Tíminn - 16.05.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.05.1975, Blaðsíða 2
TÍMINN Föstudagur 16. mai 1975. ~3 Óbreytt álagning á allar vörur til 17. maí Opið til 10 föstudagskvöld L Vörumarkaðurinn hf. ARMULA 1A Símar. Matvörudeild 86-111 Húsgagnadeild 86-112 Heimilistækjadeild 86-112 Vefnaðarvörudeild 86-113 Skrifstofan 86-114 Bifvélavirki óskast BilaleigaLoftleiða h/fóskar eftir að ráða bifvélavirkja til viðgerða og réttinga bif- reiða. Eingöngu um sumarstarf að ræða. Upplýsingar gefnar hjá Bilaleigu Loft- leiða h/f. Flugleiðir h/f Bókhaldsvélar til sölu Vilium selja þrjár bókhaldsvélar. — Lyst- hafendur hafi samband við okkur i sima 92-2100. Bókhaldsstofa Árna R. Árnasonar Skólavegi 4 — Keflavik Bændur Óskum eftir að koma tveim 5 ára telpum á gott sveitaheimili i 2-3 vikur i sumar. Helst á S-Vesturlandi. Upplýsingar i sima 15663 og 84578. KJÖTSKROKKAR * nauta 455/kg ^l SVItl ...... -cWkg <» foiökl ^/kg löHlb ......297yka ÚTB.,POKKUN,MBRKI^3 innifalB í verði. TILBÚIDIFRYSTIRINNI LAUQALÆK 2. .iml 30080 FRAAALEIÐSLUAUKNING í IÐNAÐI ÓVERULEG FYRSTA ÁRSFJÓRÐUNGINN NIÐURSTÖÐUK rannsóknar á afkomu iönaöarins benda til, að einhver framleiöslumagnsaukn- ing hefur orðið á árinu 1974 miðað við 1973, eða um 4-5% samkvæmt þeim upplýsingum, er bárust um hlutfallslega breytingu fram- leiðslumagnsins. Samsvarandi. hlutfallstala árið áður var 7-9%, og virðist þvl vera um mun hæg- ari aukningu að ræða. Aukningin var mest I prjónavöruiðnaði, plastiðnaði og smlðum og við- gerðum rafmagnstækja, hins vegar varð minnkun, t.d. I sæl- gætisgerð og kemlskum undir- stöðuiðnaði. Nokkur framleiðsluaukning varð á 4. ársfjórðungi 1974 miðað við 3. ársfjórðung, og var þar um svipaða aukningu að ræða og árið áður. Ekki var gert ráð fyrir, að um neina verulega framleiðslu- aukningu yrði að ræða I iðnaðin- um á 1. ársfjórðungi 1975, en gert ráð fyrir að framleiðslumagnið yrði mjög svipað og á slðasta árs- fjórðungi 1974. Fyrirliggjandi pantanir og verkefni voru töluvert minni i árslok 1974 en i lok 3. ársf jóröungs 1974, og taldi um þriðjungur fyrir- tækjanna, er þátt tóku I könnun- inni, að fyrirliggjandi pantanir væru minni. Litilsháttar minnkun varð á starfsmannafjölda á 4. ársfjórð- ungi 1974 miðað við 3. ársf jórðung 1974. Hins vegar er gert ráð fyrir enn frekari fækkun starfsfólks á 1. ársfjdrðungi 1975. Þessarar niðurstöðu hefur ekki gætt um árabil. Nýting afkastagetu var svo til sú sama i árslok 1974 og i lok 3. ársfjórðungs. Arið áður hafði nýt- ing afkastagetu hinsvegar batnað talsvert. Innheimta söluandvirðis versn- aði nokkuð á 4. ársfjóðrungi mið- Islenzki þjóð- búningurinn vinsæll — K.l. gefur út tvo bæklinga ÞAR SEM islenzki þjóðbuningur- inn virðist njóta vaxandi vinsælda á meðal æskufólks, hefur K.í. ráðizt I að gefa út lýsingu og leið- beiningar um saum á upphlut telpna. Fylgir einnig snið af upp- hlutsbol i tveimur stærðum. Ýtarlegar vinnulýsingar af upphlut 20. aldar má finna i ritinu Islenzkir þjóðbúningar I, sem gefinn var út i fyrra á þjóðhátíð- arárinu af Heimilisiðnaðarfélagi íslands, Kvenfélagasambandi Is- lands og Þjóðdansafélagi Reykja- vfkur. Segja má að bæklingurinn „Upphlutur telpna" sé nokkurs konar framhald af ritinu Þjóð- búningur I. Sama er að segja um hinn bæklinginn, Upphlutur nítjándu aldar, sem út er kominn. í þeim bæklingi er lýsing á búningnum, og m.a. snið af upphlutsbol og hiifu, uppskrift af'prjónaðri djupri skotthúfu og tillaga um upphlutsskyrtu. Elsa E. Guðjónsson safnvörður hefur tekið saman báða bækling- að við 3. ársfjórðung. Sambæri- leg, en miklu hægari þróun hefur átt sér stað undanfarin ár. Er sem áður, að þetta er mest áber- andi hjá fyrirtækjum, er skipta aðallega við útgerðarfyrirtæki og önnur fyrirtæki tengd sjávariít- vegi. En sifellt bætast nýjar greinar verksmiðjuiðnaðarins við, s.s. matvæla- og drykkjar- vöruiðnaður, fataiðnaður