Tíminn - 16.05.1975, Síða 1

Tíminn - 16.05.1975, Síða 1
t Stjórnlokar Olíudælur Olíudrif *± s. . Landvélarhf Fiskiskipaflotinn 38 milljarða virði SYKURHREINSUNAR- STÖÐ í HVERAGERÐI GÆTI SPARAÐ 150 MILLJ. KR. í GJALDEYRI Á ÁRI Vátryggingaverðmæti fiski- skipaflotans samkvæmt nýju vá- tryggingaverðmati, er gekk I gildi um sl. áramót, er 33.159 milljónir króna. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, þvi að við gengisbreytinguna f febrúar var mat skipa yfir 100 brúttórúmlest- um fært upp, og nú er verið að meta flota smærri báta tilsvar- andi. Má vænta þess, að flotinn um áramót teijist þannig allt að 38.000 milljón króna virði. Þessar upplýsingar komu fram i skýrslu um starfsemi Fram- kvæmdastofnunar ríkisins, sem forsætisráðherra lagði fyrir Al- þingi i gær. A vegum Fram- kvæmdastofnunarinnar er nú unnið að fiskiskipaáætlun, sem m.a. er ætlað að vera stefnumót- andi um æskilega heildar- uppbyggingu fiskiskipaflotans og gefa visbendingu um æskilegustu samsetningu flotans eftir stærð- um og gerðum. Frá þvi að grund- völlur var lagður að áætlunar- gerðinni, hefur verið unnið að úr- vinnslu gagna um fiskiskipaflot- ann, þ.á.m. um stærð hans, fjölda skipa og verðmæti. Samkvæmt formlegri skrán- ingu skipafjölda og rúmlestatölu hjá Siglingastofnuninni eru bátar i eigu landsmanna nú 845 talsins. Þeir eru samtals 61.684 brúttó- rúmlestir að stærð, og vátrygg- ingarverðmæti þeirra nemur 19.906 milljónum króna. Skuttog- arar eru 54 talsins, 28.180 brúttó- rúmlestir, og 12.088 milljónir króna að vátryggingarverðmæti. Gangsetningu i Sigöldu frestað fram á haust 1976 gébé Rvik — Fyrirsjáanlegt er, að einhverjar tafir verða á verk- inu við Sigölduvirkjun, þvi að sement er þar nú á þrotum. Aætl- að hafði verið að setja fyrstu vél- ina af stað miðsumars 1976, en þvi hefur verið frestað fram i september. Eirikur Briem hjá Landsvirkj- un sagði i gær, að verktakarnir, Energoprojekt, væru þó vongóðir um aö hægt yrði að halda fyrri á- ætlun, og að menn væru yfirleitt mjög bjartsýnir. Þá sagði Eirik- ur, að sement væri nú á þrotum við virkjunina, og að siðast hefði verið steypt i gær eða dag. Vandræðin myndu þó ekki skapast að ráði, nema verkfallið við Smentsverksmiðjuna stæði i 1—2 mánuði, þvi að þá færi i súg- inn bezti vinnutimi ársins. — Um deilur þær, sem staðið hafa við Sigöldu að undanförnu, er það að segja, að báðir aðilar hafa rætt mikið saman og unnið betur saman, og er þvi ekki búizt við að neinir árekstrar verði i framtiðinni. Og ef ekkert óvænt kemur fyrir, munu verktakarnir geta komið fyrstu vélinni i gang fyrir haustið 1976. Við erum bjartsýnir á að það takist, sagði Eirikur Briem að lokum. Siðutogararnir eru nú ekki orðnir nema 7 talsins, og nemur vá- tryggingarverðmæti þeirra 666 millj. króna. Hvalskipin eru 4, samtals 1.953 brúttórúmlestir og 499 millj. króna að vátryggingar- verðmæti. Kaupskipin stöðvast Samúðarverkfall vélstjóra og 2. stýrimanna á kaup- skipaflotanum kom til fram- kvæmda i fyrrakvöld, og eru fyrstu kaupskipin þegar far- in aö stöðvast vegna verk- fallsins. Myndin sýnir Ljósa- foss við bryggju í Reykjavlk I gær, en hann stöðvaðist fyrstur kaupskipanna af völdum samúðarverkfalls- ins. Timamynd: Gunnar Þórarinn Sigurjónsson hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að fram fari könnun á hag- nýtu gildi þeirra hugmynda, sem upp hafa komið um sykurhreins- unarstöð i Hveragerði. 1 greinargerð með tillögunni segir: ,,A undanförnum mánuðum hafa verið ofarlega á baugi um- ræður um sykurkaup lands- manna. Sykurneyzla landsmanna er stööugt um 50 kg á mann á ári og innflutningur þvi um 10—11 þús. tonn á ári. Hlutdeild sykurs i smásöluum- búðum hefur á undanförnum ár- um farið vaxandi miðað við inn- flutt heildarmagn. A undanförnum áratug hefur Hinrik Guðmundsson verkfræð- ingur gert athuganir á hag- kvæmni sykurhreinsunarstöðvar á tslandi. Stofnkostnaður slikrar stöðvar, sem anna mundi innan- landsmarkaði, er á núgildandi verðlagi um 700 millj. kr. Miðað er við að flytja hrásykur- inn inn lausan I lest og hreinsa hann með orku frá jarðvarma. Liklegt er, að til hreinsunarinnar þyrfti um 33 þús. tonn af jarðgufu á ári. Hveragerði virðist æskilegur staður fyrir slika verksmiðju ef til kæmi. Samkvæmt áætlun Hinriks Guðmundssonar yrði