Tíminn - 15.05.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.05.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur-15. maí 1975. Fimmtudagur 15. mal 1975. TÍMINN 9 ísland er fámennt land, og þótt listamenn séu margir, þá eru þeir til- tölulega fáir, sem tekst að sjá sér farborða með liststörfum, en þá er auðvitað átt við skap- andi listamenn, tón- skáld, myndlistarmenn og rithöfunda. Og svo haldið sé áfram með þá siðasttöldu, þá má lik- lega telja þá á fingrum annarrar handar, sem lifa af þvi að semja bæk- ur, einvörðungu, án þess að liða beinan skort. Einn þeirra er Gunnar M. Magnúss, rithöfund- ur, en hann hefur undan- farin 25 ár stundað það sem aðalstarf, — og eina starfið— að setja saman bækur, leikrit og út- varpsefni. Gunnar M. Magnúss gaf út sína fyrstu bók árið 1928, Fiðrildi en þaö voru smásögur. Brekkur, sem var unglingabók, kom árið 1931 og siðan Börnin I Vlðigeröi, sem kom út árið 1933, en það er liklega frægasta unglingabók Gunnars. Annars má skipta ritum hans i þrjá meginflokka. Skáldrit, sagn- fræði og barna- og unglingabæk- ur. Leikritin flokkast svo innan þessara sömu flokka. Gunnar M. Magnúss hefur gefið út 46 frumsamdar bækur og margar þeirra hafa verið endur- útgefnar og þýddar hafa þær ver- iö á fjölmörg tungumál. Auk þess liggja eftir hann hundruð blaða- greina, auk annars efnis, og mik- ið mun enn til i handritum. Verð- ur hann þvi að teljast með af- kastamestu höfundum þessarar aldar. Við hittum Gunnar að máli nú fyrir skömmu, en lengi hafði staðið til að rita um rithöfundinn Gunnar M. Magnúss í Timann, þótt eigi hafi til þess komið fyrr en nú. Sagðist honum frá, sem fer hér á eftir: Höfundar sækja i æskustöðvarnar efni og atvik — Ég er fæddur á Flateyri við önundarfjörð en ólst upp i Súg- andafirði og þar varð ég sjómað- ur, er ég hafði aldur til, en siðan lá leiðin i Kennaraskólann. Það var mjög merkileg reynsla aö alast þarna upp i þröngum firði, hafandi svo úthafið þvert fyrir fjarðarkjaftinum alla daga. Einkum er þetta merkilegt, ef það er skoðað i samhengi við borgarlifið, eins og það er nú, t.d. I Reykjavik. — Hefur þetta komið fram I rit- störfum þlnum? — A þvl er ekki minnsti vafi. Þaö eru liklega fáar bækurnar minar, sem æskustöðvarnar eiga ekki einhver itök i. Hugurinn hvarflar ávallt þangað, og það eru bæði persónur, tiðarandinn og umhverfið, sem þarna koma til. Annars er þetta algengt hjá höfundum, en veldur ekki erfið- leikum, þvi að i raun og veru er allt fólk eins, i meginatriðum. — Þetta kemur fram viða og ég get bent á atvik, þessu til stuðn- ings. Arið 1937 var ég i Danmörku og skrifaði unglingasögu, sem hlaut nafnið Suður heiðar. Sama fólk i Búlgariu og á Súgandafirði? Þessi saga byggðist einvörð- ungu á bernskuminningum min- um. Hún hefur nú verið þýdd á a.m.k. fjögur tungumál, þar á meðal á rússnesku, búlgörsku og þýzku. Búlgarskur maður, lögfræðing- ur að mennt, sem vinnur mikið að þýðingum á búlgörsku úr Norður- landamálum, skrifaði mér ágætt bréf og sagði m.a.: — Þegar ég var að lesa þess islenzku bók, fannst mér og okkur fleiri, sem búum á allt öðru horni heimsins, aö við værum að lifa upp okkar eigin æsku, eins og hún gekk til i Búlgariu á svipuðum tima. Nefndi hann dæmi um þetta, að I raun og veru væru búlgarskir strákar svipaðir þfeim vestfirzku. Tilgreindi hann m.a. söfnunar- náttúru, félagsstarfsemi, leyni- félög og einhver hvöt var einnig á báðum þessum stöðum tif þess að láta gott af sér leiða. Sitthvað fleira nefndi hann máli sinu til stuðnings. Þetta segir okkur, að i bókinni sé fjallað um þetta sameiginlega, sem til er