Tíminn - 14.05.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.05.1975, Blaðsíða 7
Miövikudagur 14. mai 1975. TÍMINN 7 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, slmar Í8300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausa- sölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Biaðap’renth.f. Mikið afrek Dönsk blöð skýrðu frá þvi um seinustu helgi, að danska rikið hefði á fjárhagsárinu, sem lauk 30. marz siðastl. greitt um 2.5 milljarða danskra króna i atvinnuleysisstyrki. Miðað við að sú tala atvinnuleysingja sem nú eru skráðir i DanmÖrku, héldist, yrði árleg greiðsla rikisins vegna at- vinnuleysisstyrkja um 5 milljarðar danskra króna, eða næstum 140 milljarðar islenzkra króna. Þótt þessar tölur séu háar sýna þær aðeins litið brot af þvi tjóni, sem atvinnuleysið veldur Dönum um þessar mundir. Hið mikla vinnutap danska þjóðarbúsins, sem hlýzt af þvi að rúmlega 100 þúsundir vinnufærra manna ganga atvinnu- lausir, nemur að sjálfsögðu margfaldri þeirri upphæð, sem rikið greiðir i atvinnuleysisstyrki. Mesta tjónið, sem hlýzt af atvinnuleysinu, er þó tvimælalaust fólgið i þeim dapurlegu andlegu áhrifum, sem fylgja þvi, að vinnufúst fólk fær ekkert verk að vinna, er samrýmist getu þess og starfslöngun. Það eru ekki aðeins Danir, sem hafa búið við stórfellt atvinnuleysi að undanförnu. Þetta gildir einnig um næstum allar nábúaþjóðir okkar i vestri og austri að undanförnu. ísland má heita næstum undantekning að þvi leyti, að þar hafa allir getað haft nóg að vinna, er þess hafa óskað. Að þvi leyti hafa Islendingar varizt kreppunni, sem nú fer um löndin, betur en næstum flestar þjóðir aðrar. 1 sannleika sagt, er þetta mikið af- rek, sem sjaldnast er nægilega á lofti haldið, þegar rætt er um stjórnarfarið i landinu. Þvi er ekki að neita, að það hefur kostað veru- legt átak að halda uppi fullri atvinnu i landinu á þeim krepputimum, sem hafa rikt i heiminum um skeið. Það hefur orðið að gripa til gengis- fellinga og ýmissa fjárhagslegra aðgerða annarra, sem hafa haft nokkura kjaraskerðingu i för með sér. Reynt hefur verið að vega gegn þessari kjaraskerðingu með þvi að bæta sérstak- lega hlut þeirra lægstlaunuðu. Þrátt fyrir þessar aðgerðir, má fullyrða, að Islendingar búa um þessar mundir við betri kjör en flestar þjóðir aðrar, t.d. við miklu betri kjör en þær þjóðir, sem búa við sósialiskt hagkerfi. Það er vissulega af- rek að halda uppi slikum lifskjörum og fullri at- vinnu á þeim tima, þegar stórfellt atvinnuleysi hefur herjað flest lönd. Þvi er ekki að neita, að nú eru ýmsar blikur á lofti, sem geta bent til þess, að ekki takist að halda áfram fullri atvinnu. Þar stafar nú sérstök hætta frá ýmsum smáhópum, sm efna til skæru- verkfalla, sem geta leitt til þess að margfalt fjöl- mennari starfshópar missi atvinnu sina. Það ætti ekki sizt að vera áhyggjuefni verkalýðs- hreyfingarinnar, sem leggur aðaláherzlu á at- vinnuöryggið, ef skæruhernaðurinn innan hennar verður þannig til að koma á atvinnuleysi. Með þvi er lika skynsamleg viðleitni hennar til að gera heildarsamninga brotin á bak aftur. Þ.