Tíminn - 14.05.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.05.1975, Blaðsíða 8
8____________________________ í gær flutti á Alþingi Ein- ar Ágústsson utanrikis- ráðherra skýrslu sina um utanrikismál. Birtist skýrslan hér i heild. Inngangur Eins og venja min hefur verið undanfarin ár mun ég nú gefa Alþingi skýrslu um utanrikismál, bæöi á sviði alþjóðamála og eins að þvi er varöar tvlhliða og marghliða samskipti tslands við aðrar þjóðir. Þróun alþjóöamála. Það, sem einkennt hefur þróunina I alþjóða- málum eru áframhaldandi tilraun- ir stórveldanna til þess að draga úr spennu i heiminum. Bandarikin og Sovétrikin halda áfram tilraunum slnum til að draga úr spennu í heiminum. Æðstu menn þessara stórvelda hafa hitzt i Vladivostok og viðræöur um afvopnunarmál þeirra á milli halda áfram. í Genf er rætt um takmarkanir á fram- leiðslu og útbreiðslu langdrægra vopna og I Vinarborg fara fram samningsviðræður milli austurs og vesturs um jafnan og gagnkvæman samdrátt herafla i Mið-Evrópu (MBFR). Mál þessi eru afar flókin svohægt miðar áfram, en ég álit að þessar viöræður séu mjög mikil- vægur liður I þeirri viðleitni að koma á samkomulagi um raun- verulega afvopnun i heiminum. Þótt árangur hafi náðst er ennþá óvist um margt. Alvarlegt ástand hefur rikt undanfarið eitt og hálft ár á sviöi efnahagsmála i heiminuin. Erfiðleikar þessir hafa fyrst og fremst oröið vegna orkukreppunn- ar, sem skapaðist þegar oliufram- leiöendur 1 Mið-Austurlöndum gripu til hins svonefnda „oliu- vopns” og hækkuðu verð á oliu. Þessi ákvörðun þeirra bitnaði ekki einungis á iðnþróuðu löndunum, heldur urðu afleiðingar hennar mun alvarlegri fyrir þróunarlönd- in. Allur hagvöxtur i þessurn lönd- um og aðstoð til þeirra urðu nær að engu vegna verðhækkana, en ástandiö þar er einnig, að þau þola ekki slikar sveiflur. Augljóst er þvi, að efnahagsmál- in og sérstaklega erfiðleikar þró- unarlandanna verða meir og meir á dagskrá hjá flestum eða öllum alþjóðastofnunum. Sjöunda auka- allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna, sem saman kemur i byrjun september mun til dæmis fjalla eingöngu um þessi mál. Skipan mála innan Sameinuðu þjóðanna hefur vakið nokkurn ugg manna á meðal. Eru það einkum hópskiptingarnar, sem orðið hafa, með þeim afleiðingum, að stærri hópurinn knýr i gegn samþykktir, sem.oft á tiðum, þykja fljótfærnis- lega unnar og jafnvel brjóta i bága við sáttmála Sameinuðu þjóðanna, eða eru I ósamræmi við anda hans. Eins og til dæmis þegar vafasamar túlkanir á fundarsköpum allsherj- arþingsins eru notaðar til að úti- loka aðildarriki frá fullri þátttöku i störfum þess. Sérstökum áhyggjum veldur einnig ástandið fyrir botni Miðjarð- arhafs, og á Kýpur, og loks er nú lokið i Viet-Nam hernaðarátökum, sem staðið hafa nær samfleytt i 35 ár. Mun ég siðar fjalla um einstök framangreind atriöi, auk fleiri þátta utanrikis- og alþjóðamála. Öryggisráðstefna Evrópu Annar áfangi ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu i Evrópu með þátttöku Bandarikjanna og Kanada heldur áfram i Genf og undirbýr þriðja og lokaáfangann. Þótt hægt hafi gengiðhafa umræður þær, sem fram hafa farið, bæði á fundum og utan funda, þó meðal annars haft það gott I för með sér, að nú má segja meö töluverðum rétti að flest mál liggi ljós fyrir. Gangur ráð- stefnunnar héðan af mun þvi byggjast nær eingöngu á sam- komulagsvilja og veltur endanleg- ur árangur á þvi hvort hann reynist mikill eöa litill. Þótt samkomulag hafi náðst á ráðstefnunni um ýmis atriði, þá eru þvi miöur ennþá óbrúuð bil. Ég leyfi mér samt sem áður að álita, að þaö sem þegar hefur áunnizt gefi góðar vonir um að hægt veröi að ljúka þessum áfanga innan skamms, svo loka- fundur ráðstefnunnar geti komið saman meö þátttöku æöstu manna hlutaöeigandi rikja sem allra fyrst. Stefnt er að þvi að halda lokafund- inn I Helsingfors I júlímánuði i sumar, en þá verða liöin rétt tvö ár slöan hún formlega hófst. Deilumálin fyrir botni Miðjarðarhafs Tilraunir utanrikisráðherra Bandaríkjanna til að finna lausn á deilumálum landanna fyrir botni Miðjaröarhafs hafa nú farið út um þúfur,a.m.k. um