i öllum manneskjum og þvi hefur vestfirzkt uppeldi i mörgu tillitit þjóðlegt og þá al- þjóðlegt gildi. Utanhéraðsmaður kjörinn á þing fyrir vestan — Var ekki heitt I kolunum i pólitlkinni á þessum uppvaxtar- árum þinum? — Jú. Það gat verið svipti- vindasamt. Ég man vel þegar As- geir Asgeirsson bauð sig fyrst fram i V-lsafjarðarsýslu, 1923 að mig minnir. Asgeir var afskap- lega glæsilegur maður og per- sónuleiki og ég tel að hann hafi i raun og veru verið búinn að afla sér pærsónulegs fylgis i sýslunni áður en hann tók til máls á stjórn- málafundum. Ég hafði ekki kosn- ingarétt þá, var of ungur. Asgeir kom fram á pólitiskum fundi á Suðureyri. Ég var þá for- maður Iþróttafélagsins þar og viö< studdum Ásgeir, héldum meira að segja samkomu fyrir hann á Suðureyri. Þetta var eftir stjórn- málafundinn og hann flutti skemmtilegt erindi fyrir okkur um Dala-karlana I Svíþjóð. Asgeir Asgeirsson var kjörinn á alþingi þá, fyrsti utanhéraðsmað- ur aldarinnar, sem kjörinn var á þing. Hann sigraði með miklum yfirburðum og hélt kjördæminu I tæplega þrjá áratugi, eða til árs- ins 1952 að hann varð forseti ís- lands. Nokkru slðar fór ég suður og settist i Kennarskólann og þá varð Ásgeir kennari minn. í framboði á móti Ásgeiri — 200 kall frá Jóni Axel — En þú varsteinhverntimann I framboði á móti Asgeiri var það ekki? •— Jú það var nokkrum árum siðar,aðég bauð mig fram á móti Asgeiri. Jón Axel Pétursson var þá framkvæmdastjóri Alþýðu- sambandsins og vissi að ég var að fara vestur i sumarleyfi með fjöl- skyldu mína. Hann sagði Alþýðu- flokkinn vera alveg i vandræðum með fraTnbjóðanda i sýslunni og bað mig að fara fram. Varð það úr aö ég lét til léiðast, og ég man að ég fékk 200krónur til fararinn- ar, eða til þess að standa straum að kostnaði við framboðið. Og ég bauðmig svo fram fyrir Alþýðu- flokkinn, en aðrir frambjóðendur voru Guðmundur Benediktsson og svo Asgeir Asgeirsson. Ég fékk auðvitað ekkert — 35 atkvæði eða svo. Svo varð kjör- dæmabreyting og við næstu kosn- ingar bauð ég mig fram á móti sömu mönnum og fékk þá 165 at- kvæði og fékk nú varauppbótar- mannskjörbréf. 100 dagar á alþingi Arið 1936 og 1937 var ég erlendis við nám i Kennaraháskólanum i Kaupmannahöfn og þá fór Ásgeir I framboð fyrir Alþýðuflokkinn og hefur þá vafalaust fengið þessi 165, sem ég hafði fengið fyrir flokkinn. — Nú er Ásgeir þingmaður Framsóknarflokksins, kjörinn utanflokka og siðan fyrir Alþýðu- flokkinn. Þetta er einsdæmi, að maður sé „hafinn yfir” flokka- skipan. í hverju telur þú að þetta hafi verið fólgið? — Þetta var persónufylgi og ég held að enginn hafi haft eins litið fyrir þvi að afla sér fylgis, eins og hann. Þegar Asgeir hætti, vann Framsóknarflokkurinn kjördæm- ið og Eiríkur Þorsteinsson fv. kaupfélagsstjóri var kosinn á þing. — En þú komst á þing var það ekki. — Jú ég komst á þing löngu slð- ar og sat á þingi i 100 daga árið 1955. — En nú ertu atvinnurithöfund- ur og hefur veriö það lengi. Hve- nær hættirðu kennslu og byrjar að skrifa þér til framfærslu, auk annars? Skáldið og rithöfundurinn Gunnar M. Magnúss. Á myndinni með hon um er Margrét Guttormsdóttir kennari, kona Jóhannesar Helga. (Ljósm. Jóhannes Helgi.) „Múrinn” til Finnlands — Ég hætti kennslu árið 1947 og hefi siðan setið við að setja saman bækur og þess háttar. Má þvi segja að það séu rúmlega 25 ár, sem ég hefi lifað af ritstörfum Þetta hafa verið bækur, sem ég hefi skrifað, en auk þess útvarps- efni og núna seinast sjónvarps- efni. Þeir sýndu Múrinn eftir mig I sjónvarpinu og nú hafa Finnar ákveðið að taka Múrinn til sýn- ingar og er að þvi mikil