Tíminn - 21.05.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.05.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Miðvikudagur 21. mai 1975 r r „STÆLING A UT- LENDUM REYFURUM" — Flestir urðu fyrir vonbrigðum með Lénharðfógeta gébé—Rvik. — Þá er búið að sýna sjónvarpskvikmyndina margum- töluðu Lénharð fógeta. Mikill áhugi virðist hafa rikt hjá fólki að sjá myndina, þvi að varla sást nokkur maður á götum höfuð- borgarinnar meðan sýning henn- ar fór fram á annan hvitasunnu- dag. Mjög virðist fólk hafa ákveðnar hugmyndir um mynd- ina, og þeir, sem blm. Timans tal- aði við á þriðjudag, voru allir sammála um að þeir hefðu orðið fyrir vonbrigðum ineö myndina og lágu þar ýmsar ástæður til. var hálfgerð stæling á þessum út- lendu reyfurum sem við sjáum i sjónvarpi. En hesturinn var fallegur og vel setinn. Jóhanna Sveinsdóttir nemi i Háskóla tslands: Mér fannst myndinalls engra tuttugu milljón króna virði. Leikurinn fannst mér yfirhöfuð ekki góður, framsögn mjög léleg og þessar svokölluðu svallveizlur mjög ósannfærandi. Einna bezta atriðið fannst mér þegar húsfreyjan var svivirt. Nei, ég hef ekki lesið leikrit Einars H. Kvaran. Hulda Jónsdóttir: Mér likaði myndin alls ekki og var litið hrifin af þessu ofbeldi og svallveizlum, enda finnst mér varla hægt að sýna þannig lagað þegar börn horfa á. Óiafur Þ. Kristjánsson, fyrr- verandi skólastjóri: Mér fannst litið eftir af þeim kenningum og hugarstefnu, sem Einar H. Kvar- an ætlaðist til og lagði i leikrit sitt i þessari sjónvarpsmynd. Þetta Eirikur Þorsteinsson verzlunarmaður: Myndin fannst mér frekar léleg og fannst heldur mikið hlaupið úr einu i annað, klippingar fannst mér mjög léleg- ar, sem þó bötnuðu, — og myndin i heild þegar á leið. Tónninn var oft lélegur, það var eins og hann hyrfi út öðru hverju. Ég hef ekki lesið leikrit Einars H. Kvaran, en ég verð að segja að ég varð fyrir vonbrigðum með myndina i heild. — Með Eiriki á myndinni er sonur hans, Björn Steinar, - Lancaster-sprengjufiugvélin á Reykjavlkurflugvelli. Timamynd: GE Lancastervél á Reykjavíkurvelli — fer á minjasafn í Bretlandi BH-Reykjavlk. — Gamall kunn- ingi lagði leið slna um Reykja- vfkurtlugvöll aðfaranótt mánu- dagsins, en hér var um að ræða flugvél af Lancaster-gerð,, sem fengin var frá Kanada til minja safns I Bretlandi. Héit hún af stað héðan kl. 6 í gærmorgun. Lancaster-flugvélarnar voru einhverjar þekktustu sprengju- flugvélar Breta siðari hluta striösáranna. Þær voru ekki stað- settar hér á landi, en komu hér oft við á leið sinni til Vesturheims. Þá nutu þær mikilla vinsælda að styrjöld afstaðinni, er Air Canada hóf millilandaflug sitt með þess- um vélum. Á styrjaldarárunum komu Lancaster-vélarnar mjög við sögu I hinum hrikalegu 1000-flug- véla árásum Breta að næturþeli i þýzkar borgir, en það voru ein- mitt Lancastervélarnar, sem mynduðu þann flugflota að megn- inu til. Þær höfðu mikið flugþol, miðað við þeirra tima vélar og gátuborið mikið sprengjumagn. Leið Lancaster-vélarinnar, sem hér kom við, liggur á minja- safn flughersins i Hendon, því að þessi gerð flugvéla er orðin sjald- gæf, eins og aðrar flugvéla- tegundir striðsáranna. Samningamálin: Engin hreyfing BH-Reykjavik. Afleiðinga verk- failanna er farið að gæta á hinn alvarlegasta hátt. Aburðar- skortur sunnanlands er þegar farinn að segja til sin, og verður enn tilfinnanlegri er fer að hlýna i veðri, og vorannir i sveitum hefjast. Eins og blaðið hefur skýrt frá fengu bændur sunnanlands af- greiddan aðeins helming þcss áburðar sem þeir þurfa. Sements skorturinn hefur þegar gert fjölmarga byggingaraðila verk- efnaiausa og versnar ástandið á þvi sviði með hverjum degi. Þá hefur ekki verið unnið i fjölmörg- um fiskiðjuverum vegna togara- verkfallsins, og eru á annað þúsund manns atvinnulaus af þeim sökum. Þá er og ljóst, að þunglega horfir um samkomulag i vinnu- deilunum — og enn þykir engan veginn vist, að samkomulag náist milli vinnuveitenda og samninga- nefndar Alþýðusambandsins fyrir 1. júni, en að sögn tals- manna Alþýðusambandsins verður tekið á málunum af hörku, ef ekki þokar alvarlega i átt til samkomulags fyrir mánaðamót. S a m n i n g a f u n d u r ASÍ- nefndarinnar og Vinnuveitenda- sambandsins hefst hjá sátta- semjara kl. 14 i dag. A fundinn mæta Jón Sigurðsson, hagsýslu- stjóri, og Klemenz