sinn. Hann reyndi að fara „skref fyrir skref leiðina” eins og það var kallað, vinna að lausn eins þáttar þessara flóknu deilumála i einu, þannig að grund- völlur samkomulags væri fundinn áöur en komið væri saman að nýju i Genf og heildarsamkomulag gert. Viö höfum stutt á alþjóðavett- vangi allar tilraunir til að koma á samkomulagi á þessu svæði og styðjum aö sjálfsögöu að Genfar- ráðstefnan verði kölluð saman sem fyrst með þátttöku allra hlutaðeig- andi aðila. Þaö er álit mitt að nauðsynlegt sé að framkvæma samþykktir Sam- einuöu þjóðanna varðandi þessi vandamál og réttlátur og varanleg- ur friður I þessum heimshluta hlýt- ur að byggjast á, að fullt tillit sé tekið til allra aðstæðna, sem máli skipta, þar á meðal lögmætra rétt- inda Palestínumanna og tilveru- réttur allra rikja á svæðinu verði virtur. Kýpur Fyrir at’beina Sameinuðu þjóð- anna sátu fulltrúar þjóöarbrotanna tveggja á Kýpur nýlega ráðstefnu i Vlnarborg. Undirnefndir á vegum þessarar ráðstefnu starfa nú áfram að lausn vandamálanna. tsland mun styðja allar tilraunir Sameinuðu þjóðanna og aðalritara þeirra til að finna réttláta lausn, sem báðir aðilar geta unað við. Slik lausn verður að byggjast á fullu til- liti til sjálfstæðis.fullveldis og óskertra yfirráða Kýpurlýðveldis- ins yfir landsvæöi sinu. Indókina Nú virðist lokið hernaðarátökum I Indókina. Segja má, að styrjöld og hörmungar hafi hrjáð þjóðirnar á þessu svæði i nærfelld 35 ár. Það er von min að takast megi að koma á varanlegum friði svo end- urbyggingarstarfið geti hafizt sem allra fyrst. Rikisstjórnin hefur á- kveðið að veita kr. 1.500.000,- til mannúöar- og liknarstarfsemi á vegum Alþjóða Rauða Krossins i Indókina. Það er skoðun min, að þar sem tsland hefur stjórnmálasamband við löglega rikisstjóm i Suður Viet- Nam er ekki nauðsynlegt að viður- kenna formlega Bráðabirgðabylt- ingarstjórnina. Ef sú rikisstjóm, sem tekur við stjórn af hernaðaryfirvöldum, ósk- ar að skipa sendiherra á ts- landi, munum við að sjálfsögðu veita nýjum sendiherra viðurkenn- ingu. Sameinuðu þjóðirnar Senn verða 30 ár liðin frá þvi að sáttmáli Sameinuðu þjóðanna var undirritaður I San Francisco hinn 26. júni 1945, en samtökin tóku formlega til starfa þá um haustið eins og kunnugt er — og rúmu ári siðar gerðist tsland aðili. Mörg hnjóðsyrði hafa fallið i garð sam- takanna á þessu árabili, en þegar grannt er skoðað munu þó flestir vera sammála um, að án slikra samtaka væri heimurinn verr sett- ur. Sameinuðu þjóðirnar hafa löng- um átt erfitt uppdráttar við gæzlu friðar og öryggis i heiminum, sem er meginhlutverk þeirra. Þó vil ég halda, að með töluðum orðum á vettvangi samtakanna eða fyrir þeirra tilstilli hafi oftar en sannað verður óyggjandi tekist að hindra að vopnin væru látin tala. Þá má eigi heldur gera of litið úr starfi samtakanna til að vinna bug á hungri og fátækt — og auka frelsi og velmegun. En á öllum þessum sviðum er þvi miður ennþá gifur- lega margt óunnið — og gerir það miklar kröfur til þeirra þjóða allra, sem að samtökunum standa. 29. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna stóð yfir i New York frá 17. september til 18. desember siöastliðins, eða um þriggja mán- aöa skeið eins og venja er orðin. Ég sótti þingið i byrjun og flutti þar ræðu I almennu umræðunum hinn 30. september. Þar leitaðist ég við aö gera grein fyrir afstöðu okkar til helztu alþjóðamála, en notaði jafn- framt tækifærið til þess að fjalla ailltarlega um hafréttarmálin og ryðja frekari braut sjónarmiðum okkar á þvi sviði. Þar sem ræðan var birt hérlendis, þegar eftir að hún hafði verið flutt, þykir mér TÍMINN Miðvikudagur 14. mai 1975. Miðvikudagur 14. mai 1975.