Tíminn - 21.05.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.05.1975, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 21. mal 1975 tíMinn 13 Mælt eí, að einn af þing- mönnum Sjálfstæöisflokksins hafi látið falla í þingræðu orð, sem efnislega voru á þá leið, að landsbyggðinni væri llkt farið og negrum og kvenfólki — hún seildist eftir meira og meira I sinn hlut. Bakþankinn virðist sá, að þarna sé frum- stætt undirmálsfólk farið að gera sig harla digurt. En lát- um þennan þingmann búa óáreittan að lífsviðhorfum sín- um. Litil saga úr viðskiptalifi Landfara barst bréf, mjög samtimis og hugleiðingar þingmannsins voru til umræðu manna á meðal, þar sem segir frá einum þættinum i „forrétt- indum” landsbyggðarinnar. Það er frá Páli Lárussyni á Egilsstöðum og er á þessa leiö: „Nýlega þurfti ég að útvega mér lítinn, algengan og nauð- synlegan hlut. Svo vel vill til, að I Reykjavik er eitt fyrir- tæki, sem auglýsir oft i sjón- varpi einmitt þessa hluti, — liklega það eina á landinu. Ég hringdi til þessa fyrirtækis og fékk beztu undirtektir. Bað ég þessa góðu menn að senda mér gripinn með flugferð I Egilsstaði, svona áður en langtum liði. Nú er sú ósk min uppfyllt. Hluturinn kominn, póstkrafan greidd og reikn- ingurinn — já, það er nú vegna reikningsins, sem ég skrifa þessar linur. Hluturinn kostaði kr. 1245 — og pakkinn var 4 kg. með öllu saman. Póstkröfugjald kr. 163 — og akstur i Reykjavik, væntanlega frá framleiðanda tilflugvallarkr. 500-. Við þetta bættist svo flutnings- og af- greiðslugjald til Flugfélags Is- lands kr. 155 —og simtal um 150 kr. Þá er pakkinn kominn á Egilsstaðaflugvöll og sendingarkostnaður orðinn kr. 818. Miðað við ferðakostnað pakkans fram til þessa, virðist mjög sanngjarnt að það kosti svona 327 kr. að koma honum á leiöarenda, það væri lika falleg tala, sem kæmi út úr kostnaðinum við þessi við- skipti, kr. 1245 — eða nákvæm- 1 lega 100%. En sleppum öllu gamni, samkvæmt umrædd- um reikningum er kostnaður við að koma 4 kg. frá Reykja- vik til Egilsstaða kr. 818. Fyrirtæki það, sem varan er frá, hefur mjög mikil viðskipti út um allt land, svo það hlýtur að reikna sér býsna mikið fyr- ir slna snúninga. Ég hef rök- studdan grun um, að þetta sé hvergi nærri einsdæmi. Þessi litla viðskiptasaga bregður ljósi á, við hváð það fólk á að búa, sem þarf að sækja margvislega þjónustu utan af landsbyggðinni til Reykjavikur, og einnig það, hvemig járnum þeim, er fjár- plógar nefnast, er beitt gegn alþýðu manna, bæði af fyrir- tækjum rlkis og einstaklinga. Ef einhverjúm, t.d. I Reykja- vik, kynni að þykja saga þessi ótrúleg, á ég hægt með að birta ljósrit af reikningi þess- um. Geta má þess að fyrirtækið, er ég átti þessi viðskipti við, er gamalt og gróið og nýtur, að þvi er ég bezt veit, mikillar virðingar.” Lýst eftir formúlu H. Kr. sendir svolátandi bréfkorn: „Ég heyrði I útvarpinu ávæning af þvi, er útvarps- maður ræddi við hagfræðing Alþýðusambandsins, og hann sagði eitthvað á þá leið, að rýrnun launakjara almennt væri meiri en i hlutfalli við rýrnun þjóðartekna. Nú ætla ég ekki að leggja neinn dóm á þetta. Hins vegar langar mig að spyrja um for- múluna fyrir hinu eðlilega hlutfalli þar á milli. Ég veit það frá venjulegum búskap eða rekstri, að það, sem er af- gangs frá öðru, verður til einkaþarfa. Þegar reksturinn verður dýrari eða heildartekj- ur minni, bitnar það á þvi, sem eftir verður til einka- þarfa. Segjum, að á einu búi sé helmingur heildartekna til einkaþarfa — laun þess, sem búiö rekur. NU rýrna heildar- tekjur um 10%, en jafnmikið þarf til að reka búið. Þessi 10% dragast þvi frá launun- um, en