Tíminn - 16.05.1975, Síða 11

Tíminn - 16.05.1975, Síða 11
10 TÍMINN Föstudagur 16. maí 1975. Föstudagur 16. mai 1975. TÍMINN 11 ÞJÓÐ- NÍÐINGUR IBSENS — frumsýndurí Þjóðleikhúsinu íkvöld — 30 ára leikafmæli tveggja þekktra leikara Fyrsta sýningin á Ibsen-leikriti hér á landi var 1892: þá voru Vikingarnir á Hálogalandi sýndir i Góðtemplarahúsinu i Reykja- vik. Alls hafa tiu verka hans verið sýnd hér á sviði, og fjölmörg þar að auki leikin i útvarp. ■ Þjóðniðingur verður nú fluttur i þýðingu Arna Guðnasonar og i leikgerð bandariska leikrita- höfundarins Arthurs Miller, en leikgerðin var unnin 1950 og hefur tvivegis verið flutt i Rikisút- varpið. Eins og áður segir er Baldvin Halldórsson leikstjóri, en leikmyndir og búninga geröi Snorri Sveinn Friðriksson. Með helztu hlutverk fara: Gunnar Eyjólfsson, sem fer með hlut- ..verk Stokkmanns læknis, Þóra Friðriksdóttir leikur konu hans, Steinunn Jóhannesdóttir leikur Petru dóttur þeirra, Rúri k Haraldsson, Valur Gislason, Jón Júliusson, Siguröur Skúlason og Ævar R. Kvaran fara einnig með stór hlutverk. Alls koma yfir 30 manns fram i sýningunni. Eins og áður segir, halda þeir Gunnar Eyjólfsson og Baidvin Halldórsson nú upp á 30 ára leik- afmæli. Þeir komu báðir fyrst fram i sýningu Leikfélags Reykjavikur á -Kaupmanni i Feneyjum 1945, ásamt Róbert Arnfinnssyni, sem hélt upp á leik- afmæli sitt fyrr i vetur. Þjóðnið- ingur er 23. leikstjórnarverkefni Baldvins hjá Þjóöleikhúsinu, en alls hefur hann farið með 123 hlut- verk i Þjóðleikhúsinu. Hlutverk Stokkmanns i Þjóðniðingi nú er 48. hlutverk Gunnars Eyjólfsonar hjá Þjóðleikhúsinu, og leikstýrt hefur hann um 12-14 verkum viö leikhúsið, en Gunnar hefur einnig leikið i þrem af þeim sex leikrit- um Ibsens sem Þjóðleikhúsið hef- ur sýnt. Henrik Ibsen skrifaði Þjóðnið- ing i Róm árið 1882, og var leik- ritið frumsýnt i Kristianiu áriö eftir. Efni leikritsins verður ekki rakið hér, nema að aðalefni þess er mengun, hið frjálsa orð og rit- skoðun, og sú ábyrgð, sem hvilir á fjölmiðlum. Leikritið verður frumsýnt I kvöld kl. 20:00, og önnur sýning veröur miðvikudaginn 21. mai. gébé Rvik — Frumsýning Þjóð- leikhússins á Þjóðniðingi Ibsens i kvöld er 200. sýningin á stóra sviöinu i vetur. Um leið haida tveir af helztu leikurum Þjóðleik- hússins upp á þrjátiu ára starfs- afmæli sitt, þeir Gunnar Eyjólfs- son, sem leikur aðalhlutverkið I Þjóðniðingi, Stokkmann lækni, og Baidvin Halldórsson, sem er lcik- stjóri. Þjóðniðingur er sjötta verk Ibsens, sem sýnt er i Þjóðleikhús- inu. Aöur hafa veriö sýnd i Þjóðleik- húsinu eítirtalin verk Ibsens: Brúöuheimili 1952, Villiöndin 1954, Pétur Gautur 1962, Aftur- göngurnar 1965, Sólnes bygginga- meistari 1970 og Brúðuheimili 1973. Þjóðniöingur er þvi nú sýnd- ur i fyrsta sinn á f jölum Þjóðleik- hússins, en var tekinn til sýninga hjá Leikfélagi Reykjavikur árið 1908, og fjórum árum siðar kom hingað til lands danskur leik- flokkur með Þjóðniðing. öll meiri háttar verk Ibsens hafa nú verið leikin hér á landi. Marteinn KIl (Valur Glslason) Reynir að telja Stokkmann lækni (Gunnar Eyjólfsson) yfir á sitt mál. Pétur Stokkmann bæjarfógeti (Rúrik Haraldsson) er maður ákveðinn og gengur oft fram af bróöur sln- um Stokkmann lækni (Gunnar Eyjólfsson). Þorbjörn Jónsson og Jóhann Jóhannesson leika syni Stokkmanns-hjónanna en Steinunn Jóhannesdóttir fer með hlutverk Petru dóttur þeirra. Tímamyndir: Gunnar. Eyþór Einarsson: Hið græna Grænland Tyge W. Böcher: Det grönne Grönland. 