Þ. Charles W. Yost, The Christian Science Monitor: Hergagnasala Banda- ríkjamanna er hæpin Er stríð ekki eins líkleg afleiðing vígbúnaðarkapphlaups og friður? Bandariska orustuflugvélin F 5 BANDARÍKIN eru nú mesta vopnasöluriki heims. Herferð okkar á árunum milli 1930 og 1940 gegn „kaupmönnum tor- timingarinnar” er löngu gleymd. Vopnaútflutningur Banda- rikjanna árið 1973 er talinn hafa verið tvöfaldur á við vopnaútflutning Sovétrikj- anna. Við erum langtum at- hafnameiri á þessu sviði en Bretar og Frakkar, og veitum þeim meira að segja harða samkeppni i Evrópu sjálfri, þeirra eiginlega heimamark- aði. Vopnasala okkar á fjár- hagsárinu 1974 nam meira en 8 milljörðum dollara og eykst alveg efalaust á þessu ári. Við höfum vitaskuld flutt firn af vopnum til Vietnam og Kambodiu. Við sjáum bæði Tyrkjum og Grikkjum fyrir öllum vopnum, sem þeir þurfa á að halda. Við hættum um nokkur ár að uppfylla þarfir Pakistana i þessu efni, en vopnaflutningur þangað virð- ist nú i þann veginn að hefjast að nýju. RIKIN fyrir botni Mið- jarðarhafsins eru nú orðin uppáhaldsvopnamarkaður okkar og hinn arðsamasti. Vopnasendingar okkar til ísraels fjárhagsárið 1974, þeg- ar siðasta strið var háð, voru virtar á hálfan þriðja milljarð dollara. Vopnasendingar þangað verða eflaust miklar á þessu ári, þó að þær verði sennilega eitthvað minni en árið áður. Vopnasala okkar til þriggja rikja við Persaflóa, eða Irans, Saudi Arabiu og Kuwait, nam 4,4 milljörðum dollara fjár- hagsárið 1974. Talið er, að vopnasala okkar til þessara þriggja rikja muni nema fjór- um til sex milljörðum dollara i ár. Er heilbrigt og nauðsynlegt fyrir Bandarikin að stunda þessa iðju i svona rikum mæli? AUÐVELT er að tina til góð og gild rök, sem mæla með vopnasölunni. í fyrsta lagi má halda fram, að við verðum að uppfylla þarfir bandamanna okkar þegar þeir geta það ekki sjálfir. Þeir yrðu ekki færir um að standa við sinar skuld- bindingar i bandalaginu ef við gerðum það ekki. I öðru lagi má segja, að þeg- ar við höfum kallað heim, eða erum i þann veginn að kalla heim heri frá rikjum, sem .hafa átt sitt traust undir þeim eins og raunin var i Vietnam og Kóreu, sé það bein skylda okkar að sjá til þess, að þau geti sjálf tekið við eigin vörn- um og annast þær.framvegis. Almennara eðlis og öllu við- tækari er þó sú röksemd, að við séum að draga úr árásar- hættu, viðhalda jafnvægi, auka öryggið og treysta frið- inn þegar við sendum vopn til rikis, sem stafar ógn frá Sovétrikjunum eða grannrikj- um. Þetta eru einmitt rökin, sem yfirleitt er gripið til þegar verið er að réttlæta vopnasölu okkar til svo að segja hvaða rikis sem er fyrir botni Mið- jarðarhafsins. FJÓRÐA röksemdin er svo sú, að vopnasalan stuðli að þvi að minnka hallann á utan- rikisviðskiptum okkar. Þvi hefur til dæmis lengi verið haldið fram, að vopnasala vegi á móti kostnaðinum við dvöl hers okkar i Evrópu. Þá hefir einnig verið á það bent, að full þörf sé á vopnasölu okkar til rikjanna við Persa- flóa til þess að draga nokkuð úr dollarastraumnum þangað fyrir oliuna. Að lokum er svo fullyrt, að ef við seljum ekki vopn muni aðrir hlaupa i skarðið og út- vega vopnin. Hvers vegna ætt- um við að svipta iðnrekendur okkar þessum markaði og af- henda hann öðrum? Núverandi rikisstjórn hefir sýnilega fallizt á þessi rök eins og fyrirrennarar hennar. En er ekki timabært samt sem áður að kanna þessi rök nán- ar, vega þauog meta af kaldri skynsemi og með hliðsjón af ástandi heimsmálanna eins og það er nú? VITASKULD verðum við að útvega bandamönnum okkar i Atlantshafsbandalaginu allt það, sem þeir hafa augljósa þörf fyrir, og geta ekki fengið með góðu móti annars staðar frá. En hve miklar eru þarfir þeirra i raun og veru, eins og nú horfir við? Hversu mikil er til dæmis sú ógn, sem þeir standa andspænis? Hvaða