Tíminn - 15.05.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.05.1975, Blaðsíða 16
FÓÐURVÖRUR þekktar UM LAND ALLT fyrir gæði Guðbjörn Guöjónsson Heildverzlun Síðumúla 22 Simar 85694 & 85295 fyrirffóóan mat ^ KJÓTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Bandarískar þotur sökkva þremur kambódískum herskipum og AAayaguez-málið: laska fjögur NTB/Reuter-Washington/Sam- einuðu þjóðunum. Bandariskar orrustuþotur gerðu i gær árásir á kambódtsk herskip úti fyrir ströndum Kambódiu — sökktu þremur skipum og löskuðu fjögur til viðbótar. Ástæðan var sú — að sögn bandariska landvarnar- ráðuneytisins — að reynt var aö flytja áhöfn bandariska káup- farsins Mayaguez frá borði og til lands, þar sem það liggur undan Koh Tang-eyju. Fréttir af loftárásunum voru — er Timinn fór i prentun — mjög óljósar. Bandariska land- varnaráöuneytið gaf út fréttatil- kynningu um atburðina — rétt eftir aö frétzt hafði um þá eftir öðrum leiöum. I tilkynningu ráðuneytisins seg- ir m.a., að eftir að viövörun hafi -verið gefin, hafi bandariskar þot- ur ráðizt til atlögu. Þær hafi sökkt þremur herskipum og laskaö önn- ur fjögur svo, að þau hafi verið óhaffær eftir árásirnar. I tilkynningunni segir aðeins, að-Mayaguez liggi enn við festar undan Koh Tang-eyju, en hvorki er vikið aö högum áhafnar kaup- farsins né afdrifum þeirra, er voru um borö i kambódisku her- skipunum. Þá er að lokum frá þvi skýrt, að eitt herskip hafi komizt viö illan leik til hafnar i Kompong Son, þrátt fyrir loftárásirnar. Eitt af herskipum þeim, úr sjö- unda flóta Bandarikjahers, sem skipað var að halda inn á Siam- flóa vegna töku Mayaguez, er þegar komið á þær slóöir, þar sem loftárásirnar voru gerðar. Sagt er, að bandariskar þyrlur hafi bjargað hluta sjóliðanna af kambódisku herskipunum um borð i skip þetta. öryggisráö Sameinuðu þjóð- anna ræddi mál þetta i gær, en siður er búizt við, að ráðið láti það til sin taka, enda rikir djúpstæður ágreiningur um þaö milli stór- veldanna. Árásirnar komu sem þruma úr heiðskíru lofti — yfir ráðamenn í Thailandi Reuter—Bangkok — Fréttir um loftárásir bandarlskra orustuþota — sem sagðar eru hafa aðsetur á NTB/Reuter—Vientiane —• i Laos var i gær efnt tii mótmælaað- gerða gegn stefnu Bandarikja- stjórnar. Þátttakendur i mót- mælaaðgeröunum misstu viða stjórn á sér og skeyttu skapi sinu á byggingum i eigu Bandarikja- manna og skrifstofum þeirra. ó- staðfestar fréttir hermdu, að þrir bandarlskir embættismenn hefðu verjð teknir höndum af æstum stúdentum. Til mestra óspekta kom I gær i hinni fornu keisarahöfuöborg Lu- ang Prabang og i borginni Sav- annakhet, sem er syðst i Laos. U-Tapao flugvelli i Tahiiandi — komu sem þruma úr heiðskiru lofti yfir thailenzka ráðamenn. Það var einmitt i Savannakhet, sem Bandarikjamennirnir þrir voru teknir höndum. Sagt er, að hópur stúdenta hafi ruözt inn i skrifstofu héraðsstjórans i borg- inni og lagt hendur á þremenn- ingana, sem voru staddir þar i heimsókn. Stúdentarnir krefjast þess að sögn, aö allir Bandarlkjamenn hverfi úr landi — ella iáti þeir fangana