Tíminn - 14.05.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.05.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Miövikudagur 14. mai 1975. Nýjar vélar til steypustöðvarinnar í Neskaupstað — í stað þeirra, sem eyðilögðust í snjóflóðinu gébé Rvik — Gylfi Gunnarsson, forstjóri Steypusölunnar i Nes- kaupstaö, hefur nú endurnýjaö véiakost sinn, en sem kunnugt er eyöilagðist hann aö mestu leyti i snjóflóöinu i vetur. Hefur Gylfi fest kaup á steypustöö, hörpunar- og m ulningssa ms tæðu, auk þvottavélar. Vélar þessar cru all- ar færanlegar, og áætlar Gylfi að lcigja þær öörum aðilum i Aust- fjaröafjórðungi. Fyrst um sinn veröa þær þó eingöngu notaðar i Neskaupstaö, en þar stendur fyr- ir dyrum bygging sildarbræðslu, og ólokiö er viö byggingu sjúkra- húss. Timinn náöi tali af Gylfa Gunnarssyni og spuröi hann nán- ar um þessar nýju vélar. — Fyrst kom til landsins hörp- unar- og mulningssamstæðan, sagði Gylfi. Hún var keypt i Bret- landi og er af Goliath-gerð. I henni er tvöfaldur brjótur, for- brjótur og rúllubrjótur. Samstæð- an getur afkastað allt að sjötiu rúmmetrum á klukkustund, eða um 140 tonnum. Vegna aukinna krafna um byggingarefni hefur reynzt nauðsynlegt að nota þessa samstæðu. Erfitt er að fá á Aust- urlandi efni, nema það sem þarf að mala og þvo. Viðurkennt efni finnst aðeins i Héraðsflóa, en Gylfi mun fá efni i Norðfirði til vinnslu. Þá sagði Gylfi einnig, að afkastageta samstæðunnar færi eftir grófleika malarinnar. bvottavél, sem einnig er keypt i Bretlandi, og er af Parker-gerð, kemur til landsins nú næstu daga. Hún verður notuð til að þvo möl- ina, eftir að hún kemur úr hörp- unar- og mulningssamstæðunni. Þá mun Gylfi einnig fljótlega fá steypustöðina, sem er bandarisk af Haganator-gerð. Vonazt er til að unnt verði að hefja vinnslu með þessum vélum af fullum krafti um næstu mánaðamót. Stærstu verkefnin, sem nú liggja fyrir i Neskaupstað, eru bygging nýrrar slldarbræðslu og sjúkrahúss, sem þegar er byrjað á og verður vonandi gert fokhelt i haust. Aætlað er, að byggingu bræðslunnar verði lokið fyrir næstu loðnuvertið. — Hörpunar- og mulningssam- stæðan, ásamt þvottavélinni, koma til með að kosta um 15 milljónir króna, sagði Gylfi. Steypustöðin kostar aftur á móti 111/2 millj. Þá er ég einnig að fá tvo steypubila frá Þýzkalandi, og nýja ýtu er ég þegar búinn að fá i stað þeirrar, sem eyðilagðist i snjóflóðinu i vetur. Að lokum sagðist Gylfi Gunn- arsson vilja senda þakkir til allra þeirra, sem stutt hafa við ibúa Neskaupstaðar og sýnt þeim góð- an hug eftir áfallið, þegar snjó- flóðið varð I Neskaupstað i vetur. Þessa timamynd tók Róbert af hörpunar- og mulningssamstæöunni, þegar veriö var aö koma meö hana til lansins fyrir nokkrum dögum. Vélin vegur um 27 tonn og getur afkastaö um 70 rúmmetrum á klukku- stund. FATLAÐ FOLK í SÓLARFERDIR BH—Reykjavik —„Þess verður aö gæta, aö fatlað fólk njóti sömu réttinda og heilbrigt fólk i starfi sinu og tómstundum. Einnig ber aö stuðla að þvl, aö fatlað fóik geti lifað lifinu á sem eðlilegastan hátt og tekiö þátt i þvi, sem er að gerast i kring um það hverju sinni, jafnframt þvi sem tekið er tillit til sérþarfa þess. Forðast ber þaö, aö hin sérstaka aöstoð, sem fatlað fóik