________________________________________________TIMINN Skýrsla Einars Ágústssonar utanríkisráðherra til Alþingis í maí 1975 ekki ástæða til að rekja hana nánar hér. Þetta þing Sameinuðu þjóðanna var eitt hið gustmesta um langt skeið. Það bar glögg merki þeirrar breytingar á valdahlutföllum sem fylgt hefur fjölgun aðildarrikjanna úr 51, sem þau voru i byrjun, i 138, sem þau nú eru orðin, en 3 ný aðild-. arriki bættust I hópinn að þessu sinni: Bangladesh, Grenada og Ginea Bissau. Kurt Waldheim, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lét svo ummælt I lok þingsins, að Sameinuðu þjóðirnar væru fyrst og fremst stjórnmálaleg samtök, sem endurspegla og taka mið af pólitlskum straumum og breytingum I heiminum. Slikt hefði aldrei gerzt á eins áberandi há.tt og á 29. Allsherjarþinginu. Ég hygg aö framkvæmdastjórinn hafi þarna mikiö til sins máls. Hin nýrri riki samtakanna virtust sér nú meira meðvitandi en áður um það vald, sem hin mikla fjölgun þeirra innan samtakanna hefur lagt þeim I hendur. Þessu valdi var nú beitt meira en margir töldu góðu hófi gegna. Var sú valdbeiting á vissan hátt bergmál og bar keim af undanfarandi baráttu Arabarikja á sviöi oliumálanna, enda hittist nú svo á, að þingforsetinn var úr þeirra hópi. Meðal hörðustu deilumála þings- ins, þar sem þessar nýju valdbeit- ingar gætti á mest áberandi hátt, voru tvimælalaust Palestinumálið og Suður-Afrikumálið. En nú eins og stundum áður var einnig deilt hart um Kóreu, Kambódiu og Kýp- ur. Palestinumálið olli bitrustum deilum. Jarövegur fyrir hagstæða afgreiðslu þess frá sjónarmiði Arabarikjanna var nú betri en nokkru sinni fyrr og þvi máske skiljanlegt að þau létu til skarar skriða. Pólitisk áhrif þessara landa höfðu aukizt gifurlega á skömmum tima vegna samvinnu oliufram- leiöslulandanna um framleiðslutak markanir og verðhækkanir á oliu til þeirra rikja, sem þau töldu sér ekki vinsamleg, að þeim var full alvara að nota oliuvopnið til hins ýtrasta. Þá voru Arabalöndin orð- in stórveldi i fjármálasviðinu vegna oliugróðans og voru orðin aflögufær um lánsfjármagn i stór- um stil. Aðstaða Arabalandanna styrktist einnig pólitiskt eftir að þeim tókst á fundi sinum i Rabat I október 1974 að ná samkomulagi um frelsishreyfingu Palestinu- Araba (PLO) sem hinn eina lög- mæta fulltrúa Palestinu þjóðarinn- ar. Fyrir forgöngu Arabarikjanna var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á þinginu að bjóöa frelsishreyfingu Palestinu-Araba, sem fulltrúa Palestinuþjóðarinnar, að taka þátt I afgreiðslu Palestinu- málsins I sjálfu þinginu. Einungis fjögur riki greiddu atkvæði gegn þessari ákvörðun, en Island og Danmörk voru i hópi 20 rikja, sem sátu hjá (Finnland, Noregur og Sviþjóð greiddu at- kvæði með). Sú afstaða byggðist einkum á þvi, að það hefur verið viðtekin regla hjá Sameinuðu þjóð- unum, að aðeins fulltrúar aðildar- rikja hafi heimild til að ávarpa Ailsherjarþingið eða taka þátt i umræðum þar og þvi varhugavert fordæmi að brjóta þá reglu. Yasser Arafat, leiðtogi PLO, ávarpaði siðan þingið 14. nóvember og talaði I hálfan annan klukkutima. Hefur ræða hans veriö túlkuð á ýmsa vegu, en varla þykir fara hjá þvi, að út úr henni megi lesa það, að markmið PLO sé að stofna Palestinuriki á landsvæði, sem nú er ísrael. Fulltrúi ísraels talaði siöar sama dag og var mjög harð- orður i garð PLO og Arafats. Sam- kvæmt úrskurði þingforseta, sem hlaut staðfestingu þingsins (75 atkv.), var ísrael siðan útilokað frá frekari umræðum um málið. öll Norðurlönd voru i hópi 25 rikja, sem greiddu atkvæði gegn úrskurð- inum, en 18 riki sátu hjá. 1 lok mjög einhliða umræðu um Palestinumálið voru samþykktar tvær tillögur. önnur almennt um réttindi Palestinu-Araba i Palestinu, þ.á.m. rétt til sjálfs- ákvöröunar, sjálfstæðis og full- veldis, auk þess sem i tillögunni var lýst yfir viðurkenningu á rétti þeirra til að hverfa aftur til fyrri heimkynna og eigna — og neyta til þess allra tiltækra ráða i samræmi við sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hvorki var beint né óbeint i tillög- unni vikið að tilverurétti Israels. Þótti mörgum þannig vera enn aukin óvissan I hinum viðkvæmu deilumálum fyrir botni Miðjarðar- hafs, ekki sist þegar tekið var tillit til vaxandi harðýðgi i málinu. Aður hefur verið kappkostaö aö gæta jafnvægis I ályktun Sameinuðu þjóðanna um þetta van dleysta deilumál, en allar tilraunir nú til þess að fá tillögunni breytt I jafn- vægisátt voru árangurslausar. Fór þvi svo, að 37 ríki, þ.á.m. Dan- mörk, Finnland og Sviþjóð, töldu sig knúin til að sitja hjá og 8 riki, þ.