og inn- réttingasmiði. Minna var um fyrirhugaðar fjárfestingar i iðnaði um siðustu áramót miðað við áramótin þar á undan, en þá hugði helmingur fyrirtækjanna á fjárfestingu árið 1974. Borgarleikhúsið: Stofnskráin samþykkt í borgarstjórn BH-Reykjavlk — Leikarar og starfsmenn Leikfélags Reykja- vikur fjölmenntu á áheyrenda- pallana I borgarstjórn i gær, en mjög er óvanalegt að sjá þar gesti. Starfsmenn L.R. höfðu þó ærið tilefni til að heimsækja borg- arstjórn, þvi þar var fjallað um stofnskrá borgarieikhússins. Þegar úrslit atkvæðagreiðslunn- ar voru kunn, dundi við dynjandi lófatak, þvl stofnskráin var sam- þykkt með fjórtán samhljóða at- kvæðum. Borgarleikhúsið mun risa af grunni i nýja miðbænum I Kringlumýrinni og mun leikhús- ráö verða skipað þremur mönn- um úr stjórn L.R., leikhússtjóra og einum fulltriía borgarstjórnar. Albert Guðmundsson, borgar- fulltrúi ihaldsins krafðist meiri stjórnar borgarinnar yfir þessari „borgarstofnun" og sat því hjá við atkvæðagreiðsluna, þar eð skoðanir hans fengu engan hljóm- grunn. Teikningar að borgarleikhúsinu munu senn fara til bygginga- nefndar og þvl ætti ekki að liða langur tlmi, þar til bygginga- framkvæmdir hefjast. Viðskiptaþing fjallar um verð- myndunarkerfið BH-Reykjavík — A vegum Verzl- unarráðs tslands verður efnt til viðskiptaþings I næstu viku, þess fyrstasem Verzlunarráðið gengst fyrir.en samvinnuaðilar þess um þingið eru BHgreinasambandið, Félag Isl. stórkaupmanna, Kaup- mannasamtök tslands, Landsam- band íslenzkra verzlunarmanna og Verzlunarmannafélag Reykja- vlkur. Viðfangsefni þingsins er að ræða um hlutverk verzlunar og verðmyndunar Ifrjálsu markaðs- hagkerfi. I viðtali við Tlmann sagði Hjalti Geir Kristjánsson, stjórnarmað- ur í Verzlunarráðinu, að á sl. ári hefði lögum Verzlunarráðsins verið breytt, þannig að þvi" bæri að halda viðskiptaþing annað hvert ár, það ár, sem aðalfundur er ekki haldinn. Viðskiptaþingið stendur í tvo daga. Það hefst þriðjudaginn 20. mai kl. 13.30 i Kristalsal Hótel Loftleiða, og starfar þar, en lýkur með mót- töku að Þverá á miðvikudags- kvöld. Ætlunin er, að með þessu við- skiptaþingi verði leitað svara við þeirri spurningu, hvort hagkerfið " og verðmyndunarkerfiö hafi ver- ið með þeim hætti, sem æskileg- ast væri, og ef ekki, þá helzt að komast að niðurstöðu um, á hvern hátt megi færa það til betri vegar. 60 hross á kappreiðum Fáks A annan I Hvltasunnu heldur Hestamannafélagið Fákur hinar árlegu kappreiðar, sem kenndar hafa verið við Hvitasunnuna, I 53. sinn. Kappreiðarnar verða haidn- ar á kappreiðavellinum að Vlði- völiiim við Selás og hef jast klukk- an 14. Auk kappreiða verða sýnd- ir gæðingar félagsmanna, sem dæmdir hafa verið, bæði alhiiða ganghestar og klárhestar með tölti. Samtals verða sýndir 28 gæðingar og dómum, sem felidir verða á vellinum á laugardag frá klukkan 14. lýst. Kappreiöahross eru óvenjulega mörg eða um 60. Keppt verður i 250 metra skeiði og mæta þar til leiks ýmsir af snjöllustu skeið- hestum landsins, svo sem Hvinur* sem vann vorkappreiðarnar og Máni, frá Alsnesi. Þá verður 250 metra unghrossahlaup og 350 metra stökk. 1 þvi hlaupi má nefna Sunnu Guðrúnar Guð- mundsdóttur, sem vann á vor- kappreiðunum, Loku, en knapi á henni er Sigurbjörn Bárðarson, Geysi og marga fleiri. I 800 metra stökki keppa 12 hestar, þeirra á meðal Breki, Trausta Guðmundssonar, sem vann vorkappreiðarnar, Þjálfi og Stormur, margfaldur sigur- vegari. Loks er svo 1500 metra brokk, en i þvi keppa 6 hestar. Búast má við mikilli keppni, þar sem auk margreyndra og sigursælla hlaupahesta, mætir nú til leiks fjöldi óþekktra hrossa, sem áreiðanlega eiga eftir að gefa þeim reyndari harða keppni. Veðbanki verður starfræktur að venju og má nefna, að á vorkapp- reiðunum gaf veðbankinn allt upp I rúmlega 8-faldan vinning.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.