Tíminn - 21.05.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.05.1975, Blaðsíða 6
TÍMINN Miftvikudagur 21. mai 1975 Viðnáms-mælar Ohm-mælar Hitamælar fyrir raf- virkja Ampertangir Megger-mælar Flugannálar hljóta góða dóma iH-Reykjavik. — Bækur Arn- gríms Sigurössonar, Annálar is- lenzkra flugmála, hafa ekki að- eins fengið góðar viðtökur hér- lendis, heldur hefur þeirra einnig veriö getið mjög vinsamlega í er- lendum flugblöðum, og i nýkomn- um flugmálablöðum dönskum og norskum er farið sliku lofi um annálana, að telja verður ánægjulega viðurkenningu fyrir höfund og útgefanda, bókaútgáfu Æskunnar. í norska blaðinu FLYNYTT segir svo m.a.: ,,1 bækur sinar held ég að Arn- grlmi hafi tekizt að ná öllu um þaö, sem gerzt hefur I Islenzkum flugmálum. Hann hefur einkum notað blöð sem heimildir, en við þetta er svo aukið með viðtölum og miklum fjölda bréfa. Þessu er öllu raðað upp kerfisbundiö og I réttri tlmaröð, og er þetta mjög svo vel og vandlega af hendi leyst. Fyrir þá sem hafa áhuga á flugpósti, eru bækurnar mjög merkilegar. Til allrar hamingju hefur Arn- grími einnig tekizt að hafa með mjög gott og rlkulegt myndaefni. Þar er um að ræða myndir af per- sónum, skjölum og flugvélum, bæði innlendum og útlendum. Bækurnar eru I A-4 stærð, inn- bundnar og vel prentaöar á ágæt- an pappir.” MV-búðin Suðurlandsbraut 12 sími 85052. Díselrafstöð 5—10 kg watta dieselrafstöð óskast. Upplýsingar i sima 2-62-93 og 3-53-55. Athugasemd Mætti ég kvabba um dálítið rúm I blaðinu vegna greinar, sem birt- ist I Timanum fyrir nokkru og var merkt stöfunum a.þ. Þar var fjallað um veitingu deildarstjóra- stöðu I spádeild Veðurstofu Is- lands i Reykjavik. Höfundur setti fram þá skoðun, að Markús A. Einarsson, sem stöðuna hlaut, heföi haft til þess mesta veður- fræðilega verðleika af umsækj- endum. Ég ber fulla virðingu fyr- ir þessu áliti greinarhöfundar sem slíku, um leiö og ég met samúðina i þeim orðum, sem hann beinir tilmln: sárt er Sámur leikinn. En málið hefur aðra hlið. Vegna þess að Timinn mun al- mennt teljast flokksblað sam- gönguráðherrans, sem veitti stööuna, kynnu lesendur að halda, að a.þ. hefði verið að túlka þá veðurfræðilegu umsögn um umsækjendur, sem ráðuneytið fékk samkvæmt venju hjá veður- stofustjóra. Nú hefur ráðuneytið góðfúslega látið mér i té þann hluta umsagnar Hlyns Sigtryggs- sonar, sem að mér snýr, og meö samþykki hans. Bréf ráðuneytis- ins er á þessa leið: „Með vlsun til munnlegrar beiðni yöar, hr. veöurfræðingur, um afrit af bréfi Veðurstofu ís- lands, dags. 17. febr. s.l., varö- andi umsóknir um deildarstjóra- stöðu I veðurspádeild Veðurstof- unnar I Reykjavik, vill ráöuneytið senda yður eftirfarandi úrdrátt úr greindu bréfi: ..„Umsækjendur hafa allir unn- ið alllengi á Veðurstofunni viö sérfræöistörf, þegar undanskil- inn er nálægt eins árs tími á námsárum þeirra, samtals tvo til tólf mánuði hjá hverjum. Aldur umsækjendanna, starfsaldur og timi frá fastráðningu á Veður- stofunni er um miðjan þennan mánuð þvi sem næst sem hér seg- ir: ”.. ...„Páll Bergþórsson aldur 51.5, starfsaldur 26.0, fastráðinn (ár) 25.8 ”.. ...