Tíminn - 16.05.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.05.1975, Blaðsíða 5
Föstudagur 16. mai 1975. TÍMINN LIÐINN VETUR OG AFSKRÆMI HJALTASTAÐAFJANDANS NÚ ER lokið löngum og ströngum vetri hjá okkur Héraðsbúum og Austfirðingum, og þykir vist flestum mál að linni. bessi vetur hefur verið sér- stæður á marga lund og á ýmsu gengið. Tið var fremur mild og úrfella- söm fram undir desemberbyrjun. Um mánaðamótin gekk til hæg- viðri með norðan kulda, er varði fram um miðjan mánuð. Þá herti norðanáttina með snjóhriðum og byljum er eymdi af til áramóta. Tuttugasta des. féllu snjóflóðin á Neskaupstað og fjárhús á Sel- stöðum i Seyðisfirði með þeim af- leiðingum, sem kunn eru. Á nýársdag var allgott veöur, bjart og hlýtt, sem næst að væri hláka. Frá áramótum til 12. janúar voru hér um slóðir meinhæg og aðgerðarlaus vetrarveður, en þó flesta daga nokkurt frost. Tólfta til fjórtánda janúar geis- aði hér á Héraði og viðar um norðaustanvert landið blind- þreifandi bylur með feikna ofan- burði. Þegar veðri slotaði og upp birti, gaf að lita Héraðið allt, frá sjó og innstu dölum, hulið þykkri hjarndyngju. Mestur var snjórinn á belti þvert um mitt Hérað, skaflar voru aðdáunarverðir hvað lögun snerti, og höfðu þeir numið ný stæði norðan og norð- austan i hæðum og hliðum ása og fella. Sem sagt mestu skaflarnir lágu þar sem helzt aldrei kemur snjór að ráði, og réð þar um veturstaðan. t veðraham þessum bar mikinn snjó að húsum og á þök þeirra. Þar réð um gerð, lög- un svo og staðsetning, hvernig þökin báru af sér og þoldu þung- ann. Urðu þó nokkur brögð að þvi að þök löskuðust og jafnvel brustu. Olli þetta allt miklum óþægindum og beinu tjóni og f jár- skaða á tveim þrem bæjum. Sem vænta mátti vakti veður þetta þó nokkurt umtal, bæði af- leiðingar þess og afköst. Lögðu margir þar orð i belg, og jafnvel fjölmiðlar svo sem sjónvarp og útvarp vildu láta sjá og hejra, og nærri lá að hinir orðhögustu menn kæmust i þrot með lýsingarorö, sem hæfðu hugtökunum snjó og snjómagni. Veturinn 1966 var mikill snjór á Héraði, lá hann öllu jafnar og ekki i þvi likum dyngjum sem nú I vetur. Að kvöldi annars febrúar bleytti i snjóinn. Höfðu þá verið stillt og allgóð veður frá þvi 16. jan., með öðrum orðum venjuleg vetrartið. Frostleysi þetta hélzt röskan sólarhring. Ekki var þó um neina hláku að ræða, og hvergi sá fyrir krapi eða svell- myndun. Snjórinn aðeins seig og þéttist. Þegar frysti, var hjarnfæri þannig að aka mátti öllum léttari bflum þvers og langs um Fljóts- dalshérað og eitthvað af Aust- fjarðahálendinu. Það eina sem að varastvann með þetta góða leiði, hvað við kom hættum, var þjóö- vegakerfið og vegaslóðir, er ruddar voru með snjómoksturs- tækjum. Þessar snjógryfjur leyndust eins og verstu gjákjaftar og sprunguop á hinum frjálsu leiðum Héraðsbúa á ferðum sin- um vitt og breitt um Fljótsdals- hérað i bilum og á vélsleðum. 