256 bls., útg. Rhodos, Kaup- mannahöfn, 1975. Fyrir nokkru kom út hjá Rhodosforlaginu i Kaupmanna- höfn mjög athyglisverð og fögur bók um plöntulíf á Grænlandi eft- ir dr. Tyge W. Böcher, prófessor i grasafræöi við Hafnarháskóla. Bókin ber nafnið Det grönne Grönland, þ.e. Grænland hið græna. Hún er 256 blaðsiður að stærði stóru broti og þar af eru 64 heilar blaösiður með litmyndum og 24 með svarthvitum myndum, hvort tveggja á sérstökum myndapappír. Flestar myndirnar hefur sonur höfundar tekið, en hann heitir Jens Böcher og er skordýrafræðingur að menntun og starfi. Höfundur þessarar fallegu bók- ar er án nokkurs vafa fróðastur allra núlifandi manna um grænlenzkar plöntur, enda hefur hann skrifað nokkrar bækur og ótal ritgerðir um flóru og gróður- far Grænlands, þar á meðal bók- ina Flóru Grænlands, ásamt tveimur öðrum höfundum, en hún hefur tvisvar verið gefin út á dönsku og einnig verið þýdd á ensku. Hann segist i upphafi bókarinnar hafa orðið gagntekinn af Grænlandi strax fyrsta daginn sem hann steig þar á land sumar- ið 1932. Siðan hafi hann farið þangað fjölmargar ferðir og dval- ið þar mörg sumur við rannsókn- ir, en landið hafi haldið áfram að vera honum hið mikla ævintýri, einkum þó plönturnar með blóm- um sinum. Það skýrir hann sem áhrif andstæðnanna, lifið hér i mynd jöklasóleyjar eða melasól- ar með urðir, grjót, snjó og is i bakgrunni verði ómótstæðilegt, hafi miklu meira aðdráttarafl en samfelldar breiður stórvaxnari plantna suðlægari breiddargráða. Oll bókin er þannig gegnsýrö af sterkri og einlægri ást höfundar- ins á viðfangsefni sinu, auk þess sem hún endurspeglar viötæka þekkingu hans á þvi. Bókin skiptist I átta kafla. 1 fyrsta kaflanum segir höfundur- inn frá fyrstu kynnum sinum af Grænlandi og plöntulífi þess og gerir einnig sitt til að leiðrétta þann útbreidda misskilning, að Grænland sé ekkert nema is og snjór, kannski að viðbættum nokkrum auðum klöppum með sjónum, og þar séu sífelld frost. Slikan misskilning þarf þó varla að leiðrétta hér á landi, þó að þess þurfi ef til vill i Danmörku, svo mikið þekkjum við Islendingar til norðurslóða og höfum sjálfir þurft að hafa fyrir að leiðrétta misskilning um okkar eigiö land. í siðasta kafla bókarinnar minn- ist höfundurinn aftur á þetta i sambandi við nafn landsins, Grænlands, og sögur um hvernig það hafi orðið til. Honum finnst ekki óliklegt að Eirikur rauði hafi hrifizt svo af grænkunni og grósk- unni i innfjörðum Suðvestur- Grænlands, eftir að hafa siglt framhjá hrjóstrugum útskerjum og gróðurlitlum strandfjöllum, að hann hafi gefið landinu nafn i hjartans einlægni, en ekki til að lokka fólk þangað, eins og segir i Grænlendingasögu og Eiriks sögu rauða. Annar kafli fjallar um sögu flóru- og gróðurrannsókna Græn- iands, sem hófust fyrir um það bil 200 árum, eða aðeins seinna en hliðstæðar rannsóknir hér á landi, og hafa staðið fram á þennan dag, aö visu ekki óslitið. Margir þekkt- ir menn af ýmsum þjóðernum hafa þar lagt hönd á plóginn og sumir lagt hart að sér i rannsóknaferðum, jafnvel látið lifið, eins og sænski grasafræð- ingurinn Thorild Wulff sem varð úti á Noröur-Grænlandi I ágústlok 1917, en hann lét félaga sina skilja sig eftir veikan og örmagna af hungri og þreytu, en bjarga I staðinn þeim gögnum, er hann hafði safnað og eigin lifi. Og þó að danski grasafræðiprófessorinn C.H. Ostenfeld hafi talið árið 1926, að grasafræðirannsóknum á Grænlandi væri að mestu lokið, þá hafa m.a. fundizt þar nærri 120 