á.m. Island og Noregur til að greiða atkvæði gegn henni, en tif- lagan hlaut samþykki 89 rikja. Ég hafði þegar i ræðu minni viö al- mennu umræðurnar lagt áherzlu á það, að lausn deilunnar i Mið- Austurlöndum yrbi aö fela i sér til- lit til réttinda Palestinu-Araba. Að lokinni atkvæðagreiðslu um framangreinda tillögu var þessi afstaða áréttuð enn frekar af fasta- fulltrúa Islands. Hann lýsti þvi yfir á þinginu I greinagerð fyrir mótat- kvæöi Islands gegn tillögunni, að þá afstöðu bæri á engan hátt að túlka sem synjun á lögmætum rétt- indum Palestínuþjóðarinnar. Heldur væri hún grundvölluð á þeirri sannfæringu, að sérhver til- laga, sem Sameinuðu þjóðirnar létu frá sér fara um málefni Palestínu, ætti ekki eingöngu að fjalla um réttindi og hagsmuni Palestinu-Araba heldur um réttindi og hagsmuni allra ibúa á svæðinu. Lausn vandamálanna i Austur- löndum nær yröi að grundvallast á ályktunum öryggisráðsins nr. 242 frá 1967 og nr. 338 frá 1973 og stað- festa yrði réttindi allra rikja á svæöinu,þ. á.m. ísraelsmanna, til aö lifa i friði innan öruggra og viðurkenndra landamæra. Hin tillagan var um að veita frelsishreyfingu Palestinu-Araba (PLO) áheyrnarfulltrúastöðu hjá Sameinuðu þjóðunum. Island, Noregur og Danmörk voru meðal 17rikja, sem greiddu atkvæði gegn þeirri tillögu, og Sviþjóð eitt af 19, sem sátu hjá, en Finnland I hópi 95 rfkja, er stúddu þessa ákvörðun. Til þessa hefur aðeins rikjum og samtökum fuilvalda rikja verið veitt áheyrnarfulltrúastaða hjá Sameinuðu þjóðunum. Þeir, sem ekki greiddu tillögunni atkvæði, töldu, að hér væri farið inn á nýja og hættulega braut. Var talið, að ákvöröun sem þessi gæti dregið dilk á eftir sér með tilliti til annarra frelsishreyfinga, sem til- kall gera til viðurkenningar. Afgreiðsla Palestinumálsins var þannig Arabarikjunum og frelsis- hreyfingu Palestinu-Araba mjög i vil. Reynslan ein mun skera úr um, hvaða áhrif þetta kann að hafa. Að visu er frelsishreyfingu Palestinu- Araba snertir, ber að vona að hún reynist verðug þeirrar auknu viðurkenningar, sem henni hefur hlotnazt, og að hún komi fram af fullri ábyrgð við áframhaldandi til- raunir til lausnar deilumálanna i þessum hrjáða heimshluta. Hitt málið, sem umdeildast var hvað beitingu forseta- og meiri- hlutavalds snertir, var ákvörðunin um að meina Suður-Afriku að taka þátt I störfum 29. Allsherjarþings- ins. Löng og bitur umræða átti sér stað um það mál. öll Norðurlönd- in voru meðal 22 rikja sem greiddu atkvæði gegn þessari ráðstöfun, 19 satu hjá — en úr- skurður þingforseta um þetta var staðfestur með 91 atkvæði. Slik réttindasvipting er ekki samkvæm stofnskrá Sameinuðu þjóðanna á valdi Allsherjar- þingsins, heldur þarf til að koma atbeini öryggisráðsins. í stjórn- málalegu tilliti er ráðstöfun af þessu tagi einnig mjög umdeilan- leg, svo að ekki sé meira sagt, og samræmist ekki þeim skoðunum sem Noröurlönd hafa aðhyllzt um sem vfötækasta aðild rikja að sam- tökum Sameinuðu þjóðanna. Að sjálfsögðu á framangreind afstaða til brottvisunar fulltrúa Suður- Afriku af Allsherjarþinginu ekkert skylt við stuðning við kynþátta- stefnu þarlendra stjórnvalda, enda gafst við meðferð málsins tækifæri til þess að árétta eindregna and- stöðu Norðurlandanna allra við þá stefnu, sem Suður-Afrikustjórn hefur fylgt i þeim málum I langa hrið. En hér er raunar ástæða til að geta þess, að nú þykir örla á eilitið meiri samkomulagsvilja Suður- Afrikustjórnar i þeim málum — og ber vissulega að vona að það leiði til umtalsverðra úrbóta sem allra fyrst. Ég skal nú vikja i fáum orðum að Kóreu, Kambódíu og Kýpur. 1 Kóreumálinu var samþykkt ályktun, sem Island studdi, þar sem rikin tvö i landinu voru hvött til aö halda áfram viðræðum i þvi skyni að þau verði sameinuð með friösamlegum hætti. Einnig var I ályktuninni gert ráð fyrir, að öryggisráðið fjallaði um það, hvort rétt væri að leysa upp herstjórn Sameinuðu þjóðanna i Kóreu. Um þetta si'ðarnefnda atriði vildu Norður-Kóreumenn að gengið yrði feti framar, þ.e.a.s. að þingið slægi þvi föstu, að draga bæri til baka allt erlent herlið frá Suður-Kóreu, sem þar er undir fána Sameinuðu þjóð- anna. Háðu Norður-Kóreumenn og stuðningsriki þeirra harða baráttu fyrir þvi máli. Með hliðsjón af þvi mikilvæga hlutverki er lið Sam- einuðu þjóðanna hefur gegnt við friðargæzlu i landinu, er vandséð, hvernig brottflutningur þess gæti bætt ástandið. Einn mikilvægasti þáttur Kóreudeilunnar nú er að sjálfsögðu sá, að reyna að koma i veg fyrir að þar brjótist út vopnuð átök á ný. Mikil nauðsyn er jafn- framt á, að samningaviðræðum rikjanna verði haldið áfram, en þvi miöur eru horfur á þvi efni ekki góðar eins og sakir standa. 