Tíminn - 15.05.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.05.1975, Blaðsíða 12
12 TIMINN Fimmtudagur 15. mal 1975. Höfundur: David Morrell' Blóðugur hildarleikur 21 kúlan kom hvergi nærri honum. í næstu andrá var hann kominn inn í þykkan skóginn, horfinn úr sjónmáli og á leið upp skarðið.Þrjátíu fet framundan var grjóthrúga og fallin tré, sem hindruðu leið hans. Hann sveif laði sér af hjólinu og lét það renna áfram og rekast á hrúguna. Hann klifraði með höndum og fótum upp þéttvaxna brekkuna. Hvsssar greinar stungust alls staðar í hann. Það yrðu sendir fleiri lögreglumenn á eftir honum. Miklu f leiri. Mjög bráðlega. Hann hafði að minnsta kosti svolítinn tíma til að klifra hátt upp í f jöllin áður en þeir kæmu. Hann ætlaði að stefna til Mexico. Hann hugsaði sér að setjast að í svolitlum bæ við sjávarsíðuna í Mexico og synda í sjónum sérhvern dag. En honum var bezt að hitta ekki Teasleaftur, þann mannfjanda. Rambo hafði lofað sjálf um sér því, að hann væri hættur fyrir f ullt og allt að meiða fólk og slasa. Nú hafði þessi mannf jandi komið honum til að drepa enn einu sinni. Rambo var ákveðinn í því að berja f rá sér ef Teasle héldi áfram að ónáða hann, og þar myndi koma, að hann óskaði þess, að Guð hefði forðað honum frá því að hleypa þessu öllu af stað. ANNAR HLUTI FYRSTI KAFLI Teasle hafði ekki mikinn tíma. Hann varð að koma skipulagi á vinnubrögð manna sinna og koma þeim inn í skógana á undan ríkislögreglunni. Hann sveigði lög- reglubílnum útaf f lutningabrautinni inn á grasvöllinn og æddi yfir hjólför lögreglubílanna tveggja og mótorhjóls- ins i átt að trégirðingunni og hliðinu við enda engisins. Singleton sat við hlið hans og hélt með báðum höndum í mælaborðið. Billinn lyftist og veltist áfram yfir engið. Skessukatlar og dældir voru sums staðar svo djúpir, að hinn þungi bíll skall stundum niður á öxulinn. — Hliðið er of mjótt, sagði Singleton aðvarandi. — Þú kemst aldrei í gegn. — Hinir komust það. Skyndilega bremsaði hann og hægði ferðina gegnum hliðið. Hann slapp í gegn og munaði þumlungi hvorum megin. Svo jók hann hrsðann upp bratta hæðina í átt að lögreglubílunum tveimur, sem höfðu numið staðar nokk- urn spöl frá hæðarbrún. Þarna höfðu þeir byrjað að spóla: Þegar bíll Teasles var til hliðar við þá snarhækk- aði brekkan. Bílvélin réð ekki við brattann. Hann skipti niður í fyrsta gír og steig bensíngjöf ina í botn. Hann fann hvernigafturhjólin grófust niður í grassvörðinn. Bíllinn þaut áf ram í átt að hæðarbrún. Ward, varalögreglustjór- inn, beið þar. Sólin var að setjast niður á milli f jallanna og varpaði á allt rauðleitum blæ. Axlir hans slúttu ögn f ram á við og þegar hann gekk þrýstist maginn svolftið fram. Byssubeltið hafði hann gyrt ofarlega um mittið. Hann var kominn að bílnum áður en Teasle stöðvaði hann. — Þessa leið, sagði hann, og benti í átt að skarðinu inn milli trjánna. — Gættu þín á vatnsfallinu. Lester f éll í það áðan. Það mátti heyra skordýrasuð frá vatnsfallinu. Teasle var rétt stiginn út úr bílnum, er hann heyrði mótorhljóð, sem kom úr átt f rá f lutningabrautinni. Hann leit þangað í skyndi og vonaði, að þetta væri ekki ríkislögreglan. — Orval. Gamall Volkswagen sendiferðabíll sást niðri á enginu. Hann skrölti áf ram og var einnig baðaður roða sólarinn- ar. Bíllinn nam staðar við brekkuna Hann var ekki ætlaður til slíks erfiðis. Orval steig út, hár og grannur. Með honum var lögreglumaður. Teasle fór að óttast, að hundarnirværuekki í sendiferðabílnum. Hann heyrði þá ekki gjamma. Hann vissi aðOrval hafði þjálfað hundana vel. Þeir geltu aðeins þegar þeir áttu að gelta. Þó olli það honum