Tíminn - 22.05.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.05.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 22. mal 1975 TÍMINN 3 STOOUGAR HASSSENDINGAR HINGAD TIL LANDSINS - TVEIR í GÆZLU VEGNA 700 GRAAAAAA SENDINGAR OÓ—Reykjavlk. Tveir tvitugir piltar sitja nú i gæzluvarðhaldi grunaðir um hlutdeild að hass- smygli. Tollverðir á tollpöststof- unni fundu um 700 grömm af hassi s.l. mánudag og nokkuð af amfetamini i sama pakkanum. Piltarnir sem handteknir voru áttu að fá pakkann, sem sendur var frá Danmörku. Hvert gramm af hassi er nú selt á 1000 krónur i Reykjavik. Hasshundurinn svonefndi var á tollpóststofunni snemma mánu- dags, og sýndi þar nokkurn áhuga á pökkum, sem þar voru en tollverðir fundu hassið siðar um daginn. Undanfarnar vikur hafa toll- verðir fundið margar sendingar af hassi, en þeir, sem pakkarnir voru stilaðir á, þykjast koma af fjöllum og botna ekkert i hver er að senda þeim pakka frá Dan- mörku og sizt af öllu þegar inni- haldið er eiturefni. Fyrir fáum vikum barst til að mynda pakki, sem innihélt rúmlega 600 grömm af hassi, en enginn vildi kannast við að vera eigandi að þvi magni. Er greinilegt, að sögn Arnar Guð- mundssonar, fulltrúa i fikniefna dómstólnum, að stöðugt eru gerð- ar tilraunir til að senda hass með pósti til landsins þótt ekki takist alltaf að sanna, að þeir sem sendingarnar eiga að fá séu með- sekir. Piltarnir sem nú sitja inni, voru úrskurðaðir i allt að 15 daga gæzluvarðhald. Ekki fæst upplýst, hvort þeir hafa játað að hafa átt von á sendingunni. Iðnaðarbankinn: Nýtt útibú í Breiðholti III Iönaðarbankinn opnaði nýtt útibú að Völvufelli 21 i Breiðholti III þann 16. mai sl. Útibúið annast alla almenna bankaþjónustu og sér um hvers konar innheimtu Oti- bússtjóri er Höskuldur Jóns- son, en útibúið verður opið 9,30-12.00, 13.00-16.00 Og 17.00-18.30. Sýsluvegur! gébé—Rvlk. — „Þetta er sýslu- vegur og hefur verið á vegalögum siöustu tvö árin. Seinast veittum við 90 þúsund krónur i þennan veg,” sagði Ásgeir Pétursson, sýslumaður I Borgarnesi, I viðtali við Timann I gær. „Þess vegna á enginn neitt með að hindra um- ferð eða að eða frá borsvæðinu i Leirárlandi.” Bóndinn að Vestri-Leirárgörð- um lokaði þessum veg i fyrra- kvöld, en i gærmorgun opnaði hann veginn aftur fyrir orð sýslu- manns. Lagði sýslumaður svo lögbann við frekari hindrunum á umferð um veginn. Um viðskipti bóndans og bæjar- stjórnarinnar á Akranesi er það að segja, að ákveðið hefur verið að setjast að samningaborði og verður það næstkomandi mánu- dag. Verður þar rætt um meint spjöll á landi bónda af völdum borunarframkvæmda. ISLENZKIR SJÓNVARPS MENN TIL KANADA gébé-Rvik. — Nýlega var sú ákvörðun tekin á senda þrjá menn frá íslenzka sjónvarpinu, vestur um haf á tslendinga- hátlðina að Gimli, Manitoba, sem haldinverður I byrjun ágúst. Að sögn Péturs Guðfinnssonar, framkvæmdastjóra sjónvarps, hefur þó ekki verið endanlega ákveðið, hvort myndir verða þar teknar I lit. Sjónvarpsmennirnir sem fara vestur, verða þrir, kvikmynda- tökumaður, hljóðupptökumaður og dagskrárgerðarmaður, sem sennilega verður Ólafur Ragnarsson og verður hann jafn- framt leiðangursstjóri. Þessir þrir munu'dvélja á hátiðinni sem fram fer 2.