Tíminn - 15.05.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.05.1975, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 15. mai 1975. TÍMINN n Inqólfur tekur við Fram-liðinu — sem stendur nú á tímamótum. Víkingur, Valur og Þróttur hafa einnig ráðið þjálfara HANDKNATTLEIKSKAPPINN góðkunni, Ingólfur Óskarsson, fyrrum fyrirliði Fram og lands- liðsins, hefur nú verið ráðinn þjáifari Fram-iiðsins næsta keppnistimabil. Ingólfur mun byrja þjálfun liðsins fljótlega, en hann heldur fund með leikmönn- um þess i dag. Ingóifur hefur áður þjálfað Fram-liðið með góöum árangri, en þá lék hann einnig með liðinu. Nú mun hann ein- göngu þjálfa liðið, og hugsa Framarar gott til glóðarinnar. Mörg verkefni bíða Ingólfs hjá Fram-liöinu, sem stendur nú á timamótum. Margir af eldri leik- mönnum liðsins eru nú hættir, og ungir ieikmenn hafa tekið sæti þeirra i liðinu. Ingólfur fær þvi það hlutverk að búa ungu leik- mennina undir hörð átök. Nú þegar hafa nokkur félög ráðið til sin þjálfara fyrir næsta keppnistimabil. KARL BENEDIKTSSON verð- ur áfram þjálfari íslandsmeist- ara Vikings, og mun hann þvi stjórna Vikings-liðinu i Evrópu- keppni meistaraliða. HILMAR BJÖRNSSON hefur verið ráðinn þjálfari Vals-liðsins áfram, og nú á næstunni mun liðið hefja æfingar undir hans stjórn. BJARNI JÓNSSON, sem kom Þróttar-liðinu upp i 1. deild sl. keppnistimabil, verður með liðið áfram, og hann mun einnig leika með þvi. Miklar likur eru á þvi, að Pétur Bjarnason verði áfram þjálfari Armanns-liðsins, en hann hefur náð mjög góðum árangri með lið- ið undanfarip ár. Þá er mjög lik- legt að Gunnar Kjartansson verði áfram þjálfari Gróttu-liðsins. INGÓLFUR.....hefur verið ráðinn þjálfari Fram. ÁSGEIR OG ÓLAFUR ERU KOMNIR HEIM Óvíst hvort Ólafur leikur með Eyjamönnum gegn Víking VESTMANNAEYJA-BRÆÐURNIR Asgeir og Ólafur Sigurvinssynir eru nú komnir heim frá Belgfu. Asgeir er nú i frii frá atvinnumennskunni um tima, þar sem keppnistimabili I Belglu er lokið. ólafur, sem hefur æft með Standard Liege og leikið með varaliðinu sl. mánuð, mun leika með Vestmannaeyjaliðinu I sum- ar. Það er þó óvist að hann leiki með Eyjamönnum gegn Viking á laugardaginn I tslandsmótinu, þar sem hann stokkbólgnaði á báðum fótum fyrir stuttu og er hann ekki alveg búinn að ná sér. Asgeir, sem var kosinn iþróttamaður ársins 1974 af Iþróttafréttamönnum, mun taka við hinni fögru styttu, sem fylgir nafnbótinni, fyrir landsleik tslands gegn Frökkum. Eru þeir sterkustu einnig fljótastir? Búast má við metum á Vormóti ÍR á AAelavellinum í kvöld ÞAÐ VERÐUR hart barizt I flest- um greinum.og búast má við nýj- um tslandsmetum I Kúluvarpi karla og 100 m hlaupi kvenna, tSLENZKA körfuknattleiks- landsliðið lék gegn Grikkjum I gær á Evrópumeistaramóti landsliða, sem fram fer i V- Þýzkalandi. Leikurinn fór fram i Lindehallen, og urðu tslendingar að sætta sig við stórtap — 108:78. Róðurinn hefur verið þungur hjá islenzku landsliðs m önnunum, eins og búizt var við fyrirfram. sagði Guðmundur Þórarinsson, þegar við spurðum hann um Vor- mót tR, sem fram fer á Melavell- inum I kvöld. — Þá verður gaman tslenzka liðið ienti I sterkasta riðlinum I keppninni, og mögu- leikar þess voru svo til engir, einkum þó eftir að útséð var um að þrir af okkar beztu körfuknatt- leiksmönnum — Jón Sigurðsson, Kolbeinn Pálsson og Þorsteinn Ilallgrimsson — gætu tekið þátt I keppninni. að sjá, hvort sterkustu menn lándsins eru einnig fljótastir, sagði Guðmundur, og átti hann þá við þátttöku lyftingamannanna kunnu, Gústafs Agnarssonar og Skúla óskarssonar, i 100 m hlaupinu, en þar sýna þeir nýja hlið á sér. Gústaf hefur áður tekið þátt i frjálsiþróttamóti, og er þess skemmst að minnast, að hann varð öruggur sigurvegari i lang- stökki á Islandsmeistaramótinu innanhúss i vetur. Hreinn Halldórsson — Stranda- maðurinn sterki — er liklegur til að setja nýtt met I kúluvarpi, en hann hefur æft mjög vel i vetur. Þá verður einnig gaman að fylgj- ast með hlaupadrottningunni Ernu Guðmundsdóttur i 100 m hlaupinu. Þjálfari hennar, Val- bjöm Þorláksson, sem keppir að sjálfsögðu í 110 m grindahlaupi i kvöld, segir að Erna eigi eftir að se,t ja mörg met i sumar, en Erna, sem var áður i Armanni, keppir nú fyrir KR. Byrjar Erna meta- regnið i kvöld á Melavellinum? — það er stóra spurningin. Mótið hefst kl. 19.30 i kvöld. AFTUR STÓRAR TÖLURFRÁ V-ÞÝZKALANDI DRAUMUR RÚSSA RÆTTIST Dynamo Kiev tryggði Rússum sinn fyrsta bikar í Evrópukeppninni í gærkvöldi, þegar liðið vann Ferencvaros 3:0 í úrslitaleik Evrópukeppni bikarmeistara í Basel RUSSNESKA iiðið Dynamo Kiev vann sigur yfir Ferencvaros frá Ungverjalandi, þegar liðin mætt- ust I úrslitaleik Evrópukeppni bikarmeistara. Leiknum, sem fór fram á St. Jakob Stadion i Basel i Sviss, lauk með yfirburðasigri Rússanna, sem skoruðu þrjú mörk gegn engu. Þar með eru Rússar búnir að vinna sinn fyrsta bikar i Evrópukeppninni, en það hefur lengi verið draumur þeirra, að vinna sigur i Evrópukeppni. Hinn mikli markaskorari Rússa Vladimir Onishenko var hetja Dynamo Kiev. Hann kom Kiev-liðinu, sem leikur sem landslið Rússa i Evrópukeppni landsliða, á sporið eftir aðeins 17 min. — þegar hann sendi knöttinn örugglega fram hjá Geczi mark- veröi Ferencvaros og siðan bætti Onishenko öðru marki viö á 38 min. og var staðan 2:0 fyrir Kiev i hálfleik. útherjinn Blochin inn- siglaði siðan sigur Rússanna i sið- ari hálfleik, þegar hann skoraði á 67 min. Aðeins 12 þús. áhorfendur sáu leikinn á St. Jakob Stadion og fögnuðu áhorfendur, leikmönnum Dynamo Kiev, vel eftir leikinn. 6 LEIK- MENN ERU HÆTTIR HJÁ FRAM HLÖÐVER ÖRN RAFNSSON hefur bæzt i þann hóp leikmanna, sem farnir eru frá Fram. Hlöðver var einn af nýliðunum hjá Fram, sem komu fram á sjónarsviðið sl. keppnistimabil, en hann lék stöðu bakvarðar með Framliðinu. Það eru þvi 6 leikmenn sem hafa yfir- gefið herbúöir Fram, og munar um minna. Hlöðver mun þjálfa og leika með 3. deildarliði Grindvik- inga I sumar. Skotar voru ekki á skot- skónum — þegar þeir sigruðu Portúgali SKOTAR áttu I miklum vandræð- um með að koma knettinum i net- ið hjá Portúgölum, þegar þjóðirn- ar leiddu saman hesta sina i vin- áttulandsleik, sem fram fór i Giasgow á miðvikudagskvöldiö. Knötturinn hafnaði aðeins einu sinni i marki Portúgala, og var það sjálfsmark. Charlie Cooke (Chelsea) átti þá skot að marki, sem markvörður Portúgals varöi — en þá vildi svo óheppilega til, aö markvörðurinn sló knöttinn i bakið á einum félaga sinum, og þaðan fór knötturinn i netið. Þrátt fyrir nær stöðuga sókn Skota, tókst þeim ekki að koma knettin- um oftar i netið, og lauk leiknum þvi 1:0. Einn nýliði lék með skozka landsliðinu, það var miðvallar- spilarinn snjalli frá Derby, Bruce Rioch, en Willie Ormund, ein- valdur” skozka liðsins, valdi hann i staðinn fyrir David Hay (Chelsea), sem var meiddur. BRUCE RIOCH........lék sinn fyrsta landsleik fyrir Skotland. Evrópustjörnur í Rio de Janeiro FLESTIR beztu knattspyrnu- menn Evrópu verða i sviösljósinu i Rio de Janeiro i Brasiliu i júni. Þá leikur úrvalslið Evrópu gegn úrvalsliði frá S-Ameriku. Nú hafa verið valdir 29 leikmenn, sem koma til greina sem þátttakendur fyrir hönd Evrópu — i hópnum eru stjörnuleikmenn eins og Grzegorz Lato frá Póllandi, Gunther Netzer frá V-Þýzka- landi, Johann Cruyff frá Hollandi, Billy Bremner frá Skotlandi, Sepp Maier frá V-Þýzkalandi, Jo- hann Neeskens frá Hollandi, Robert Godocha frá PóIIandi, Dino Zoff frá ttalfu og Franz Beckenbauer frá V-Þýzkalandi, svo einhverjir séu nefndir. Leik- urinn fer fram i Rio de Janeiro 15. júni, og er nú þegar uppselt á hann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.