Tíminn - 16.05.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.05.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 16. mai 1975. ÞJOÐ- NÍÐINGUR IBSENS — f rumsýndur í Þjóðleikhúsinu í kvöld — 30 ára leikafmæli tveggja þekktra leikara gébé Rvik — Frumsýning Þjóð- leikhússins á Þjóðniðingi Ibsens i kvöld er 200. sýningin á stóra sviöinu i vetur. Um leið halda tveir af helztu leikurum Þjóöleik- hússins upp á þrjátiu ára starfs- afmæli sitt, þeir Gunnar Eyjólfs- son, sem leikur aðalhlutverkið I Þjóðniðingi, Stokkmann lækni, og Baldvin Halldórsson, sem er leik- stjóri. Þjóðnfðingur er sjötta verk Ibsens, sem sýnt er I Þjóoleikhús- inu. Áöur hafa verið sýnd i Þjóðleik- húsinu eftirtalin verk Ibsens: Brúðuheimili 1952, Villiöndin 1954, Pétur Gautur 1962, Aftur- göngurnar 1965, Sólnes bygginga- meistari 1970 og Brúðuheimili 1973. Þjóðnlðingur er þvi nú sýnd- ur i fyrsta sinn á f jölum Þjóðleik- hússins, en var tekinn til sýninga hjá Leikfélagi Reykjavikur árið 1908, og fjórum árum siðar kom hingað til lands danskur leik- flokkur með Þjóðniðing. öll meiri háttar verk Ibsens hafa nú verið leikin hér á landi. Marteinn Kil (Valur Glslason) Reynir að telja Stokkmann lækni (Gunnar Eyjólfsson) yfir á sittmál. Fyrsta sýningin á Ibsen-leikriti hér á landi var 1892: þá voru Vikingarnir á Hálogalandi sýndir i Góðtemplarahúsinu i Reykja- vík. Alls hafa tiu verka hans verið sýnd hér á sviði, og fjölmörg þar að auki leikin i útvarp. . Þjóðniðingur verður nú fluttur i þýðingu Arna Guðnasonar og I leikgerð bandariska leikrita- höfundarins Arthurs Miller, en leikgerðin var unnin 1950 og hefur tvivegis verið flutt i Rikisút- varpið. Eins og áður segir er Baldvin Halldórsson leikstjóri, en leikmyndir og búninga gerði Snorri Sveinn Friðriksson. Með helztu hlutverk fara: Gunnar Eyjólfsson, sem fer með hlut- ..verk Stokkmanns læknis, Þóra Friðriksdóttir leikur konu hans, Steinunn Jóhannesdóttir leikur Petru dóttur þeirra, Rúri k Haraldsson, Valur Gislason, Jón Júliusson, Sigurður Skúlason og Ævar R. Kvaran fara einnig með stór hlutverk. Alls koma yfir 30 manns fram i sýningunni. Eins og áður segir, halda þeir Gunnar Eyjólfsson og Baldvin Halldórsson nú upp á 30 ára leik- afmæli. Þeir komu báðir fyrst fram I sýningu Leikfélags Reykjavikur á-Kaupmanni i Feneyjum 1945, ásamt Róbert Arnfinnssyni, sem hélt upp á leik- afmæli sitt fyrr i vetur. Þjóðnið- ingur er 23. leikstjórnarverkefni Baldvins hjá Þjóðleikhúsinu, en alls hefur hann farið með 123 hlut- verk i Þjóðleikhusinu. Hlutverk Stokkmanns i Þjóðniðingi nu er 48. hlutverk Gunnars Eyjólfsonar hjá Þjóðleikhusinu, og leikstýrt hefur hann um 12-14 verkum við leikhúsið, en Gunnar hefur einnig leikið I þrem af þeim sex leikrit- um Ibsens sem Þjóðleikhúsið hef- ur sýnt. Henrik Ibsen skrifaði Þjóðnið- ing i Róm árið 1882, og var leik- ritið frumsýnt i Kristianiu árið eftir. Efni leikritsins