1 Kambódiu-málinu var deilt um tvennt: Hvort lýsa ætti yfir viður- kenningu á útlagastjórn Nordom Sihanouks, sem löglegri stjórn Kambódiu, og veita þeirri rikis- stjórn fyrirsvar landsins hjá Sam- einuðu þjóðunum og reka um leið fulltrúa stjórnar Lon Nol, — eða samþykkja ályktun þar sem deilu- aðilar I landinu voru hvattir til að hefja viðræður i þeim tilgangi að reyna að finna friðsamlega lausn á Kambódiu-vandamálinu, þar sem fullt tillit væri tekið til vilja þjóðar- innar. 1 tillögunni um siðari leiðina var jafnframt gert ráð fyrir, að fela framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna að veita aðstoð sina, til þess að markmiði hennar yrði náð. Þessi siðari kostur hlaut stuðning 56 rikja, en 54 voru á móti, 24 riki sátu hjá, þ.á.m. ísland og önnur Norðurlönd nema Danmörk, sem greiddi atkvæði með. Fulltrúar stjórnar Lon Nol héldu þannig sæt- um sinum á þinginu, en öllum er kunnugt hvað nú er að gerast heima fyrir i landi þeirra þessa dagana. Hið slæma ástand á Kýpur, sem hófst með stjórnarbyltingunni þar i júli 1974, kom einnig til kasta Alls- herjarþingsins. Samkomulag um vopnahlé hafði verið undirritað 30. júli, en það dugði illa og var marg- sinnis brotið. Þingið samþykkti ályktun, þar sem öll riki eru hvött til að virða fullveldi og sjálfstæði Kýpur og forðast ihlutun og árásir á landi. Hvatt var til þess, að allt erlent herlið yrði hiö bráöasta á brott úr eynni og að samningavið- ræður færu fram með aðstoð Sam- einuöu þjóðanna. Framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna var beðinn að halda áfram aðstoð við Ibúa landsins og skorað var á öll riki að leggja af mörkum til þeirrar aðstoðar. Þótt varanleg lausn á Kýpur-vandamálunum eigi enn langt I land, hefur öldurnar lægt og tækifæri skapast til viðræöna milli þjóðabrotanna, ekki aðeins um mannúðarmál heldur einnig um stjórnmálaleg samskipti. Þess- um viðræðum er stöðugt haldið á- fram með aðstoð sérstaks fulltrúa framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóöanna á Kýpur og er hér glöggt dæmi um mikilvægt hlutverk sam- takanna á sviði friðargæzlu. Eftir 6. sérstaka Allsherjarþing- ið, Mannfjöldaráðstefnuna og Mat- vælaráðstefnuna var eðlilegt, aö Allsherjarþingið nú fjallaði i rikum mæli um hin mjög alvarlegu vandamál, sem skapast hafa, og þann glundroða, sem rikir á sviði efnahags- og félagsmála I heimin- um. Samkomulag varð um nokkrar merkar ákvarðanir varðandi þessi vandamál, svo sem stofnun Al- þjóðamatvælaráðsins, en um önnur vandamál, einkum efnahagslegs eðlis, urðu hatrammar deilur. Samþykktur var að visu einnig sáttmáli um efnahagsleg réttindi og skyldur rikja (Charter of Economic Rights and Duties of States), en þvi miöur skorti tölu- vert á að nægur samkomulagsandi rikti við frágang á efni hans og oröalagi. Upphaf þessa sáttmála má rekja til 3ju viðskipta- og þró- unarráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna (UNCTAD), sem haldin var I mai 1972. Þar var ákveðið að setja á fót vinnuhóp 31 rikis, sem slðar var fjölgað i 40 riki, til að gera upp- kast að sáttmála um efnahagsleg réttindi og skyldur þjóða. Um tima á árinu 1974 þóttu líkur benda til samkomulags, en sfðar dró I sund- ur með iðnvæddum rlkjum og hin- um vanþróuðu. Einkum ollu á- greiningi ákvæði um þjóðnýtingu erlendra eigna og skaðabóta- greiðslur i þvi sambandi, svo og á- kvæði um vlsitölukerfi, er tengdi verðlagningu hráefnis útflutnings vanþróuðu rfkjunum. Litið þokað- ist i átt til samkomulags á sjálfu Allsherjarþinginu. Töldu þvi marg- ir hyggilegt að ætla rýmri tima til þess að ljúka gerð sáttmálans, þar sem raunhæft