uppörvun. — Hvernig er rithöfundum borgaö fyrir bækur? — A þvi er nokkur munur — mikill munur — þar ræður út- gefandinn mestu og fer líklega mest eftir sölu og söluhorfum. Þó eru launakjör rithöfunda að einu leyti verri en allra annarra, sém vinna að bókagerðinni. Höfundar fá yfirleittengin laun, fyrr en þeir skila handriti. Þó er það til i mál- inu að eitthvað sé greitt upp i þetta, en meginreglan mun vera sú, að fyrst verður höfundurinn að skila handriti, þá fyrst fær hann eitthvað borgað fyrir vinnu sina. Beðið eftir launum Ef um prósentur er að ræða, þá fær hann þó aðeins hluta af and- virði launa sinna, þegar hann hef- ur skilað handriti, siðan getur það tekið mörg ár að fá afganginn greiddan. Bóksalar gera upp einusinni á ári — ekki oftar — og þvi liður a.m.k. heilt ár á milli út- borgana. Ég er hræddur um að prenturum, bókbindurum og öllu starfsliði i prentsmiðjum, eða öðrum sem við þetta vinna, þætti það skrýtin latina, ef þeim væri ekki borgað fyrir vinnuna fyr en búið væri að selja verk þeirra i bókabúðum og búið væri að gera upp á mörgum árum. Þessum málum þarf að skipa i nýtt horf, alveg eins og á sinum tima var nauðsynlegt að neyða peningakerfi, launagreiðslum upp á atvinnurekendur (kaup- menn), sem kom i stað milli- færslu i verzlunum þeirra. Við verðum að finna kerfi, sem gerir höfundum það kleift að starfa að bókagerð með svipuðum hætti og þeir sem vinna að bókagerð i prentsmiðjum og á bókbandsstof- um. — Hafa kjör höfunda batnað, eða versnað á þessum 25 árum, sem liðin eru? — Um þetta er erfitt að segja, en ég held að þau hafi nú frekar batnað, en hitt. Þó er ekki hægt að segja annað en að á sumum svið- um hafa kjörin versnað. T.d. hvað varðar greiðslur fyrir útlán úr söfnum. Einkum hafa kjörin batnað, meðnýjum samningum viðrikis- útvarpið og aðra fjölmiðla, en i bókabransanum stendur þetta i stað. Rithöfundar einangruð stétt Rithöfundar eru einangruð stétt, sem ekkert hefur bak við sig nema þessar bækur, sem þeir hafa skrifað og svo auðvitað sam- tökin, sem ávallt hafa verið frem- ur hjálparvana. Það er til dæmis ekki fyrr en nú, að höfundar eru almennt farnir að lita á samtök sin sem stéttarsamtök, — barátt- una,sem stéttarbaráttu, sem átti fullan rétt á sér fyrir löngu. Sam- tökin hafa fram til þessa fyrst og fremst sýrit menningarviðleitni og menningarmálum áhuga, en hafa sinnt kjaramálum slaklega. Það er gott að vera i menningar- félögum, en til þess að hjara i þessum heimi, er stéttabarátta lika nauðsynleg fyrir höfundana. — Hvað um bókasafnsmálið? — Bókasafnsmálið er eitt af G.M.M., ásamt barnabörnum slnum, þeim Ásu Valgerði, Kristlnu og Eirlki. Myndin er tekin kl. 07.30 aö morgni 3. júll 1974 við Hótel Loft- leiðir, er börnin voru að fara til Danmerkur, þar sem þau búa með for- eldrum slnum, þeim Agnesi Engilbertsdóttur og Gunnsteini Gunnars- syni, lækni. Sæti númer sex þessum óleystu málum hér á landi. Það snýst um greiðslur til höfunda fyrir útlán á verkum þeirra i bókasöfnum. Milljónir eintaka fara i útlán á hverju ári. Fyrir þessar bækur fá flestir höfundar 5-600 krónur áári.