máli gegnir svo um bandamenn eins og Tyrki, Grikki og Pakistana? Þeir kynnu sem bezt að hafa fúllan hug á að nota vopnin frá okkur til annars en að efla almennar varnir, en hefja eigi að siður upp raust sina og saka okkur hástöfum um afskipti af inn- anlandsmálum, ef við ráðger- um að draga úr vopnasölunni til þeirra. HVE lengi erum við skyldugir að halda áfram að senda vopn til landa eins og Vietnam og Kóreu, þar sem við höfum áður háð styrjaldir? Leiðir hin gifurlega mikla að- stoð okkar af sér takmarka- lausar og ævarandi skuld- bindingar? Ættum við ekki að meta ástandið eins og það nú er orð ið, og komast að niðurstöðu um, hvers þjóðarhagsmunir okkar krefjast um varnir ann- arra rikja? Þurfum við ekki einnig að ákveða, hvern for- gang varnirnar eiga að hafa umfram fullnægingu annarra krafna, sem til okkar eru gerðar, bæði heima fyrir og erlendis frá? ASTÆÐA er til að vikja nán- ar að þriðju, almennu rök- semdinni, sem talin var hér á undan. Erum við i raun og sannleika að stuðla að stöðug- leika og efla frið þegar við ausum vopnum til óróasvæða, hvort heldur er til annars aðil- ans aðeins eða jafnvel beggja? Erum við ekki i reynd einungis að uppfylla eigin ósk- ir um skammtima hagræði úr hendi viðtakandans? Hvaða ógn vofir til dæmis nú yfir rikjunum við Persaflóa umfram það, sem var og verið hefir? Getur ekki skeð, að við séum aðeins að hvetja Sovét- menn til þess að jafna sölu okkar og afgreiða til keppi- nautanna samsvarandi vopnasendingar og við létum i té? Gæti ekki skeð, að við vær- um aðeins að ala á ótta og ,erta óstyrka fingur á gikkjum? Strið er satt að segja senni- legri afleiðing en friður þegar öllu er á botninn hvolft. EKKI má gleyma hinni dýr- keyptu reynslu okkar frá Viet- nam i þvi efni, að útvegun vopna getur reynzt fyrsta skriðið i löngu og þvinær óstöðvandi rennsli undan hallanum. Viðtakendur bandariskra vopna verður óhjákvæmilega að þjálfa i meðferð þeirra. Það krefst ráðgjafa og hefir i för með sér hernaðarsendinefndir. Oft og einatt er erfitt fyrir ráðgjaf- ana að komast með öllu hjá af- skiptum eða þátttöku i stjón- málum á staðnum. Ef til ófrið- ar kemur verða þeir ef til vill beðnir að veita tæknilega að- stoð á vigvellinum, stjórna flugvélum og skjóta eldflaug- um. Þegar að þvi kemur að hægja tekur á rennslinu undan hallanum kunna Bandarikja- menn að vakna upp við þann vonda draum, að þeir séu flæktir i langvinnt, staðbundið strið, eða standi andspænis yfirvofandi árekstri við Sovét- rikin. AÐ lokum skulum við at- huga ögn betur þá fullyrðingu, að ef við ekki seljum umbeðin vopn muni aðrir gera það. Hvað um það, þó að svo sé? Bandamenn okkar i Evrópu hafa enn brýnni þörf á að bæta greiðslujöfnuð sinn en við. Hafa verður einnig i huga, að minni hætta er á, að þeir lendi i árekstrum við Sovétrikin en við. Þegar þörf er á sendingu vopna til einhvers staðar vekja vopnasendingar Evrópumanna ef til vill siður illan grun og valda minni tor- tryggni en samskonar sendingar frá Bandarikjun- um. Hvað sem öðru liður eykst alþjóðleg verzlun með vopn svo gifurlega, að úr öllu hófi keyrir og hreinn háski vofir yfir. „Stöðugleiki” i bráð get- ur leitt til sprengingar þegar frá liður, valdið óþörfum af- skiptum, árekstrum og mikl- um mannlegum þjáningum áður en lýkur. Við ættum svo sannarlega að nema staðar um stund og hugleiða málið i heild i fullri alvöru og undan- bragðalaust.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.