gildi hans væri að verulegu leyti komið undir þvi að flest eða öll rfkustu og áhrifamestu aðildarrikin gengju til fylgis við hann. Hinn nýi meirihluti innan samtakanna kaus hins vegar að leiöa málið til lykta nú og var sátt- málinn þvi samþykktur á þinginu og hlaut að visu yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Island, Finn- land og Sviþjóð voru meðal þeirra rikja, sem greiddu atkvæði á móti honum. Auk þeirra mála, sem ég hefi nú getið, fjallaði Allsherjarþingið um marga hefðbundna dagskrárliði, t.d. á sviði afvopnunar, félags- mála, kynþáttamála og nýlendu- mála. Léttara var yfir umræðum um nýlendumálin nú en oft áður, vegna stefnubreytingar Portúgals og ákvörðunar nýrra ráðamanna i þvi landi um að veita nýlendum landsins I Afriku frelsi. Ætla má, að þrotlaust starf að þessum málum innan vébanda Sameinuðu þjóð- anna eigi sinn þátt i þessari þróun. Fækkar nú þeim löndum, sem ekki hafa hlotið sjálfstæði. Sú beiting meirihlutavalds á þing- inu,sem ég hefi vikið að, skapaði ó- neitanlega spennu, er mjög gætti i störfum þess lengst af. En undir lokin gerðist það svo, að þessi breyttu viðhorf innan samtakanna urðu sérstakt umræðuefni. Tókust um málið allsnarpar deilur. Hygg ég að þær hafi orðið til þess að hreinsa nokkuð andrúmsloftið. Er þvl ekki útilokað, að aftur muni komast á meira jafnvægi I störfum samtakanna — enda er heillavæn- legur árangur af þeim mjög kom- inn undir þvi að samkomulagsvilji sé ráðandi. Ég skal ekki gera störf siðasta Allsherjarþings að frekara umtals- efni, enda hefi ég nú varið til þeirra rlflegri tima en áður. Fulltrúar þingflokkanna sátu þingið eins og undanfarin ár. Siðustu vikur Alls- herjarþinganna eru þar miklar annir, þegar nefndir eru að ljúka afgreiöslu mála og þau eru tekin til lokaafgreiðslu á fullskipuðum fundum Allsherjarþingsins sjálfs. Mér er kunnugt um, að i hópi full- trúa þingflokkanna hafa heyrst raddir um, að æskilegt væri, að þeir væru ekki eins bundnir við setu á nefndarfundum og þingfundum eins og nú er raunin, heldur hefðu frjálsari aðstöðu til að kynna sér þingmál og alþjóðamálefni. Hefur i þessu sambandi verið bent á, að t.d. þingmenn i sendinefndum hinna Norðurlandanna hafa rýmri aöstöðu að þessu leyti. Ég tel, að þetta sjónarmið eigi við nokkur rök að styðjast. En meðan utanrikis- þjónustunni er ekki sköpuð aðstaða tilaö hafa við þingstörfin fleiri full- trúa en verið hefur, er óhjákvæmi- legt að sllkar fundarsetukvaðir fylgi þátttöku þingflokkanna I störfum Allsherjarþingsins, þar sem hinar 7 föstu þingnefndir sitja tiðum að störfum samtimis auk allskyns funda rikjahópa og ann- arra, sem sinna þarf. Ég er hins vegar fús til að Ihuga fyrirkomulag þessara mála nánar með fulltrúum þingflokkanna, ef þess væri óskað. Burtséð frá Allsherjarþinginu vildi ég I sambandi við Sameinuðu þjóðirnar geta hér um samstarf Is- lands við Þróunarstofnun Samein- uðu þjóðanna, áframhaldandi setu tslands I Auðlindanéfnd samtak- anna og vikja að Háskóla Samein- uðu þjóðanna. Samkvæmt yfirstandandi áætlun um samstarf Islands og Þróunar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem nær yfir árin 1972—1976, fær tsland aö jafnaði 200 þúsund dala framlag á ári frá Þróunarstofnun- inni eða sem svarar um 30 milljón- um króna á núverandi gengi, þ.e. nálægt 150 milljónir króna á tima- bilinú öllu. Innan ramma þessarar áætlunar hefur verið unnið að yfir 20 verkefnum á margvíslegum sviðum þjóðlifsins, þ.á m. málm- leit, ferðamálum, útflutningsstarf- semi iðnaðarins, lax- og silungs- rannsóknum, fiskvinnslurannsókn- um, nýtingu og vernd beitilanda, loftmynda- og kortagerð, ylrækt, endurskipulagningu og margs kon- ar framförum á sviði iðnaðar — og þannig mætti fleira telja. Hygg ég að nú að um það bil hálfnuðu tima- bilinu sé farin að koma i ljós ýmiss árangur þessarar starfsemi. Það er gagnlegt fyrir ísland að geta þannig notið sérfræðiaðstoðar og leiöbeininga frá og fyrir milligöngu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. En þvi er ekki að leyna, að hinar háu meðaltekjur á mann hérlendis gera það að nokkru sam- vizkuspursmáli að þiggja frá