-5. ágúst og munu siðan ferðast um Islendingabyggðir i Kanada og e.t.v. viðarog hafa tal af Vestur-lslendingum á ýmsum aldri, og segja frá hög um þeirra vestra. Myndir þessar verða siðan sýndar i isl. sjónvarpinu, og ef þær verða teknar i lit, sagði Pétur Guðfinnsson, þá verður það gert i þvi tilliti að koma þeim á er- lendan markað eða til að sýna þær i lit i íslenzku sjónvarpi, hvenær sem að þvi kemur. Auglýsicf iTífnaniun SAMNINGAMÁLIN AD „FARA í FULLAN GANG" BH—Reykjavík. — Þetta ætti nú að vera komiö á það stig að vera að fara I fullan gang, sagði Björn Jónsson, forseti Alþýðusambandsins, þegar blaðið hitti hann að máli I gær að afloknum fundi Samninganefndar ASl og vinnuveitenda hjá sátta- semjara I gær. — Að vlsu er næsti fundur ekki fyrr en á föstudag, þvl að fimmtudag- inn notum við til að halda fund I stóru baknefndinni, 40 manna samninganefnd ASt, og þá verður einnig fundur hjá vinnuveitendum. Við inntum Björn eftir fundinum í gær, og kvað hann þann fund hafa veriö mjög greinargóðan, en þá fluttu þeir skýringar á út- reikningum sinum, Jón Sigurðsson forstjóri Þjóð- hagsstofnunar sem fjallaði um horfur i efnahagsmálum, og Klemenz Tryggvason, hagstofustjóri, sem fjallaði um verðlagsmál. Verða það vafalaust skýrslur þeirra og hagfræðinga samningsaðila, sem áður hefur verið minnzt á, sem aðilar f jalla um, Reykjaborgarmálið i sakadómsrannsókn gébé—Rvlk. —Eins og kunnugt er af fréttum kom upp orðrómur um, að sildveiðiskipið Reykja- borg RE, hefði veitt ólöglega sild við Hrolllaugseyjar, er skipið var á l.eið til veiða I Norðursjó. Hafin var rannsókn á ferðum skipsins og sendi dómsmálaráðuneytið rikissaksóknara þær upplýsing- ar. Þórður Björnsson rikissak- skóknari tjáði Timanum i gær, að hann hefði nú sent gögn þessi til Sakadóms Reykjavikur með kröfu um að dómsrannsókn fari fram út af ætluðu broti þessa skips gegn reglu no. 233 frá 1974 um bann við veiði smásildar. Fyrstu laxarnir fengust í net úr Hvítá í gær: Dýrasta stöngin hjá Stangveiði- félagi Reykjavíkur 14.000 krónur gébé—Rvik. — Þá er laxveiðin hafin og er greinilegt að mikill hugur er I laxveiðimönnum, þvi að nú þegar er uppselt I margar ár og virðist mönnum ekki bregða mikið, þótt verð hafi hækkað tölu- vert slðan á siðasta laxveiðitim- abili. Tveir laxar veiddust I Hvltá I Borgarfirði I gær, en þar hófst netaveiði á þriðjudag, en ekkert veiddist fyrsta daginn. Hjá Veiðimálastofnun fékk Tfminn þær upplýsingar, að heildarlaxveiðin á sl. ári hafði verið rúmlega 56 þúsund laxar. Stangaveiðin var um fimmtungi lakari en árið áður, og olli þvi fyrst og fremst vatnsleysi I ánum á bezta laxveiðitimanum. Hins Próf gagnfræðinga samræmd landsprófi Einkunnir eingöngu í heilum tölum SJ-Reykjavik. Á þessu ári lækkar sú meðaleinkunn I svonefndum samræmdum greinum, sem gagnfræðingar þurfa að hafa, til að komast i menntaskóla, og er nú sex en var sjö áður. Þá verður nú krafizt meðaleinkunnarinnar fimm I samræmdu greinunum af þeim, sem vilja fá inngöngu I framhaldsdeildir gagnfræða- skóla, en áður þurfti sex. t báðum tilfellum skal meðaleinkunn annarra greina ekki vera lægri. Þá verða einkunnir i einstökum greinum á gagnfræöaprófi nú eingöngu gefnar i heilum tölum. Samræmd próf i islenzku, dönsku, ensku og stæ ðfræöi verða vorið 1975 þau sömu á landsprófi miðskóla og gagn- fræðaprúfi, og verða