Tíminn - 16.05.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.05.1975, Blaðsíða 13
Föstudagur 16. mai 1975. TÍMINN 13 ...••¦ii !..¦( Illll.n iiillllniillliu......llllim Kaldur hefur hann verið að undanförnú. Manni verður hugsað til ákvæðaskáldanna, sem ýmsu hafa áorkað, bæði fyrr og siðar. Sumir kváðu burt hafis, aðrir Tyrkjann. Þorsteinn Erlingsson kvað burt regn og þoku i innsveitum Skagafjarðar og Jakobina Sigurðardóttir gerði veður að herskipaflota úti fyrir Vestfjörðum. Æ, getur ekki ein- hver kveðið sól og sumar i sveitir? Selfossdeilan Að svo mæltu snúum við okkur að bréfum. Verður fyrst fyrir pistill frá H. Kr. um Selfoss- deiluna. Hann segir: „Deilan og verkfallið á Selfossi er öllum i fersku minni. Ég er einn i þeim hópi — kannski fámennum hópi •+- sem ekki þykist þess umkominn að dæma, þvi að málavextir liggja ekki svo ljóst fyrir, enda mun hafa verið ærinn aðdragandi. Þessi deila og umtal það, sem hún vakti, hefur vakið til umhugsunar. Þær spurningar, sem ég varpa hér fram, eru alveg óháðar afstöðu til deilunnar sjálfrar. Hver á að vera réttur atvinnu- ., „„ rekenda til að velja sér starfs- fólk? Eiga þeir að hafa uppsagna'rrétt? Eða eiga þeir að sitja uppi með það fólk, sem til þeirra er komið, eins og gildir um embættismenn rikisins? Þeir eiga vist rétt til að halda sinu starfi, ef ekki er um beina óhæfu að ræða. Nú vilja menn að visu hverfa frá þvi lagi og ráða embættis- menn stuttan tima. Engum dettur annað i hug en starfsmenn hafi rétt til að segja upp og fara annað. Enginn mælir gegn geðþóttauppsögnum af þeirra hálfu. Geðþóttinn er stað- reynd, sem ekki verður gengið fram hjá. Engar geðþóttauppsagnir! Þetta vigorð höfum við heyrt. Og ég efa ekki, að mönnum gangi gott til. Það viíl enginn, að maður sé rekinn úr starfi einungis vegna duttlunga verkstjóra eða for- stjóra. En hvernig eiga þær reglur að vera, sem um þetta eru settar? Hver á að vera réttur at- vinnurekenda til uppsagnar? Eða á hann enginn að vera?" Fjölmiðlar Síðankemurbréf rá F. Honum farast orð á þessa leið: . „Landfari góður! Ritfrelsi og málfrelsi eru hornsteinar lýðræðisins — þau réttindi fólksins, sem einræðisherrar skerða fyrstallra. Þeir þola ekki gagnrýni og standast hana sjaldnast, en gagnrýni er styrkur lýðræðisins. Heilbrigð gagnrýni á nokkuði vök að verjast hérlendis, og ber tvennt til: Ctvarpið er miílbundið vegna hlutleysis- reglunnar,' en daglböðin öll eru rekin af stjórnmálaflokkunum og túlka þröng sjónarmið þeirra. Af kjördæmaskipuninni leiðir margra flokka kerfi og sam- steypustjórnir, og þegar tveir eða þrír stærstu flokkarnir fara með völd; ber litiðá stjórnarandstöðu, sem styðst við litið lesinn blaða- snepil. Þaö er þvi að mestu komið undir viðsýni ritstjóranna, hvort fleiri en ein skoðun fær yfirleitt að heyrast. Vissulega mættu þeir gera meira að þvi að leita álits hjá óskyldum aðilum um mikils- verömálefni. Sjónvarpsþátturinn „Kastljós" er sport i rétta átt. Það er Htt uppbyggjandi, ef ekki beinllnis reytandi, að heyra við flest tækifæri sömu raddirnar I frétta-auka hljóðvarpsins, sömu andlitin á skerminum, og sömu myndirnar I dagblöðunum." NÝ BÓK FRÁ MÁLI OG MENNINGU: EDDA Þórbergs Þórðarsonar „Ég hefi hvorki haft ástæður né löngun til að vanda svo til Ijóðagerðar minnar sem þeirra er siður, er telja skáldlistina lífsköll- un sína... enda aldrei þráð sæti á skálda- bekk", sagði Þórbergur Þórðarson í inn- gangsorðum að Hvitum hröfnum 1922, en í þeirri bók er samankominn meginhlutinn af kveðskap Þórbergs. En þó að skáldlistin haf i aðeins verið aukageta í höf undarstarf i Þórbergs Þórðarsonar, þá eru kvæði hans raunar meitluðaf sama málminum og önn- ur verk hans. Hvítir hrafnar 1922, líkt og Bréf til Láru 1924, voru uppreisn gegn „slepju og væmni samtíðarinnar", og brutu svo mjög í bág við það sem þá þótti rétt í skáldskap, að fæstir samverkamenn Þór- bergs í víngarði andans gátu litið þá réttu auga. Ekki er þó ólíklegt að Hvítir hrafnar verði endingarbetri en margt það sem var hærra metið um þær mundir. — Árið 1941 gaf Þórbergur Hvíta hraf na og önnur kvæði sín út á nýog nefndi bókina Eddu Þórbergs Þórðarsonar. Þar brá hann á það nýmæli að birta með hverju kvæði athugasemdir um sögu þess og aðdraganda og skýringar ef með þurfti, og urðu víða úr þessu smáritgerðir þar sem ritlist og f yndni Þórbergs nýtur sín með á- gætum. í þessum smágreinum segir hann margt af sjálfum sér og tíma sínum sem ekki er annarsstaðar að finna. l' hinni nýju útgáfu AAáls og menningar á Eddu Þórbergs er bætt við kvæðum sem síðar eru ort, og er bókin nú aukin um 50 blaðsíður. MÁL OG MENNING Laugavegi 18, Reykjavík. Auglýsing um lögtök vegna fasteigna- og brunabótagjalda í Reykjavík Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjald- heimtunnar i Reykjavik og samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveðnum 16. þ.m. verða lögtök látin fram fara til tryggingar ógreiddum fasteignasköttum og bruna- bétagjöldum, samkvæmt 2. kafla laga nr. 8/1972 um tekjustofna sveitaFfélaga, en gjalddagi þeirra var 15. jan. og 15. mai s.l. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tima. Borgarfógetaembættið i Reykjavik, 16. mai 1975. til sölu. — Heimkeyrð. Sími 7-31-26. Nú er rétti timinn til við- gerða á húsum ykkar. Tök- um að okkur alls konar við- gerðir og nýsmiði. Setjum i glugga og hurðir. Upplýsing- ar I sima 1-40-48 kl. 19-20 á kvöldin. HVER ER SINNAR ÆFU SMIÐUR SAMVINNUBANKINN 53*5*5- Þe«o or o^ sýn\shorn d. n\ Jr dömvJOellu *tmtmmmmmmmm«m.....wmmmmmm Sendum gegn póstkröfu samdægurs

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.