Þeir, sem mest hafa skrifað, innan við 10.000 krónur á ári, og sá hæsti tæpar 20.000 krónur á ári. Með núverandi fyrirkomulagi eru greiddar 4 krónur á „kjölinn” i almenningsbókasöfnum. Skóla- bókasöfn og sérbókasöfn greiða ekkert. Þetta þarf að breytast, þannig að höfundar fái sanngjarna greiöslu fyrir verk sin. Þessi mál hafa veri leyst annarsstaðar á Norðurlöndunum, og fá nú höfundar þar obbann af tekjum sinum gegnum bókasöfnin. Þá er miðað við bókafjöldann, sem lánaður er út eftir einstaka höf- unda, en ekki við kjalafjöldann, sem liggur i hillum safnanna eftir einstaka höfunda. Bókasafns- gjöld eru samt væg fyrir almenn- ing og hindrar engan mann i þvi aö fá léðar bækur. Það mætti nefna ótal dæmi um þaö, að rikið og bæjarfélögin keppa við bóksöluna i landinu. Menn geta fyrir næstum ekkert gjald fengið léðar nýjar forvitni- legar bækur fyrir svo sem ekki neitt. Hvers vegna skyldu menn þá vera að kaupa bækur, sem þó eru aðaltekjulind höfunda? Nei á þessu verður að verða breyting og það ætti að vera menningarlegt baráttumál þjóðarinnar að færa kjör Islenzkra rithöfunda til sam- ræmis við kjör höfunda annars staðar á Norðurlöndunum. — Hvenær kemur hún út? — Ég á eftir nokkurra vikna vinnu, en handritið gæti orðið til- búið i næsta mánuði. Bækur og hagvöxtur — Nokkuð, sem þú vilt segja að lokum? — Já, aðalinntak þessa samtals mun hafa verið um launakjör rit- höfunda. Aðallega hefur verið rætt um praktfska hluti, stað- reyndir um vond kjör rithöfunda nauðsynlega menn i hvaða þjóð- félagi sem er. Þeir skilgreina samfélagið og auka fegurð mann- lifsins. Að efla bókmenntir i land- inu,hvort sem þeim er komið fyr- ir I innbundnum bókum, eða þær eru settar á leiksvið, i útvarpi, eða sjónvarpi, eða i blöðum og timaritum, það er skylda allra manna. Að efla þessi störf, er ekki þýðingarminna fyrir þjóð- ina, en að efla útgerð og land- búnað, og þess sér lika stað i hag- vextinum, ef rétt er á haldið. JG — Hvað ertu nú að skrifa um? — Það eru endurminningar. Sæti númer sexheitir hún, og 100 dagar á alþingi gæti hún lika heit- ið. Þetta eru minningar úr þjóð- málabaráttu, palladómar um samþingsmenn mina og um sam- skipti min við alls konar fólk ann- að. Gunnar M. Magnúss, rithöfundur. HEFUR SKRIFAÐ EINA BÓK Á ÁRI í 47 ÁR Rætt við Gunnar AA. AAagnúss, rithöfund, r en hann er einn örfárra Islendinga, sem hefur haft ritstörf að aðalstarfi Eysteinn Jónsson: ,,Hann var óþreyt- andi að stappa í okkur samvinnu- stáli og félags- anda" Þegar ég kem I heimsókn i Samvinnuskólann á 90. afmælis- degi Jónasar Jónssonar, sækja minningarnar fast á. Fyrir 50 ár- um kom ég I þennan skóla. Skól- inn var þá á þriðju hæð I Sam- bandshúsinu við Sölvhólsgötu i Reykjavik. Sambandshúsið var þá strax með stórbyggingum tal- ið, en var samt liklega ekki nema svo sem fjóröi hluti af Sambands- húsinu eins og það er nú. Skólinn var þá sex ára. Sambandið haföi haft mikil viðskiptastörf meö höndum á annan áratug, og var strax oröin voldug stofnun, en haföi þó ekki til afnota fyrir viö- skiptin nema eina hæð hússins eöa svo. Neðsta hæðin var leigð öðrum. Margt hefur sem sé breytzt slðan. Skólinn haföi tvær stofur á þriðju hæðinni og þar var einnig Ibúö skólastjórans — hús- bóndans á efstu hæöinni, Jónasar Jónssonar og fjölskyldu hans. Samvinnuskólinn var þegar býsna frægur orðinn, þótt ungur væri að árum. — Kom það til af þvi sumpart, aö hann var skóli samvinnunnar, — voldugrar félagsmálahreyfingar — alþýðu- hreyfingar, sem var i framsókn og i örum vexti og átti sannarlega sina andstæöinga. Þá var skólinn ekki siöur annálaður af húsbónda sinum, Jónasi Jónssyni, sem þá og áratugum saman var öflugasti málsvari þessarar vaxandi og voldugu hreyfingar. Það var ekkert logn umhverfis Sam- bandshúsið, allra sizt á þriðju hæð Sambandshússins, þó að hann væri að sjálfsögðu hvassari sunnan megin, þar sem skóla- stjórinn bjó, en skólans megin. Ég man það, hvað karlarnir heima — fyrir austan, sögðu sum- ir við mig, þegar þeir fréttu, að ég ætlaöi i Samvinnuskólann: — Jæja, svo þú ætlar til Jónasar — og kimdu ibyggnir. Þeim likaði þetta