verður ekki rakið hér, nema að aðalefni þess er mengun, hið frjálsa orð og rit- skoðun, og sú ábyrgð, sem hvilir á fjölmiðlum. Leikritið verður frumsýnt i kvöld kl. 20:00, og önnur sýning verður miðvikudaginn 21. mai. Dr. Hallgrímur Helgason: Hlutverk gagnrýnanda Pétur Stokkmann bæjarfógeti (Rúrik Haraldsson) er maður ákveðinn og gengur um Stokkmann lækni (Gunnar Eyjólfsson). Þorbjörn Jónsson og Jóhann Jóhannesson leika syni Stokkmanns-hjónanna en Si fer með hlutverk Petru dóttur þeirra. Timamyndir: Gunnar. m Að gagrirýna er að greina I sundur list frá metnaðarlöngun viðvanings, aðskilja satt frá ósönnu, ósvikið frá sviknu, gáf- ur frá getuleysi, kunnáttu frá fúski, innblástur frá tilgerð. Gagnrýnanda er vandi á hönd- um. Starfi hans fylgir ábyrgð. Hann verður að vera þess um- kominn aö meta og vega. Efist rýnir um réttmæti ákvöröunar sýnir hann ekki skort á hæfileik- um, heldur hyggindi. Listdóm- ari ætti aö vera svo hygginn aö mynda sér matsskoðun, svo skynsamur að geta tekið hana til endurskoðunar, nógu sjálf- stæður til þess að standa fyrir máli slnu, þrátt fyrir allt. í mótsetningu viö fordóm ger- ir dómur ráð fyrir andsvari þess vegna veltur mikiö á þvl, hvern- ig dómur er grundaður. Niöur- staða ein saman er fyrir lesanda og list-framleiðanda gagnslaus, t.d.: „leiktjöld voru léleg". Um leið og greint er frá kosti og galla, jái og nei. fylgist lesari með. Áður en rýnir i lok um- mæla ypptir öxlum, veröur hann að sannfæra sjálfan sig og fullvissa lesara, að hann hafi nógu breiðar herðar til að axla dóm sinn. Vafalaust eru mikil sannindi falin I þvi, að gagnrýni sé sú list að syngja lof og dýrð. Þannig verður hún jákvæð og á þaö ekk- ert skylt við nagg, nöldur eða gremju. Þar býr að baki mikil- væg grundvallarafstaða til list- greina, nefnilega rikur skilning- ur á virkni þeirra og ánægja af að efla þær. Hún útilokar þó ekki, að ánægja geti rýrnað, að skylda krefjist þess að meðal- mennska sé afhjupuö, sviksemi sé fordæmd. En það hlutverk lýtur i láginni fyrir hinum að lofa það sem lofsamlegt er. Vitanlega má rýni skjátlast. Þó er honum sæmra að vænta góðs af gáfnatregum en hefta för hæfileikamanns. Hvar sem er aðeins neisti vonar að gáfur búi undir, þar á sannur gagn- rýnandi að láta lof I ljós. Með umburðarlyndi en ekki litils- virðingu bendir hann á misbrest og ágalla og vonast til að hafa bent góðum gáfum á rétta braut. Hann visar á bug þeirri áráttu að tæta i sundur hvert tangur og tetur með glæsilegri ritsnilld. Tilþrifamikla skammargrein er auðvelt að skrifa. I lengstu lög er bezt að kippa þá að sér hendi. Þvi að- eins að fullkomið hneyksli út- heimti hirtingu, skyldi rýnandi spretta úr spori og láta geisa gamm virkilegra sannvinda, að hans dómi. Hinu má þó ekki gleyma, að gildi rýnanda vex ómaklega vegna aðsópsmikils niðurskurðardóms, þar eð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.