stofn- uninni meira fé en við sjálfir leggj- um til hennar. A fjárlögum þessa árs nemur okkar skerfur til Þró- unarstofnunarinnar 9,6 milljónum króna. Ég tel, að við þurfum að stefna að þvi, að árlegt framlag okkar hækki svo að það sem fyrst svari til þess, sem viö hljótum frá stofnuninni — enda er henni fyrst og fremst ætlað að ráðstafa fé sinu til hinna svonefndu þróunarrikja. Island var endurkjörið i Auð- lindanefnd Sameinuðu þjóðanna frá 1. janúar 1975 til næstu fjögurra ára. Nefndin gegnir þvi hlutverki að gera tillögur til Efnahags- og fé- lagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna um stefnumörkun varðandi nýt- ingu og varðveizlu náttúruauð- linda. Nefndin heldur fundi annað hvert ár og kom hún nýverið saman I Tókió. Þar var samþykkt tillaga frá Islandi, auk Indlands, Italiu, JapansogKenya,þarsem m.a. var bent á mikilvægi jarðhitans sem orkugjafa og lagt til, að hinn ný- stofnaði Háskóli Sameinuðu þjóð- anna annist rannsóknir og gangist fyrir hagnýtri fræðslu á þessu sviði. Háskóli Sameinuðu þjóðanna hefur nú verið settur á fót, rektor verið kjörinn og skólanum valinn staöur i Tókió, en jafnframt er gert ráð fyrir að hann geti staðiö að starfsemi víðar um heim. Er nú unniö aö frekara undirbúningi að starfsemi skólans. Ef skólinn lætur jarðorkumál til sin taka, kemur fyllilega til álita, að starfsemi skól- ans á þvi sviði verði valinn staður hér á landi. Sömuleiöis hefur verið ræddur sá möguleiki, aö hérlendis fari fram visinda- og rannsóknar- starfsemi i haf- og fiskifræðum á vegum skólans. Þessi mál þurfa nú nánari athugunar við af íslands hálfu, en að sjálfsögöu veltur einn- ig mikið á þvi, hvernig fer um fjár- mögnun til starfsemi skólans. Hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna Þegar á heildina er litið, verður aö telja, að fundir hafréttarráð- stefnunnar i Caracas sl. sumar hafi borið þann árangur, sem með sanngirni var hægt að ætlast til. Það eru einkum þrjú höfuðatriði sem hafa verður f huga I þvi sam- bandi, þ.e. (1) ástæður fyrir hæg- um gangi mála, (2) núverandi stööu mála á ráðstefnunni og (3) framhald ráðstefnunnar. 1 fyrsta lagi er ýmislegt sem geröi störfin seinunnin þrátt fyrir mikinn undirbúning á undanförn- um árum. Má þar minna á, að nokkur timi fór I það að ganga frá þingsköpum ráðstefnunnar og var þar m.a. staðfest það sjónarmið, sem Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hafði ákveðið, að þraut- reyna skyldi allar leiöir til sam- komulags áður en til atkvæða- greiöslu kæmi. Fór þvi mikill timi i að sendinefndir hinna einstöku rikja settu fram sinar ýtrustu kröf- ur, þannig aö minna var um að til raunverulegrar samningaviðleitni kæmi. Þá ber þess og að minnast að slikar kröfugerðir taka langan tima þegar um er að ræða 138 þjóð- ir en einungis 90 þeirra höfðu haft fulltrúa I undirbúningsnefndinni. Loks er þess að geta, að ráðstefn- unni er ætlað að fjalla um 100 mála- flokka, sem unnið er að heildar- lausn á. Þar sem öll málin eru ná- tengd koma upp allskonar sveiflur, ekki aðeins innan hvers málaflokks heldur og ekki siður milli mála- flokka, þar sem mismunandi mikið er lagt upp úr hinum ýmsu atrið- um. Sem dæmi má taka það, að fjölmörg ríki hafa engan áhuga á að styðja 200 milna efnahagslög- sögu, nema þau fái eitthvað i stað- inn. Svo er þvi farið um landluktu rikin og riki sem telja sig hafa ó- hagstæða landfræðilega legu. Ekk- ert þeirra getur beitt 200 milna lög- sögu hjá sér og þegar þess er gætt að slik riki eru um 50 talsins gætu þau e.t.v. haft 1/3 atkvæða á valdi sinu og þar með komið i veg fyrir heildarlausn, sem væri þeim ekki að skapi. Og svo mætti lengi telja. i ööru lagier rétt að rekja hér I höfuðdráttum stöðuna i helztu málaflokkum. Fyrsta nefnd — alþjóða hafsbotnssvæðið Enda þótt samkomulag sé um að auölindir alþjóða hafsbotnssvæðis- ins beri að nýta i þágu mannkyns- ins og einkumþróunarlandanna, er mikill ágreiningur fyrir hendi. Þró- unarlöndin vilja, að Alþjóða hafs- botnsstofnunin hafi sem mest völd og sjái sjálf um rannsókn og hag- nýtingu auðlindanna. Iðnþróuðu rikin telja þetta óraunhæft og vilja að stofnunin