áhyggjum, að ekkert skyldi heyrast til þeirra. Kannski hafði Orval ekki komið með þá. Orval og lög- reglumaðurinn voru á hraðri leið upp brattann. Lögreglumaðurinn var tuttugu og sex ára og yngsti starf smaður Teasles. Byssubeltið hékk um hann eins og á byssubófa frá gömlum tíma andstætt við Ward. Orval fór fram úr honum og hljóp upp. Það teygðist á löngum fötum hans. Hann var gl jásköllóttur nema hvað hann var með hvítan hárkraga beggja vegna. Hann var með gler- augu, klæddur grænum nýlonjakka, grænum denimbux- um og háreimuðum kúrekastígvélum. Teasle varð aftur hugsað til ríkislögreglunnar. Hann skimaði i átt að f lutningabrautinni til að f ullvissa sig um að þeir væru ekki á leiðinni. Hann leit aftur á Orval, sem nálgaðist óðum. Skömmu áður hafði hann aðeins séð mjóslegið, sólbrennt og veðrað andliðið. En nú sá hann rúnum ristandlitið og hvapkennda húðina á hálsi hans. Teasle brá. Maðurinn hafði elzt mikið, frá því hann sá hann síðast. fyrir þremur mánuðum. Það var þó ekki að sjá á hreyfingum Orvals. Hann komst upp brekkuna talsvertá undan lögreglumanninum unga og blés varla úr nös. — Komstu með hundana, — kallaði Teasle. Komstu með hundana? ue9 Enginn leiö afi sjá hvert haldið er. Það sjást aöeins | sviptivindar og ljósleiftur, Og vélin þýtur 'M gegnum wA tlma og sögu! ^ um heima Þangað til.... okkur hefur tekist það! / Viö er- Nei, ég á bæði dýrið og Loka. FIMMTUDAGUR 15. mai 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Jóna Rúna Kvaran les „Disu ljósálf” eftir Roth- man (4). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Við sjó- inn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræðir við Hrafn- kel Eiriksson fiskifræðing um humarveiði I sumar. Popp kl. 11.00: Gísli Lofts- son kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar, Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni. Sigrún Sigurðardóttir kynnir óska- lög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Bak við steininn” eftir Cesar Mar.ValdimarLárusson les (8). 15.00 Miðdegistónleikar. Pomponio og Zarate leika Dúó fyrir gitara op. 34 nr. 4 eftir Carulli og Sónötu I e- moll fyrir tvo gítara eftir Gallés. Elisabeth Sönder- ström syngur norræn lög, Jan Eyron leikur á pianó. Kammersveitin I Prag leik- ur Sinfóniu I g-moll eftir Antonin Fils og Sinfóniu de camera eftir Frantisek Xaver Richter. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Barnatimi. a. Spurn- ingakeppni tólf ára skóla- barna um umferðarmál. Umsjónarmaður: Baldvin Ottósson. b. Saga og ljóö. Guðrún Guðjónsdóttir les þýðingu slna á klnversku ævintýri: „Sólarupprás eftir hanagal” — einnig frumort kvæði. 17.30 Tónleikar. Tilkynning- 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Mæit mál. Bjarni Einarsson flytur þáttinn. 19.40 Leikrit: „Bónorðið” eftir Anton Tsjekoff. (Áður útvarpað 1965). Þýðandi: Valur Glslason. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Stepan Stepanovitsj/ Brynjólfur Jóhannesson. Nataleja Stepanonina/ Helga Valtýs- dóttir. Ivan Vassilejavitsj/ Gísli Halldórsson. 20.10 Frá tónleikum Tóniist- arskólans I Reykjavlk I Há- teigskirkju I febrúar. Guð- 20.30 Sjávarútvegurinn og hagur hans. Páll Heiðar Jónsson stjórnar umræðu- þætti I útvarpssal. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Tyrkjaránið” eftir Jón Helgason. Höfundur les (14). 22.35 Ungir pianósnillingar. Annar þáttur: Maurizio Pollini. Halldór Haraldsson kynnir. 23.25 Fréttir I stuttu máli, Dagskrárlok. Girðingastrekkjararn- ir vinsælu fyrirliggj- andi. ómissandi verk- færi á hverju búi. ÞÚR£ SlMI BT500*ÁBMLJLA1'I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.