frá þessu I gær. Hann sagði, að Kissinger myndi ræða við vestur-þýzka ráðamenn um þau alþjóðamál, sem efst eru á baugi. Frá Bonn heldur bandarlski utanríkisráöherr- ann svo til Vlnar, þar sem hann hittir að máli hinn sovézka starfsbróður sinn, Andrei Gromyko. NTB/Reuter-Parls. Teng Hsiao-Ping, varaforsætisráð- herra Kfna, kom I gær til Frakk- lands I opinbera heimsókn. Teng er fyrsti klnverski leiðtog- inn, er heimsækir rlki I Vestur-Evrópu frá þvl kommún- istar komust til valda I Kina árið 1949. Teng — sem er þriðji valda- mesti maður I Klna — ræddi I gær við Jacques Chirac forsætisráð- herra en I dag hittir hann Valery Giscard d'Estaing forseta að máli. Fréttaskýrendur segja, að I viðræðunum I gær hafi Sovétríkin og vopnastyrkur þeirra veriö ofarlega á baugi. Kinverskir ráðamenn hafa oftsinnis gefið til kynna, að þeir vilji efla Evrópu- rlki, til að standa gegn útþenslu- stéfnu Sovétrikjanna. Þegar Teng kom til Frakklands I gær, var tekið á móti honum eins og þjóðhöfðingi væri á ferðinni. Hann sagði við komuna, að hann vonaðist eftir aukinni samvinnu Frakka og Klnverja I framtlöinni. Þessi aldni kinverski leiðtogi hefur áður látið I ljós áhyggjur vegna nánari tengsla Frakka og Sovétmanna. Pathet-Lao alls- ráðandi í Laos NTB/Vientiane. Hin vinstrisinn- aða hreyfing Pathet-Lao — sem m.a. nýtur stuðnings kommúnista — ræðir nú I raun og veru öllu I Laos. Hægrisinnar I Laosstjórn hafa hætt allri mótspyrnu gegn Pathet-Lao, en á laugardag var tilkynnt af opinberri hálfu, að þeir hefðu sagt af sér. Svo virðist sem engin skipulögð andspyrna hafi verið veitt, svo að valdatak- an hefur orðið með friðsömum hætti. Hinn nýi landvarnarráð- herra landsins hefur engu að slður tilkynnt, að öll andstaða gegn núverandi valdhöfum verði brotin á bak aftur með harðri hendi. Angóla rambar á barmi borgarastyrjaldar Einn af þjóofrelsisleiðtogum landsins sakar Zaire-stjórn um að undirbúa innrás Reuter—Lissabon — Einn af þjóö- frelsisleiðtogum Angóla hefur sakað Zaire-stjórn um að undir- búa innrás I Angóla. Þá hefur leiötoginn og lýst yfir, að mikil sé væri nú á borgarastyrjöld I Ang- óla. Agostinho Neto, leiðtogi hinnar marxisku þjóðfrelsishreyfingar MPLA, lét framangreind orð falla I viðtali við dagblað eitt I Lissa- bon. Hann sagði enn fremur, að frelsis hreyfingin FNLA — sem hefur aðsetur I Zaire — væri nú að þjálfa lið til að taka þátt I innrás- inni ásamt Zaire-her. (FNLA og MPLA — sem eiga fulltrúa I bráðabirgðastjórn Ang- óla ásamt þriðju frelsishreyfing- unni, UNITA — hafa að undah- förnu eldað grátt silfur saman. Fyrir hálfum mánuði létust t.d. nálægt eitt þiísund manns I götu- bardögum I Luanda, höfuðborg Angóla, og er talið, að ósætti þessara tveggja hreyfinga hafi verið undirrót þeirra.) Neto bætti við, að Angólabúar væru reiðubúnir að mæta sér- hverri innrás I land þeirra — hvaðan sem hún kæmi. Hann sagði, að viss öfl I Angóla stæöu I vegi fyrir þvl, að Iandið hlyti sjálfstæði þann 11. nóvember n.k., eins og gert væri ráð fyrir. Þessi öfl geröu hvað sem þau gætu til að skapa sundrungu I landinu og efna til uppþota. Portúgalsstjórn hefur reynt að koma á fundi með leiðtogum þjóðfrelsisfylkinganna til að binda enda á það ófriðarástand, er nú rlkir I Angóla. Bæði FNLA og UNITA hafa tekið dræmt I til- mæli stjórnarinnar um fund. Antonio de Almeida — ráöherra sá I Portúgalsstjórn, er fer með málefni fyrri nýlendna Portúgala I Afriku — sagði I blaðaviðtali fyrir skömmu, að fyrir alla muni yröi að sætta frelsisfylkingarnar — tækis þaðekki, væri hætta á, að borgarastyrjöld brytist út I Ang- óla. Þingkosningar í Finnlandi í lok september? Sorsa forsætisráoherra gefur þao í skyn NTB—Helsinki — Kalevi Sorsa, forsætisráðherra Finnlands, sagði i gær, að dagarnir 21. og 22. september kæmu sterklega til greina sem kjördagar I nýjum þingkosningum I Finnlandi. Sorsa sagði enn fremur, að stjórnarflokkarnir væru ásáttir um að efna til nýrra kosninga, áður en kjörtimabil núv. þing- manna rynni út (en það verður I Framhald á bls. 7 Bandarískt skip fært til hafnar í Kambódíu NTB/Reuter—Washington — Tilkynnt var I Hvlta husinu I gær, að kambódískt herskip hefði tekið bandarlskt kaup- skip og fært það til hafnar I Kambódiu. Þetta gerðist úti á rúmsjó, en áður hafði herskipið skotið á kaupskipið. Siðan færði það hið bandarlska skip — Maya- guez með a.m.k. 39 manna áhöfn — til hafnarborgarinnar Kompong Som. Gerald Ford Bandarlkjafor- seti kveðst líta mjög al- varlegum augum á þennan at- burö. Bandarlkjastjórn hefur krafizt þess, að kaupskipið verði tafarlaust látið laust — ella hafi þetta atvik I för með sér alvarlegar afleiðingar. Þess má geta, að árið 1964 átti svipað atvik sér stað á Tonkin-flóa, en það varð m.a. til þess, að bandarlskur her hóf bein afskipti af átökum I Suður-VIetnam. ÓDÝRAR Spánarferdir ÁGÚST/SEPTEMBER IARCELONA TARflAGONA BENIDORM AUCANTE WALAGA ALMERIA Benídorm Férðamiðstöðin hf. Aðalstræti 9 Símar 11255 og 12940

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.