Tryggvason. Munu þeir væntanlega veita upplýsingar i sambandi við visi- töluútreikningana, sem áherzla er lögð á 1 samningaviðræðunum. Þá mun sáttasemjari halda fund með starfsmönnum rikis- verksmiðjanna og viðsemjendu'm þeirra kl. 16 i dag. Sement hækkar um 15,3% Sement hefur verið hækkað um ' að meðaltali 15,3%. Útsöluverð á Port- landssementi er nú 8.460 krónur tonnið, og kostar það þá með söluskatti 10.160 krónur. Til þessa kostaði tonnið 7.340 krónur án söluskatts. Samsvarandi hækkanir verða á öðrum sements- tegundum. Annasöm helgi hjó lögreglunni: Útköll aldrei fleiri BH-Reykjavlk — Aðfaranótt laugardagsins er einhver sú annasamasta, sem um getur i sögu lögregiunnar, sagði Magnús Einarsson aðalvarðstjóri I viðtali við blaðið I gær. Á tiu klukku- stundum þurftum við að sinna 101 útkalli, aðallega á tlmabilinu frá miðnætti til kl. 4. Það kom sér vel, að við vorum vel mannaðir, en veður var slæmt þessa nótt, dimmviðri og rigningarsuddi. Um 50 manns gistu fanga- geymslur lögreglunnar, og var þar þröng á þingi. Segja má, að svo til öll úlköllin hafi verið i sambandi við ölvun, að visu mis- jafnlega mikla. — Endirinn á annasamri nótt var sá, að við þurftum að hafa af- skipti af pilti, aðkomumanni i borginni. Honum hafði eitthvað runnið i skap, svo að hann hljóp upp I bifreið sina og ók af stað. Við höfðum fréttir af honum, þar sem hann hafði ekið utan i kyrr- Sembal og píanótónleikar Tónlistarskóiinn I Reykjavlk gengst fyrir tveim tónleikum I Austur- bæjarbiói. Fyrri tonleikarnir eru 1 miðvikudagskvöidið ki. 19.15 og þar leikur Elln Guðmundsdóttir sem’nullleikari. A efnisskrá eru ýmis þekkt verk eftir Th. Morley, J. Ph. Rameau, J.S. Bach og D. Scarlatti. A fimmtudagskvöldið kl. 19.15 kemur Vilheimina ólafsdóttir pianó- leikari fram, og eru á efnisskrá hennár verk eftir C. Nielsen, Beethoven, Chopin og Debussy svo eitthvaö sé nefnt. Myndin sýnir þær Ellnu til vinstri og Vilhelmlnu til hægri. stæða bifreið, og stöðvuðum hann á Kringlumýrarbrautinni. Þar munaði minnstu að illa færi. Hann sinnti rauðum umferðar- ljósum engu, né kyrrstæðri lög- reglubifreið þversum á veginum, með rauð blikkljós, en ók inn i hliðina á bifreiðinni og stöðvaðist þar. Sömu nótt höfðum við af- skipti af tveim unglingum 17 og 18 ára gömlum, sem okkur hafði verið sagt að væri að skjóta af loftrifflum bak við Hótel Esju. En þeir reyndust vera með hagla- pumpur svonefndar og var önnur hlaðin og spennt. Lögreglumönn- um, sem komu á vettvang, ógnuðu piltarnir með byssunum, en sefuðust við fortölur og lögðu vopnin frá sér. Byssunum og tals- verðu magni af skotfærum reyndust þeir hafa stolið I inn- broti I Vesturröst. Ekki reyndust þeir okkur með öllu ókunnir, og nóttina áður hafði annar þeirra farið inn i Málningarverzlun i Sigtúni, auk þess sem hann átti á sínum tima þátt i innbroti i Klúbbinn, þar sem miklu magni af áfengi var stolið. Talsvert varð um bilveltur og slys af þeirra völdum um helgina og á föstudagskvöldið varð sex ára telpa fyrir vélhjóli i Breið- holti og slasaðist alvarlega. Ligg- ur hún enn á gjörgæzludeild Borgarspitalans. Talsvert var um ölvun við akstur, og voru 11 ' manns teknir aðfaranótt laugar- dagsins grunaðir um slikt. Útsýnar-gestir fengu inni á Soficohótelum RA.-Reykjavik. Sofico ibúðar- hótelin E1 Remo og Tamarindos I Torremolinos á Costa del Sol voru opnuð fyrir farþega Út- sýnar nú um helgina. Á annað hundrað manns héldu til Costa del Sol á sunnudagsmorgun á vegum Útsýnar, og var blaða- mönnum boðið með til að vera vitni að þvi, þegar farþegar færu inn i hótelin. A E1 Remo tók Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri Út- sýnar, á móti rúmlega þrjátiu farþegum, sem áttu pantaða gistingu, og vlsaöi þeim inn i móttökuna, þar sem starfsfólk beiðgestanna.Sama var ao segja af Tamarindos, þar sem tæp- lega sextiu manns áttu pjntaða gistingu. Blaðamönnum gafst kostur á að skoða bæði hótelin, og hitta Islenzku farþegana, eftir að þeir voru komnir inn I Ibúðirnar og var ekki annað að sjá og heyra, en allir væru hæstánægðir með sinn hlut. Ingólfur Guðbrandsson, for- stjóri Útsýnar, býður gesti velkomna á hótel E1 Remo. (Timamynd: Róbert) Kampakátir útsýnarfarþegar hampa lyklum sfnum af svölum Tamarindos á sunnudag. (Tlmamynd: Róbert)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.