þar sem launin voru 50% af heildartekjunum, er þetta 20% lækkun þeirra. Nú langar mig til að spyrja: Hvemig eru þjóðartekjur reiknaðar i þessu tilfelli? Og hvernig er þá með hlut- fall þeirra og almennra launa- tekna?” Mjólkursamlag Skagfirðinga: Tók á móti nfu milljónum lítra s.l. ár Gó-Sauðárkróki. — Aðalfundur Mjólkursamlags Kaupfélags Skagfirðinga var haldinn nýlega, og mættu þar um 65 fulltrúar. Kom þar i ljós, að á árinu 1974 tók M.S. á móti 9.072.936 ltr. af mjólk. Meðalfeiti var 3,806%, og mjólkuraukning á árinu 3,42%. Mjólkurinnleggjendur voru 286 að tölu og meðalinnlegg 31.723 ltr. Flutningsgjald af mjólk að stöðvarvegg var kr. 1,64,6 á kg, og brúttó útborgun miðað við kr. 24,91.-73,8% af verðgrundvelli. A árinu voru seldar 849,5 lestir af neyzlumjólk, sem er um 9,36% af innvegnu magni. Seldur rjómi var 54,5 lestir og undanrenna um 222 lestir0þar af fóður til framleið- enda 213,6 lestir og kasein um 18 lestir. Vörubirgðir um sl. áramót voru 40,5 lestir af smjöri og 131 HÚSBYGGJENDUR! nýkomnar í ýmsum viðartegundum Komið og skoðið — Verðið hagstætt Jll iMd JÓN LOFTSSON HF. Hringbraut 121 . Sfmi 10-600 TIAABURDEILD pJJB lest af mjólkurostum. Brúttó vörusala samlagsins á árinu nam með niðurgreiðslum rúmum 383,1 millj. kr. og rekstr- arútgjöld um 38,9 millj. kr„ og höfðu þau hækkað frá sl. ári um rúmar 39 millj. kr. eða 79,2%. Grundvallarverö samlagsins var kr. 34,52 pr. ltr., og vantaði nokk- uð á að þaö næðist, þvi að fulln- aðarverð reyndist kr. 34,25 á ltr. Ýmsar tillögur komu fram og voru samþykktar á fundinum, m.^. var samþykkt að mótmæla þeim reglum um verðfellingu á mjólk, sem teknar voru upp hjá M.S. i ársbyrjun 1974. Þá átaldi fundurinn harðlega þann drátt og þau svik, sem átt hafa sér stað með afgreiðslu á rörmjaltakerf- um, og óskaði eftir þvi að Vega- gerð rikisins tæki i auknum mæli þátt I kostnaði þeim, sem leiðir af snjómokstri vegna mjólkurflutn- inga til samlagsins. SAMVIRKI Fimmtón óra dugleg stúlka óskar eftir plássi á góðu sveitaheimili strax. — Upplýsingar í síma 4- 21-77. Til sölu Nýstandsett einstæð- ingsíbúðá góðum stað í vesturbænum. Björt og skemmtileg. Sérhiti, sérinngangur. Uppl. í síma 18948 og 85599. NÝSKIPAÐUR sendiherra Bretlands, hr. Kenneth Arthur East, af- henti á föstudaginn forseta tslands trúnaöarbréf sitt að viðstöddum utanrikisráðherra, Einari Agústssyni. Sfðdegis þá sendiherrann boð forsetahjónanna að Bessastöðum, ásamt nokkrum fleiri gestum. •tmmnmummmm Húsbyggjendur Upphitun með rafmagnsþilofnunum er ódýr og þægileg Stórlækkaður stofnkostnaður. — Hverfandi viðhald. ADAX rafmagnsþilofnarnir eru norskir og marg- verðlaunaðir fyrir fallega og vandaða hönnun. Þriggja óra ábyrgð er á öllum ADAX rafmagnsþilofnunum 3 gerðir. — Yfir 30 mismunandi stærðir. Gegnumstraumsofnar: 15 og 30 sm háir. Panilofnar: 28, 38 og 48 sm háir. Geislaofnar í baðherbergi. Fullkomið termostat er á öllum ADAX ofnunum. Islenzkur leiðarvísir, samþykktur af Raftækja- prófun Rafmagnsveitna rikisins, fylgir hverjum ofni. Sendið okkur úrklippuna hér að neðan — og við sendum yður um hæl nákvæmar upplýsingar um ADAX rafhitun. Þérgetið einnig sent okkur teikningu af húsinu og við getum aðstoðað yður um val á staðsetningu ofnanna. Einnig getum við séð um útreikninga á hitaþörfinni. ----------------------------X?-------- Til Einar Farestveit & Co hf Bergstaðastræti 10A Reykjavík Ég undirritaður óska eftir bæklingum yfir ADAX rafhitun Nafn Heimilisfang. nx ADAX rafmagnsþilofnarnir hafa fengið æSstu verðlaun, sem veitt eru fnnan norsks Iðnaðar o

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.