Tíminn - 22.05.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.05.1975, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 22. mal 1975 TÍMINN 7 V. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason. Rit- stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, slmar Í8300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, slmi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verð I lausa- sölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. ' Blaðaprent h.f. Loforðalistinn langi Á almennum borgarafundi, sem haldinn var i Breiðholtshverfi ekki alls fyrir löngu, komst einn fundarmanna, sem er ibúi i þessu fjöl- menna hverfi, svo að orði, að hann kæmi ekki auga á, að Sjálfstæðismenn hefðu efnt eitt ein- asta kosningaloforð á hinum langa loforðalista, sem kynntur var kjósendum fyrir siðustu borg- arstjórnarkosningar. Og það, sem verra væri, að ekki væri sjáanleg nein breyting til batnað- ar. Á hinum langa loforðalista var m.a. heilzu- gæzlustöð i Breiðholtshverfi. Á siðasta fundi borgarstjórnar spurðist Guðmundur G. Þórarinsson fyrir um þetta nauðsynjamál. Varð fátt um svör af hálfu borgarstjóra. Upplýsti hann, að teikningar væru nær full- gerðar, en ekki hefði tekizt að koma heilzu- gæzlustöðinni inn á fjárlög. Guðmundur G. Þórarinsson sagði, að hér væri um ljótan skollaleik að ræða af hálfu Sjálfstæðismanna i borgarstjórn. Sifellt hefði verið japlað á þvi fyrir kosningar, að vinstri stjórnin væri fjandsamleg Reykvikingum og hún stæði m.a. i veginum fyrir þvi, að hægt væri að hefjast handa um byggingu heilsu- gæzlustöðvarinnar. Nú væri þvi ekki til að dreifa, þvi að i stólum heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra sætu flokksbræður þeirra. Þrátt fyrir það hefði ekki tekizt að þoka þessu nauðsynjamáli áfram. Aðstæður væru þó allt aðrar nú en i desember 1973, þegar Sjálfstæðis- menn óskuðu i blekkingarskyni eftir fjárveit- ingu, eftir að ljóst var, að ekki var hægt, tim- ans vegna, að koma heilsugæzlustöðinni inn á fjárlög, auk þess sem skipulag hverfisins hefði verið ósamþykkt þá. Gagnrýni Guðmundar G. Þórarinssonar er ■ réttmæt. Miklu moldviðri var þyrlað upp i sambandi við þetta mál á sinum tima og vinstri stjórnin sögð tefja málið. Hið sanna er, að um handvömm var að ræða af hálfu stjórnenda borgarinnar. í fyrsta lagi höfðu þeir gleymt að láta teikna bygginguna. í öðru lagi höfðu þeir gleymt að láta skipuleggja svæðið, sem hún átti að standa á. Og i þriðja lagi gleymdu þeir að sækja um fjárveitingu til hennar. En það er ekki einungis, að fjölmennasta hverfi Reykjavikur sé afskipt i heilsugæzlu- málum. önnur loforð Sjálfstæðismanna varð- andi nauðsynlega uppbyggingu i Breiðholts- hverfi hafa brugðizt. Þar er nánast engin að- staða til félagslegrar starfsemi. Þar vantar til- finnanlega aðstöðu til iþróttaiðkana. Glöggt dæmi um vanefndir i þeim efnum er iþróttahús Fellaskóla. Hvað eftir annað hefur ibúum Fellahverfis verið heitið þvi, að iþróttahúsið yrði tilbúið. Siðasta timasetning var febrúar- mánuður s.l. En ennþá er beðið eftir iþrótta- húsinu. Sömuleiðis er beðið eftir sundlaugar- byggingu. Nú hefur þó tekizt, eftir þrýsting frá ibúum hverfisins, að fá Sjálfstæðismenn til að samþykkja byggingu bráðabirgðasundlaugar, enda