Tíminn - 14.05.1975, Side 1

Tíminn - 14.05.1975, Side 1
aldek TARPAULIN RISSKEMMUR r Stjórnlokar Olíudælur Olíudrif HF HORÐUR GUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 - SÍMI (91)19460 107. tbl. — Miðvikudagur 14. mai 1975—59. árgangur ] Landvélar hf Skýrsla OECD: 53.7% HÆKKUN Á NEYZLUVÖRUM Á EINU ÁRI OÖ-Reykjavík. Verð á neyzluvörum hækkaði hér á landi um 53.7% á timabilinu I. febrúar 1974 til 1. febrúar 1975. Verðlag hefur hækkað i öllum OECD-löndum á þessu timabili, en hvergi nærri eins mikið og á Islandi. Sam- kvæmt skýrslu OECD um verðhækkanir á neyzluvör- um i aðildarrikjunum kemur Tyrkland næst með 30.2% hækkun. Þar næst er Irland, 23.8% hækkun, þá Italia 23.3% og Portúgal 22.3%. 1 sjötta sæti er Bretland með 19.8% hækkun, þá Spánn 19.4%, Finnland 17.3%, Ástralia 16.3%, Belgia 15.4%, Dan- mörk 14.3%, Frakkland 13.9%, Japan 13.9% Grikk- land 13.7%, Nýja-Sjáland 12.6%, Noregur 11.9%, Kan- ada 11.8%, Bandarikin II. 1%, Luxemburg 10.5%, Holland 10.0%, Austurriki 9.6%, Sviss 8.6%, Svi- þjöð 8.2% og Vestur- Þýzkaland rekur lestina með 5.8% verðhækkun á neyzlu- vörum á greindu timabili. Meðalverðhækkunin i OECD löndunum var 12.8%. í þeim aðildarrikjum sem tilheyra Evrópu var meðal- talshækkunin 14.2%, en með- altalshækkunin I rikjum utan Evrópu var 13.8%. Yfirburðir Islands i verð- hækkunum á nauðsynjum, og þar með verðbólgu, eru hreint ekki nýir af nálinni. 1 skýrslu OECD um verðhækk anir á nauðsynjum segir, að á árunum 1962 til 1972 hafi meðaltalshækkunin á nauð- synjavörum verið 11.9%. Ar- ið 1973 var hækkunin 20.6% og 1974 42.9%. A þessum timabilum hafa einnig orðið hækkanir i öllum öðrum aðildarrikjunum, en hvergi eins gifurlegar og á íslandi. En Tyrkinn er ávallt næstur á eftir okkur. HÆTTA Á SUREFNISSKORTI HJÁ SJÚKRAHÚSUM, EF VERKFALLIÐ VARIR LENGI BH—Reykjavik — Skortur á súr- efni þýðir stóralvarlegt ástand fyrir Landspitalann, sagði um- sjónarmaður Landspitalans i viðtali við blaðið i gær. — Og það verður alvariegt hjá okkur, ef verkfaliið dregst mikið fram yfir hátíöina. Við spurðum, hversu mikið súr- efni væri notað vikulega á Land- spitalanum. — Þessu er ómögulegt að svara, þvi að notkunin er svo mismun- andi. En fyrir hátiðar tökum við oft 10-15 kúta, og það endist vel fram yfir hátiðisdagana. En núna vorum við að fá fimm súrefnis- kúta. Ætli það skrimti ekki fram yfir helgi, það er að segja, ef ekki ber neitt stórslys að höndum, eða um er að ræða óvenju margar alvarlegar aðgerðir. Umsjónarmaður Borgarspital- ans veitti blaðinu þær upplýsing- ar, að Borgarspitalinn væri jafn- an birgur af súrefni, og hefði hann búið sig sérstaklega undir verk- fall það, sem nú stendur yfir. Myndu súrefnisbirgðir Borgar- spitalans nægja til þriggja vikna, miðað við venjulega notkun, — en hún væri að sjálfsögðu ófyrirsjá- anleg. Gengur tímanlega saman BSRB og ráðuneytisins? milli BH-Reykjavik — Þetta var stutt- ur fundur hjá okkur, en ákveðið, að næsti fundur verði á fimmtudaginn, — gat ekki orðið fyrr vegna anna sáttasemjara, sagði Haraldur Steinþórsson, starfsmaður BSRB, I viðtali við blaðið I gærkvöldi, er við inntum hann eftir fundi BSRB og fjár- málaráðuneytisins. — Það er á miðnætti fimmtudags, sem tim- inn er útrunninn til samninga- gerðar, og náist ekki samkomu- lag á þessum fundi, fer málið fyrir Kjaradóm. Við spurðum Harald, hvort hann væri bjartsýnn á. að sam- komulag næðist, og svaraði hann þvi til, að það gæti hæglega gerzt. — Við lögðum fram okkar gagntillögur á fundinum I dag, sem þeir óskuðu eftir að fá að kynna sér nánar, þannig að ekk- ert er útilokað. Það hefði áreiðan- lega verið haldinn fundur á morg- un, ef sáttasemjari væri ekki jafn önnum kafinn og raun ber vitni. Efni gagntillagnanna? — Það verður aö biða sins tima