vel, þvi að þeir voru nálega allir gallharðir samvinnukarlar. En þetta átti ekki við alla, þvi að sumir töldu þá unglinga illa komna, sem i þessi ósköp rötuðu. Menn sögðu, að þaö væri kennt fleira en verzlunarfræði i sam- vinnuskólanum, og það var svo sannarlega rétt. Jónasi Jónssyni var vist ekkert fjær en aö gleyma þvi, að samvinna var ekki bara viðskipti, þó að þau væri mikils- verð, heldur einnig félagsmála- hreyfing, byggð á hugsjón sam- 'V'álpar og jafnréttis, þar sem all- ir höfðu sama rétt — fátækir og rikir — og hver studdi annan. Þótt skólinn væri ungur, haföi Jónas þegar mótað hann eftir sinu höföi og ekki slzt kennslu sina I tveimur námsgreinum, sem hann nefndi samvinnusögu og félagsfræöi, og þessi fræði kenndi hann meö þeim hætti, sem ekki gleymist. Hann rakti afrek og forystu- starf Rochdale-vefaranna og þró- un samvinnunnar erlendis. Gerði Itarlega grein fyrir upphafi sam- vinnuhreyfingarinnar hérlendis og voru þá hæg heimatökin, þvi að þar voru mestu tlðindin úr hans eigin heimabyggð, en úr þeim jarðvegi var hann sprottinn. Ekki vantaöi fjölbreytnina I þessi fræði I munni Jónasar. Hann sagði okkur söguna af Pétri Jónssyni á Gautlöndum, sem var svo undarlega lengi á leiðinni yfir heiðina, að menn óttuðust um hann, en i ljós kom, að hann taldi sig þurfa að berja snjóinn af vörðunum, svo að öðrum vegfar- endum gengi betur að sjá þær, og þess vegna dvaldist honum svo mjög. Hann sagöi okkur fjölda dæma um þann hugsunarhátt, sem aðdáunarverður væri og til fyrirmyndar að þegnskap og félagshyggju. Stór og gapandi hættuleg hola kom i reiðbraut Skagfirðinga. Menn þeystu um brautina og geröu ekki aö, — unz loks kom sá, sem steig af baki og fyllti holuna, og sá, sem þaö gerði var séra Sigfús Jónsson, áratug- um saman helzti samvinnuleið- togi Skagfirðinga. Ekki veit ég viö hvaða bækur Jónas studdist i félagsfræöi- kennslu sinni, — ef hann studdist þá við nokkra sérstaklega. Hann fjallaði I erindum og samtölum um ótal þætti mannlegra sam- skipta. Gaf góö og fööurleg ráö og leiöbeiningar. I þessu öllu var andinn sá sami. Jónas Jónsson var sem sé óþreytandi i þvi að stappa I okkur samvinnustáli og félagsanda. Svo var þaö hin hliðin. Bók- haldskennslu höfðum við góða og praktiskan reikning til þess aö nota við viöskipti, og talsvert i tungumálum, og svo vel mátti kalla, aö menn kæmust á flot. Hagfræðidoörant höföum við á sænsku seinni veturinn, sem okk- ur gekk þó hálfilla aö glima við — og uröum að reyna aö nota brjóst- vitiö til að fylla i eyðurnar, þegar málakunnáttuna þraut. Hvort þaö, sem þannig var til komið, reyndist betur eða verr en þaö hefði gert, sem á bókinni stóð, þegar út I lifiö kom — veröur aldrei upplýst. Þegar út úr skólanum kom, vorum við að sjálfsögöu litt lærð — ekki sizt á þann mælikvarða, sem nú er notaöur, en menntandi haföi dvölin verið, og við vorum brennandi i andanum. Einhvern veginn fannst mér Jónas Jónsson treysta þvi, að ef áhuginn væri glæddur — ekki bara á samvinnustefnunni, þótt þaö væri mikilsvert — heldur einnig á þvi marga fagra og skemmtilega, sem lifið hefði að Framhald á bls. 13 Þegar Samvinnuskólanum i Bifröst i Borgar- firði var slitið 1. mai, ávarpaði Eysteinn Jóns- son, varaformaður stjórnar S.Í.S., nemendur og minntist sér i lagi Jónasar Jónssonar, sem mótaði skólann i öndverðu og stjórnaði honum áratugum saman, enda fóru skólaslitin fram, eins og jafnan áður, á afmælisdegi hans. Hefði Jónas orðið niræður þennan dag, ef honum hefði enzt aldur til. Timinn birtir hér ræðu Eysteins við þetta tækifæri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.