tegundir háplantna siðan, til viðbótar þeim 380, sem þá voru þekktar, og margt er þar enn ógert á þessu sviði. Þá lýsir höfundurinn nokkuð náttúrufari Grænlands og lifskil- yrðum plantnanna þar, einkum fjallar hann allnákvæmlega um loftslag og veðurfar, og lýsir þeim mikla mun sem er viða á veðri úti viö ströndina og inni I hinum grlðarlöngu fjörðum og dölum, bæðí úrkomu og hita og ekki siöur muninum á Suður- og Norður- Grænlandi, enda er landið rúm- lega 2500 km langt frá suðri til norðurs. Þessi loftslagsmunur kemur greinilega fram i út- breiðslu plöntutegunda og gróðurfari hinna ýmsu lands- hluta. Næstu fjórir kaflar má segja að séu aðalefni bókarinnar, auk myndanna, enda eru þeir saman- lagt rúmir tveir þriðju hlutar hennar. Þarna er fjallað um ævi- feril og lifmyndir grænlenzkra plantna, flóruhluta og út- breiöslu tegunda, plöntusamfélög og vistfræði þeirra, æxlun dreif- ingu, breytileika og myndun teg- unda. Efni þessara kafla er svo yfirgripsmikið, að ógerningur er að rekja það hér, en I þeim kem- ur glöggt fram, hvað þekking höfundar á viðfangsefninu er víð- feöm, enda er margt athyglisvert I þessum köflum. Höfundurinn gerir vfða samanburð á tegund- um og gróðurfari á Grænlandi og I nágrannalöndunum, m.a. minnist hann mjög oft á ísland i þvi sam- bandi. Einna forvitnilegastir finnast mér kaflarnir um út- breiöslu tegunda og myndun og dreifingu þeirra. Þar er t.d. öllum blómplöntum og byrkningum, sem fundizt hafa á Grænlandi, skipt I flokka eftir útbreiðslu: Sumar tegundir vaxa einkum sunnan til i landinu eða út viö ströndina, aðrar norðan til og inn til landsins. Meiri hluti tegunda vex I flestum eða öllum norðlæg- um löndum, en aðrar eru t.d. einskorðaðar við Norður- Ameriku og austanverða Asiu eða þá Evrópu og vestanverða Asiu. Við rekumst hér á fjölmargar Islenzkar tegundir og sjáum aö flestar þessara islenzku tegunda er að finna meöal þeirra, sem aðallega vaxa sunnan til i landinu og forðast hin þurru svæði inn til landsins. Aftur á móti hefur aö- eins ein þeirra tegunda sem eink- um vaxa i nyrztu og köldustu héruðum Grænlands fundizt með vissu hér á landi, en þaö er hreist- ursteinbrjótur. Eins og vænta má er flóra landsins i heild með meiri ameriskum svip en evrópskum aðeins i suðausturhluta þess vaxa fleiri evrópskar tegundir en ameriskar. Það er mjög gaman aö lesa, hvernig höfundurinn tel- ur hinar ýmsu tegundir hafa komizt til Grænlands og hvaðan, sumar ugglaustfyrir siðustu Isöld aörar eftir lok hennar og sumar með mönnum tiltölulega nýlega. Nokkrar tegundir blómplantna vaxa hvergi utan Grænlands og hafa greinilega myndazt þar ein- hvern tima fyrirlöngu. Ein þeirra er nathorsts-steinbrjótur, sem aðeins vex á takmörkuðu svæði á Austur-Grænlandi og orðinn er til við kynblöndun vetrarblóms oe gullsteinbrjóts, en þær tegundir vaxa báðar hér á landi. Plöntusamfélög eða gróðurfar Grænlands er býsna margbreyti- legt, eins og áður er vikið að, og kemur þar kannski sumum mest á óvart, að i innfjöröum Suðvest- ur-Grænlands eru á nokkrum stöðum blómlegir birkiskógar, áþekkir okkar skógum. Þá kann það einnig að þykja furðulegt að á Peary-landi noröan 80. gr. norð- lægrar breiddar á Grænlandi, þar sem eru jökullaus svæði á stærð við allt Islands, skuli vaxa nærri 100 tegundir blómplantna þrátt fyrir mjög harðneskjulegt og þurrt loftslag. Myndirnar i þessari fallegu og merku bók auka mjög gildi henn- ar. A hinum 88 myndasiðum eru nærri 300 litmyndir og fjölmargar svarthvitar. Myndirnar