ekki stætt á þvi, að börn úr Breiðholts- hverfi verði að sækja sundtima alla leið vestur i Sundlaug Vesturbæjar. Það er greinilegt, að borgarstjórnarkosning- ar eru ekki i nánd. En ef að likum lætur mun Eyjólfur hressast, þegar þær nálgast. ERLENT YFIRLIT Bætt sambúð Rússa og Bandaríkjamanna Hagsmunamál beggja, að sambúðin batni Frá lundi Fords og Brézjnels I Vladivostok. ÞAÐ ER varla talið til tiðinda lengur, þótt utanrikisráðherr- ar Bandarikjanna og Sovét- rlkjanna hittist. Svo tlðir eru fundir þeirra orðnir. Hitt vakti hinsvegar verulega athygli á dögunum, þegar það gerðist samdægurs, að tveir banda- riskir tundurspillar komu i heimsókn til Leningrad og tveir rússneskir tundurspillar I heimsókn til Boston. Slikt hafði ekki gerzt um 30 ára skeiö. A báðum stöðunum fór fram hátiðleg móttökuathöfn. Heimsóknir þessar, sem voru farnar til að minnast loka siðari heimstyrjaldarinnar og sameiginlegs sigurs Banda- rikjamanna og Rússa í henni, voru talsvert ræddar i blöðum beggja landanna, og þess m.a. minnzt, að þær hefðu verið úti- lokaðar á þeim tima, þegar kalda striðið stóð sem hæst. Hið merka blað The Christian Science Monitor, sem kemur út i Boston, birti forustugrein undir fyrirsögninni: Veriðvel- komnir, Rússar (Welcome, Russians). 1 greininni var sér- staklega hvatt til aukinnar menningarlegra samskipta milli þjóða Sovétrikjanna og Bandarikjanna. FLOTAHEIMSÓKNIRNAR i Boston og Leningrad á dögun- um eru aðeins litið dæmi þess, hvernig samskipti Banda- rikjamanna og Rússa aukast nú á mörgum sviðum. Að þvi er lika stefnt markvisst af for- ráðamönnum beggja rikj- anna. Af hálfu beggja aðila hefur því t.d. verið reynt að látastriðslokin iVietnam hafa sem minnst áhrif á gang þess- ara mála. Stjórnendur Banda- rikjanna hafa lýst yfir þvi, að þeir muni eftir sem áður vinna kappsamlega að þvi að bæta sambúð risaveldanna. Af hálfu rússneskra fjölmiðla hefur verið leitazt við að gera sem minnst úr ósigri Banda- rikjanna, og reyna þannig að láta hann ekki valda nýrri úlfúð milli landanna. Þessi sameiginlega viðleitni valdhafanna i Bandarikjunum og Sovétrikjunum á fyrst og fremst rætur sínar i því, að það er sameiginlegt hags- munamál beggja, að sambúð- in batni. Báðum er ljóst, að styrjöld milli risaveldanna myndi eyðileggja þau bæði, og verða því vatn á myllu Kin- verja, ef þeim tækist að standa utan við. Bæði risa- veldin myndu styrkja stöðu sina með bættri sambúö. Þaö er sameiginlegt báðum risa- veldunum, að þau eiga við ýmsa erfiðleika að striða, og bætt sambúð þeirra myndi gera þeim auðveldara að fást við þá. Bandarikin eru i hálf- gerðum sárum eftir uppgjöf- ina I Vietnam og Watergate- málið, ásamt efnahagskrepp- unni heima fyrir. Astandið i Portúgal, Tyrklandi, Grikk- landi og á Kýpur veldur einnig áhyggjum. En Sovétrikin eiga einnig sin vandamál. Staða þeirra I kommúnistarikjunum i Austur-Evrópu er aldrei örugg og við austurlandamær- in eflist veldi Kinverja dag frá degi. Jafnframt herða Kin- verjar áróður gegn Sovétrikj- unum um allan heim. ekki sizt i Vestur-Evrópu og Banda- rikjunum. Heima fyrir gengur ekki nógu vel að verða við vaxandi kröfum almennings um betri kjör, betri vörur og betri þjón- ustu. Ekki gengur nógu hratt að nýta hin miklu auðæfi Siberiu. Rússarhafa