Tíminn - 15.05.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.05.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 15. mai 1975 Káta ekkjan í París Það glitrar á demanta um háls hennar, og þeir eru meira virði en mannorðið. Hún er mjög umtöluð kona, hún Madame Su- karno, sem dvelst i Paris um þessar mundir. Hún á sér undarlega sögu. Eitt sinn var hún næturklúbbasöngkona i Tokyo. Einu sinni varð hún fyrir þvi láni að hitta Sukarno Indö- nesiuforseta i teboði, og fljót- lega gengu þau i hjónaband. A meðan þau voru trúlofuð skrif- aði Sukarno henni hvorki meira né minna en þrjú hundruð ást- arbréf. Siöan giftust þau, og hún fluttist i forsetahöllina i Djakarta. Það var ekki sérlega skemmtilegt að búa I höllinni. Forsetinn leyfði konu sinni ekki að fara mikið út fyrir hallar- veggina og hún var nánast eins og prinsessa lokuð inn i hallar- turni. Allt i kring um hana voru vopnaðir verðir. Af öllu þessu varð hún mjög taugaóstyrk, og endirinn varð sá, að hún fór i klaustur og ákvað að verða nunna. Sú ákvörðun stóð reynd- ar ekki lengi, og aftur sneri for- setafrúin til hallarinnar. A með- an hún lá á fæðingadeild i Jap- an, árið 1967, og var að eiga dóttur þeirra hjóna, Karinu, var Sukarno forseti tekinn fastur og settur i fangelsi. Þá fannst frúnni réttast að halda ekki aftur til Indónesiu, heldur fara til Parisar, sem hún gerði. Þremur árum siðar dó Sukarno. Dewi, Madame Sukarnó, varð um leið kátasta ekkjan i Paris. A hverju kvöldi dansar hún, og á daginn borðar hún með vinum slnum, þar á meðal Sorayu prinsessu. A eftir fara þær svo gjarnan til Christians Dior og panta sér þar falleg föt, til þess að geta farið i á dansleikina. Það hafa margir sýnt áhuga á Madame Sukarno. Sjálf er hún mjög veik fyrir prinsum. Hún fer á skiði i St. Moritz og syndir i Saint Tropez, og alltaf er heill prinsahópur i kring um hana. Einn þessara prinsa er sagður hafa breitt út seðlabunka fyrir framan frúna, rétt eins og hann færi að breiða út gólfábreiðu, og svo átti hún að ganga á seðlun- um, til þess að verða ekki óhrein á fótunum. Þetta hafði samt engin áhrif á hana, og hún sneri við honum bakinu rétt eins og öllum hinum. Hún segist vera ánægð með lifið eins og það er. Hér eru svo nokkrar svipmyndir úr lifi frúarinnar. Á einni þeirra er hún með Karinu litlu dóttur sinni. A annarri er hún aö strjúka hárið á einum vina sinna. Francisco Paesa. Þá tek- ur Regine, drottning samkvæm- islifsins I Paris á móti henni á einni myndinni, og að lokum er svo mynd af henni og hertogan- um af Sabran-Ponteves, á leið i veizlu. DENNI DÆMALAUSI „Svaka flott. Þetta er allt annað heimili séð héðan ofan frá”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.