eru auð- vitað misjafnar en margar þeirra eru mjög góðar, bæði fallegar og vel teknar. Flestar þeirra eru af einstökum tegundum eða plöntu- hlutum en allmargar af ýmsum gróðurlendum, margar mynd- anna eru af tegundum sem vaxa hér á landi. Þaö er ekki mikið af villum i þessari bók, þó örfáar smávægi- legar hafi slæðzt með, bókin er mjög vel gerð bæði frá hendi höfundar og forlags, efnismeð- ferö er i senn vönduð og létt og skemmtileg, þannig að allir þeir, sem áhuga hafa á efninu, geta haft mikla ánægju af bókinni, enda greinilegt að höfundur henn- ar hefur haft mikla ánægju af að skrifa hana. Þessu spjalli um hina gullfall- egu bók mins gamla kennara um plöntulif á Grænlandi ætla ég aö ljúka með lokaorðum bókarinnar, þar sem höfundurinn talar um Grænland sem vin i eyðimörk iðnvæðingarinnar, þar sem ennþá sé Kægt að kynnast villtri og' óspilltri náttúru og finna sjálfan sig. Hvað er þá orðið af skrifstof- unni, segir hann, og hvar er bill- inn, hvar eru áhyggjurnar af þvi að hafa ekki tima til þessa og hins af þvi að vera ekki nógu dugleg- ur? Stærðar isjakar molna hér og bráðna siöan og vandamál og sálarlifsflækjur fara sömu leið — eða verða að brosi út i annað munnvikið, maður kemur endur- nærður skálmandi ofan úr viðáttu fjallanna — frjáls og með jöklasóley I hnappagatinu. Eyþór Einarsson. Skjaldburkni og hjónagras á suðurströnd Diskócyjar, sem er nálægt 69. breiddavgráðu. Dr. Hallgrímur Helgason: gagnrýnanda Hlutverk Að gagnrýna er aö greina i sundur list frá metnaðarlöngun viðvanings, aðskilja satt frá ósönnu, ósvikið frá sviknu, gáf- ur frá getuleysi, kunnáttu frá fúski, innblástur frá tilgerð. Gagnrýnanda er vandi á hönd- um. Starfi hans fylgir ábyrgð. Hann verður aö vera þess um- kominn aö meta og vega. Efist rýnir um réttmæti ákvöröunar sýnirhann ekki skort á hæfileik- um, heldur hyggindi. Listdóm- ari ætti aö vera svo hygginn að mynda sér matsskoðun, svo skynsamur að geta tekið hana til endurskoðunar, nógu sjálf- stæöur til þess aö standa fyrir máli sinu, þrátt fyrir allt. 1 mótsetningu viö fordóm ger- ir dómur ráö fyrir andsvari þess vegna veltur mikið á þvi, hvern- ig dómur er grundaður. Niöur- staða ein saman er fyrir lesanda og list-framleiöanda gagnslaus, t.d.: „leiktjöld voru léleg”. Um leið og greint er frá kosti og galla, jái og nei. fylgist lesari með. Áður en rýnir i lok um- mæla ypptir öxlum, veröur hann að sannfæra sjálfan sig og fullvissa lesara, að hann hafi nógu breiðar heröar til að axla dóm sinn. Vafalaust eru mikil sannindi falin i þvi, að gagnrýni sé sú list að syngja lof og dýrð. Þannig veröur hún jákvæð og á það ekk- ert skylt við nagg, nöldur eða gremju. Þar býr aö baki mikil- væg grundvallarafstaða til list- greina, nefnilega rikur skilning- urá virkni þeirra og ánægja af að efla þær. Hún útilokar þó ekki, aö ánægja geti rýrnaö, að skylda krefjist þess að meðal- mennska sé afhjúpuö, sviksemi sé fordæmd. En það hlutverk lýtur i láginni fyrir hinum að lofa það sem lofsamlegt er. Vitanlega má rýni skjátlast. Þó er honum sæmra að vænta góðs af gáfnatregum en hefta för hæfileikamanns. Hvar sem er aöeins neisti vonar að gáfur búi undir, þar á sannur gagn- rýnandi aö láta lof I ljós. Með umburðarlyndi en ekki litils- virðingu bendir hann á misbrest og ágalla og vonast til að hafa bent góðum gáfum á rétta braut. Hann visar á bug þeirri áráttu aö tæta I sundur hvert tangur og tetur meö glæsilegri ritsnilld. Tilþrifamikla skammargrein er auðvelt aö