þvi mikla þörf fyrir vestræna tækni og vestrænt fjármagn. Bætt sambúð risaveldanna ætti að geta auðveldað þeim báðum aö leysa þau vandamál, sem þau eru nú að glima við. Af þvi sprettur sameiginlegur áhugi valdhafa þeirra beggja á bættri sambúð. ÞAÐ ER hinsvegar hægara sagt en gert að koma á bættri sambúð risaveldanna. Enn eru áhrifin frá kalda stríðinu sterk, og auðvelt er af fleiri ástæöum að ala á tortryggni milli þeirra. í Bandarikjunum og öörum vestrænum löndum vinna afturhaldssöm öfl kapp- samlega að því að viðhalda Rússagrýlunni eftir megni. A sama hátt eru að verki I Sovét- rlkjunum sterk öfl, sem ala á tortryggni gagnvart Banda- rikjunum. Slikrar tortryggni gætir ekki sizt meðal hers- höföingjanna. Þess vegna veröa valdhafar risaveldanna, sem vinna að bættri sambúð þeirra, að fara gætilegar en ella. Byltingarkenndar breyt- ingar i sambúð risaveldanna gætu misskilizt og misheppn- azt. Hér verður þvi að fara leið friðsamlegrar þróunar, sem alltaf tekur sinn tima, ef vel á að fara. Þriggja verkefna gætir nú mest i viðræðum valdamanna Bandarikjanna og Sovétrikj- anna. Mikilvægast þeirra er vafalitið deila tsraels og Arabarikjanna. Ef risaveld- unum tækist að stuðla að lausn þess máls með sameiginleg- um aðgerðum, myndi það draga mjög úr tortryggni og bæta andrúmsloftið. Næst koma viðræður um að draga úr kjarnorkuvopnum. Þær eru sérlega vandasamar, þvi að þar kemur tæknin mjög við sögu. Ein meiriháttar upp- götvun á þessu sviði gæti alveg breytt grundvelli samn- inganna. Þess vegna þurfa slikir samningar að vera mjög itarlegir og nákvæmir. Þvi er eðlilegt, að það taki nokkurn tima að fylla út rammasamn- inginn, sem þeir Ford og Bresjnef gerðu á siöast liðnum vetri. Þriðja helzta viðfangs- efnið er svo öryggismálaráö- stefna Evrópurikja, en bæði Bandarikin og Kanada eru aðilar að henni. Margt bendir til þess, að henni muni brátt ljúka með þeim árangri, að æðstu menn rikjanna geti undirritað hinn fyrirhugaða samning á fundi, sem haldinn yrði I Helsinki í haust. EINS OG NÚ horfir, er full ástæða til að ætla, að sambúð Bandarikjanna og Sovétrikj- anna haldi áfram að fara batnandi. Það á að vera báð- um rikjunum augljós hagur, og raunar heimsbyggðinni allri, þvi að fátt er liklegra til að draga úr striðshættu. Það væri hins vegar óeðlilega mikil bjartsýni, að búast við mjög snöggum bata, enda vafasamtað það reyndist far- sælt. Hér gildir það eflaust, eins og á fleiri sviðum, að sig- andi iukka er bezt. Af þeim ástæðum munu báðir aðilar sýna varfærni um sinn, og ekki draga neitt að ráði úr vig- búnaði. Afvopnun getur þvi aöeins orðið, að áður hafi dregið úr tortryggninni og sambúðin batnað. Meðan svo háttar, er vafalaust enn um sinn þörf fyrir bæði Atlants- hafsbandalag og Varsjár- bandalag, þvi að ótimabær upplausn þeirra gæti orðið til að auka á ótta og tortryggni á ný. Það er ekki sizt það jafn- vægi,sem þessi bandalög hafa skapað, sem er grundvöllur viðræðnanna milli risaveld- anna um bætta sambúð. Framtiðarstefnan er vitan- lega sú, að nýtt, sameiginlegt öryggiskerfi leysi þessi bandalög af hólmi, en slikt kerfi getur ekki orðið til, nema sem ávöxtur bættrar sambúð- ar og eðlilegrar þróunar. Þ.Þ. —a.þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.