Tíminn - 21.05.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.05.1975, Blaðsíða 5
Mlftvikudagur 21. mal 1975 ItMINN 5 Hvað vi11 ASI f skattamálum? Nýlega birtist forustugrein i isfirðingi, hlaði Framsóknar- manna á Vestfjörðum, sem Halldór Kristjánsson skrifaði. Er þar rætt um ASÍ og skatta- málin. i greininni segir: „Alþýðusamband islands hefur á siðastliðnum vetri barizt fyrir lækkun skatta. Þvi hefur verið marglýst af hálfu þess, að lækkanir beinna skatta myndu verða metnar jafnt og bein kauphækkun. Þetta er þvi þáttur I kjara- baráttu þeirri, sem Alþýðu- sambandið heyr fyrir hina mörgu smáu. Sitthvað er f sambandi við þessa baráttu, sem ástæða er tii að hugleiða og verður tilefni fyrirspurna. Ekki liggur neitt fyrir um þaðhvernig Aiþýðusambandið vill haga skattheimtu al- mennt. Það er ekki vitað hvort það hefur nokkra skoðun eða stefnu i þeim efnum. Meira þarf en almennt skraf Þvi er fyrsta spurningin, hvort ætlunin sé sii, að minnka tekjuöflun rikissjóðs i heild og skerða þannig fjárráð og greiðslugetu hans? Ef svo er, þá veröur að spyrja á hverju það eigi að bitna. Vitað er að öll barátta stéttarsamtaka fyrir kaup- hækkun stuðlar að auknum reksturskostnaði, að þvi leyti sem hún ber einhvern árang- ur. Frómar óskir um sparnaö I rekstri eru ágætar i sjálfu sér, — og víst er alltaf og alls stað- ar aðgæzlu þörf, — en meira þarf en almennt skraf I þeim efnum. Tal um niðurskurð á útgjöldum rikisins er mark- laust gaspur þangaö til nefnd- ir eru þeir liðir, sem það skal bitna á. Á hitt ætti ekki að þurfa að minna, að félagslegt öryggi i landinu byggist á greiðslugetu rikissjóðs og þar með tekjuöfl- un hans, skattheimtunni. Þeg- ar hér er talað um félagslegt öryggi er átt við almanna- tryggingar, heilbrigðisþjón- ustu og slysavarnir, menntunaraðstöðu, sam- gönguskilyröi o.s.frv. Allt er þetta háð greiðslugetu rikis- sjóðs. . Hagur og öryggi alþýðumannsins liggur við að greiðslugeta rikissjóðsins bregðist ekki. Ef rétt er stjórnað er skattpeningur gæfupeningur alþýðumanns- ins.” Hátekjumönnum í hag? Loks segir isfirðingur: „Þvi er ástæða til að spyrja, hvort Alþýöusamband isiands beiti sér fyrir skattalækkun með það I huga að tekjur rikis- sjóðs og greiðslugeta veröi minnkuð? Sé það hins vegar stefna Alþýðusambandsins, að skerða ekki tekjur rikissjóðs, heldur færa skattheimtuna frá beinum sköttum til óbeinna, vakna nýjar spurningar. Er það oröin stefna þess að hækka söluskattinn eftir þvi sem tekjuskattur lækkar? Ef svo er, ætti það að hætta öllu hræsnissmjaðri um réttarbæt- ur fyrir hina lægst launuöu, þvi að hækkun söluskatts til þess að tekjuskattur megi lækka er beinlinis til þess að færa byrðar af hátekjumönn- um á láglaunafólk. Það er að vonum að almenn- ing langi til að vita hvort Alþýðusamband tsiands hefur stefnu I skattamálum eða ekki. Gera fulltrúar þess og forustumenn kröfur um lækk- un tekjuskatts án þess að hafa nokkuð hugsað um tekjuöflun rikissjóðs I heild? Gætu það kallazt ábyrgir alþýðuforingj- ar sem gerðu slikar kröfur, án þess að gefa gaum að þvi hvaða afleiðingar það hlýtur að hafa? Þvi eru allar ástæður til að spyrja, hvort Alþýðusam- bandiö hafi einhverja stefnu i þessum málum, hvort það veit hvað það vill, eða hvort það vill ekki neitt nema færa byrö- ar af hátekjumönnum á herð- ar þeirra sem ekki komast I tekjuskatt?” — a.