að upplýsa það. Vélsmiðjurnar súrefnis an BH—Reykjavik —Við erum hætt- ir að afgreiða súrefni til vélsmiðj- anna, sagði Geir Ragnar Zoega, framkvæmdastjóri Isaga, i við- tali við blaðið i gær. — Aburðar- verksmiðjan hætti að afgreiða gas og súrefni til okkar um leið og verkfallið skall á, og við höfum veriðað mjatla þessu út. Við vör- uðum sjúkrahúsinr við i tima, og þar ættu allir kútar að vera fullir, og eitthvað smávegis eigum viö eftir, en langvarandi verkfall þol- ir enginn. Þá er voðinn vis. Guðlaugur Hjörleifsson, fram- Flugumferðarstjórar afléttu yfirvinnubanninu i gær- kvöldi eftir miklar tafir á flugumferð af þessum völd- um. Myndin er tekin I flug- turninum á Reykjavikur- flugvelli meðan yfirvinnu- bannið var enn i gildi. (Tímamynd: Gunnar). Kvöldfundur í togaradeilunni BH—Reykjavik — Fulltrúar und- irmanna og þeirra yfirmanna, sem eru I verkfaili á togurum stærri en 500 lestir, svo og útvegs- menn voru boðaðir til sáttafundar hjá sáttasemjara i gærkvöldi kl. 9. Var talið, að kæmist skriður á samningaumleitanir, myndu yfirmenn á kaupskipaflotanum, sem boðað hafa samúðarverkfall frá miðnætti nk. fresta verkfalls- aðgerðum og biða átekta. Um tiu-leytið, er Timinn var fullbúinn til prentunar, var fund- ur enn ekki hafinn, og þeir fulltrú- ar i samninganefndunum, er blaðið ræddi viö,vildu sem minnst um málið segja. Hitt leyndi sér ekki, að samningahugur er i mönnum, þótt ekki sé ljóst, til hvernig slá megi af kröfum þess að endar nái saman. Samninganefndir sjómanna svo og yfirmanna á togurunum héldu með sér fundi I gærdag, sem hóf- ust fljótlega upp úr hádeginu, og höfum viö ekki haft fregnir af þvi, hvað þar hafi verið rætt, annað en að þar hafi samningamálin verið á dagskrá. kvæmdastjóri Landssmiðjunnar, tjáði blaðinu, að einhverjar birgðir væru þar af gasi og súr- efni, en það myndi naumast end- ast marga daga. — Þetta getur valdið talsverð- um truflunum, ef verkfallið dregst á langinn, sagði Guðlaug- ur. Þar með segi ég ekki, að tii vinnustöðvunar komi, því að ýmislegt er til að starfa hjá vél- smiðjunum, þótt ekki sé unnt að logsjóða, skera eða brenna. En þetta getur tafið ýmsar fram- kvæmdir. Áhrifa verkfallanna hjá Áburð- arverksmiðjunni og Sements- verksmiðjunni er þvi farið að gæta viða, og afleiðingar þeirra færast stöðugt i aukana i alvar- legri myndum. Enn er ekki farið að gæta atvinnuleysis og stööv- ana af þess sökum, en gæti hæg- lega farið að sýna sig næstu daga, er byggingariðnaðurinn hefur ekki lengur sement og log- suðuvinna leggst nú niður. Það kemur að sjálfsögðu alvarlegast niður á umfangsmiklum fram- kvæmdum, svo sem hitaveitu- framkvæmdum hér og Sigöldu- virkjun. „Sáralítil viðbrögð hjá atvinnurekendum í gær" BH—Reykjavík — Það hefur verið leitað eftir ýmsu við at- vinnurekendur, en viðbrögðin eru sáralitil, sagði Björn Jóns- son, forseti Alþýðusambands- ins, i viðtali við blaðið i gær- kvöldi, er hann kom af samn- ingafundi með atvinnurekend- um hjá sáttasemjara. — Þess- um fundi er lokið, og ég get ekki sagt, að það hafi neitt gerzt. Hitt er ljóst, og við ger- um okkur fulla grein fyrir þvi, að timinn er ekki langur, sem við höfum, og við verðum að nota hann vel. — Hver eru aðalatriðin, sem samningamenn ASl leggja áherzlu á? — Þau eru tvenns konar. I fyrsta lagi eru það bætur fyrir launaskerðinguna, sem launa- fólk hefur orðið fyrir siðan sið- ustu samningar voru gerðir, og i öðru lagi frambúðarfyrir- komulag varðandi kaup- gjaldsvisitöluna. Við spurðum Björn, hvort hann væri bjartsýnn á lausn deilunnar fyrir mánaðamót. — Ég þori ekkert að segja um það ennþá. Kannski gerist eitthvað á næsta fundinum með sáttasemjara. Hann verður á fimmtudagsmorgun- inn klukkan 10.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.