gjaldeyris- sparnaður slikrar verksmiðju um 150 millj. kr. á ári og likur tii að beinn sparnaður gæti orðið um 70 millj. á ári. Gert er ráð fyrir að við stöðina mundu vinna um 60 manns. Færeyjaferjan: 400 MANNS Á BIÐLISTA gébé Rvik — Mjög mikil aðsókn er að feröum Færeyjarferjunnar Smyrils, og eru nú að minnsta kosti f jögur hundruð manns á bið- lista. Niu af hverjum tiu ferða- löngum hafa bifreiðar sinar með- ferðis og taka sér allt að fimm vikna leyfi til aö aka um Evrópu. Aætlað var i upphafi, að ferð- irnar yrðu tiu talsins, en sökum hinnar geysimiklu aðsóknar. hefur einni verið bætt við, og hefj- ast þvi ferðir ferjunnar einni viku fyrr, eða 14. júni. Vinsælastar eru ferðirnar i júni og júli, en ekki fullbókað i ágúst-ferðir. Hjá Ferðaskrifstofunni Urvali, sem hefur umboð fyrir ferðir þessar, fengum við þær upplýs- ingar, að misjafnt væri eftir ferð- um, hve mikið farþegarými þeir hefðu til ráðstöfunar, en það væri fyrir fimmtiu til hundrað manns. Þá vill fólk gjarna komast á Ólafsvökuna i Færeyjum, en hún hefst 29. júli, og þeir sem fara með ferju-feröinni 26. júli, geta verið á vökunni, og haldið siðan áfram til Bergen. Þá rikir mjög mikill áhugi meðal Færeyinga sjálfra á að ferðast til Bergen, og er haft eftir ferðaskrifstofumanni i Færeyjum, að Færeyingar séu ólmir i að komast þangað i sum- ar. Fjárfestingar . Getum útvegað erlend fjár- festingarlán 1. október 1975, gegn ríkisábyrgð, eða sambærl- legri tryggingu. Verulega stórar fjárhæðir til langs tima. Nákvæmar skýrslur staðfestar á ensku, fylgi umsókn. Upplýsing- arekjryjefnarisim^^^^^^ Gsal-Reykjavik — 1 einu dag- blaðanna í gær birtust m.a. tvær auglýsingar frá fasteignasaia, þar semiannarri var auglýst til sölu einbýlishús i Bretlandi og sagt, að til greina kæmu ,.skipti á góðum sumarbústað,” og i hinni stóðr,,Getum útvegað er- lend fjárfestingalán 1. okt. 1975, gegn rikisábyrgð, eða sam- bærilegri tryggingu. Verulega stórar fjárhæðir til langs tima.” — Húsið er selt, sagði fast- eignasalinn, er við höfðum sam- band við hann i gær vegna fyrri auglýsingarinnar. — Vegna Fasteign erlendis seld hér á landi þagnarskyldu get ég ekki upp- lýst, hver kaupandinn er, en ég fullyrði, að það er allt löglegt og selt eftir eðlilegum leiðum. Fasteignasalinn kvaðst vera i samvinnu við fasteignasala i London, og þannig væri þessi auglýsing til komin. Varðandi fjárfestingarlánin sagði fasteignasalinn: — Málið er þannig vaxið, að við lánum ekki sjálfir, og eigum þar af leiðandi ekki þessa pen- inga sjálfir, heldur erum við einvörðungu milliliðir. Það er erlendur aðili, sem hefur beðið okkur að komá fram fyrir sina hönd gagnvart fjárfestingaaðil- um, — og eru lánin miðuð við stórar framkvæmdir, s.s. upp- byggingu iðnaðar eða eitthvað ámóta, — og þá ekki eingöngu hér, heldur og viðar. Við spurðum fasteignasalann um undirtektir, og kvað hann nokkra hafa komið og leitað upplýsinga. — En þeir eru allir með tap- rekstur á sinum fyrirtækjum, og það þýðir ekkert að sýna þannig reikninga, þvi ég get ómögulega skýrt það íyrir erlendu fjárfest- ingaaðilunum, að það borgi sig að lána þannig fyrirtækjum. :ngland . . . 4ra herbergja snoturt einbýl- ishús i Pontybridd, Suður- Wales, eignarlóð stór garður. Húsið er 98 ára gamalt, nýupp- gert. Verð £ 4.500. —. Til greina koma skipti á góðum sumarbústað. Fasteignasalinn kvaðst ekki telja, að margir islenzkir aðilar væru I hugleiðingum um lán til jafn mikilla og kostnaðarsamra framkvæmda og átt væri við i þessu sambandi. Nefndi hann sem dæmi, að norskir aðilar væru að reyna að verða sér úti um lán hjá þessum fjárfestinga- aðilum varðandi framkvæmdir við oliuboranir. Timinn leitaði álits Björns Tryggvasonar á auglýsingum fasteignasalans, og þá fyrst fjárfestingalánaauglýsingunni, en eins og Timinn skýrði frá fyrir nokkru hefur slikum til- boðum rignt yfir islenzka banka að undanförnu. — Þetta er fráleitt. Það eru heilmikil rikisafskipti af er- lendum lántökum, til dæmis, og þær eru háðar leyfum, annars vegar rikis og hins vegar bank- anna. Björn kvaðst telja það mjög einkennilegt, að auglýst væri i islenzku dagblaði fasteign er- lendis, þvi að frá lagalegu sjón- armiði ættu engir Islendingar þess kost að kaupa fasteignir i útlöndum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.