úrlausnir metnar á sama hátt I báðum próf- unum. Ofannefnd breyting er i samræmi við þetta, en hingað til hefur meðaleinkunnarinnar sex verið krafizt af landsprófsnemum til inngöngu i menntaskóla. Þeir sem hljóta fimm i meöaleinkunn á landsprófi eiga rétt til inngöngu i framhaldsdeildir gagnfræða- skóla. Reglur um rétt til endurtöku samræmdra prófa eru óbreyttar, þannig að nemendur, sem ekki ná meðaleinkunninni 5,6 i sam- ræmdum greinum, eiga ekki kost á að endurtaka próf. vegar kom netaveiðin hagstæðar út, og var veiði með betra móti i Borgarfirði og ágæt i net á ölfus- ár-Hvitársvæðinu og í Þjórsá. Laxveiðin I Ölfusár-Hvitár- svæðinu 1974 var 11361 lax, eða 9588 laxar fengust I net og 1773 laxar komu á stöng. Þetta skiptist þannig árið 1973, að alls veiddust 13190 laxar, af þeim 2437 á stöng- ina eöa 18.5% veiðarinnar. 1 Borgarfirði fengust hins vegar alls 12036 laxar á Hvitársvæðinu þar af 6218 i net, en 5818 á stöng I Hvitá sjálfri og þverám hennar. Af þessu má sjá að tæplega 23.400 laxar hafa veiðzt i fyrra á þessum tveim aðalveiðisvæðum landsins, sem gerir um 40 af hundraði heildarveiðinnar. Kristján Fjeldsted i Ferjukoti, ságði I gær, að fyrsta daginn, sem net voru lögð I Hvitá nú, eða 20. maí.heföi enginnlax veiðzt en að hann vissi til að tveir laxar hefðu komið i netið I gærmorgun. — Laxveiði i net byrjaði mjög hægt nú eins og venjulega, sagði Kristján, en litur alls ekki illa út, fyrir það, og erum við vongóðir um góöa veiði i sumar. Snjór er mikill i fjöllum enn og getur nægt til þess að árnar verði vantsmikl- ar fram eftir sumri. Hjá Stangveiðifélagi Reykja- víkur fékk Timinn þær upplýsing- ar, að mikið hefði verið pantað i þær ár sem félagið selur leyfi i, og i sumum tilfellum væri öll leyfi seld, eins og t.d. i Elliðaám, þar sem veiði hefst um lO.júni og eru þar margir á biðlista. Seldur er hálfur dagur á stöng i Elliðaám og kostar hann nú 4.500.- sem er eitt þúsund kr. meira en i fyrra. 1 Leirvogsá hefur sala verið góð, en veiðveiði þar hefst 1. júli og kostar leyfið yfir bezta timann 9.500.-. Um Grimsá er sömu sögu að segja, nema þar eru nú aðeins nokkrar stengur eftir i júni og er leyfið þar dýrast á 12.500.- en ódýrasti timinn á 8.500.- 1 Gljúfurá hefur mikið verið selt af leyfum en þar hefst veiöi 20. júni og kostar dagurinn frá 5.000,- til 8.000.-. Og þá er það Norðurá. Á fyrsta svæðinu eru enn örfáar stengur til slöast I júní og nokkrar I ágúst, en þar hefst veiði 3. júni og er verð misjafnt eftir tima þar sem ann- ars staðar, frá 8 þús. til 12.500.-. A öðru svæðinu hefst veiði 1. júni og eru þar öll leyfi uppseld. Verð á stöng á dag er allt að 14.000.- A þriðja svæðinu eru einnig öll leyfi uppseld og svo til uppseld á fjórða svæðinu lika, en fjórða svæðið er þaöeina i Norðurá, þar sem verð á stöng hefur ekki hækkað frá þvi á sl. ári. 1 Stóru-Laxá i Hreppum hefst veiði 21. júni og stendur til 20. sept., og hefur þó nokkuð af leyf- um selzt, en verð á stöng, ásamt húsgjaldi er 3 þúsund. Svo má lengi telja, en yfirleitt byrjar stangveiði i byrjun júni i flestum ám á landinu og segja kunnugir laxveiðimenn útlitið gott fyrir laxveiði I sumar, og þá er aö vita hvort hún verður enn meiri en metlaxveiöiáriö 1973.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.