þ. Æfingasvæði ökukennara BH—Reykjavik. „Um nokkurt skeið hefur Félag ökukennara bent á nauðsyn þess að koma upp sérstöku afmörkuðu svæði til að annast kennslu byrjenda I bifreiðaakstri. Slik fram- kvæmd viröist I hæsta máta eölileg og skynsamleg, bæði frá sjónarmiði þeirra, sem ökukennslu annast, sem og hinna, er ábyrgð bera á um- ferðar- og öryggismálum i borginni.” Þannig hóf Kristján Bene- diktsson ræðu sina, er hann mælti fyrir tillögu, sem hann flutti á borgarstjórnarfundi sl. fimmtudag um landsvæði til handa ökukennarafélagi Islands, en tillagan er svo- hljóðandi: „Borgarstjórn samþykkir að láta ökukennarafélag Is- lands hafa til ráðstöfunar heppilegt landsvæði til nota við kennslu byrjenda I bif- reiðaakstri. Felur borgarstjórnin borg- arverkfræðingi að leggja hið fyrsta tillögu fyrir borgarráð um staðsetningu sliks æfinga- svæðis og verði um stað- setninguna haft fullt samráð við félag ökukennara.” Las Kristján Benediktsson upp bréf frá ökukennara- félaginu þessa efnis, en sagði slðan: „Þar sem velflestir þeir, sem búa sig undir ökupróf, gera það hér I höfuðborginni, er að sjálfsögðu brýnast að koma sliku æfingasvæöi upp I næsta nágrenni borgarinnar. i tillögu minni er ekki fjallað um fjárhagsheit við gerð og rekstur sliks æfingasvæðis, enda ibréfi þvl frá ökukennur- um, er áðan var kynnt, rætt um úthlutun landsvæðis. Ég tel, að hér sé um mál að ræða, sem finna þurfi lausn á hið fyrsta. Algjörir byrjendur við akst- ur bifreiða eru til verulegs trafala I umferðinni. Fyrstu tlmana væru þeir betur komn- ir á afmörkuðu sérmerktu æfingasvæði, þar sem einnig mætti kenna umferðarreglur, áður en akstur hefst um aðal- umferðargötur borgarinnar.” Davið Oddsson (S) tók til máls um þessa til- lögu og kvaö hana hina þörfustu og myndi vafa- laust koma að gagni, ekki aðeins fyrir nema i bifreiðaakstri, heldur og þá, sem þyrftu að halda kunnátt- unni við, svo og þá, sem til borgarinnar kæmu og helltu sér fyrirvaralaust út I umferð- ina með tilheyrandi afleiðing- um. Aö máli hans loknu var samþykkt samhljóöa að visa tillögunni til borgarráðs. Happdrætti lögreglu- kórsins Dregið hefur verið I happdrætti Lögreglukórs Reykjavikur. Upp komu eftir- talin númer: no. 1. 3218. 2. 988. 3. 3753. 4. 3491. 5. 2210. 6 . 2155. 7. 2213 8. 1774. 9. 3720. 10. 1707. 11. 3040. 12. 1576. Islenzk nytjalist í Norræna húsinu Sýningin ISLENZK NYTJA LIST II, var opnuð I Norræna hús- inu á þriðjudag. Hún er önnur i röðinni af tilraun LISTIÐNAR, félags listiðnaðarmanna, iðn- hönnuða og arkitekta, til að kynna almenningi Islenzka nytja- list og þá einstaklinga sem að hönnun standa hér á landi, en fyrsta sýning félagsins var i sam- vinnu við Islenzkan heimilisiðnað i Hafnarstræti 3 fyrr i vor. Að þessu sinni sýnir Jónina Guönadóttir keramikverk, þar sem hún leitast viö að sýna þróun ákveðinnar hugmyndar, þ.e. hvemig ná má breytilegum áhrif- um með þvi að vinna úr sama formi á mismunandi vegu. Jónina Guðnadóttir stundaöi nám I Myndlista- og handiðaskólanum 1960-62 og i Myndlistaskólanum I Reykjavik 1962-63. Frá 1963 stundaði hún nám við Konstfack I Stokkhólmi þaöan sem hún lauk prófi 1967, en árið eftir starfaði hún sjálfstætt i tengslum við Konstfackskólann. 1968 hélt hún einkasýningu I Unuhúsi á kera- mik og glermunum og 1969-72 var hún kennari við keramikdeild. Myndlista- og handiöaskólans. Jónina hefur tekiö þátt I samsýningum. Næsta sýning LISTIÐNAR, NYTJALIST III, verður haldin i Norræna húsinu i júni n.k. með þátttöku Guðjóns Eggertssonar teiknara og ljósmyndaranna Sigurgeirs Sigurjónssonar og Guðmundar Ingólfssonar. BILAVARA- HLUTIR NOTAÐIR VARAHLUTiR í FLESTAR GERÐIR ELDRI BÍLA Ódýrt: vélar gírkassar drif hósingar fjaðrir BÍLAPARTASALAN Höföatúni 10, simi 11397. Opið frá kl. 9—7 alla virka daga og 9—5 1 laugardaga. öxlar henlugir I aflanikerrur bretti hurðir húdd rúður o.fl. Jeppaog Dróttarvéla hjólbaréar VERÐTILBOD SV af tveim 7 dekkjum ^jQ%a1 fjórum dekkjum 600-16/6 ET 1 m/slöngu Kr. 7.180,- 650-16/6 ET 1 m/slöngu — 7.650,- 650-16/6 NT 6 m/slöngu — 7.750,- 650-16/6 TP 7 m/slöngu — 7.290,- 750-16/6 TP 7 m/slöngu — 8.695,- 750-16/8 ET 1 m/slöngu — 11.580,- TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDIH/E AUÐBREKKU 44 - 46 SÍMI 42606

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.