Tíminn - 15.05.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.05.1975, Blaðsíða 1
ciiueK TARPAULIN RISSKEMMUR SKLJLATÚNI 6 -SIMI (91)19460 /• Stjórnlokar Olíudælur Olíudrif Landvélarhf KARLMAÐUR MYRTUR í ÓLAFSVIK Gsal-Reykjavik — Tæplega tvi- tugur piltur úr ólafsvik viöur- kenndi siðari hluta dags I gær, að hafa veitt féiaga sinum áverka meö hnifi en hann fannst látinn f gærmorgun. Gerðist atburðurinn f verbúð I Ólafsvfk í fyrrinótt óg voru báð- ir mennirnir ölvaðir. Hinn látni var utanbæjarmað- ur, kvæntur og tveggja barna faðir. Hann var 37 ára að aidri. Að sögn sýslumannsins i Stykkishólmi sem hefur rann- sókn málsins meö höndum, kom fram við yfirheyrslur I gær, aö mennirnir voru tveir saman i verbúð i fyrrakvöld og höföu vin um hönd. Komu upp illindi milli þeirra, sem leiddu til þess að pilturinn réðstá félaga sinn með hnifi og veitti honum áverka. Morðið var framið i verbúð fiskvinnslustöðvarinnar Hróa og skömmu eftir það handtók lögreglan I ólafsvik þann grun- aöa, sem játaði á sig verknaöinn I gær eins og áður segir. Lik mannsins var flutt til Reykjavikur i gær. Pilturinn hefun verið úrskurð- aður I 60 daga gæzluvarðhald og er honum gert að sæta geðrann- sókn á þvi timabili. Ekki er unnt að skýra frá nafni hins látna að svo stöddu, né nafni piltsins. Alls staðar sam drdttur í minka- rækt nema hér Gsal-Reykjavik — Taliö er að framteiðsla minkaskinna i heim- inum, muni dragast allverulega saman á þessu ári, jafnvel um allt að 15%. Samdrátturinn er sér- staklega mikill i Bandarikjunum og á Noröurlöndunum, t.d. i Noregi og Danmörku. Ástæður þessa eru einkum tvær, f fyrsta iagi eiga minkaræktendur i þessum löndum i harðri sam- keppni um fóður við hunda- og kattavini, og hefur það leitt til þess, að fóður þarf að kaupa dýr- um dómum. t öðru lagi hefur nokkurt verðfall orðiö á skinnum á þessu ári. Af þessu tilefni sneri Timinn sér til Sigurjóns B. Jónssonar, minkaræktarráöunauts, og taldi hann, að þessi samdráttur myndi vart hafa neikvæö áhrif á minka- rækt hér á landi nema siður væri. Ástæðan væri sú, að hér er hægt að kaupa fóður á mjög hagstæðu veröi og aöstæöur allar hér á landi eru hinar ákjósanlegustu. Sigurjón sagði, að verð á minkaskinnum hefði aö undan- förnu falliö um 25-30% i Vestur- Evrópu, en tvær gengisfellingar hér heföu komið i veg fyrir, aö áhrifa verðlækkunarinnar hefði gætt hjá minkaræktendum hér. Nefndi hann, að nú fengju is- lenzkir minkabændur, svipað verð I krónutölu fyrir skinnin og á sama tima i fyrra, þrátt fyrir verðfallið. Sigurjón sagði, aö t.d. i Noregi væru minkabændur mjög illa settir vegna veröfallsins, þvi aö kostnaður við framleiöslu & hverju skinni væri nánast jafnhár og það verð sem fyrir þaö fengist. Öfund þeirra sem ekkert fá - SEGIR SKIPSTJÓRINN Á REYKJABORG UM ÁSAKANIR Á HENDUR HONUM FYRIR ÓLÖGLEGAR SÍLDVEIÐAR ÓLAFUR Jóhannesson dóms- málaráðherra fylgdi i gær úr hlaði frumvarpi um umferðar- lög, er tekið var fyrir i neðri deild. Hann gat þess, að um sið- ustu áramót hafi verið skráðar 70.159 bifreiðar á landinu. Til at- hugunar hefur veriö að taka upp nýtt númerakerfi og gera skráninguna auðveldari og ó- dýrari. Felst það i þvi, að sama skráningarnúmerið verður á hverri bifreið frá þvi hún kemur til landsins, þar til hún er af- skráð ónýt, burtséð frá þvi, hvort eigendaskipti verða eða eigandi flyzt milli lögsagnar- umdæma. Gert er ráð fyrir að númerin verði með tveim bók- stöfum og þrem tölustöfum. Þannig er möguleiki á að skrá 670 þúsund farartæki. Eins og Timinn hefur skýrt frá er þetta nýja númerakerfi þegar komið i framkvæmd hjá Bifreiðaeftirliti rikisis. 