Tíminn - 16.05.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.05.1975, Blaðsíða 9
Föstudagur 16. mal 1975. TÍMINN 9 Útgefaudi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar Í8300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I iausa- sölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaöaprent h.f. ______________________________________________J Bagginn d baki okkar Það hefur verið alkunn mannhætta á Islandi að alast upp við mikinn auð, sem i má ganga fyrir- hafnarlaust og án verðskuldunar. Þetta má rekja allt til daga Snorra Sturlusonar, sem stýrði mikl- um eignum, en virðist hafa haft þeim mun minna að miðla börnum sinum af þeirri mannheill, er veitir farsæld á vegum lifsins. Fráleitt væri að ætla, að börn rikismanna hafi þegið minni manndóm að erfðum en annað fólk. Orsök áhættunnar við að alast upp innan um peningahrúgur getur tæpast verið önnur en lausatök margra sem meira eru en bjargálna, við uppeldi barna sinna. Sá, sem allt fær lagt upp i hendurnar, aldrei þarf neitt fyrir neinu að hafa og ekki neitar sér um neitt, verður að hafa af miklu að má, ef hann á ekki að gjalda þess, þegar á þann hólm kemur, er öllum er fyrirbúinn, ef þeim endist ævi til. Þetta hefur lengst af verið böl fárra fjölskyldna i islenzkri sögu, þvi að hagur þjóðarinnar hefur verið með þeim hætti, að fáir hafa verið freistingunni undirorpnir. Nú um skeið hefur aftur á móti mikill fjöldi fólks haft ærna fjármuni handa á milli, þótt miklar sveiflur hafi á þvi verið,og þá bregður svo við, að þjóðin virðist alls ekki kunna fótum sinum forráð. Gamla meinsemdin er orðin að þjóðarböli. ís- lendingar lifa langt um efni fram, og á þvi verður ekki lát, þótt svo til allir beri sig upp undan þvi, að þeir fái ekki nóg i sinn hlut. Erlendar skuldir nálgast nú eina milljón króna á hverja einustu meðalfjölskyldu i landinu, og við sifelldan viðskiptahalla i þjóðarbúskapnum hleðst þar stöðugt ofan á — dag frá degi og viku frá viku. Hverjir tveir milljarðar, sem þar bætast við, þýða sem næst fjörutiu þúsund króna ábagga á fjögurra manna fjölskyldu. Um þetta væri ekki svo mjög að sakast, ef þessir fjármunir hefðu runnið óskertir til nyt- samlegra hluta: Kaupa á atvinnutækjum, sem auka framleiðsluna, eins og skuttogararnir og vinnuvélar margs konar, eða framkvæmda, sem draga úr innflutningi eins og orkuverin gera. En þvi er ekki að heilsa. Til stórmikils af þessum út- lendu skuldum hefur verið stofnað með einberri eyðslu — þar á meðal af þvi tagi, að við værum engu lakar sett, þótt gjaldeyrinum hefði verið brennt. Og enn flykkist fólk úr landi til þess að láta Spánverja mjólka sig — enn er dyngt inn i landið alóþörfu skrani, sem keypt er af græðgi, þegar það kemur i búðirnar — enn er gengið á snið við islenzka framleiðslu, þótt hún sé jafngóð og hin útlenda og samkeppnisfær við hana að öllu leyti. Á kreppuárunum upp úr 1930 háði islenzka þjóðin harða baráttu. Þjóðin setti sér strangar reglur um það, hvað hún gæti leyft sér, og það var komið á fót nýjum iðnaði, svo að hún gæti verið sjálfbjarga, og unnið að margvislegum framfaramálum, þótt i þröngri vök væri varizt. Það tókst af þvi, að fé var ekki kastað á glæ. Þetta er til umhugsunar fyrir hvern og einn, áður en hann afræður kaup á varningi eða gjaldeyri. Enn má þjóðin minnast þess, að sjálfstæði helgast ekki af fánanum einum eða öðrum ytri táknum. Þjóð getur rétt eins og einstaklingurinn lent á hrakhólum og vonarvöl, ef hún kann ekki með fjármuni að fara. -JH. Oluf Danielsen, Information: Kínverjar gefa öðrum ekki eftir í tækni Þeir voru fljótir að nó valdi á kjarnorkunni, en fara sínar eigin leiðir VESTRÆNIR ferðamenn, sem lagt hafa leið sina til Kina, segja frá þvi þegar heim kemur, að kinversku