Tíminn - 16.05.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 16.05.1975, Blaðsíða 20
örnado þeytidreifarinn góð vinnslubreidd nákvæmar stillingar einnig f yrir sáningu Guðbjörn Guöjónsson Heildverzlun Siöumúla 22 Simar 85694 & 85295 G§ÐI fyrirgóéan ntat ^ KJÓTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS • • Björgun Mayaguez kostaði fórnir: STUTT BARÁTTA- EN SNÖRP Kambódíustjórn segir AAayaguez hafa verið bandarískt njósnaskip NTB/Reuter—Washington/Bang- kok. — Bandarikjaher lét sem kunnugt er til skarar skriða gegn Kambódiumönnum vegna töku Pundið hækkar Reuter—London. Gengi Sterlingspunds og Bandarikja dals hækkaöi verulega á gjaldeyrismörkuöum íVestuf- Evrópu i gær. Á6ur haföi gengi punds snar- lækkað, svo að efnahagssér- fræðingar voru á timabili farnir að óttast gengishrun þess. Til þess kom þó ekki, og i bili virðist útlitið bjartara. bandariska kaupfarsins Mayagu- ez. Eftir stutta, en að sama skapi snarpa baráttu, náðu Banda- rikjamenn farinu og áhöfn þess, heilli á húfi. Eins og skýrt var frá i Tíman- um I gær, gerðu bandariskar þot- ur árásir á kambódisk herskip, er lágu uti fyrir eynni Koh Tang um- hverfis Mayaguez. Þegar skipun- um hafði ýmist verið sökkt eða stökkt á flótta, réðust 160 land- gönguliðar úr úrvalssveitum Bandarikjaflota til uppgöngu á Koh Tang, þar sem búizt var við, að áhöfn Mayaguez væri niður komin. Rétt áður höfðu skipverjar hins vegar stigið um borð i bandariska. tundurspillinn Wilson, ¦ en kambódlsk yfirvöld höfðu séð sér þann kost vænstan að sleppa þeim. lausum til að forðast frekari átök. Ahöfnin var stuttu slðar flutt um. borð I Magaguez, er hélt för sinni áfram til Thailands. En landgönguliðarnir er stigu á land á Koh Tang, mættu harðri andspyrnu sveita hinna rauðu „khmera". Það tók langan tlma aö flytja þá af eynni, þvl að þyrl- ur, er flutningana áttu að annast, urðu fyrir stanzlausri skothríð. Það var fyrst er bandariskar orrustuþotur höfðu þaggað niður I loftvarnabyssunum, að hægt var aö flytja landgönguliðana burtu. Að sögn bandarlska landvarna- ráðuneytisins, lét einn þeirra líf- ið, en fjöldi særðist. Kambódlustjórn hefur lýst yfir, að hUn hafi ekki fyrirskipað að færa Mayaguez til hafnar til að storka Bandarlkjamönnum, heldur hafi vérið um að ræða bandarlskt njósnaskip. Fulltrúi eigenda Mayaguez hefur aftur á móti neitað þvi, að skipið hafi flutt annað en venjulegan farm. Líbanonstjórn segir af sér Reuter-Beirut. Rashid Al- Solh, forsætisráðherra Liba- non, gekk siðdegis i gær á fund forseta landsins, Suleiman Franjieh, og afhenti honum lausnarbeiðni Líbanonstjórn- ar — stjórnin hafði setiö hálft ár að völdum. Áður hafði Solh lesið orð- sendingu þessa efnis á þingi. t orðsendingunni er ráðizt á falangista — sem er flokkur örgamanna til hægri — og þeir sakaðir um að hafa hrundið af stað blóðsuthellingunum I landinu I fyrra mánuði. Róstusamt var I þingsaln- um, er Solh las upp orðsend- inguna. Fulltrúar falangista vildu koma að andrnælum, en fengu ekki. Ætluðu'þeir þá að stöðva forsætisráðherrann, er hann ætlaði út úr salnum og til forsetahallarinnar með lausnarbeiðnina, en hann komst klakklaust slna leið. járnbrautar- slys í Svíþjóo Reuter-Norrköping. Sjö börn og ciiin fullorðinn biðu bana I járnbrautarslysi i Sviþjóð i gær — öðru járnbrautarslys- inu, er verður þar i landi á tæpu hálfu ári. Slysið varð með þeim hætti, að lest — sem kom af hliðar- spori — rakst á aftasta vagn I hraðlest, þar sem m.a. voru 125 skólabörn á leið til dýra- garðs I næsta nágrenni Norr- köping, sem er bær I suður- hluta Svlþjóðar. Vagninn valt á hliðina með fyrrgreindum afleiðingum — niu til viðbótar meiddust, þar af þrir lifs- hættulega. ' Þann 31. marz s.l. varð mikið járnbrautarslys I nánd við bæinn Lindköping, er bif- reið var ekið I veg fyrir hrað- lest. Þá fórust fjórtán, en tuttugu og sjö hlutu meiðsli. Aðgerðir Bandaríkja- hers mælast að vonum misjaf nlega fyrir Kínverjar kalla þær sjórán, en talið er, að álit Fords forseta heirna fyrir aukist til muna ODYRAR Spánarferðir ÁGÚST/SEPTEMBER Reuter—Bangkok/Peking/Wash- ington. — Eins og gefur að skilja hafa aðgerðir Bandarikjahers til björgunar bandariska kaupfarinu Mayaguez mælzt misjafnlega fyrir: Kinverskir ráðamenn kalla þær sjórán, en fréttaskýrendur biíast við, að þær auki til muna álit Bandarikjamanna á Gerald Ford forseta. Li Hsien-Nien, einn af varafor- sætisráðherrum Kína, hélt ræðu I gær I veizlu, sem haldin var I til- efni af töku Saigon. 