„Páll Bergþórsson er elztur starfandi veðurfræðinga að undirrituðum undanteknum. Hann hefir skrifaö fjölda ritgerða um rannsóknarefni er hann hefir tekið fyrir, og bera þær vott um hugkvæmni og leikni i meðferð stæröfræði og reiknitækni. 1 þessu sambandi skal þess getiö, að árið 1954 vann hann með Bo R. Döös (nú prófessor) aö aðferð til að reikna út veðurkort með tölvum, sem er undirstöðuatriði við gerð veðurspáa meö tölvum. Fleirahef ir hann skrifað um svipaö efni. Páll hefir að jafnaði verið settur deildarstjóri i fjarveru fyrrver- andi deildarstjóra og er hann þaulkunnugur starfsemi deildar- innar. Hann hefir fengið launa- hækkun um einn launaflokk (úr A19 I A20) I viðurkenningarskyni fyrir störf sln á sviði veðurfræði. Ég álit hann mjög hæfan til að gegna deildarstjórastarfinu, og hæfastan umsækjendanna, sér- staklega vegna staðgóðrar sér- þekkingar sinni á tölvuspám, sem allar horfur eru á að notaöar verði I æ rlkara mæli I náinni framtið...” ” Þeð þakklæti fyrir birtinguna. Páll Bergþórsson. Magnea Paul Anna FLESTAR STÆRÐIR HJÓLBARÐA Vorubila- Fólksbíla- Vinnuvéla- Jeppa- Traktorsdekk Vorubiladekk á Tollvörugeymsluverði gegn staðgreiðslu ALHLIÐA HJOLBAROAÞJONUSTA OPIO 8 til 7 HJOLBAROAR HÖFÐATUNI 8 Simi 16740 Véladeild Sambandsins Simi 38900 Glit kynnir nýja keramikmuni — sýningar úti á landi og í Færeyjum í haust Dagana 20.-31. mai heldur Glit sýningu á nýjum keramikmunum hjá Islenzkum heimilisiðnaði, Hafnarstræti Á sýningunni eru fyrst og fremst verk eftir list- iðnaðarfólk sem starfar hjá Gliti, þau Magneu Hallmundsdóttur, önnu Kamp, og Paul Martin,- Magnea hefúr unnið hjá Gliti i mörg ár, en þau Anna og Paul starfa timabundið hjá fyrir- tækinu. A sýningunni eru 62 verk, þar af 35 sérunnir plattar eftir þau Magneu og Paul. Mótiv eru fjöl- breytt, þar á meðal nokkrar þjóð- lifsmyndir. Paul Martin hefur hannað keramikborö, tesett, lampa og fleira. Anna hefur gert nokkrar sérstakar skálar og vasa. Þá er á sýningunni nýstár- legt tesett, sem kallaö er SÓLGLIT. Þessi sýning er upphafið að sýningaráætlun hjá Gliti hér- lendis, og er nú veriö að leggja lokahönd á sýningar, sem haldnar verða i næsta mánuði á Akureyri og Reyöarfirði, og aðrar slikar eru i deiglunni. Þá er fyrir- hugað að halda sýningu á munum Glits I Færeyjum síðar á þessu ári. Vegfarendur virða fyrir sér sýningarmuni frá Glit I glugga tslenzks heimilisiðnaðar I Hafnarstræti. Timamynd Gunnar. Félagsráðgjafi Staöa félagsráðgjafa við Borgarspitaiann er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningi borgarstofnana. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntum og fyrristörf, sendist Borgarspltalanum fyrir 7. júnl 1975. Upplýsingar um stöðuna veitir yfirlæknir Geðdeildar Karl Strand. Reykjavlk, 20. mal 1975 Stjórn sjúkrastofnana Reykjavikurborgar. Eyðibýli óskast til leigu eða kaups, helzt ekki lengra en 150-200 km frá Reykjavik. Land þarf ekki að fylgja með. Tilboð send- ist á afgreiðslu Timans merkt Býli 1851. Ráðskona óskast Ráðskona óskast á bæ nálægt Akureyri. Upplýsingar i sima 96-2-24-68 eftir kl. 6 á kvöldin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.