kommúnistarnir leysi vanda sins samfélags á annan hátt en tiðkað er i öðrum kommúnistarikjum. Virkjun fjöldans er ein kunnasta grunnreglan, sem farið er eft- ir við uppbygginguna i Kina, einmitt i sjálfstæðum alþýðu- samfélögum. Kinverjum hefir gengið miklu betur að stemma stigu við fólksfjölgun en ibúum hinna þéttbýlu grannrikja, til dæmis i . Indlandi, Bangla- Desh og Pakistan, og þar með hefir þeim tekizt að minnka vandann við mataröflunina. Þessi árangur er orðinn það kunnur, að ýmsir þátttakend- ur i ráðstefnum Sameinuðu þjóðanna um mannfjölgunar- vandann og matarskortinn hafa spurzt fyrir um aðferðir Kinverja. KINÁ er einnig að verða iðnþróað rlkí.. Nýtingu há- þróaðrar tækni verður ekki komið við nema með vel menntuðum og þjálfuðum starfskröftum, sem bera nokkurt skyn á þau visinda- legu lögmál, sem tæknin byggist á. Sá háttur er hafður á i Sovétrikjunum og vestræn- um iðnaðarrikjum, að visindarannsóknir og þróun tækninýjunga fer fram i visindafélögum, háskólum, rannsóknastofum og tilrauna- stofum iðnfyrirtækja, en al- menningur kemur þar ekki nærri. Þessi tilhögun er ávöxtur af framvindu verkaskiptingar i atvinnulifi auðvaldsrikjanna. Hvað Sovétrikin áhrærir helg ast þessi aðferð einkum af hinni miklu miðstjórn i öllu þjóðlifinu. Fyrstu árin eftir byltinguna reyndu Sovétmenn að losa visindin úr hinum hefðbundnu einangrunarviðjum auðvalds- rikjanna. Miklar umræður fóru fram um rannsókna- áætlanirog stjórn þeirra. Þeg- ar fram liðu stundir hurfu Sovétmenn þó aftur að vest- rænum háttum um einangrun vísindaiðkana i rannsókna- stofum. Þetta stafaði einkum af ytri ástæðum, eða sam- keppninni við hin vestrænu riki og heimsstyrjöldinni, auk þeirrar eðlilegu verkaskipt- ingar, sem visinda- og tækni- þekking veldur ,,af sjálfu sér”. KINVERJAR reyna að hafa annan hátt á og leitast við að .komast hjá að einangra vis- inda- og tækniþróun frá fjöldanum. Hugmyndin er, að bændur og verkamenn eigi að hafa frumkvæði um þær breytingar, sem þjóðin þarfn- ast. Meginreglan er, að upp- hafið sé hjá alþýðunni, en hin áunna vitneskja berist svo „uppeftir”. Af þessum sökum var há- skólum og æðri menntastofn- unum lokað meðan á menn- ingarbyltingunni stóð árin 1966-1970. Stúdentar og kennarar áttu að taka þátt i hinum daglegu störfum og uppfræða almenning um leið. Þegar háskólarnir voru opnaðir aftur árið 1970 gátu Kinverjar staðið i báöa fætur þegar þeir tóku að feta sig fram á við, eða nutu betur menntaðs almennings en áður og menntamannanna við fyrri störf. Kunnustu dæmin um hag- nýta beitingu visindaþekking- ar eru „berfættu læknarnir” Kinversk kjarnorkusprengja svonefndu og nálastungu- lækningarnar. Um það bil sem menningarbyltingin náði há- marki sprengdu Kinverjar fyrstu vetnissprengju sina (1967) og sendu fyrsta gervi- tunglið á loft litlu siðar. „Sjá roðann i austri” ómaði utan úr geimnum árið 1970. HVERNIG unnu kinversku visindamennirnir, sem náðu þeirri tækniþróun að geta búið til kjarnorkusprengju og smiðað eldflaugar? Miðstjórn kommúnistaflokksins ákvað i upphafi menningarbyltingar- innar (i ágúst 1966), aö þeir visindamenn, sem hefðu með höndum mikilvægar rann- sóknir á sviði háþróaðrar tækni, bæði i þágu almennings og hers, skyldu halda áfram vinnu með sama hætti og áður, eða einangraðir i rannsókna- stofum. Þessi ákvörðun stafaði fyrst og fremst af þvi, að fjárráð og mannafli til starfseminnar var af það skornum skammti, að algjör einbeiting var óhjá- kvæmileg ef framþróun tækn- innar átti að takast. Þar að auki byggðist ákvörðunin á þeirri staðreynd, að störf að smiði kjarnorkuvopna, eld- flauga og tölva samræmast illa virkri þátttöku i land- búnaði eða handiön i kommúnunni. Vitanlega er hægt að lýsa þeirri stjórnmálasann- færingu, að