ekki lausa. Sendinefnd frá bandariska sendiráðinu i Vientiane var á leið til Savanna- khet til viðræðna við stúdentana, er siðast fréttist. Fréttirnar bárust aðeins nokkr- um klukkustundum eftir að Kuk- ritPramoj forsætisráðherra hafði skipað þeim eitt þúsund banda- riskum landgönguliðum, er fluttir voru sérstaklega frá eynni Tai- wan til Thailands i fyrradag, að hverfa úr landi innan sóiarhrings. Komi i ljós, að árásarþoturnar hafi aðsetur i Thailandi, er öruggt, að sambúð Bandarikj- anna og Thailands versnar enn frá þvi, sem nú er — og er hún þó stirð fyrir. Siðdegis i gær höföu thailenzk yfirvöld ekki lýst skoð- un sinni á aðgerðum Bandarikja- manna, en að sögn fréttaskýr- enda komu þær mjög á óvart. Thailandsstjórn hefur til þessa viljað forðast alla árekstra við hina nýju stjórn i Kambódiu, svo og stjórnir Suður- og Noröur-Viet- nam. Thailendingar óttast, að slikir árekstrar flýti fyrir valda- töku kommúnista i landinu, en flestir fréttaskýrendur hafa bent á, að rööin hljóti aö koma að Thailandi fyrr eöa siöar, enda er þjóðfélagslegt misrétti hróplegt i landinu. AAótmæli gegn Banda ríkjamönnum í Laos Stúdentar hafa tekið þrjó bandaríska embættismenn höndum Umdeild dvöl 204 suður-víetnamskra barna í Danmörku: Stjórnin ætlar að senda þau til fyrri heimkynna Fyrrverandi yfirrdðamaður þeirra hyggst leggja mólið fyrir dómstóla NTB/Reuter—Kaupmanna- höfn — K.B. Andersen, utan- rikisráðherra Danmerkur, staöfesti i gær i þjóðþinginu, að danska stjórnin hefði ákveðið að senda 204 börn frá Víetnam aftur tii fyrri heim- kynna þeirra. Börnin eru munaðarleysingjar, og hefur dvöl þeirra i Danmörku vakið miklar deilur. Það var hinn dansk-þýzki blaðamaöur, Hennirig Becker, er beitti sér fyrir að koma börnunum til Danmerkur, rétt áður en Saigon féll i hendur þjóðfrelsisliða. Becker hafði rekið hæli fyrir munaðarleys- ingja i borginni um skeið, og eru börnin öll frá þvi hæli. Becker hefur látiö svo um mælt i blaðaviðtali, að hann vilji ekki, aö börnin alist upp i kommúnistariki. Þessi um- mæli — ásamt fleiru — hafa valdið mikilli úlfúð meðal Dana. Nú siðast hefur félagsmála- ráðuneytiö svipt Becker yfir- ráðum yfir börnunum, en þau hafa til þessa dvalizt á munað- arleysingjahæli á eynni Livö á Limafirði. Blaðamaðurinn hefur snúizt hinn versti við þeirri ákvörðun og hótað að stefna ráöuneytinu fyrir dóm- stóla eða kæra það til umboðs- manns danska þjóðþingsins. Þá hefur hann gefið i skyn, að hann kunni að bera málið upp við mannréttindanefnd Evrópuráösins. K.B. Ander- sen sagði á þingi i gær, að málskot til nefndarinnar væri útilokað, fyrr en málið hefði fyrst verið boriö undir danska dómstóla eða yfirvöld. K.B. Andersen: titilokað að leggja máliö fyrir mannrétt- indanefnd Evrópuráðsins ÓDÝRAR Spánarferðir ÁGÚST/SEPTEMBER MALAGA ALMERIA Bemdorm VÍKINGAR — VÍKINGAR Fundur um sólarferð fil Benidorm verður haldinn í Félagsheimilinu við Hæðargarð. Allt áhugafólk velkomið. — Ferðanefndin Férðamiðstöðin hf. Aðalstræti 9 Símar 11255 og 12940

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.