þarfnast. leiöi til óeöiilegrar umhyggju og jafnvel einangr- unar.” Þannig er komizt að orði i nið- urstöðum, sem þátttakendur i ráðstefnu um ferðamál fatlaðra gerðu með sér i Nice i Frakk- landi fyrir rúmu ári, en þar var á yfirgripsmikinn og raunhæfan hátt fjallað um ferðamál fatlaðra. Og enn fremur segir: „Séu ferðalög yfirleitt reynsla, sem eftirsóknarverð er, þá er hún það engu siður fyr- ir fatlaða en þá, sem heilbrigðir teljast. Ferðalög eru ekki einungis til skemmtunar. Þau eru.oft þrosk- andi og sjálfsögð tilbreyting frá daglegu amstri. Fyrir fatlað fólk, sem oft á tiðum býr i vernduðu umhverfi, eru ferðalög þeim mun nauðsynlegri, þar sem oft skort- ir á æskileg samskipti þess og heilbrigðs fólks. 1 þessu sambandi var megin- hugsunin sú, að ekkert ætti að gera fyrir fatlað fólk, hjéldur einungis með þvi.” Þessi atriði, og ýmis fleiri sem snerta fyrirgreiðslu i ferða- málum fatlaðra, bar á góma, er við litum inn i skrifstofu Ferða- málaráðs fatlaðra, sem hefur aðsetur sitt að Hátúni 10A hér i borg, og er nýflutt þangað. Ferðamálaráðið var stofnað i mai 1973 og hefur það hlutverk með höndum að sjá um hvers konar fyrirgreiðslu fyrir ferða- hópa fatlaðra, svo og einstakl- inga, sem hyggja á ferðalög inn- anlands og utan. Þá mun Ferða- málaráðið einnig hafa með höndum sams konar fyrir- greiðslu fyrir erlenda aðila, sem hefðu hug á að heimsækja Is- land. Með slikri fyrirgreiðslu þarf i mörg horn að lita, útvega hent- uga fararstjóra, leiðsögumenn og hvers konar aðstoð og fyrir- greiðslu, hentug fyrirtæki og dvalars.taði. Samningar hafa tekizt við ferðaskrifstofuna Sunnu um ferðir til Sólarlanda. S.l. laugar- dag fóru 19 manns til Costa del Sol á vegum Ferðamálaráðs fatlaðra, og njóta nú sólarinnar við beztu aðstæður. Framundan er 15 daga ferð, sem hefst 15. júni, og fyrirhugaðar eru fleiri sólarlandaferðir, sem Sunna mun annast. Það hefur frá upphafi rikt áhugi á þvi hjá Ferðamála- ráði fatlaðra að veita væntan- legu ferðafólki fræðslu, sem að gagni gæti komið á hinum ýmsu stöðum erlendis, landfræðilega, sögulegd og tungumálalega. S.l. vetur vannst ekki timi til að snúa sér að þessu verkefni, en það mun verða tekið upp hjá Námsflokkum Reykjavikur á vetri komanda. ATVINNULAUSUM FER FJÖLGANDI Um siðustu mánaöamót voru 594 skráöir atvinnulausir á öllu landinu, og atvinnuleysisdagar I aprilmánuði voru samtals 7.871. 1 kaupstöðum voru 499 atvinnu- lausir, i mánuðinum á undan 331. 1 kauptúnum voru 95 skráðir at- vinnulausir, en á öllu landinu i mánuðinum á undan voru at- vinnulausir samtals 522. 1 Reykjavik voru atvinnulausir um mánaðamótin 307, i mánuðinum á undan 144. Atvinnulausir i höfuð- borginni skiptast þannig, að þar eru taldir 24 verkamenn, 15 iðn- aöarmenn, aðrir 71. Atvinnu- lausar konur voru samtals 194 um mánaðamótin, þar af 182 verka- konur og iðnverkakonur. A Akureyri voru 68 atvinnulausir um mánaðamót, og hafði tala þeirra hækkað úr 25 miðað við mánuðinn i undan. Annars staðar er tala atvinnulausra lægri. Miðað við stærð sveitarfélags er atvinnuleysið mest á Hólma- vik. Þar voru skráðir 31 atvinnu- lausir, en voru 42 á næstu skrán- ingu á undan. Um mánaðamótin voru 12 karlar atvinnulausir þar og 19 konur. Ónæmisaðgerðir