gefi út leyfi til rikja eða stofnana og fyrirtækja á þeirra vegum. Er hér um grundvallará- greining að ræða, en reynt er að finna milliveg og þá aðallega þann- 9 ig að tryggt sé að þau fyrirtæki, sem verkin taka að sér hafi fast á- kveðnar reglur til aö byggja störf sin á. Mikil vinna hefur verið lögð i að finna lausn I þessum málum mörg undanfarin ár og liggja val- kostir nú að mestu leyti fyrir. Inn I umræöurnar hafa blandazt ýms efnahagsleg sjónarmið varðandi á- hrif vinnslu á heimsverð málmteg- unda og hömlur i þvi sambandi. Loks er um að ræða stjórnunar- fyrirkomulag á svæðinu og er þar gert ráð fyrir þingi, ráði, dómstól og skrifstofu, en ýmsar skoðanir eru uppi um skipan þessara mála. Önnur nefnd önnur nefnd fjallar um öll önnur mál ráöstefnunnar en alþjóða hafs- botnssvæðið (fyrsta nefnd), meng- un og visindalegar rannsóknir (þriöja nefnd). Er þar um að ræða landhelgi, efnahagslögsögu, fisk- veiöar á úthafinu o.s.frv. Er nú svo komið aö mikill stuðningur er fyrir 12 milna landhelgi og allt að 200 milna efnahagslögsögu og flutti ís- land ásamt nokkrum öðrum strandrikjum tillögu sem byggðist á þessu (ráðstefnuskjal L.4)). Hitt er jafn ljóst að mörg riki binda stuðning sinn við þessi sjónarmið þvl skilyrði að virtur sé réttur ann- arra þjóða til aö stunda veiöar inn- an 200 milna markanna og er þá rætt um að þau fái aðgang að þvi magni, sem strandríkið ekki getur hagnýtt sjálft innan leyfilegs há- marksafla á svæðinu. Þá ber þess og aö geta að ýms riki vilja þvi að- eins fallast á þetta fyrirkomulag, aö tryggö sé óhindruð umferð um alþjóöleg sund. A fundinum i Caracas voru mál þau, sem II. nefnd fjallar um, flokkuð og settir fram valkostir á hinum ýmsu sviöum. Var gengið frá sérstöku skjali i 243. gr. (skjal 62/c. 2/W. P.l), sem er mjög viða- mikiö og flókið. Verður það nú eitt höfuðviöfangsefnið á Genfarfund- inum að reyna að fækka þessum valkostum eftir megni og undirbúa þar með atkvæðagreiðslur. Skjal þetta hefur verið sent meölimum utanrikismálanefndar. Þriðja nefnd 1) Mengun Almennt samkomulag er um að samvinna skuli höfð um að fyrir- byggja mengun og setja alþjóðleg- ar reglur i þvi efni i samræmi við samþykktir Stokkhólmsráðstefn- unnar um umhverfismál, London- ar- og Oslósamninganna um varnir gegn mengun o.s.frv. Hins vegar er mikill ágreiningur um hvort það mál skuli vera i höndum heimarik- is hlutaðeigandi skips. Þá er og mikill ágreiningur um það að hve miklu leyti strandrikið sjálft hafi rétt til að setja reglur sem gangi lengra en hinar alþjóðlegu reglur. 2) Visindalegar rannsóknir. Aðal ágreiningsefnið hér er að hve miklu leyti strandriki geti bannað visindalegar rannsóknir. Ýms þróunarlönd vilja að það mál sé algjörlega I höndum strandrikis- ins.en iönþróuðu rikin berjast fyrir vlðtæku frelsi til rannsókna i sam- vinnu viö strandríkið. t þriðja lagier svo spurningin um framhald ráðstefnunnar. Næsti fundur ráðstefnunnar er I Genf dagana 17. mars — 10. mai 1975 og ákveðið er að undirritun væntanlegs alþjóðasamnings skuli fara fram i Caracas. Á allsherjar- þinginu reyndi forseti ráðstefnunn- ar að beita áhrifum sinum til þess að tekin væri inn i ályktun þingsins ákvæði um að ráðstefnunni verði heimilt að ákveða annan fund til viöbótar við Genfarfundinn, ef þess þætti þörf, áður en til undirskrift- arfundarins kæmi i Caracas. Þessu fékk hann þó ekki framgengt, enda þótt flestir séu á þeirri skoðun að nauðsynlegt muni verða að hafa einn fund til viðbótar eftir Genfar- fundinn og áður en til Caracas fundarins kemur. Verður ekkert endanlega um það sagt fyrr en I lok Genfarfundarins. A Genfarfundi ráöstefnunnar er haldið áfram þar sem frá var horf- ið og reynt enn að ná samkomulagi án atkvæðagreiðslu. Ef það tekst ekki tiltölulega fljótt á Genfarfund- inum, verður gripið til atkvæða- greiðslu. Málin standa nú þannig, að mikil átök eru um ýms veigamikil atriði. Ljóst er að útlinur heildarlausnar muni byggjast á 12 milna land- helgi, allt að 200 milna efnahags- lögsögu og stjórnunarfyrirkomu- lagi á alþjóða hafsbotnssvæðinu. Framhald á bls. 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.