visindamennirnir skuli taka þátt i slikum störf- um. En þegar til kastanna kemur ræður takmörkun fjár og mannafla úrslitum, eins og áður er sagt, þar sem ekkert miðar til framfara i eldflauga- smiði meðan visindamennirn- ir eru önnum kafnir við dagleg erfiðisstörf. PÓLITISK þjálfun i rökhugs- un getur vitanlega fyllt og bætt upp visindastörf ekki sið- ur en likamleg vinna, en hún tekur einnig sinn tima. Eflaust verður báðum aðferðum beitt i Kina undir eins og mannafli og fjárráð leyfa. En það er vitan- lega stjórnmálamannanna að ákveða, hvenær sú stund renn- ur upp. Kinverjar ráða yfir háþró- aðri tækni. Af þeirri staðreynd leiðir aftur lausn margs konár vanda 1 sambandi við starfs- nám og þjálfun þess mann- afla, sem sinnt getur visinda- og tækni-störfum. Kinverjar hófu kjarnorku- rannsóknir árið 1953 og 1956 voru þeir komnir vel áleiðis. Arið 1958 var fyrsta kjarn- orkuknúna tilraunarafstöðin tekin i notkun, en hún fram- leiddi tiu megavött. Hún var smíðuð með hjálp Sovét- manna. Arið 1959 neituöu Sovétmenn að smiða kjarn- orkusprengju og visindamenn þeirra hurfu heim árið 1960. Þá hófu Kinverjar sjálfir smiði kjarnorkuvopna. FYRSTA kinverska kjarn- orkusprengjan var sprengd árið 1964 og fyrsta vetnis- sprengjan árið 1967. Kinverjar notuðu þegar i upphafi úrani- um — 235, sem unnið var úr úranium úr kinverskum nám- um. Visindamenn allra ann- arra kjarnorkuvelda, að Bandarikjunum einum undan- teknum, hafa byrjað kjarn- orkuvopnasmiði meö notkun kljúfanlegs platónium, sem er tæknilega auðunnara en úranium — 235. Kinverjar höfðu vaid á hinni vandasam- ari tækni þegar i upphafi. Árið 1967 tóku Kinverjar i notkun kjarnorkuknúna rafstöð, þar sem platónium er notað. Kina komst seint af stað i samanburði við önnur kjarn- orkuveldi (árið 1956), en framvindan hefir verið mun hraðari þar en annars staðar. Þetta kemur einna skýrast fram i þvi, að frá þvi að fyrsta kjarnorkusprengjan var sprengd liða aðeins þrjú ár áð- ur en Kinverjar sprengja vetnissprengju. Kinverjar sprengdu fyrstu vetnis- sprengju sina ári á undan Frökkum, sem hófu kerfis- bundin störf að kjarnorkutil- raunum undir eins og siðari heimsstyrjöldinni lauk. KINVERJAR hafa smiðað nokkrar geröir eldflauga til þess að flytja kjarnorku- sprengjur. Raunveruleg framleiðsla hófst árið 1966, þegar Kinverjar smiðuðu eld- flaug, sem dró 1000-1500 kiló- metra. Hún gat flutt lcjarn- orkusprengju. Arið 1970 skutu Kinverjar fyrsta gervihnettin- um á braut umhverfis jörðu. Það sannaði, að þeir höfðu á árunum milli 1966 og 1970 smiðaðeldflaug, sem dró 2500- 3000 kilómetra. Allt frá árinu 1963 hafa Kin- verjar unnið að gerð eld- flauga, sem draga yfir 8000 kilómetra, eða milli heims- álfa. Fyrsta eldflaugin mun hafa verið tilbúin til notkunar árið 1971 eða þar um bil. Þeir nota fljótandi eldsneyti, en unnið er að þvi að framleiða eldsneyti i föstu formi eins og Sovétmenn og Bandarikja- menn nota, en framleiðsla þess er tæknilega erfiðari. Tvær töflur fylgja hér með. Sýnir önnur samanburð á þvi, hvenær kjarnorkuveldin sprengdu fyrst kjarnorku- sprengju og hvenær hvert um sig sprengdi vetnissprengju. Skemmstur timi liöur þar i milli hjá Kinverjum. Hin tafl- an sýnir, hvenær kjarnorku- veldin hvert um sig skutu sin- um fyrsta gervihnetti á braut umhverfis jörðu og hver þungi hans var. Sérstaka athygli vekur, að fyrsti kinverski gerviímötturinn er tvöfalt þyngri en sá frumhnöttur hinna, sem þyngstur var. Sprengjur Kjarn- orka Vetni ár ár Bandar. 1945 1952 Rússl. 1949 1953 England 1952 1957 Frakkl. 1960 1968 Kina 1964 1967 Gervihnettir Skot- Þungi ár kg Rússl. 1957 83 Bandar. 1958 14 Japan 1970 23 Frakkl. 1965 42 Kina 1970 173

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.