Amnesty International: 252 konur í 25 löndum í haldi vegna skoðana sinna á fimm ára fresti gébé Rvlk — Eins og kunnugt er af fréttum I fjölmiðlum, hefur ís- landsdeild Amnesty International hafiö starfsemi slna af fullum Sjóstanga veiðimót SJÓSTANGAVEIÐIMÓT verður haldið 24. mai n.k. Lagt verður upp frá Keflavik snemma morg- uns og farið I Garðsjóinn og út af Sandgerði. Mikill áhugi er á sjóstanga- veiðum I Kelfavik, og er búizt við mikilli þátttöku i þessu móti, en i fyrra voru þátttakendur 50. Mótsstjóri nú er Margeir Mar- geirsson. krafti. islandsdeildin var stofnuö sl. haust, og hafa nú þegar fjöl- margir félagar veriö innritaöir i félagiö. íslandsdeildin starfar i tveim hópum, sem hafa fengið sex skjólstæöinga I jafnmörgum lönduin, sem sitja I fangelsum vegna trúarlegra eöa pólitiskra skoöana sinna. tslandsdeildin heldur almennan félagsfund i Þjóðleikhúskjallar- anum, hliðarsal, klukkan hálf niu á fimmtudagskvöldið, og er fund- urinn opinn öllum, jafnt félags- mönnum sem öðrum. Þar verður starfsemi tslandsdeildarinnar kynnt og greint frá næstu verk- efnum, þar á meðal lista, sem al- þjóðahreyfing AI hefur gefið út, með nöfnum 252 kvenna, sem sitja i fangelsum i 25 löndum vegna pólitiskra skoðana sinna. Á fundinum verður greint frá þvi, hvað Islandsdeildin hyggst gera til að fá félagasamtök hér á landi til að sinna málum þeirra. Eins og áður segir hefst fundar- innkl. 20:30 á fimmtudagskvöldið og er öllum opinn. Fimmtándu reglulegu tónicikar Sin f ón luh 1 jóm s veitar islands veröa haldnir I Háskólabiói á morgun og verða flutt eftirtalin verk: Þjóðvisa eftir Jón Asgeirs- son, Cellókonsert eftir Boccherini og Scheherazade eftir Rimsky- Korsakoff. Einleikari er Gunnar Kvaran og stjórnandi Páll P. Pálsson. Gunnar Kvaran er borinn og BH-Reykjavik. — Athygli er vak- in á þvi, að til þess að halda við ó- næmi gegn mænusótt skal endur- taka ónæmisaðgerðina á fimm ára fresti, og hefur Heilsuvernd- arstöð Reykjavikur lagt áherlzu á að fá þá, sem fæddir eru árið 1955, i ónæmisaðgerð nú i mai. Er það i beinu framhaldi af þeim ónæmis- aðgerðum, sem börn fá á barna- deild og i skólum. bamfæddur Reykvikingur. Hann stundaði framan af nám við Tón- listarskólann i Reykjavik hjá Einari Vigfússyni, en fluttist sið- an til Kaupmannahafnar og stundaði framhaldsnám hjá Er- ling Blöndal Bengtsson og var að- stoðarkennari hjá honum á árun- um 1969-1974. Siðastliðinn vetur var hann við framhaldsnám viö Tónlistarháskólann i Basel hjá Einnig er taiið mjög æskilegt að fá þá eldri árganga, sem standa á heilum og hálfum tug til þess að koma i ónæmisaðgerðir, og þá sérstaklega þá, sem fengu ó- næmisaðgerðir 1970, en þá fóru fram mikil fjöldabólusetning. Allar upplýsingar um ónæmis- aðgerðir þessar, sem ætlaðar eru Reykvikingum, eru veittar i sima 22400 kl. 15.30-16.00. Reine Flachot. Gunnar Kvaran hefur haldið tónleika á Norður- löndum, Þýskalandi, Hollandi og Frakklandi. Hann hefur einnig áður komið fram með Sinfóniu- hljómsveit Islands. Páll P. Pálsson aðstoðarhljóm- sveitrstjóri stjórnar þessum tón- leikum vegna veikindaforfalla Karstens Andersens. Gunnar Kvaran efnleikari með Sinfóníuhljómsveitinni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.