skrifa. í lengstu lög er bezt að kippa þá að sér hendi. Þvi aö- eins að fullkomiö hneyksli út- heimti hirtingu, skyldi rýnandi spretta úr spori og láta geisa gamm virkilegra sannvinda, að hans dómi. Hinu má þó ekki gleyma, aö gildi rýnanda vex ómaklega vegna aösópsmikils niðurskurðardóms, þar eð kunnáttuleysi list-framleiðanda verður ósjálfrátt talið gagnrýn- anda jafnvel til tekna (list-framleiöandi getur verið ýmist málari, hljóöfæraleikari, sjónleikari, söngvari, leikstjóri eöa enn aörir túlkendur eða frumskapendur). Þessi aöstaöa má ekki tæla rýnanda til aö upp- hefja sjálfan sig á annarra kostnaö. Vegsömun er list rýnanda. Hún er mælistika á kosti hans, ekki orðafim úthúðum, hversu mjög sem hún annars kynni að vera réttlætanleg. Aðfinning ætti aldrei að vera skálkaskjól fyrir háð eöa hnittilega orðaðar dylgjur, enda þótt mörgum les- anda smakkist vel sæt nagla- súpa. Enn má minnast á útbreiddan ósið. Það eru hvers kyns stell- ingaræðsta lærimeistara.Hér er komið að samneyti rýnanda og lesanda. Ekki virðist fjarri lagi að mega vænta þess, að list- dómari hafi uppeldisleg áhrif á lesendur, kenni þeim sjálfum að beita eigin gagnrýni, efnislegri og fordómalausri, þó þannig, að lesandi ekki sé hlutlaus utan- veltuaðili, heldur kalli sér til aö- stoðar bæöi náttúrlega tilfinn- ingu og heilbrigðan skilning. Þetta er m.a. verðugt hlutverk gagnrýnanda. Þess konar gagnrýni mætti nefnast kennslufræðileg. Hún krefst mikillar nærfærni. Þá tekst vel til, ef rýni heppnast að vekja áhuga lesanda á umræöu- efni, láta hann eiga hlut að rök- semdum, bæöi með og móti, og gefa honum þannig tækifæri til eigin rýninnar skoöanamyndun- ar. Slikt viðhorf ber vott um virðingu rýnanda fyrir lesanda. Hins vegar vitnar útréttur visi- fingur um óskammfeilni gagn- vart lesanda. Of margar tilvitnanir og fræðilegar útleggingar geta hjá lesanda vakið ónotalega tilfinn- ingu, svo sem væri hann skóla- drengur eða þá jafnvel hrenn auli. Slikur rýnir lætur gjarna undir höfuö leggjast að færa rök fyrir dómi sinum. Hvekktur les- andi á þá ekki annars úrkosti en aö þiggja niðurstööu hans mögl- unarlaust. Hann hættir sér ekki út á mið sjálfstæðra athugana. Vilji rýnandi æfa lesanda i þvi að ástunda sjálfur gagnrýni, þá er honum bezt borgiö sem ráöu- nautur, leiðbeinandi. Hvimleið verður hverjum knésetning. Þar að auki getur enginn rýn- andi gert tilkall til páfastóls. Hann veröur ekki siöur en list- framleiðandi, að reynast vaxinn hverju nýju verki. Rýnandi verður aö gera sér far um að efla dómgreind og smekkvisilesenda,hlustenda og áhorfenda. Þeir eiga aö þroska með sér ábyrgöartilfinningu gagnvart eigin smekk. Þess - vegna á vel skrifuö gagnrýni að örva menn til aðgreiningar milli góðrar og slæmrar listar. List-framleiðendur láta sér annt um gagnrýni. A þvi liggur enginn Vafi. En það er undir rýni sjálfum komiö, hvort á hann er hlustaö, hvort áhrifa hans gætir. Enginn list-fram- leiðandi, nema máske sé sem er haldinn andlegum vanmætti, getur skellt skollaeyrum viö rödd gagnrýnanda, sem virðir sannleika, þekkir samhengis- lögmál og sýnir verkkunnáttu. Til hans er tillit tekið, ef hann veit, hvers hann getur krafizt. Slikur listdómari leitar ekki lár- berja handa sjálfum sér. Hann er einlægur þjónn málefnis og af einskærri ást á þvi fellir hann sanngjarna og oft harða dóma. Sérhvert þjóðfélag þarfnast þess, aö þvilikur gagnrýnandi starfi landi og lýð til heilla.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.