1 fáum orðum sagt. Þetta góða leiði hélzt óbreytt fram i april, eða sem næst i tvo og hálfan mán- uð, og mun slikt vera einsdæmi. Að þetta gat gerzt, ber fyrst að nefna langvarandi hægviðri án úrkomu, og litt breytilegt hita- stig. Nú er nokkuð farið að leysa. Þó má betur, ef duga skal, þvi mikill gaddur liggur á láglendi héraðs- ins um og fyrir utan Egilsstaöi enn i dag, og þvi fjóldi túna i aug- ljósri hættu, ef ekki bregður til hins betra von bráðar. Nú nýverið hafa þau undur gerzt hér á Austurlandi, að diktaðar hafa verið upp sögur um ljósagang og dularfullar manna- ferðir, svo notuð séu orð sjón- varpsins, þegar það flutti okkur fréttina, sem illu heilli náði senni- lega á flest heimili landsins. Aður hafði útvarpið látið fréttina frá sér fara með þó nokkrum hávaða og fyrirgangi. Það var gaman að vera Austfirðingur kvöldin þau. Öneitanlega er sú spurning áleitin I huga manns, hver hinn eiginlegi tilgangur með þessari frétt og flutningi hennar I fjöl- miðlum hafi veriö. Og Timinn lét jafnvel I veðri vaka, að opna yrði símstöð á Loðmundarfirði. Til- gangurinn er ekki fyllilega ljós, nema hvað það virðist hafa getað gegnt vissu hlutverki i tvennum skilningi. Vist er það, að fréttin greip um sig og ýmsir trúðu þvl, að umgangur þessi væri holdi klædd vera, — lika á hann að hafa birzt hinum og þessum hér og þar á Útmannasveit með broslegum látbragðsklækjum fýrri drauga. Enda mun Hjaltastaðafjandinn hafa sýnt tilburði til fjölbreytni I glettum slnum við fólk þar áður fyrr. Fyrir ekki ýkja mörgum árum átti leið um þessar sömu slóðir á Útmannasveit hillingadraugur, er Snjómaður nefndist. Lítið orð fór af hæfni hans, hefur hann þvi verið heldur fákunnandi vesal- ingurinn. Þó sennilega kunnað að lita undan. Sé nú svo, að við ibúar hér i Austfirðingafjórðungi séum komnir i bland við hinar ýmsu kynjaverur svo sem huldumenn, svo minnzt sé á fyrirsögn Tímans 12. april sl., er ekki að furða þótt fjölmiðlar brýni raustina og hafi hátt um hið blandaða mannlif á Austurlandi. Getum við þvi senni- lega vænzt þess i náinni framtlð að fá aukið rúm i máli og mynd- um fjölmiöla, og er þaö vel. Við Austfirðingar höfum haft Utilegu- menn sem aðrir, og siðast 1944, er þeir héldu til við Selvog I Ósfjöll- um norðan Njarðvikur. Það mál var tekið föstum tökum i upphafi og fékk skjótan enda, án þess að blandast skrumi og gróusögum. Þvi ber ekki að neita, að um- gangurinn núna var áður tengdur Geirfinnsmálinu, og er það alvar- legra en i fljótu bragði virðist og I skimpingum sé haft. Ættingjar Geirfinns Einarsson- ar vona að sjálfsögðu að það mál upplýsist og verði lýðum ljóst, með hvaða hætti hvarf hans bar að, og meðferð alls er grunsemd vekur og máli skiptir sé sem nokkru varði. Skrifaö2. maI1975 S.J.O. Áskorun til gjaldendci fasteignagjalda í Reykjanesumdæmi Askorun um greiðslu fasteignagjalda til fasteignaskattsgreiðenda i Reykjanesum- dæmi frá Samtökum sveitarfélaga i Reykjanesumdæmi. Hér með er skorað á alla þá, sem eigi hafa lokið greiðslu fyrri hluta fasteignagjalds fyrir árið 1975 að ljúka greiðslu alls fast- eignagjalds innan 30 daga frá birtingu áskorunar þessarar. En óskað verður nauðungaruppboðs hjá þeim, sem enn hafa eigi lokið greiðslu gjaldsins 15. júni n.k. Samtök sveitarfélaga í Reykjanesum- dæmi. HÖFUM I BREIÐHOLTI nýtt útibú að Völvufelli 21. íbúar sér tíma og fyrirhöfn með því í Breiðholti III þurfa því ekki að beina viðskiptum sínum til lengur að sækja bankaviðskipti okkar. sín í bæinn. Þeir geta sparað Opiö 9.30-12,13-16 og 17-18.30. LEITIÐ EKKI LANGT YFIR SKAMMT. Iðnadarbankinn Völvufelli 21 Breiðholti III Sími 74633.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.