1 frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir aö bæta aðstöðu Bif- reiðaeftirlits rikisiins. Þar eru ákvæði um notkun vélsleöa, en taliö er aö 1200 slikir hafi verið fluttir til landsins. Hafa þeir ekki veriö skráningarskyldir. Lagt er til aö sérstök skráning veröi tekin upp fyrir þau öku- tæki og þau nefnd beltabifhjól, þau verði tryggingaskyld og ákvæði sett um ökuréttindi þeirra, sem þeim stjórna. Þá er ákvæði I frumvarpinu um hámarkslengd ökutækja. Lagt er til i frumvarpinu, að vátryggingarfjárhæðir bifreiða 'hækki, og verði sjálfsábyrgð aukin, en afgjöld ekki. Dómsmálaráðherra kvaðst gera sér ljóst, að frumvarp þetta næði tæpast fram að ganga á þessu þingi. höfum enga möguleika á að hafa nokkra sild um borð hjá okkur áður en viö komum til Færeyja frá Islandi sagði hann. Við höfð- um lítinn is og fáa kassa, enda komum við viö i Færeyjum til að ná I hvorutveggja. Þar kom fjöldi manns um borö og getur borið vitni um aö sild var engin i skip- inu. Astæöuna fyrir þessari ásökun, sagðist Halldór trúa að væri áróður á móti nótabátum, og hrein öfund sjómanna, sem hafa veriö við veiöar i Norðursjónum i allt að þrem vikum og mjög litinn afla fengiö. — Það hefði verið alveg útilokað fyrir okkur að framkvæma þessa svokölluðu ólöglegu veiði. Þá sagöi Halldór, að þeir heföu komiö inn i gær meö 35 tonn af sild, sem landaö verður i nótt, og seld á fimmtudagsmorgun, sagðist hann ekki eiga von á góðri sölu, þar sem sildin væri mjög blönduð. Utgerðarmaður Reykjaborgar óli Guömundsson, sagðist lita á þetta eins og illkvittna kjaftasögu og sagði að Reykjaborgin heffti einfaldlega verið heppnari en önnur skip, sem stunda sildveiðar I Noröursjó nú. Þórður Asgeirsson skrifstofu- stjóri hjá sjávarútvegsráðuneyt- inu, sagði i gærdag, að eftir að þeim hefði borizt orðrómur þessi tileyrna,heföi verið litið mjög al- varlega á málið og rannsókn þeg- ar hafin á ferðum skipsins og sift- an sendar dómsmálaráftuneytinu, sem ákveöur frekari aðgerðir i málinu. — Ég vil helzt ekki trúa þvi, að ólögleg veiöi hafi þarna farið fram, þvi sjómenn líta á svæðið viö Hrolllaugseyjar, sem heilagt svæði, en þar var sildin alfriðuð 1972, sagði Þóröur. sókn enn í fullum gangi BH-Reykjavik — Hvað snertir hugsanlegar eignir Islendinga á Spáni, er rannsókn málsins enn i fullum gangi og engan veginn á lokastigi, þannig að um það er ekkertað segjaá þessu stigi máls- ins, sagði ólafur Nilsson skatt- rannsóknastjóri i viðtali við blað- ið i gær. Tilefni þess, að blaðið sneri sér til hans með fyrirspurn varðandi þetta, voru ummæli spánska lögfræðingsins Busta- mente, sem annazt hefur samn- ingagerð Feröaskrifstofunnar Ot- sýnar við hótelhringinn Sofico. Hann var að þvi spurður á blaða- mannafundi i gær, hvort vitað væri um islenzka eigendur að ibúðum i Sofico-hótelum, en hann kvaöst ekki vita af neinum slik- um, enda þótt vist væri, að eig- endurværu dreifðirviða um lönd. Yfir 70 þúsund bílar í landinu Reykjaborgin kemur til hafnar i Reykjavik hiaðin loðnu, en mynd- ina tók Róbert sl. ár. Ekki kunnugt um íslenzka íbúðaeigendur í Sofico-hót- elum en rann- LANDS- BYGGÐAR- SAFN í ÁRBÆ? O gébé—Rvik — Halidór Lárusson skipstjóri á Reykjaborg sagfti i simtaii vift Timann i gærkvöld, að orftrómur um ólögiega sildveiði hans við Hrollaugseyjar væri uppspuni frá rótum. — Það er hægt að sjá það í dagbók skipsins, sagði Halldór, hvar við veiddum þá sild, sem við svo seldum I Hirtshals 9. mai. Það voru 63 tonn, sem við fengum á 60 gráð- um norður og 4 gráður og 10 mfnútum vestur. A vegum sjáv- arútvegsráðuneytisins fór fram I gær uppiýsingasöfnun um ferðir skipsins og átti siðan að senda þau gögn til dómsmálaráðuneyt- isins. Reykjaborg var nýkominn til Hirtshals i gærkvöld er Timinn náði sambandi við skipstjórann, Halldór Lárusson. Hafði hann að sjálfsögðu ekkert um málið heyrt og var mjög his^a, er honum var sagt frá þessari ásökun. — Við

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.