1 ræðunni fór hann hörðum orðum um árásir bandarlskra flugvéla á skip og mannvirki á landi og kallaði að- gerðirnar sjórán. Li sagðist þess fullviss, að almenningsálit I heiminum fordæmdi slíkar að- gerðir. Þetta eru fyrstu viðbrögð kln- verskra ráðamanna við atburðum þessum, og kom er- Baader-Meinhof lætur enn til sín heyra: Hótar nú ao drepa sænskan ráoherra NTB-Stokkhólmi. Sænska öryggislögreglan hefur gert viðeigandi ráðstafanir eftir að hryðjuverkahópur, er kennir sig við öfgasamtökin Baader- Meinhof, hefur hótað ráðherra Leijon: Henni er hótaö Hfláti i sænsku stjórninni og fleiri stórmennum lifláti. Llflátshdtanirnar voru sett- ar fram I bréfi, er stimplað var I pósthúsi I Hamborg þann 8. mai 8.1. Bréfið barst sænska dagblaðinu Expressen. t þvl er Onnu-Grétu Leijon, sem er ráðherra án stjórnar- deildar I sænsku stjórninni, hótaðlífláti.Leijon undirritaði á slnum tíma tilskipun þess efnis, að sá hermdarverka- mannanna, er særðist hættu- lega í árásinni á vestur-þýzka sendiráðið I Stokkhólmi I fyrra mánuði, yrði framseldur vestur-þýzkum yfirvöldum. Fjöldi öryggisvarða fylgir Leijon nú, hvert sem hún fer. Þá hafa lögregluyfirvöld og gert ráðstafanir til að vernda Iff Christinu prinsessu og Tord Magnusson, eiginmanns henn- ar, sem um þessar mundir eru stödd erlendis. Hryðjuverka- hópurinn hefur nefnilega einn- ig hótað að svipta þau Hfi. lendum fréttaskýrendum i Pek- ing á óvart, hve harðorður Li var I garð Bandarfkjamanna. Einn af sendimönnum Kam- bddíustjtírnar sagði I viðtali við fréttamanna Reuters I Peking I gær, að stjtírnin hefði ekki fært Mayaguez til hafnar að ástæðu- lausu — skipið hefði siglt inn I kambódlska landhelgi, augsýni- lega f þeim tilgangi að njósna og vinna skemmdarverk, enda hefði þaö sérstaklega verið titbuið til þess. Flestir þingmenn á Banda- rfkjaþingi eru að sögn fréttaskýr- enda ánægðir með skjót viðbrögð Fords forseta. Henry Jackson — sem talinn er Hklegur til að hljóta útnefningu sem forsetaefni demó- krata I forsetakosningunum á næsta ári — sagði i gær: — Ég er hæstánægður með aðgerðir hans (þ.e. forsetans) í málinu. George McGovern — sem var frambjóð- andi demókrata f siðustu forseta- kosningum — kvaðst styðja að- gerðir forsetans, en reyna hefði mátt til þrautar að leysa málið eftir diplómatlskum leiðum. Fréttaskýrendur segja, að hinar skjótu og markvissu að- gerðir Bandarikjahers styrki Ford I sessi — en til þessa hafa margir legið honum á hálsi fyrir hik og ráðaleysi. Thailandsstjórn Miugar nú, til hverra ráða hún eigi að grfpa vegna þeirrar dbilgirni Banda- rlkjastjtírnar að láta flugvélar og landgönguliða frá herstöðvum I Thailandi taka þátt í aðgerðunum gegn Kambódiumönnum — þrátt fyrir yfirlýsta andstöðu thai- lenzkra ráðamanna. Sagt er, að Kukrit Pramoj forsætisráðherra kanni nú þær hefndaraðgerðir, er til greina komi að beita. Aðspurð- ur kvaðst ráðherrann I gær telja óllklegt, að slitið yrði stjórnmála- sambandi við Bandarikin, en eitt- hvað yrði tekið til bragðs, er , kæmi I veg fyrir, að slikt gæti gerzt. BENIDORM Í**^. V.^w':>" ALICANTE . ¦, ^táUú. 'MALAOA ALMEHIA Benidurm VÍKINGAR — VÍKINGAR Fundur um sólarferð til Benidorm verður haldinn i Félagsheimilinu Hæðargarð mánudaginn 19. maí kl. 20,30, Allt áhugafólk velkomið. — Ferðanefndin Férðamiðstöðin hf. Aðalstræti 9 Símar 11255 og 12940

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.